Morgunblaðið - 05.01.1996, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 05.01.1996, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 27 AÐSEIMDAR GREINAR Gunnar Thoroddsen um forsetaembættið Sighvatur Björgvinsson FYRIR jólin 1981 kom út bók, þar sem Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi ræddi við Gunnar Thorodd- sen, þáverandi for- sætisráðherra. í bók- inni komu þeir viðmæ- lendurnir víða við en hæst bar að sjálf- sögðu átökin í Sjálf- stæðisflokknum milli Gunnars og Geirs og liðsmanna þeirra, sem náðu hámarki þegar Gunnar Thoroddsen myndaði stjórn með Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi, sem studd var af tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og með hlut- leysi þess þriðja í byijun árs 1980. Þetta voru miklir átakatímar sem drógu dilk á eftir sér. Geir Hall- grímsson, sem að mínu mati var hófsamur og drenglyndur stjórn- málamaður, hraktist úr formanns- stóli og lengi síðan eimdi eftir af átökum í Sjálfstæðisflokknum. Morgunblaðið hætti fortakslausum stuðningi við flokksforystuna, gerð- ist opið fyrir öðrum viðhorfum og lagði sjálfstætt mat á viðfangsefni landsmála. Forysta Sjálfstæðis- flokksins hefur ekki enn sætt sig við þá breytingu og hefur ítrekað haft horn í síðu blaðsins og ritstjóra þess eins og þráfaldlega hefur kom- ið fram. Og margir af stuðnings- mönnum Gunnars Thoroddsen frá þessum átakaárum guldu þess síð- ar. Það er t.d. ekki nokkur vafi í huga mínum, að Pálmi Jónsson, alþingismaður frá Akri, hefði orðið ráðherra vorið 1991 og fengið í sinn hlut fjármálaráðuneytið eða land- búnaðarráðuneytið ef ekki hefði til komið stuðningurinn við Gunnar Thoroddsen hina örlagaríku janúar- daga árið 1980. Stjórnmálasaga Gunnars Thor- oddsen er merkileg fyrir margra hluta sakir. Hann var glæsilegur leiðtogi, vel menntaður, snjall og stórvel máli.farinn. Ekki síst mun það hafa verið hans verk að breyta viðhorfi Sjálfstæðisflokksins til hinna félagslegu þátta velferðar- kerfisins enda áttu mannúðarsjón- armið jafnaðarmanna hljómgrunn í hjarta hans og að vonum, því sum- ir honum nákomnir aðhylltust jafn- aðarstefnuna og studdu Alþýðu- flokkinn. Auk þess að vera frjáls- lyndur í skoðunum var Gunnar auk þess sjálfstæður í skoðunum og tók sannfæringu sína fram yfir flokks- hagsmuni. Kom þetta ekki síst fram þegar Gunnar gekk gegn flokks- samþykktum og til liðs við framboð Ásgeirs Ásgeirssonar til forseta. Gerði Gunnar grein fyrir afstöðu sinni í stórmerkri grein í blaði stuðningsmanna Ásgeirs, „Forseta- kjöri“ og stendur sú grein enn fyrir sínu þótt langt sé um liðið frá birt- ingu hennar. í viðtalsbók Ólafs Ragnarssonar við Gunnar er aðeins stiklað á nokkrum atriðum í starfs- og stjórnmálaferli þessa merka stjórnmálaforingja og því mestur gaumur gefinn, sem þá stóð næst í tíma. Rík ástæða er til, að einhver góður sagnfræðingur geri lífshlaupi Gunnars gleggri og meiri skil en þarna var gert, ekki síst á meðan enn eru tiltækir viðmælendur, sem Mgai£g> flísar áttu samleið með Gunnari. Þykir mér það tilvalið viðfangsefni fyrir Ólaf Ragnarsson, sem nú er orðinn um- svifamikill bókaútgef- andi, að beita sér fyrir að það verði gert og ljúka þannig verki því, sem hann fitjaði uppá haustið 1981 við knappan tíma og í skugga þeirra atburða og átaka, sem þá höfðu átt sér stað. Á einum stað í við- talsbók þeirra Gunnars Thoroddsen og Ólafs Ragnarssonar er rætt um embætti forseta íslands. Þar lýsir Gunnar þeirri skoðun sinni, að að öllu jöfnu telji hann ákjósan- legást að sá, sem velst til forseta lýðveldisins, hafi öðlast reynslu af stjórnmálastarfi. „Við stjórnar- myndun hefur forseti mikil völd og ræður eða getur ráðið einn,“ sagði Gunnar. Síðar bætir hann við: „Eg hef taiið, að það væri forsetanum ómetanleg stoð að hann hefði sjálf- ur stjórnmálareynslu, þekkti starfs- hætti og hugsunarhátt þingmanna og þingflokka og vissi af eigin raun, hvernig þingræðið er í framkvæmd og hvernig eðlilegast er að vinna í samræmi við það.“ Sjálfur sagðist Gunnar ávallt hafa verið samkvæm- ur sér í þessari afstöðu og stutt þá stjórnmálamenn sem boðið hafi sig fram til forseta um leið og hann Gunnar Thoroddsen ~ taldi að stjórnmála- reynsla væri forseta lýð- veldisins gott vegar- nesti. Sighvatur Björgvinsson tekur undir það sjóriarmið í þessari fflein. lýsir því yfir, að þeir forsetar tveir, sem kjörnir hafa verið utan raða stjórnmálamannanna, hafi staðið sig afburðavel í starfi, enda er af- staða Gunnars með engum hætti fram færð til þess að kasta rýrð á þá. Því komu mér þessi orð Gunn- ars Thoroddsen í hug, að í umræð- um manna um framboð til forseta á komandi vori hafa sumir sett fram þá skoðun, að undir engum kring- umstæðum megi velja til þess emb- ættis einstakling, sem afskipti hefur haft af stjórnmálastarfsemi. Vita- skuld hefur það ekki farið fram hjá mér fremur en mörgum öðrum, að þau viðhorf virðast ríkja, að þeir, sem tekið hafa kjöri almennings í lýðfijálsum kosningum, séu upp frá því bæði óalandi og ófeijandi og allsendis óhæfir til starfa. Sérkenni- leg hlýtur sú þjóð að vera, sem velur eintómt slíkt fólk til þess að setja sér lög. Ekki síst þegar það er almennt viðurkennt, að löggjaf- arsamkunda, sem valin er í fijálsum kosningum, er oftast nær þver- skurður af þjóðinni, sem hana kýs, hvorki betri né verri. Einhvern nýti- legan einstakling hlýtur að mega finna í þeim hópi. Einhvers virði hlýtur sú reynsla og þekking að vera, sem menn og konur hafa öðl- ast í því starfi að setja þjóð sinni lög, koma fram í hennar nafni á innlendum og erlendum vettvangi og gæta hagsmuna hennar í sam- ræmi við þann vilja, sem þjóðin sjálf lætur í ljós í hveijum kosningum. Embætti forseta íslands er eitt af embættunum í stjórnkerfi okkar. í því kerfi. hefur forsetinn hlutverki að gegna, sem vissulega er pólitískt þótt það_ sé ekki flokkspólitískt. Forseti íslands hefur stjórnarat- höfnum að gegna. Starf hans er í eðli sínu stjórnmálalegs eðlis þó með öðrum hætti sé en starf lög- gjafarþingmanns. „Kóng viljum vér ekki yfir okkur hafa,“ sögðu íslend- ingar fyrrum og sú orð hljóta enn að vera í fullu gildi að breyttu breyt- anda og er sú breyting ekki síst í því fólgin, að nýmóðins kóngar hafa ekki lengur annað fyrir stafni en að vera tildurrófuskrautijaðrir á pípuhöttum fordildarinnar. Nei, for- seta viljum vér hafa, forseta, sem er hluti af okkar stjórnkerfi, og hefur þar pólitísku hlutverki að gegna, bæði inn á við og út á við. I slíku embætti hlýtur pólitísk reynsla og tengsl við innlenda og erlenda ráðamenn að teljast vera mikill kostur ekkert síður en margt annað. Hvernig er hægt að leggja mönnum það til lasts að hafa öðl- ast þekkingu á veigamiklum verk- efnum, sem forseta lýðveldisins er ætlað að sinna? Höfundur er þingmaður Alþýðu- flokks fyrir Vestfjarðakjördæmi. 8 vikna I fitubrennslunámskeið Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 Hefst 8. janúar Mappa meó fróóleik] Kynningarfundur Fitumælingar Vigtun Óvæntir glaóningar- Mikió aóhald Barnagæsla MORGUN- SÍÐDEGIS OG KVÖLDTÍMAR SKRÁÐU ÞIG STRAX í DAG í SÍMA: 561-3535 Nýrri líkamsræktarstöó í Frostaskjóli 6 Leióbeinendur: Bjargey, íþróttafræóingur Védís, íþróttakennari Aukakílóin i fjúka af í LÍKAMSRÆKTARSTÖe FROSTASKJÓU 6 - SÍMI; 561 3535 Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, simi df-j| 567-1800 ^ Löggild bílasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. Opið laugard. kl. 10-17 sunnudag kl. 13-18 Fjöldi bfla á tilboðsverði og góðum lánakjörum. Dodge Aries LE ’87, 2ja dyra, brúnn, sjálfsk., ek. 95 þ. km. Gott eintak. V. 490 þús. Tilboðsv. 290 þús. Izuzu Crew Cap 4x4 m/húsi '91, 5 g., ek. 103 þ. km. (4ra dyra og 5 manna). V. 1.190 þús. Toyota Corolla 4x4 Touring GLi '93, rauð- ur, 5 g., ek. 42 þ. km., rafm. í rúðum; dráttarkúla o.fl. V. 1.350 þús. Citroen BX 19 4x4 station '91, rauður, 5 g., ek. 75 þ. km. Gott eintak. V. 1.090 þús. MMC L-300 4x4 Minibus '88, 5 g., ek. 120 þ. km., vél yfirfarin (tímareim o.fl.). V. 1.050 þús. Mjög góð lánakjör. Honda Civic DXi Sedan ’94, vínrauður, 5 g., ek. 32 þ. km. V. 1.250 þús. Toyota Corolla GL Special Series '92, 5 dyra, 5 g., ek. aðéins 36 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. Fallegur bíll. V. 790 þús. MMC Colt GL '90, 5 g., ek. 116 þ. km. (uppt. gírkassi), álfelgur o.fl. Tilboðsv. 490 þús. Plymouth Grand Voyager LE 3.3L 4x4 '92, sjálfsk., ek. 57 þ. km., 7 manna, ABS og rafm. í öllu. Einn m/öllu. V. 2,4 millj. Subaru Legacy 1.8 GL 4x4 station ’90, grásans., sjálfsk., ek. 98 þ. km., dráttar- kúla, rafm. í rúðum o.fl. V. 1.090 þús. Subaru Legacy 2.0 station (Artic útgáfa) '95, 5 g., ek. 7 þ. km., dráttarkúla o.fl., o.fl. Sem nýr. V. 2.150 þús. Nissan Sunny SLX Sedan ’95, sjálfsk., ek. 13 þ. km. V. 1.290 þús. V.W Polo GL 5 dyra ’96, 5 g., ek. 2 þ. km. V. 1.150 þús. Hyundai Accent LSi ’95, 4ra dyra, 5 g., ek. aðeins 3 þ. km. V. 980 þús. Suzuki Vitara JXi ’92, 5 dyra, hvítur, 5 g., ek. aðeins 39 þ. km. V. 1.490 þús. Opel Astra 1.41 station '94, sjálfsk., ek. 28 þ. km. V. 1.240 þús. Sk. ód. Ford Explorer XLT ’91, rauður, sjálfsk., ek. 98 þ. km., óvenju gott eintak. Til- boðsv. 1.980 þús. Toyota D. Cap diesil '90, rauður, 5 g., ek. 104 þ. km., 38" dekk, álfelgur, 5:71 hlutföll, 4t spil, 2 olíutankar, loftlæstur aftan og framan. Mikið breyttur og end- urnýjaður. V. 1.850 þús. Nissan Sunny SKX 4x4 ’91, rauður, 5 g., ek. aðeins 35 þ. km., rafm. í rúðum, spoil- er o.fl. V. 1.030 þús. Grand Cherokee SE 4.0L '93, græns- ans., sjálfsk., ek. 66 þ. km. Fallegur jeppi. Tilboðsv. 2.890 þús. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæ$t á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.