Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 21 ERLENT Fimmt- ungur vill A-Þýska- land á ný Bonn. Reuter. EINN af hveijum fimm íbúum í austurhluta Þýskalands eru þeirrar skoðunar að heppilegast væri að endurreisa Austur-Þýskaland. Kemur þetta fram í skoðanakönnun sem dagblaðið Súddeutsche Zeitung birti á miðvikudag. Rúmlega helmingur fyrrum Austur-Þjóðveija í könnuninni var óánægður með félagslegar aðstæð- ur í sameinuðu Þýskalandi. Alls voru það 22% sem sögðust helst vilja búa í Austur-Þýskalandi eins og það var á ný, aðallega mjög ungt fólk eða gamalt. Þegar sameining Þýskalands átti sér stað árið 1990 bentu kannanir til að 11% vildu halda í tvö þýsk ríki. ------♦ ♦ ♦ • • Oflugur skjálfti í Indónesíu Palu. Reuter. AÐ MINNSTA kosti átta manns biðu bana þegar öflugur land- skjálfti reið yfir Sulawesi-eyju í Indónesíu á nýársdag. Hartnær 400 timburhús og opinberar byggingar skemmdust í skjálftanum. Skjálftinn mældist 7 stig á Richt- er og olli tjóni í þremur bæjum. íbúarnir voru fluttir á brott og dvöldu í tjöldum í fyrrinótt vegna hættu á eftirskjálftum. „Við vitum ekki hvenær fólkið getur snúið heim,“ sagði embættismaður á svæðinu. Tveir snarpir eftirskjálftar riðu yfir á miðvikudag. „Flestir voru utan dyra þegar jarðskjálftinn reið yfir,“ sagði lög- reglustjóri Sulawesi-eyju, Hidayat Sumiarso. Hann sagði að íbúar eyj- unnar væru yfirleitt ve! undir jarð- skjálfta búnir og flest húsin væru reist á stólpum til að styrkja þau. Landskjálftinn á nýársdag oili allt að 1,5 metra háum flóðbylgjum, sem urðu að minnsta kosti átta manns að bana í einum bæjanna. Skjálfta- miðjan var í Selebes-hafi, um 125 km norður af Palu, og þetta er einn mesti skjálfti í Indónesíu á síðustu árum. Jarðskjálftar og eldgos eru algeng í Indónesíu en manntjónið af völdum þeirra er oft lítið vegna strjálbýlis á mörgum svæðum. ------♦-"♦--♦---- Vilja afsögn Dinis Róm. Reuter. FRELSISBANDALAGIÐ, bandalag flokka hægramegin við miðju í ít- ölskum stjórnmálum, ætlar að beita sér fyrir því, að_ Lamberto Dini, forsætisráðherra Ítalíu, segi af sér embætti. Lýsti Gianfranco Fini, einn af leiðtogum bandalagsins, yfir því á miðvikudag. Dini hefur verið forsætisráðherra í 11 mánuði og eru allir ráðherrarn- ir utan flokka og eiga ekki sæti á þingi. Hann bauðst til að segja af sér í síðustu viku en Oscar Luigi Scalfaro forseti hafnaði því. Auk Finis er Silvio Berlusconi annar helsti leiðtogi Frelsisbanda- lagsins en umræðan um framtíð stjórnar Dinis hefst 9. janúar. Tómstunda skólinn sími: 588 72 22 Reuter Sótt um skólavist HANYANG-háskóli í Seoul, hpfuðborg Suður-Kóreu, er mikils metinn ef marka má þann fjöldann sem sækir um skólavist þar. Síðasti frestur rann út í gær og var þá handa- gangur í öskjunni. Um 20.000 manns sóttu um skólavist en innan við fimmtungur þeirra fær jákvætt svar. FITUBRENNSLUTÆKI FYRIR ALLA ALDURSHÓPA sm fiafcfó /ve>fiur s’/ýu/ýör um öfflBanctarí&ÍK Breitt og gott sæti Tölvumælir meö klukku, teljara og kaloríubrennslu Stillanlegt átak 12 þrekstig Kr.21.000 Kr. 19.500.-"' HREYSTI VERSLANIR - LAUGAVEGt 51 - S. 551-7717 - SKEIFUNNI19 - S.568 1717 SENDUM i PÓSTKRÖFU Fjölsporl, Hafnarfirði - Sportver, Akureyri - K-Sport, Keflovík - Sportlíf, Selfossi Í-Sport, Ísafirðí - Heimahornið, Slykkish. - Tóp og fjör, Egilsst. Níno, Akronesi - Orkuver, Höfn - 69, Veslmannoeyjum - Siglósport, Siglufirði - Heilsuræktin, Sauðórkróki - Við lækinn, Neskaupsstað Fyrirferðalítill Einfaldur í notkun og hentar öllum aldurshópum Þjálfar: Læri aftan og framan, rassvöðva, brjóstvöðva, axlir, handleggi, bak og kviðvöðva KORTER / UNDA +1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.