Morgunblaðið - 05.01.1996, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 05.01.1996, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Hver er Sondezwa - hvað er SOS? JÁ, HVER er Sondezwa? Segir nafnið nokkuð? Nei trúlega ekki, það hljómar eins og eitthvert fyrirbæri sem þess vegna gæti verið að finna út í him- inhvolfinu. Viljum við vita hver hún er? Tja, nei, hvað varðar okkur um einhvem sem heitir ekki einu sinni almenni- legu nafni, Sondezwa, ja hættu nú alveg. Heyrðu annars, þetta nafn hljómar svolítið spennandi og okkur ís- lendingum finnst allt sem er spennandi þess virði að vita meira um það. Nú, fyrst svo er, langar mig til að biðja lesend- ur að hverfa með mér eins og þtjú ár aftur í tímann en þar er að fínna þetta fyrirbæri með þessu skrýtna nafni. Það er árið 1992 og við erum stödd í henni svörtu Afríku, nánar tiltekið í Suður-Afríku. Það er hráslagalegur morgunn eftir frekar kalda nótt, þar sem hitastigið fór undir frostmarkið. Staðurinn er lögreglustöðin í ónafn- greindu þorpi. Vaktstjórinn hefur náð að dotta sem er harla óvenjulegt á þessum tímum mikilla þjóðfélags- breytinga. Hann teygir úr sér, hlust- ar eftir hljóði en heyrir ekkert. Þetta hefur verið frekar róleg nótt. Hann hugsar með sér: Róleg nótt? Hvað skyldu margir liggja í valnum, 20, 30 eða 100 manns? Allt undir tveim tugum telst róleg nótt. Hann er lánsamur, er vörður lag- anna, býr í friðsömu hverfi þar sem allir eru eins, sami litur, sami kyn- stofn, svipaðar tekjur, sama trú og allir ganga í sama skóla, sem sagt fullkomið líf. Það versta er, að hann er ennþá að vinna sig upp virðingar- stigann og verður að taka vaktir á þessari lögreglustöð þar sem allt log- ar í einhvetjum illdeilum sem enginn skilur nema örfáir aðil- ar sem eiga hagsmuni í því að mannfólkið ber- ist á banaspjótum. Í þessum illdeilum er engu eirt, hvort heldur sem er konum eða böm- um. Þetta er mjög ein- falt. Ef þú ert fæddur af röngu einhveiju hef- ur þú fyrirgert rétti þín- um til að lifa meðal okkar hinna, hveijir sem þessir hinir eru, en það er mjög breytilegt eftir því hver á í hlut. Hann hugsar méð hryll- ingi til allra barnanna sem liggja eins og hrá- viði um götur bæjarins, ekki vildi hann að sín börn væru þar á meðal, en svo má líka spyija hver vill það? Eftir að hann hefur „súnnað" sig, strokið framan úr sér stírumar og fengið sér kaffisopa gengur hann að útidyrunum. Það er best að kíkja út og sjá hvað veldur þessari sjaldgæfu kyrrð. Sjónin sem blasir við sýnir ósköp venjulegt þorp, það er farið að birta. Þeir sem eiga til eldívið hafa kveikt upp, því sjá má reyk lið- ast upp um strompa í nánasta ná- grenni. Hann gengur út á tröppurn- ar, rekur tærnar í eitthvað, veltur um koll, dettur niður tröppurnar og stöðvast ekki fyrr en í moldarsvaðinu sem umlykur lögreglustöðina. Hann er yfir 100 kílógramma maður þann- ig að af þessu verður dynkur allnokk- ur, en sem betur fer meiðist hann ekki neitt. Hann stendur upp og strýkur sig allan til að gá hvort öll bein séu heil. Samhliða því að hann dustar af sér rykið nemur hann held- ur torkennilegt hljóð sem hljómar eins og bamsgrátur. Hann lítur í kringum sig, nei, þetta getur ekki verið barnsgrátur, nánast við fæ- turna á mér, hugsar hann með sér, og þó. Sem hann lítur upp á tröppupall- Gerum fjölskyldu Sondezwa að íslenskri fjölskyldu, segir Sverrir Guðmunds- son, í barnaþorpi á vegum SOS-hjálpar- samtakanna. inn sér hann einhveija teppadruslu og þaðan berast þessi hljóð. Hann gengur nær, jú, viti menn, þetta er lítið stúlkubarn sem hefur verið skil- ið eftir á tröppum lögreglustöðv- arinnar án nokkurra frekari upplýs- inga, svo sem eins og nafn, aldur eða foreldri. Hann fer með bamið inn í hlýjuna og við skiljum við það í sögunni þar sem hún hvílir í öruggum höndum vaktstjórans. Nú á hún allt sitt undir því hvert verði hans næsta skref varðandi framhaldið hjá þess- um umkomulausa einstaklingi sem nú er ekki aðeins umkomulaus, held- ur einnig munaðarlaus. Þetta ber ,okkur til ársins 1994. Fyrirtækið Marel hf. hefur átt um- talsverð viðskipti við Namibíu og nú Suður-Afríku einnig eftir að við- skiptabanninu hefur verið aflétt. Undirritaður hefur haft umsjón með framgangi þessara mála fyrir hönd fyrirtækisins og það hefur haft í för með sér reglubundnar ferðir um þetta svæði og þá helst um Höfða- borg. Afríka hefur alla tíð verið í huga manns hjúpuð ævintýrablæ þar sem Ijón og fílar ásamt öpum ráða ríkjum. Hins vegar þegar komið er til Höfðaborgar til að mynda, þá kemur hún fyrir sjónir sem frekar evrópsk borg með sjóinn á aðra hlið og afar fallegt fjall, Table Mountain (borð- plötufjallið, það er svo flatt að ofan) Sverrir Guðmundsson Janúar tilboð Áður 3.290 Nú 2.590 Repeat gallabuxi Áður 4.490 Nú 3.490 Teinóttar buxur Áður 5.890 IMú 3.990 Ullarbuxur Áður 5.490 l\lú 3.390 Arar buxuí »%£*»** NECESSITY, Borgarkringlunni sími 588 4848 á hina hliðina. Að vetrarlagi er meira að segja kalt og það getur gert mik- ið rok, þannig að manni getur liðið nánast eins og heima í íslenskri suð- austan rigningu. En hvað hefur þetta með söguna að gera? Jú, sýnið þolin- mæði það kemur með tíð og tíma. Þegar lent er á flugvellinum við borgina blasir við mikil húsaþyrping þar sem hvers konar húsaskriflum hefur verið hróflað upp úr nánast engum efnivið, bárujárni, pappír og hveiju þvi sem til hefur fallið. Þegar ekið er inn í borgina sést að heilu íjölskyldurnar hafa tekið sér bólfestu á helstu umferðareyjunum í miðborg- inni. Þar er engum húsakosti fyrir að fara, heldur sofíð undir pappa- spjaldi, ábreiðu eða notast við ylinn af sínum nánasta. Þetta er sem sagt ósköp venjuleg stórborg, bara öllu fallegri en þær gerast almennt. Þegar maður horfír yfír þessa fá- tækt og sér öll bömin sem ekki eiga þess kost að lifa mannsæmandi lífí, ganga menntaveginn og eiga í sig og á, hugsar maður, er ekki eitthvað sem ég get gert til að hjálpa? Að sjálfsögðu eru þetta ekki einu börnin sem eiga bágt, þau eru um allan heim og ekki hefur þeim fækkað með styijöldunum hræðilegu í Júgó- slavíu og Afríkuríkjunum, Sómalíu, Rwanda og Búrúndí. Ýmis hjálparsamtök komu upp í hugann en það sem höfðaði mest til okkar í minni fjölskyldu eru hjálpar- samtökin, SOS Bamaþorpin. Ekki skal farið út í nánari umfjöllun um þessi samtök í þessari grein, en öllum bent á skrifstofu samtakanna að Hamraborg 1, Kópavogi. Er við höfð- um samband við samtökin bar svo við að til stóð að opna formlega barnaþorp í Höfðaborg og vorum við ekki sein á okkur að sækja um barn þar. Við sóttum um að fá að styrkja stúlkubam og snemma á þessu ári barst okkur tilkynning um að okkur hefði verið úthlutað stúlkubami og að hún héti Sondezwa Sotali. Er þá ekki þarna komin sama stúlkan og hafði verið skilin eftir á tröppum lög- reglustöðvarinnar. Vaktstjórinn hafði komið málinu í farsælan farveg og þetta stúlkubarn varð eitt hið fyrsta til að komast í nýstofnað SOS-þorpið í Höfðaborg. Nafnið varð til er hún var spurð á sínu móður- máli hvað hún héti og hún svaraði eitthvað á þessa leið: Sondezwa Sot- ali. Af tönnunum mátti ráða að hún væri um þriggja ára gömul og nú hefur hún fengið skráðan fæðingar- dag, 10. nóvember 1989. Er þetta er skrifað, hefur undirrit- aður haft tækifæri til að heimsækja Sondezwu þrisvar sinnum og i síð- asta skiptið vomm við hjónin saman. Sondezwa býr í þorpi sem í eru 15 hús. í hveiju húsi er gert ráð fyrir 8 börnum í senn ásamt einni barna- þorpsmóður. Sum þessara barna eru eins og Sondezwa, munaðarlaus, en í öðmm tilfellum er vitað um foreldr- ana. Er lögð áhersla á það að foreldr- arnir hafí kynni af börnunum og fylgist með framþróuninni en sam- hliða hafa þeir afsalað sér öllu til- kalli til barnanna. í fjölskyldu Sondezwu eru eftirtal- in böm fyrir utan hana: Bulewa, 14 ára stúlka, Luvuyo, 9 ára drengur, Sinazo, 4 ára stúlka (þessi þijú eru systkini), Daphne, 9 ára stúlka, Ryno, 5 ára drengur, Llewellyn, 3 ára drengur (þessi þijú em systkini) og loks er það Ashley, 9 ára dreng- ur. Þá má ekki gleyma henni Chanmaine, bamaþorpsmömmunni þeirra. Það er ljóst eftir þessi kynni að barnaþorpsmæðurnar vinna afar fórnfúst og jafnframt um leið ómet- anlegt starf við að koma bömunum í móður stað. Öll börnin em við góða heilsu nema Ashley, sem er með varanlega heilaskemmd er hlaust af áfengiseitr- un á meðgöngutímanum. Virkar að- eins annað heilahvolfíð og tekst hon- um helst að tjá sig með teikningum. Svo er það hún Bulewa. Kom'hún yngri systkinum sínum í móðurstað þar til þau komust í SOS þorpið. Af tómum trassaskap fékk hún lömun- arveikina á unga aldri og á því erf- itt með gang. Eins og margt annað í hennar lífí í dag, stendur það til bóta því SOS hefur ákveðið að sjá henni fyrir nauðsynlegri lækningu. Öll bömin ganga menntaveginn eins og önnur börn og geta þau litið á SOS þorpið sem sitt heimili eins lengi og henta þykir. Það hefur komið í ljós að þar sem þetta er tiltölulega nýstofnað barna- þorp, þá er Sondezwa eina barnið í sinni fjölskyldu sem hefur eignast styrktaraðila. Til að reyna að bæta úr því, hefur verið ákveðið að stefna að því að gera fjölskylduna hennar Sondezwu að íslenskri fjölskyldu og er hafín söfnun styrktaraðila meðal vina og vandamanna. Þarna er ekki um stórar ijárupphæðir að ræða eða kr. 1.000,- á mánuði. Eru allar horf- ur á því að í byijun næsta árs verði allur systkinahópur Sondeszwu með íslenska styrktarforeldra. Þrátt fyrir þetta, þá er þörfin brýn og því miður af nægu að taka. Því vildi ég óska þess að þessi til- skrif mættu verða til þess að fleiri fýlgdu í fótspor okkar og yfír 2.000 annarra íslendinga og létu það verða eitt sitt fyrsta verk á nýju ári að sækja um styrktarbarn í einhveijum af fjölmörgum SOS barnaþorpum um víða veröld. Höfundur er fisktæknir. Upphlaup byggt á misskilningí 1 HADEGISFRÉTTUM útvarps 3ja janúar sl. gerir Gissur Sigurðar- son fréttamaður grein fyrir athuga- semdum séra Sigurðar Sigurðarson- ar vígslubiskups og séra Geirs Waage formanns Prestafélags íslands við málsmeðferð Biskups íslands í svo- nefndu Langholtsmáli. Þessar at- hugasemdir voru svo endurteknar í fjölmiðlum næsta sólarhring eða svo með ýmiskonar tilbrigðum. Athugasemdirnar ganga í stuttu máli út á það að Biskup Islands hafi eða ætli sér að vísa Langholtsmálinu til ráðherra og afsala sér þannig hirð- isvaldi sínu. Með því hafí hann reitt til höggs gagnvart prestinum í Lang- holtssöfnuði og gefíð í skyn að hann hafi gerst sekur um ósæmilegt at- hæfi. Það er skemmst frá því að segja að upphlaupið allt er áramótamis- skilningur. Biskup hefur aldrei ætlað að gefa frá sér forræðið í málinu og hann hefur sömuleiðis alltaf gætt þess að gera hvorki prestinn eða organistann að sökudólgi í málinu. Hann hefur hins vegar, eftir fund með kirkjumálaráðherra 2. janúar sl., ákveðið aðvfela óháðum aðila að fara yfír málið og freista þess að fínna lausn. Þegar þetta er ritað hefur Eiríkur Tómasson prófessor tekið að sér að skoða málið í umboði Biskup hefur reynt mik- ið til að setja deilurnar niður, segir Baldur Kristjánsson, og ósanngjarnt er að gera hann að blóra- böggli í málinu. biskups og gera tillögu um málsmeð- ferð til biskupsins. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson próf- astur hefur unnið mikið sáttastarf innan þessa safnaðar og skilaði skýrslu til biskups um málið 27. des. sl. Séra Ragnar styður málsmeðferð biskups. Sömuleiðis vann forveri séra Ragnars, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, mikið að sáttum. Að málinu hafa einnig komið séra Sigurður Sigurðar- son vígslubiskup og séra Geir Waage. Biskup Islands hefur reynt mikið til þess að setja þessa deilu á Holtinu niður. Það er því í hæsta máta ósann- gjarnt og ósmekklegt að reyna að gera hann að blóraþöggli í málinu. Höfundur er biskupsritarí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.