Morgunblaðið - 05.01.1996, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
'Sbs%bÍGbR'51.!JAÍíÚA!R!§96 33
MINNINGAR
SIGFUS OLAFUR
SIG URÐSSON
+ Sigfús Ólafur
Sigurðsson var
fæddur 7. apríl 1907
í Árkvörn í Fljóts-
hlíð. Hann lést 24.
desember síðastlið-
inn á Dvalarheimil-
inu Skjóli. Sigfús
var sonur hjónanna
Þórunnar Jónsdótt-
ur og Sigurðar
Tómassonar er þar
bjuggu. Móðir Sig-
fúsar, Þórunn Jóns-
dóttir, fæddist 7.
október 1862 í
Hlíðarendakoti í
Fljótshlíð, en lést í
Reykjavík 7. janúar 1936. Sig-
urður, faðir hans, fæddist 16.
febrúar 1845 í Varmahlíð undir
Eyjafjöjlum og lést á heimili
sínu í Árkvörn 4. ágúst 1934.
Systkini Sigfúsar voru þessi,
talin í aldursröð: Páll bóndi í
Árkvörn, f. 7. maí 1885, d. 9.
mars 1979, Sigurður, f. 31. mars
1886, lést í æsku, Guðbjörg,
húsfreyja á Þorleifsstöðum á
Rangárvöllum og síðar á Hellu,
f. 27. júlí 1886, d. 1. október
1963, Jón, bóndi á Reynifelii og
síðar Reyðarvatni á Rangárvöll-
um, f. 31. október 1888, d. 3.
september 1975, Tómas, bóndi
á Reynifelli á Rangárvöllum, f.
19. júní 1890, d. 6. janúar 1983,
Halla Þuríður, húsfreyja í Teigi
í Fljótshlíð, f. 3. janúar 1892,
d. 7. janúar 1976, Sigríður, hús-
freyja á Neðri-Þverá í Fljótshlíð,
f. 24. júlí 1894, d. 20. ágúst 1977,
og Þuríður, hús-
freyja á Ásólfsstöð-
um í Þjórsárdal og
síðar í Reykajvík, f.
8. júlí 1902, d. 6. júlí
1959.
Sigfús kvæntist
28. maí 1939 Jó-
hönnu Björnsdóttur,
f. 27. júlí 1918. Þau
höfðu því átt sam-
leið í meira en hálfa
öld þegar leiðir
skildi. Urðu börn
þeirra fjögur, þijár
dætur og einn son-
ur, en þau eru þessi,
talin í aldursröð:
Sigfríð Elín, f. 8. ágúst 1939,
skrifstofumaður í Reykjavík,
gift Marinó Bóasi Karlssyni,
aðalvarðstjóra hjá Slökkviliði
Reykjavíkur og eiga þau fjögur
börn; Þórunn, f. 6. maí 1941,
ritari hjá Rannsóknarlögreglu-
stjóra ríkisins; Jóhanna Edda,
f. 16. nóvember 1945, húsmóðir
í Reykjavík, gift Sveini Hafdal,
varðstjóra hjá Lögreglunni í
Reykjavík og eiga þau þijú
börn, og Sigurður Gylfi, f. 19.
mars 1950, húsasmiður í Reykja-
vík, kvæntur Björgu Gunnars-
dóttur, og eiga þau þijú börn.
Sigfús var meistari í húsa-
smíðum og bifreiðasmíðum.
Hann var einn af stofnendum
Bílasmiðjunnar hf. og vann þar
lengst af.
Utför Sigfúsar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
í DAG er til moldar borinn Sigfús
Ólafur Sigurðsson, húsasmíðameist-
ari, Jökulgrunni 23, Reykjavík.
Sigfús Sigurðsson ólst upp í föð-
urgarði við venjuleg sveitastörf
þeirra tíma og var ekki hár í loftinu
þegar hann fór að taka þátt í amstri
fullorðna fólksins, eins og títt var
um börn á þeim tímum. Foreldrar
hans, Þórunn og Sigurður, voru
merk og vinsæl bóndahjón sem
ræktu sitt hlutverk af dugnaði og
samviskusemi og máttu í engu
vamm sitt vita. Hlutu þau hin bestu
eftirmæli vina og sveitunga er þau
létust í hárri elli.
Sigfús átti því láni að fagna að
alast upp í stórum systkinahópi,
yngstur systkina sinna, og snemma
í hávegum hafður sem greindur og
atorkusamur unglingur.
Systkinahópur þessi var sómafólk
sem gat sér gott orð í lífinu, vandað
og vinnusamt, og eignaðist stóran
mannvænlegan hóp afkomenda.
Elín, elsta dóttir Sigfúsar, minnist
föðursystkina sinna með þessum
orðum: „Systur hans pabba voru
yndislegar konur sem kenndu okkur
margt og mikið þó ekki væri annað
en að sjá þær og tala við þær. Við
eigum líka fallegar minningar um
bræður hans, eiginkonur þeirra og
börn. Pabba þótti einstaklega vænt
um systkini sín og börn þeirra og
minntist þeirra fram á það síðasta,
svo og mömmu sinnar sem var hon-
um einkar hugleikin."
Það lætur að líkum að í svo stór-
um systkinahópi hlaut svo að fara
að flestir hleyptu heimdraganum og
freistuðu gæfunnar utan föðurhúsa
og svo fór um Sigfús. Um 1930 flutt-
ist hann til Reykjavíkur eins og svo
margir sveitapiltar þeirra tíma og
leitaði fyrir sér um nám og störf.
Lauk hann íþróttakennaraprófi frá
Iþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar, en
lærði síðan húsasmíði og lauk meist-
araprófi í þeirri grein. Sigfús þótti
góður iðnaðarmaður og vann við
húsabyggingar á ýmsum stöðum í
Reykjavík og úti á landsbyggðinni,
má þar m.a. nefna Rafstöðina við
Elliðaár og hið eftirminnilega hús
að Arnarstapa á Snæfellsnesi. En
þó að Sigfús gæti sér gott orð á
sviði húsasmíða varð lífsstarf hans
þó fyrst og fremst á öðrum vett-
vangi. Honum varð fljótlega ljóst að
framtíð okkar stóra og stijálbýla
lands var ekki síst undir því komin
að íslendingar eignuðust góðar og
öflugar bifreiðar og því málefni
ákvað hann að helga líf sitt. Hann
bætti við menntun sína meistararétt-
indum í bifreiðasmíðum, gerðist
maður nýrra tíma og hóf brautryðj-
endastarf í bílasmíðum á íslandi
ásamt nokkrum félögum sínum.
Hann varð einn af stofnendum Fé-
lags bifreiðasmiða og árið 1941
stofnaði hann ásamt öðrum fyrir-
tækið Bílasmiðjuna hf. Starfaði hann
síðan í Bílasmiðjunni við iðngrein
sína allt til ársins 1974, en eftir það
í verslun fyrirtækisins, og munu
margir minnast hans þaðan. Bíla-
smiðjan var ein af hugsjónaborgum
íslensks iðnaðar áður en hann hvarf
ofan í öldudalinn, blómlegt fyrirtæki
um sína daga sem byggt var upp
af fádæma dugnaði og elju, óskrifað-
ur kapítuli í sögu íslensks iðnaðar
og íslensks framtaks sem bíður síns
tíma. Þeir Bílasmiðjumenn, Sigfús
og félagar hans, byggðu tvö stór-
hýsi yfir starfsemina, í Skúlatúni 4
og síðar á Laugavegi 176, þar sem
síðar urðu höfuðstöðvar íslensks
sjónvarps, og var þá ekki annað að
sjá en íslenskur iðnaður og innlent
framtak ætti glæsta framtíð fyrir
höndum, þó að því miður yrði raun-
in önnur. En þó að þeir Bílasmiðju-
menn yrðu að lækka seglin í and-
streymi óhagstæðra tíma héldu þeir
áfram að vinna landi sínu og þjóð
og er þessara frumkvöðla minnst
með eftirsjá og virðingu af fjölmörg-
um vinum og viðskiptamönnum um
land alit.
Þegar Sigfús Sigurðsson hafði
búið í Reykjavík hartnær áratug
staðfesti hann ráð sitt og gekk að
eiga unga reykvíska stúlku sem
hann hafði kynnst á þessum árum
og varð hún upp frá því lífsförunaut-
ur hans og bakhjarl eftir að heilsan
bilaði. Unnusta og eiginkona Sigfús-
ar, hin unga höfuðborgarmær og
verndarengill, hét Jóhanna Björns-
dóttir. Var hún dóttir hjónanna Jón-
ínu Elíasdóttur og Björns Jónssonar,
bakarameistara, hinna mætustu
hjóna.
Er skemmst frá því að segja að
hjónaband þeirra Jóhönnu og Sigfús-
ar varð ekki aðeins langt heldur
einnig gott og gæfusamt, enda voru
þau samboðin hvort öðru um mann-
kosti og dugnað.
Eg sem þessar línur rita átti því
láni að fagna að vera frændi Sigfús-
ar Sigurðssonar og fjölskylduvinur
eftir að dætur hans komust upp, en
tvær elstu dætur hans voru á svip-
uðu reki og ég. Móðir mín, Elín, var
systurdóttir Sigfúsar og jafnaldra
og vinkona eiginkonu hans, Jó-
hönnu. Og foreldrar mínir giftu sig
sama ár og Sigfús og Jóhanna, þ.e.
árið 1939, og héldu stundum sam-
eiginlega upp á brúðkaupsafmæli sín
er fram liðu stundir. Þá var talsverð-
ur samgangur milli fjölskyldnanna
tveggja, gagnkvæmar heimsóknir,
komið saman um hver jól og áramót
lengi fram eftir árum o.s.frv. Var
öll sú frændsemi vel rækt og marg-
ar ijúfar endurminningar að ylja sér
við frá þeim góðu, gömlu dögum.
Sigfús frændi minn var minnis-
stæður maður og um margt sérstak-
ur. Hann var ekki aðeins góður iðn-
aðarmaður, heldur einnig maður
menningar og lista. Hann hafði sí-
vakandi áhuga á bókmenntum og
myndlist, fylgdist vel með í vísindum
og hvers kyns fræðum og hafði gam-
an af að ræða um þau mál. Hann
var bókamaður og eignaðist snemma
gott safn fagurbókmennta og vís-
indarita, einkum um íslensk fræði,
og ekki var komið að tómum kofun-
um hjá honum um þau efni. En bóka-
safn hans var ekki aðeins allmikið
að vöxtum, þar voru gæðin í fyrir-
rúmi. Meðalmennska og hálfkák var
ekki hans stíll og í hillum hans voru
nær eingöngu verk meistaranna og
hinna meiri spámanna, enda var
smekkur Sigfúsar smekkur fagur-
kerans og þess er ekki lætur viila
sér sýn. Þá var Sigfús einnig liðtæk-
ur skákmaður, áhugamaður um
íþróttir - og ekki má gleyma pólitík-
inni. í þjóðmálum var hann að sjálf-
sögðu sjálfstæðismaður eins og
skapgerð hans stóð til, því hann var
maður sjálfstæðis og sjálfræðis,
maður athafna og áræðis, þó að
hjarta hans slægi með fjöldanum.
Bóndinn í Sigfúsi blundaði alltaf
undir niðri, þó að hann gerðist borg-
arbarn og maður nýrra tíma, og
vandfundinn mun sá maður er varð-
veitti betur uppruna sinn og barns-
eðli, hjartað sanna og góða, en hann.
Af eðliskostum hans kemur mér sér-
staklega í hug greiðasemi hans og
gestrisni, þó af nógu sé að taka,
hann virtist hafa unun af því að
rétta mönnum hjálparhönd og greiða
götu náunga síns, vinsemd, hlýja og
góðgirni voru honum í blóð borin
þó að skapfastur væri og ákveðinn
í skoðunum.
Mér verður hugsað til foreldra
minna látinna er ég kveð Sigfús vin
minn og frænda hinstu kveðju. Fáa
mátu foreldrar mínir meira en þau
hjón, Sigfús og Jóhönnu, sem ævin-
lega voru kölluð Fúsi og Hanna á
heimili mínu. Og ávallt fór um okkur
fagnaðarylur er þessi góðu hjón
börðu að dyrum á bernskuheimili
mínu. . Sá sjóður endurminninga
verður aldrei frá manni tekinn held-
ur vex og skýrist með árunum og
er æ oftar dreginn fram til að fara
höndum um.
Ég bið góðan guð að blessa minn-
ingu Sigfúsar Sigurðssonar, þessa
vammlausa heiðursmanns, og flyt
ættingjum hans og eiginkonu sam-
úðarkveðjur.
Guðjón Albertsson.
Kveðja til tengdapabba
Það var aðfangadagur jóla, við
sátum og vorum að borða jólamat-
inn. Þá hringdi síminn, það var Dídí
sem hringdi til að segja okkur tíðind-
in að tengdapabbi væri látinn. Elsku
Sigfús minn, minningarnar streyma
fram og eru svo óendanlega marg-
ar. Alltaf varstu boðinn og búinn til
að hjálpa öllum. Þær voru nú marg-
ar stundirnar, sem þú hjálpaðir okk-
ur þegar við vorum að reisa heimilið
okkar við Gylfi sonur þinn. Það var
mér mikil gæfa í lífinu að fá að
verða samferða þér í þessu lífi. Elsku
Sigfús minn, þér þótti ævinlega
gaman að syngja þegar þú varst á
Laugaskjóli og allir starfsmennirnir
þar voru þér góðir og þakka ég þeim
fyrir umönnunina fyrir hönd okkar
Gylfa og einnig á hjúkrunarheimilinu
Skjóli. Elsku Sigfús minn, nú ertu
kominn til ættingja þinna hinum
megin, ég bið guð að geyma þig þar
þangað til að við hittumst á ný hand-
an móðunnar miklu. Elsku Hanna
mín, missir þinn er mikill, og ég bið
guð að hjálpa þér í þinni sorg, einn-
ig bið ég guð að hjálpa elsku Dídí,
sem var perlan í lífi hans og hjálp-
aði pabba sínum svo mikið. Elsku
Ella, Dídí, Edda, Gylfi og fjölskyldur
ykkar, elsku Hanna mín, missir ykk-
ar er mikill, en minningin um góðan
eiginmann og föður mun sefa sorg-
ina.
Hver minning er dýrmæt perla
að liðnum lífsins degi,
Hin ljúfu og hljóðu kynni,
af alhug þökkum vér.
Þinn kærleikur í verki
var gjöf, sem gleymist eigi,
og gæfa var það öllum
sem fenp að kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma.
Minning þín opnar gamla töfraheima.
Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu.
(Davíð Stefánsson)
Þökk fyrir vina bros og brá
best er að vera kátur.
Gott er á meðan Árkvörn á,
okkar vina hlátur.
(Þorsteinn Erlingsson)
Björg Gunnarsdóttir,
tengdadóttir.
Hann afi minn hefur nú kvatt
þennan heim og langar mig að minn-
ast hans hér í fáeinum orðum.
Afi og amma eignuðust fjögur
börn, Ellu, Dídí, Eddu og Gylfa.
Árið 1954 flytja þau í Selvogsgrunni
12 sem þá var á byggingarstigi og
einungis kjallarinn langt kominn.
Ég kalla það ótrúlegan dugnað að
byggja með þessum hætti hús á
þremur hæðum með fjórum íbúðum.
Mér finnst það sem táknrænt fyrir
þá ást og væntumþykju afa að
byggja svona gott hús utan um fjöl-
skyldu sína.
Ég fæðist 1964 og bjó ég ásamt
móður minni hjá afa og ömmu í
Selvogsgrunni 12 til sjö ára aldurs.
Mín fyrstu ár gekk afi mér í föður-
stað svo velviljaður að mér virtist
ekkert eðlilegra en að ganga að
honum með allt sem ég þurfti að
vita og skilja. Afi kenndi mér að
tefla og sátum við oft klukkutímum
saman og tefldum og spekúleruðum
í skákum stórmeistaranna.
Afi var einn af stofnendum bif-
reiðasmiðafélags íslands og einnig
stofnaði hann Bílasmiðjuna hf. með
félögum sínum. Þegar ég man fyrst
eftir mér var afi farinn að vinna í
Bílasmiðjubúðinni Laugavegi 172.
Afi var alltaf tilbúinn að hafa mig
með sér í vinnuna og sumarið sem
ég var tólf ára fékk ég að vinna
með afa í Bílasmiðjubúðinni. Þar sem
annars staðar var afi til fyrirmyndar
í framkomu og þegar hann t.d. smíð-
aði lykla fyrir viðskiptavinina þá fór
hann bara með þeim út á plan með
þjöl og mátaði lykiiinn og svarf þar
til hann passaði. Hugtakið „þjón-
ustulund" var ekki til í þá daga en
var greinilega afa eðlislægt.
Tvítugur flyt ég aftur í hús afa
og ömmu ásamt unnustu minni. Enn
á ný er afi til staðar og má segja
að þá hafi afi og amma hjálpað mér
siðustu skrefin út í lífið sjálft.
Síðustu ár þjáðist afi af veikindum
sem gerði honum ákaflega erfitt
fyrir vegna minnisleysis. Vegna
veikinda dvaldist afi á Laugaskjóli
sl. 3 ár þar sem hann fékk mjög
góða umönnun og nú síðustu mánuð-
ina á Skjóli þar sem hann fékk einn-
ig góða umönnun.
Þegar ég horfi til baka þá sé ég
hvað afi var mikill viskubrunnur,
hann var heiðarlegur fram í fíngur-
góma, skapgóður með eindæmum,
alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd,
bar virðingu fyrir öllum og elskaði
sína nánustu af öllu hjarta.
Elsku amma, Guð gefi þér styrk
í sorginni. Takk fyrir allt sem þú
og afi gáfuð mér. Blessuð sé minn-
ing afa míns, Sigfúsar Ólafs Sig-
urðssonar.
Heimir Oskarsson.
Kveðja til afa Sigfúsar
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú I friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Sigfús Ólafur Sigurðsson,
Eyþór Sigurðsson,
Ólöf Sigurðardóttir.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Með þessum orðum viljum við
kveðja elsku afa okkar og langafa.
Afi var mikið ljúfmenni og okkur
góður. Hann fylgdist vel með öllum
barnabörnunum sínum og hafði
ánægju af barnabarnabörnunum
meðan heilsa hans leyfði honum að
njóta.
Það var alltaf gaman að koma til
ömmu og afa í Selvogsgrunni. Þar
var tekið á móti okkur opnum örm-
um, enda voru þau afar gestrisin
hjón og auðfundið hvað þau höfðu
gaman af að fá fjölskylduna í heim-
sókn.
Elsku amma sér nú á eftir afa,
en þau voru gift í rúmlega 56 ár.
Eftir að heilsu afa fór að hraka
hugsaði amma um hann eins lengi
og hún gat. Síðustu ár hans leyfði
heilsa þeirra beggja ekki að þau
byggju saman og dvaldist afi síðustu
árin í Laugaskjóli og síðan á Skjóli
þar sem hann lést á aðfangadags-
kvöld á sömu stundu og kirkjuklukk-
urnar hringdu til að fagna fæðingu
frelsarans. Það veitir okkur mikinn
frið að vita að hann fékk að fara á
þeirri stundu.
Elsku amma, mamma, Dídí, Edda
og Gylfi. Söknuður ykkar er mikill
og megi Guð styrkja ykkur og fjöl-
skyldur ykkar.
Við minnumst afa með virðingu
og þakklæti.
Hanna, Karl Þórarinn, Sigfús
og Ólafur Marinósböm og fjöl-
skyldur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vináttu við fráfall og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
MÁLFRÍÐAR EINARSDÓTTUR
frá Hömrum,
Þverárhlíð,
Droplaugarstöðum.
Jóna Gunnlaugsdóttir, Reynir Haraldsson,
Gyða Gunnlaugsdóttir, Hörður Pétursson,
Ólina Guðmundsdóttir, Einar Sigurbergsson,
barnabörn og barnabarnabörn.