Morgunblaðið - 05.01.1996, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 05.01.1996, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 MIIMIMIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ ARNIBOÐ VARSSON + Árni Böðvars- son fæddist í Nonnahúsi á Akur- eyri 5. ágúst 1914. Hann andaðist hinn 23. desember síðast- liðinn á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri. Foreldr- ar Arna voru Guðný Jónina Kristjáns- dóttir, fædd á Ófeigsstöðum í Köldukinn í Suður- Þingeyjarsýslu 29. okt. 1878, d. 14. jan. 1955, og Böðvar Björnsson, fæddur á Finnsstöðum í Köldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu 18. okt. 1867, d. 25. nóv. 1933. Systkini Arna eru Jóhann, f. 15. jan. 1911, d. 31. jan. 1983, Björn, f. 15. jan. 1911, Kristján, f. 27. okt. 1912, d. 13. des. 1993, Jak- ob, f. 8. mars 1916, Selma, f. 17. apríl 1918 og Kristín, f. 15. júní 1920, d. 30. mars 1949. Hinn 29. október 1938 kvænt- ist Arni Hólmfríði Stefánsdótt- ur, f. 8. okt. 1919, en foreldrar hennar voru Stefán Marinó Steinþórs- son og Sigríður Friðrika Kristjáns- dóttir. Þau Árni og Hólmfríður, er lifir mann sinn, eignuð- ust fimm börn: (1) Kristján, f. 3. júlí 1939, eiginkona hans er Anna Lillý Daníelsdóttir og eiga þau 6 börn. (2) Böðvar, f. 25. júní 1941. Hann er ókvæntur. (3) Stef- án, f. 4. júlí 1946. Eiginkona hans er Hólmfríður Davíðsdóttir og eiga þau tvö börn. (4) Elinborg Sig- ríður, f. 16. des. 1946. Eiginmað- ur hennar er Þormóður Einars- son og hefur þeim orðið fimm barna auðið en eitt þeirra, son- ur, lést í æsku. (5) Bjarki, f. 7. feb. 1949. Eiginkona hans er Bergljót Sigurðardóttir og eiga þau þijú börn. Utför Árna fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. NÚ HEFUR Árni Böðvarsson, (lang) afi bamanna minna, gengið götuna til enda og við erum öll fátækari eft- ir. Við reynum að hugga okkur við að þetta sé gangur lífsins og niður í huga föður lýstur þeirri eigingjömu ósk að miklir mannkostir Áma megi lifa áfram í afabörnum hans - að dauðinn hrifsi ekki til sín alla gaman- semi hans, lifandi gáfur og þá hlýju er einkenndi allt hans fas. Bækur voru Áma kærar. Sem ung- ur maður sótti hann tveggja vetra nám að Alþýðuskólanum á Laugum í Reykjadal. Um annað framhaldsnám eftir bamaskóla var ekki að ræða. Engu að síður hefði margur lang- skólagenginn maðurinn getað verið fullsæmdur af þeirri menntun er Ámi bjó að og hafði sótt í bækur. Jafnvel þegar efnin voru hvað naumust stóðst Ámi ekki þá freistingu að bæta góðri bók í safn sitt. Þegar bamabömin tóku að stálpast vom þau fljót að átta sig á staðgóðri menntun afa Áma, eins og þau köll- uðu hann iðulega, og leituðu óspart til hans eftir hjálp við heimanámið. Og þau eldri vísuðu yngri systkinum sínum veginn. Um þetta er dæmigerð sagan af einu bamabami Áma sem var að vandræðast með heimanámið. Bamið átti að lesa Grettissögu og þótti hún óskaplega leiðinleg. Þá kom eldri systir til skjalanna og gaf þetta ráð: „Farðu bara til afa og láttu hann segja þér söguna." Systirin vissi sem var að ekki aðeins gjörþekkti afí henn- ar Grettissögu heldur hafði hann líka lag á því að gera jafnvel hið þurrasta námsefni bráðlifandi og athyglisvert. En afí Ámi krafðist umbunar erfiðis síns, hann vildi alltaf fá eintak af skólaritgerðum bamabama sinna - og það var þóknun sem þau inntu glöð af hendi, hreykin yfir þeim ein- læga áhuga er hann sýndi námi þeirra. Þegar árin færðust yfir lærði Ámi að taka bækur í sundur og setja sam- an aftur. Em þær ófáar bækumar er hann batt fyrir mig og ailar bera þær verklagni hans gott vitni. Ég kallaði það að eiga bókastund með Áma þegar ég heimsótti hann með bækur er áttu að fara í band. Hann bauð til sætis í bókaherberginu og sagði mér sögur en Áma var frásagn- argáfan í blóð borin. Stundum sýndi hann mér líka grúskið sitt, en Ámi t Ástkaer eiginkona mín, HILDIGUNNUR JÓHANNSDÓTTIR, sem lést 1. janúar, verður jarðsungin frá Hólaneskirkju, Skaga- strönd, þann 6. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, • Guðmundur Árnason. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR M. ÞORSTEINSSON, Aflagranda 40, andaðist á Droplaugarstöðum miðviku- daginn 3. janúar. Útför verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Ásta Jónsdóttir. t Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JAKOB VIGTÝR LEÓ ÓLAFSSON, Kleppsvegi 52, lést í Borgarspítalanum miðvikudaginn 3. janúar. Stefania Önundardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. hafði mikinn áhuga á þjóðlegum fróð- leik og ættfræði. Það sýnir kannski best hið mikla fjör er var í sálu hans allá tíð að hann fékk sér tölvu á gam- als aldri og kærði sig kollóttan um þá goðsögn að slík tæki væru ekki á færi eldri borgara. Enda var hann ekki lengi að ná tökum á nýja tíman- um. GUÐRUN INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR Hlnn 29. október 1938 urðu þátta- skil í lífi Áma þegar hann, að fengnu leyfisbréfi frá Kristjáni konungi tí- unda, gekk að eiga Hólmfríði Stefáns- dóttur. Brúðhjónin ungu settu niður bú sitt á Melum,. litlu koti fyrir innan Akureyri. Árið 1946 reistu þau hús inn við Bmnná og bjuggu þar til 1957 að þau fluttust í Norðurgötu 49 á Akureyri, tveggja hæða reisu- legt hús er Árni hafði byggt með elsta bróður sínum, Jóhanni. Böm þeirra fímm, fjórir drengir og ein stúlka, voru þá öll komin í heiminn. Þetta voru tímar fjölbreytilegrar lífsbaráttu, meðai annars fékkst Ámi við það í nokkur ár að innramma myndir fyrir bæjarbúa, og naut sín þar vel vandvirkni hans og lagvirkni, en lengst af starfaði Ámi hjá Vega- gerð ríkisins, eða yfir 30 ár. Árni var viðkvæmur lífsnautna- maður; fátækt og hörð lífsbaráttan breyttu aldrei neinu þar um. Hann tók þátt í leiksýningum með Leikfé- lagi Akureyrar og steig á svið nokkr- um sinnum og í fjörutíu ár söng hann með Karlakór Akureyrar; var I. tenór í 20 ár og II. tenór í önnur tuttugu. Hann sat um langt skeið í kórstjóm og var formaður Karlakórsins þegar kórfélagar héldu utan til Noregs árið 1967. Þetta mátu félagar háns og í janúar 1980 var Ámi kjörinn heiðurs- félagi Karlakórs Akureyrar. Seinustu árin söng Ámi með Kór aldraðra undir stjórn hinnar mætu konu Sigríð- ar Schiöth. Ég veit það fyrir víst að Árna þótti ákaflega vænt um þann virðingarvott er karlakórsfélagar sýndu honum. Það var þó ekki heiðursskjalið er Ámi mat mest heldur hugurinn er lá að baki. Ámi gaf aldrei mikið fyrir titlatog og sóttist ekki eftir að kom- ast í sviðsljósið. í þessum skilningi var hann hlédrægur. Hann flíkaði til dæmis aldrei þeirri skáldgáfu er hon- um var gefin í vöggugjöf. Og ég veit að hann myndi kunna því illa ef ég notaði þennan vettvang til að hæla honum fyrir kvæðagerð. Ég stenst þó ekki mátið að sýna hér hversu Ámi var megnugur á sviði ljóðlistar- innar - veit líka að ekkert lofar ljóð- skáld betur en verk hans: Aldinn leit ég æsku slóð ofna sólarhlýju þá var eins og gömul glóð glæddist upp að nýju. Þegar ég lít yfir þessar línur finn ég sárt til þess hversu vanmegnugur ég er að draga upp lifandi mynd af þeim heiðursmanni sem Ámi var, þeirri meðfæddu gestrisni sem hann bjó yfir og þeim góðu gáfum er hann var gæddur. Og það rennur upp fyrir mér að það er alltof margt sem við mannanna böm geymum að segja og gleymum uns tíminn er skyndilega á þrotum. Kannski lærum við af reynsl- unni. Það veit ég þó, að hugur okkar allra fylgir þér, Árni, hvar sem þú ert. Jón Hjaltason. Þeim er að fækka gömlum vinum mínum frá fyrstu Akureyrarárunum. Einn þeirra, Ámi Böðvarsson, er til moldar borinn í dag. Síðast þegar ég sá hann lá vel á honum. Hann sagði mér frá gömlu rímnahandriti snjáðu úr fórum afa síns, Björns Bjömssonar í Köldukinn. Nú sat Ámi við að ráða í þetta lúna letur og færa það inn á tölvu. Verkinu fleygði kannski ekki áfram, en það gekk samt og skildi mikið eftir sig. Innri ánægju. Mér er hlýtt til Áma Böðvarssonar eins og öllum held ég sem honum kynntust. Hann gat verið spaugsam- ur, en alvörumaður ef því var að skipta, unni íslenskum fróðleik og vísur lágu honum á tungu, enda list- hneigður og bar viðkvæma lund. Drengur góður og vinur traustur var hann. Þessar línur bera þér, Hólmfríður, bömum þínum, afkomendum og fjöl- skyldu samúðarkveðjur okkar hjóna. Guð blessi ykkur öll. Megi Árni í friði hvíla. Halldór Blöndal. + Guðrún Ingi- björg Ólafsdótt- ir fæddist á Stóra- Knarramesi á Vatnsleysuströnd 13. febrúar 1916. Hún lést á Borgar- spítalanum 27. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Pétursson og Þuríð- ur Guðmundsdóttir til heimilis á Stóra- Knarramesi. Guð- rún Ingibjörg var næstelst 14 systkina en þau eru: Guðmundur, f. 1914; Ellert, f. 1917, d. 1984; Guðfinna Sigrún, f. 1918; Guðmundur Viggó, f. 1920; Pétur, f. 1922; Hrefna; f. 1923; Margrét, f. 1924; Olafur, f. 1926, d. 1940; Guðbergur, f. 1927; Bjarney Guðrún, f. 1928; Áslaug Hulda, f. 1930; Eyjólfur, f. 1932; Hulda Klara, f. 1933, d. 1994. Guðrún Ingibjörg giftist Jóni Gesti Benediktssyni frá Suður- koti í Vogum en þau slitu sam- vistum. Böm þeirra eru tvö: Sigríður Sólrún liðsmaður, f. 1937, maki Ragnar Sig- urður Sigurðsson vélfræðingur, f. 1931, d. 1990, böm þeirra eru fjögur og þar af er eitt látið. Ólafur Þór sjúkra- nuddari, f. 1942, maki Margrét F. Sigurðardóttir blindrakennari, f. 1943, böm þeirra eru þrjú. Síðar gift- ist Guðrún Ingi- björg Hlöðveri Þórðarsyni frá Hellissandi, en þau slitu samvistum. Þau eign- uðust einn son, Þröst, sem er garðhönnuður, f. 1957, sambýl- iskona hans er Rakel Baldurs- dóttir starfsmaður í leikskóla, f. 1974. Þröstur á einn son. Guðrún Ingibjörg vann við ýmis verslunar- og matreiðslustörf, síðustu starfsárin í mötuneyti Pósts og síma. Útför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. GUÐRÚN ólst upp heima í stórum systkinahópi og má nærri geta hvað mikil vinna hefur snemma fylgt því að hjálpa til við umönnun yngri systkina. Fyrst er Guðrún fer að heiman þá fer hún í vist að Höskuld- arkoti í Njarðvík til Magnúsar út- vegsbónda og innir af hendi ýmis störf. Hugur Guðrúnar hafði alltaf staðið til menntunar, langaði helst í Verslunarskólann en hafði ekki tæki- færi til að láta þann draum sinn rætast. En árið 1938 fór hún í Hvera- vallaskóla í Hveragerði til Árnýjar Filippusdóttur ásamt systur sinni Guðfinnu. Guðrún hélt alltaf kunn- ingsskap við Árnýju eftir skólavist- ina. Urðu þær góðar vinkonur og eftir að Guðrún eignaðist bifreið var hún oft að keyra Árnýju ýmissa er- inda er hún kom í bæinn. Guðrún vann ýmis störf er lutu að verslun og matreiðslu og bjó til alveg frábæran mat að því er eigin- maður minn, Eyjólfur, yngsti bróðir hennar, sagði, en hann hafði oft á orði; „maturinn hjá henni Gunnu systur“ eins og aðrir segja efalaust „maturinn hennar mömmu“. Ekki má gleyma að minnast á hvað Guðrún hafði gaman af að ferð- ast og fékk hún mörg tækifæri til þess hin síðari ár og var einnig ein- staklega dugleg að fara í gönguferð- ir og um árabil stundaði hún ferðir með félaginu Göngu-Hrólfi. Þá verð ég líka að segja frá þvi' hvað hún hafði einstaklega gaman af að spila á spil og má geta nærri að snemma hafi verið farið að taka í spil á æsku- heimilinu, en Guðrún tók alltaf þátt í félagsvist og einnig átti hún góða spilafélaga er hún hitti reglulega til að spila brids. Síðasta ár var Guðrúnu erfitt vegna mikilla veikinda og undravert hversu dugleg hún var að rífa sig upp alveg fársjúk til að taka þátt í spilum eða sinna öðrum áhugamálum sínum. Einnig langar mig að minn- ast hversu þakklát hún var öllum þeim er önnuðust hana í veikindum hennar og dásamaði að allt væri fyr- ir sig gert. Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafið lærzt að hluta unz hjarta í hveijum steini sló. Og hvemig sem syrti, í sáiu þinni lék sumarið öll sín Ijóð, og þér fannst vorið þitt vera svo faprt og veröldin ljúf og góð. Hann tók þig í fang sér og himnarinir hófu í hjarta þér fagnandi söng. Og sólkerfi daganna svifu þar um sál þína í tónanna þröng. En þú varst sem bamið, er beygir kné til bænar í fyrsta sinn. Það á engin orð nógu auðmjúk til, en andvarpar: Faðir minn! (Tómas Guðm.) Með þakklæti í huga fyrir þær stundir er við Guðrún áttum saman votta ég börnum hennar og fjölskyld- um þeirra samúð og samhug minn og fjölskyldu minnar. Ágústa Högnadóttir. Mig langar að minnast hennar Guðrúnar tengdaömmu minnar í nokkrum orðum en það er nú svo einkennilegt að ég hef þekkt hana alla mína ævi þó samskiptin hafi kannski ekki verið mikil fyrstu árin. Það voru þeir Hlöðver seinni eig- inmaður Guðrúnar og Þröstur sonur þeirra sem tengdu okkur, en Hlöðver var hálfbróðir móður minnar, sam- mæðra. Hjónaband Hlöðvers.og Guð- rúnar entist ekki lengi, en vinskapur á milli systra hans og Guðrúnar ent- ist ævilangt og er það til dæmis mjög sterkt í minningu minni að allt- af þegar við gengum niður Banka- strætið var stoppað við happdrættis- bílinn þar neðst ög spjallað við hana. Þarna sat hún ár eftir ár og seldi happdrættismiða og þarna var hún enn þegar ég vann í sjoppunni í Bernhöftstorfunni 14 ára gömul og þar kynntumst við án þess að mamma stæði við hliðina á mér. Svo lágu leiðir okkar saman til Kanarí- eyja 1978 og í öll þessi ár hvarflaði aldrei að mér að þessi kona ætti eft- ir að verða langamma barnanna minna. Heimurinn er svo lítill og Kópavogurinn ennþá minni og þar slitum við Siggi barnsskónum og búum þar enn. Það urðu því fagnað- arfundir þegar við sameinuðum fjöl- skyldumar aftur og ég gat nú ekki annað en brosað með sjálfri mér fyrst þegar við Siggi gengum niður Bankastrætið. Þá var stoppað við happdrættisbílinn og heilsað upp á Guðrúnu ömmu. Um leið og ég vil þakka Guðrúnu Ingibjörgu fyrir samfylgdina vil ég votta tengdamóður minni, Óla Þór, Þresti, tengdabörnum, barnabömum og systkinum samúð mína. Hafðu þökk fyrir allt og allt elsku Guðrún. Þín, Erla Alexandersdóttir. Kveðja frá langömmubörnum Vertu nú yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Ragnar, Birgir, Ester, Harpa, Kristín og Ragnar Þór.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.