Morgunblaðið - 05.01.1996, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 21
ERLENT
Fimmt-
ungur vill
A-Þýska-
land á ný
Bonn. Reuter.
EINN af hveijum fimm íbúum í
austurhluta Þýskalands eru þeirrar
skoðunar að heppilegast væri að
endurreisa Austur-Þýskaland.
Kemur þetta fram í skoðanakönnun
sem dagblaðið Súddeutsche Zeitung
birti á miðvikudag.
Rúmlega helmingur fyrrum
Austur-Þjóðveija í könnuninni var
óánægður með félagslegar aðstæð-
ur í sameinuðu Þýskalandi.
Alls voru það 22% sem sögðust
helst vilja búa í Austur-Þýskalandi
eins og það var á ný, aðallega mjög
ungt fólk eða gamalt.
Þegar sameining Þýskalands átti
sér stað árið 1990 bentu kannanir
til að 11% vildu halda í tvö þýsk ríki.
------♦ ♦ ♦
• •
Oflugur
skjálfti í
Indónesíu
Palu. Reuter.
AÐ MINNSTA kosti átta manns
biðu bana þegar öflugur land-
skjálfti reið yfir Sulawesi-eyju í
Indónesíu á nýársdag. Hartnær 400
timburhús og opinberar byggingar
skemmdust í skjálftanum.
Skjálftinn mældist 7 stig á Richt-
er og olli tjóni í þremur bæjum.
íbúarnir voru fluttir á brott og
dvöldu í tjöldum í fyrrinótt vegna
hættu á eftirskjálftum. „Við vitum
ekki hvenær fólkið getur snúið
heim,“ sagði embættismaður á
svæðinu. Tveir snarpir eftirskjálftar
riðu yfir á miðvikudag.
„Flestir voru utan dyra þegar
jarðskjálftinn reið yfir,“ sagði lög-
reglustjóri Sulawesi-eyju, Hidayat
Sumiarso. Hann sagði að íbúar eyj-
unnar væru yfirleitt ve! undir jarð-
skjálfta búnir og flest húsin væru
reist á stólpum til að styrkja þau.
Landskjálftinn á nýársdag oili allt
að 1,5 metra háum flóðbylgjum, sem
urðu að minnsta kosti átta manns
að bana í einum bæjanna. Skjálfta-
miðjan var í Selebes-hafi, um 125
km norður af Palu, og þetta er einn
mesti skjálfti í Indónesíu á síðustu
árum. Jarðskjálftar og eldgos eru
algeng í Indónesíu en manntjónið
af völdum þeirra er oft lítið vegna
strjálbýlis á mörgum svæðum.
------♦-"♦--♦----
Vilja afsögn
Dinis
Róm. Reuter.
FRELSISBANDALAGIÐ, bandalag
flokka hægramegin við miðju í ít-
ölskum stjórnmálum, ætlar að beita
sér fyrir því, að_ Lamberto Dini,
forsætisráðherra Ítalíu, segi af sér
embætti. Lýsti Gianfranco Fini,
einn af leiðtogum bandalagsins,
yfir því á miðvikudag.
Dini hefur verið forsætisráðherra
í 11 mánuði og eru allir ráðherrarn-
ir utan flokka og eiga ekki sæti á
þingi. Hann bauðst til að segja af
sér í síðustu viku en Oscar Luigi
Scalfaro forseti hafnaði því.
Auk Finis er Silvio Berlusconi
annar helsti leiðtogi Frelsisbanda-
lagsins en umræðan um framtíð
stjórnar Dinis hefst 9. janúar.
Tómstunda skólinn
sími: 588 72 22
Reuter
Sótt um
skólavist
HANYANG-háskóli í Seoul,
hpfuðborg Suður-Kóreu, er
mikils metinn ef marka má
þann fjöldann sem sækir um
skólavist þar. Síðasti frestur
rann út í gær og var þá handa-
gangur í öskjunni. Um 20.000
manns sóttu um skólavist en
innan við fimmtungur þeirra
fær jákvætt svar.
FITUBRENNSLUTÆKI FYRIR ALLA ALDURSHÓPA
sm fiafcfó /ve>fiur s’/ýu/ýör um öfflBanctarí&ÍK
Breitt og gott sæti
Tölvumælir meö
klukku, teljara og
kaloríubrennslu
Stillanlegt átak
12 þrekstig
Kr.21.000
Kr. 19.500.-"'
HREYSTI
VERSLANIR - LAUGAVEGt 51 - S. 551-7717 - SKEIFUNNI19 - S.568 1717
SENDUM i PÓSTKRÖFU
Fjölsporl, Hafnarfirði - Sportver, Akureyri - K-Sport, Keflovík - Sportlíf, Selfossi Í-Sport, Ísafirðí - Heimahornið, Slykkish. - Tóp og fjör, Egilsst.
Níno, Akronesi - Orkuver, Höfn - 69, Veslmannoeyjum - Siglósport, Siglufirði - Heilsuræktin, Sauðórkróki - Við lækinn, Neskaupsstað
Fyrirferðalítill
Einfaldur í notkun
og hentar
öllum aldurshópum
Þjálfar:
Læri aftan og framan,
rassvöðva,
brjóstvöðva,
axlir, handleggi,
bak og kviðvöðva
KORTER / UNDA +1