Morgunblaðið - 05.01.1996, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 23
LISTIR
Fyrstu tónleikar
ársins 1996
TONLIST
Listasaf n í slands
SAMLEIKUR A FIÐLU
OG PÍANÓ
Guðný Guðmundsdóttír konsert-
meistari og Delana Thomsen
pianóleikari fluttu verk eftir Moz-
art, Brahms, Wieniawsky, Chaus-
son og Ravel. Miðvikudagurinn
3. janúar 1996.
FYRSTU tónleikar ársins
1996, voru haldnir af Listasafni
Islands og voru það listakonurn-
ar Guðný Guðmundsdóttir og
Delana Thomsen er gáfu tóninn
varðandi væntanlega tónlistar-
vertíð á nýju ári. Tónleikarnir
hófust á G-dúr fiðlusónötunni
K.301, eftir Mozart, þeirri fyrstu
af svonefndum Mannheim sónöt-
um, sem samdar voru snemma
árs 1778. Þær þykja bera nokk-
ur merki Mannheimstílsins en
einnig vera undir áhrifum af
fiðluverkum eftir Joseph nokk-
urn Schuster, er starfaði í Munc-
hen. Um er að ræða nokkur atr-
iði er varða samspil hljóðfær-
anna, eins og t.d. undirleik ein-
leikshljóðfærisins, þegar stefið
er leikið í píanóröddinni og nokk-
ur atriði varðandi meðferð stefj-
anna. G-dúr sónatan er fallegt
verk og var það fallega „sungið“
af báðum flytjendum og vonandi
gefur þetta yndislega verk tón-
inn fyrir hið ókomna á nýju ári.
Brahms átti næsta tónleik og
það var A-dúr fiðlusónatan op
100, samin 1886 og frumflutt
sama ár. Þessi sónata er stöku
sinnum nefnd „Verðlaunasöngs-
sónatan“ vegna þess að þrír tón-
ar aðalstefsins minna á verð-
launasönginn úr Meistarasöngv-
urunum eftir Wagner. Verkið
var glæsilega flutt og mikil reisn
yfir fyrsta þættinum. Annar
þátturinn, sem er sambland af
hægum þætti og „scherzo" rit-
hætti, var einnig vel fluttur en
í þeim þriðja, sem er rondo, er
að finna sérlega fagra tónhend-
ingu í öðru stefi kaflans, sem
Guðný lék mjög fallega.
í raun var hið stóra í skáld-
skap tekið fyrir í verkum Moz-
arts og Brahms, því eftir hlé var
fengist að mestu við „virtúósa-
verk“ fyrst eftir Wieniawsky
(Polonaise brillant) þá eftir
Chausson (Poéme) og síðast eft-
ir Ravel (Tzigane). Polonaise
Wieniawskys lék í höndum
Guðnýjar en bestur var flutning-
ur hennar í því ágæta verki,
Poéme eftir Chausson, sem er
þrungið rómantískri tilfinninga-
semi og Guðný útfærði á sann-
færandi máta. Tzigane eftir Ra-
vel er margslungið verk og á
margan hátt svipað að gerð og
„La Valse“. Lék Guðný verkið
mjög vel, þó inngangurinn hefði
mátt vera ögn meira haminn,
„bældur“, til að skapa inni-
byrgða spennu í þennan magn-
aða inngang og gera hann svolít-
ið j.innhverfan".
I heild voru þetta skemmtileg-
ir tónleikar, byggðir á afburða
góðu samspili og þrunginni túlk-
un, og gefa því fyrirheit um
gott listaár og veitir ekki af, til
að færa okkur gleði og milda
dimma harma frá liðnu ári.
Jón Asgeirsson
Rými, leikur, ljóð
LEIKLIST
Leiksm iðja
Rcykjavíkur
SPUNI
Leikendur: Páll Sigþór Pálsson, Arni
_ Pétur Reynisson, Stefán Baldur
Árnason. Hinu húsinu, menningar-
og upplýsingamiðstöð ungs fólks,
Reykjavík. Annan dag í nýári.
OG LÝSING. Rými, leikarar,
ljóð, lýsing. Fleira þarf ekki, sagði
ungi maðurinn sem stóð í anddyr-
inu að pakkhúsloftinu í Hinu hús-
inu (gamla Geysishúsinu við Aðal-
stræti) og tók enga miða af leik-
húsgestum því ekkert kostaði inn.
Þetta var stysta kynning á leik-
verki sem ég hef heyrt, hnitmiðuð
og sönn og ég fann ekki betur en
að áhorfendum líkaði hún vel þar
sem þeir stóðu dreifðir og aldrei
í báða fætur í einu (eftirvænting
hefur þessi áhrif á þyngdaraflið)
í anddyrinu sem er í raun lítið
gallerí fyrir unga listamenn (nú
Söru Maríu og Ásdísi Sif) með
grænbláa líkamsparta af konum í
sundi á veggjunum og drauma,
umkringda blómum.
Og þá fálmuðum við okkur upp
dimma og bratta stiga einhvern
veginn af fingrum fram til þess
að rekast ekki uppundir og vissum
í raun ekki hvert ferðinni væri
heitið en það er einmitt galdurinn
við þessa sýningu félaganna íLeik-
smiðju Reykjavíkur: Maður fer til
að sjá hana í von um fyrirheit um
ferð en engan skýran áfangastað
enda er hann ekkert annað en til-
finningin um ferðalagið sjálft.
Kannski er tilfinning, hughrif,
lykilorðið hér eins og jafnan þegar
rými og hreyfing eru aðlöguð orð-
um. Þeir Páll, Arni og Stefán eru
orkubelgir miklir, líkamlega vel á
sig komnir og sýningin nýtur þess
þegar þeir æða um sviðið og segja
fram texta sem oftast er helgaður
af kyrrari stundum: Brot úr ljóðum
ýmissa góðskálda á íslenska tungu
og enska, og texta á borð við
trúarjátninguna.
I þessum spuna liggur mikið
við. Einhver ógn er í loftinu. Mik-
il tíðindi verða senn. Friðleysi gljá--
ir á hverri brá. Allt er á huldu um
framvinduna, en framvindan ku
víst vera lífið. Þeir flögra upp á
rúður eins og flugur en detta jafn-
harðan niður aftur. Þeir æða um
sviðið, sveifla sér upp í rafta, hala
sig upp, skjótast upp úr gólfinu,
áttlausir menn. Það hefði ekki
komið mér neitt sérstaklega á
óvart ef risastór krumla hefði
ruðst inn um gaflinn á pakkhúsinu
og numið þessar mannflær á brott
með sér út í myrkrið.
Einu sinni slógu þeir á léttari
strengi og gerðu það bráðvel.
Reyndar hefði sýningin öðlast
meiri breidd hefðu þeir gert meira
af því. En ég veit (og vona) að
það bíður betri tíma. Þeir Páll,
Árni og Stefán eru ágætlega agað-
ir leikarar og það hentar óreiðu
verk'sins vel.
Þessi sýning er eins langt frá
hefðbundnum sýningum áhuga-
leikhúsa og komist verður. Hún
er af þvi taginu sem maður er
ekki vanur, hvorki á landsbyggð-
inni né í Reykjavík. í því felst
sumpart ágæti hennar. Borgin
stækkar við það -að Leiksmiðja
Reykjavíkur skuli vera til. Stækk-
ar á sama hátt og hún stækkar
við það að nú skuli víða vera hægt
að ganga inn á kaffihús og panta
sér expressó. Lítinn sopa en rót-
sterkan.
Guðbrandur Gíslason
TÍAAASPARNAÐUR ÖRYGÚI FUNDIÐFÉ NÝJAR ÁÆTLANIR
A RETTRI HILLU
MEP EGLU
BREFABINDUM...
...GENGUR ÞU
AD MIKILVAGUM
HLUTUM VISUM
Egla bréfabindin fást í 5 mismunandi
stærðum. Þau stærstu taka 20% meira
en áður, en verðið er það sama. Og
litaúrvalið eykur enn á fjölbreytnina!
Þessi vinsælu bréfabindi fást í
öllum helstu bókaverslunum landsins.
RÖt> OG REGLA
Múlalundur
Vinnustofa SÍBS
Sími: 562 8500
Símbréf: 552 8819
Starfsnám
VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS
Lærið hjá þeim sem þekkja þarfir viðskiptalífsins
Bókhalds- og tölvunám
Kennslugreinar:
Almenn tölvunotkun - stýrikerfið WINDOWS 95
Töflureiknirinn EXCEL
Gagnagrunnurinn ACCESS
Ritvinnslukerfið WORD for Windows 7.0
Bókfærsla
Tölvubókhald (Opus-Alt)
208 kennslustundir. Verð kr. 51.800.
Kennsla hefst 15. janúar og náminu lýkur með prófum í maí.
VR og mörg önnur stéttarfélög og starfsmenntunarsjóðir
styrkja þátttöku félagsmanna sinna.
Innritað verður á skrifstofu Verzlunarskóla íslands,
Ofanleiti 1, 5.-11. janúar 1996 kl. 08.30-18.00.
9512