Morgunblaðið - 05.01.1996, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 39
hjúkrunarheimilinu Grund, alger-
lega að eigin frumkvæði. Þar tóku
þau virkan þátt í félagslífi stofnun-
arinnar, meðan heilsa leyfði.
Fyrir fimm árum varð hann fyrir
heilblæðingu, sem skerti persónu-
leika hans taísvert, fleiri litlar komu
í kjölfarið og hann breyttist. Naut
hann andlegrar hjúkrunar móður
okkar þau ár sem hún átti eftir
ólifuð. Tilfinningalíf hans, sem er
grunnur persónu allra manna,
hvarf. Hann átti samt alltaf til hlý
orð, og þakklæti til okkar var alltaf
til staðar, og alltaf gat hann sagt
„þakka þér fyrir komuna,“ en
minnið var að hverfa. Það var sárt
fyrir okkur, og fyrir hann, að við
systkinin vorum orðin • foreldrar
þessa manns, sem alltaf var sterkur
og ævinlega leysti úr aðsteðjandi
vanda. Viðnámið var horfið. Hann
var farinn.
Tilvist okkar systkinanna breytt-
ist þegar móðir okkar lézt, viðbrigð-
in í dag eru því ef til vill ekki eins
mikil, við vorum tilbúin, hann var
tilbúinn. Við erum í dag elzta kyn-
slóðin og það er kannski það sem
okkur finnst vera. verkefni okkar.
Það hefur orðið hlutverkabreyting
innra með okkur. Faðir okkar sagði
já, við lífinu, tók meðbyr ekki sem
sjálfsögðum hlut, og reyndi að leysa
úr mótbyr.
Hann leit á lífið sem aðeins eitt,
og við lítum á það systkinin sem
forréttindi að hafa átt svo langt
samfélag með foreldrum okkar sem
varð. Við skiljum ekki af hverju við
fengum þessa löngu samfylgt, en
við erum þakklát, þar sem svo
margir þurfa að sjá á bak ástvina
sinna alltof snemma. En okkur er
ekkert ætlað að skilja það, ogtökum
því upp þessa litlu ritningargrein
úr Biblíunni, „Vegir Gúðs eru
órannsakanlegir“.
Sólveig Hannesdóttir,
Jón Þór Hannesson.
mínum eru tengdar afa, því eftir-
sótt var að gista í Blönduhlíðinni
hjá afa og ömmu. Þá var það fast-
ur liður að ganga út í búð með afa,
kaupa í matinn og nammi með.
Einnig var spennandi að kíkja út í
skúr og fylgjast með afa iðka mál-
aralistina. I þessum heimsóknum
sagði afi frá afrekum og orðatil-
tækjum gamalla nágranna úr
Fljótshlíðinni og forfeðra okkar
allra, úr íslendingasögunum, en
þær voru honum hugleiknar fram
á síðasta dag og ófáir liðu dagarn-
ir, sérstaklega hin síðari árin, sem
afi lá ekki í sófanum og las, um
Egil eða Njál, þótt stöku sinnum
kæmist Laxness upp á milli.
Það einkenndi afa alla tíð að
hann var heilsugóður og vel á sig
kominn líkamlega. Það leit ekki út
fyrir að vera maður á tíræðisaldri
á ferð þar sem hann fór og okkur
er það í fersku minni þegar hann
og amma komu í kaffi í sumarbú-
staðinn á Þingvöllum, sumarið
1993, þar sem við feðgar unnum
við pallasmíð og var dekkið ófrá-
gengið. Þá gekk sá gamli óstuddur
um allt á dregurunum einum sam-
an.
Heilsunni gat hann væntanlega
að stórum hluta þakkað bílleysinu,
afi átti ekki bíl nema í eitt ár, en
sá síðan að sér. Hann var göngu-
garpur hinn mesti og gekk til og
frá vinnu fram á síðasta vinnudag,
þá orðinn 81 árs. Þetta þótti ýmsum
skjóta skökku við því hann vann
alla tíð við bílaréttingar og lengst
af í fyrirtæki sínu Bílaskálanum við
Suðurlandsbraut. Um landið gekk
hann og víða, en Þórsmörkin var
honum alltaf hugleiknust.
Söngmaður var afi góður, söng
hann með Samkór Reykjavíkur á
árum áður. Sá hann alltaf til þess
að fjölskyldukórinn fór árlega, í það
minnsta einu sinni, í gegnum jóla-
lögin.
í dag kveðjum við afa-lang, sem
við minnumst öll með söknuði. Við
biðjum guð að varðveita hann og
vottum ömmu Huldu og aðstand-
endum okkar dýpstu samúð.
Elfar, Hólmfríður,
Anton Orn og Rúnar Karl.
MINNINGAR
ROSA
NÍELSDÓTTIR
+ Rósa Aðalheið-
ur Níelsdóttir
fæddist 18. ágúst
1920 í Stykkishólmi.
Foreldrar hennar
voru ættaðir úr
Húnaþingi, Hall-
dóra Guðrún ívars-
dóttir, f. 1887, d.
1967, og Níels Haf-
stein Sveinsson, f.
1876, d. 1930, og
höfðu áður setið á
Ytri-Kóngsbakka í
Helgafellssveit, en
fluttust síðar að
Þingeyrum, þar sem
Níels hafði búið í
upphafi aldarinnar ásamt móð-
ur sinni og bróður, og þaðan í
frá í Þingeyrarseli vestan
Vatnadalshálsa allt til ársins
1930 er Níels hrapaði til bana í
Víðidalsfjalli og heimilið leystist
upp. Þeim hjónum varð tíu
barna auðið en tvo drengi, Svein
og ívar, misstu þau kornunga,
1910 og 1911, en önnur börn
þeirra eru: ívar, f. 1912, Jó-
hanna f. 1914, d. 1940, María f.
1916, d. 1973, Ingibjörg, f. 1918,
Rósa f. 1920, d. 1995, Ingunn
Á STUNDUM sem þessum skortir
okkur orð til þess að tjá tilfinningar
okkar. En þess í stað koma fram
minningarnar um allar gleði- og
ánægjustundir, en þær voru ófáar
sem við áttum saman. Rósa frænka
var ekki bara frænka. Hún var okk-
ur systkinunum svo miklu meira.
Ég var átta ára þegar amma mín,
María, dó, það var einmitt þá sem
hún reyndist okkur systrunum sem
best. Þar sem hún fyllti með ást sinni
og hlýju uppí það skarð sem varð
við ömmumissinn.
Mér eru efstar í huga þessar ynd-
islegu stundir heima hjá henni á
Grenimelnum, þegar ég var lítil
stelpa, sögurnar sem hún óþreytandi
sagði mér aftur og aftúr. Stundum
sátum við tímunum saman og spiluð-
um lönguvitleysu og svartapétur.
Hún átti alltaf nógan tíma aflögu
fyrir okkur systurnar.
Rósa frænka var ein af þessum
kjarnakonum sem aldrei féll verk
úr hendi. Hún var sífellt að og þoldi
illa hvað hún nafna hennar litla var
nú oft sein á sér. Hún gaf okkur
systkinunum gott veganesti út í líf-
ið. Betri „ömmu“ hefðum við ekki
getað fengið. Það er stórt skarð sem
hún skilur eftir sig, en allar góðu
minningarnar hjálpa til við að fýlla
það og trúin um að við hittumst síð-
ar á öðrum stað linar sárustu sorg-
ina.
Ég vil minnast Rósu frænku með
þessum orðum sem hún svo oft sagði
með mér þegar við báðum saman
kvöldbænirnar.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hðnd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgr. Péturss.)
Elsku Níels, Magga og Haddi.
Ég votta ykkur mína dýpstu samúð.
Megi góður Guð styrkja ykkur í
sorg ykkar.
G. Rósa Ragnarsdóttir
(nafna).
Leiddir þú forðum
h'tinn dreng.
Titrar við ómur
af tregastreng.
Safnast í vestri
svipþung ,ský.
Veturinn nálgast
með veðragný.
Berst fyrir laufsegli
ljóð til þín.
Kemst yfir hafið
kveðjan mín.
(Ól. Jóh. Sig.)
Móðursystir mín, Rósa Níelsdótt-
f. 1923, Helga, f.
1926, og Elsa, f.
1930. Rósa eignaðist
'■ einn son, Níels Haf-
stein myndlistar-
mann, f. 1947, og er
faðir hans Steinþór
M. Gunnarsson, mál-
arameistari, f. 1925.
Kona Níelsar Haf-
stein er Magnhildur
Sigurðardóttir,
hjúkrunarfræðing-
ur, f. 1950, þeirra
sonur er Haraldur,
f. 1984. Rósa fluttist
ung til Reykjavíkur
og hélt lengi heimili
með Maríu systur sinni og Haf-
dísi Hönnu dóttur hennar og síð-
ar með syni sínum og tengda-
dóttur. Hún starfaði á ýmsum
stöðum, s.s. veitingahúsunum
Miðgarði við Óðinstorg og
Tryggvaskála á Selfossi, í
Belgjagerðinni og saumastof-
unni Lýru, kaffihúsinu Tröð og
síðast á barnaheimilinu Dyngju-
borg.
Utför Rósu fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
passa hvor fyrir aðra og unnu heima
og heiman til að sjá sér og börnunum
farborða. Um langt árabil unnu þær
saman á saumastofu Belgjagerðar-
innar en þar vann faðir minn þá
jafnframt sem sölumaður. Þegar
börnin voru orðin stálpuð hættu þær
systur að búa saman og Rósa leigði
í nokkurn tíma hjá foreldrum mín-
um. Það var þó aldrei langt að fara
til Maríu því hún bjó svo gott sem
í næsta húsi. María lést árið 1973.
Þegar ég lít til baka finnst mér
að það hafi alltaf verið líf og fjör í
kringum systur hennar mömmu. Þær
höfðu gaman af að hittast og gera
sér dagamun, þær voru fíngerðar og
Jaglegar, geðgóðar og glaðværar,
sungu gjarnan á mannamótum og
höfðu gaman af að fá sér snúning.
Að ýmsu leyti voru þær þó ólíkar,
sumar ljósar á húð og hár eins og
móðir þeirra, hinar dökkar yfirlitum
eins og faðir þeirra. Rósa var brún-
eygð og lagleg og karlmenn sem
komu í heimsókn til okkar á Feiju-
voginn gáfu henni gjarnan hýrt auga
og gerðu stundum misheppnaðar til-
ir, veiktist skyndilega á annan dag
jóla og lést þann 29. desember sjö-
tíu og fimm ára að aldri. Hún hafði
átt við vanheilsu að stríða um langt
árabil en gerði alla tíð minna úr
veikindum sínum en efni stóðu til.
Þess vegna kom dauði hennar þrátt
fyrir allt á óvart.
Minningar mínar um Rósu eru
mér flestar í barnsminni enda urðu
samverustundirnar æ stopulli eftir
því sem árin liðu og tengdust flestar
fermingum, afmælum eða öðrum
mapnfagnaði í fjölskyidunni. í huga
mér er myndin af Rósu órjúfanlega
tengd systrum hennar enda var sam-
band þeirra náið og þær héldu alla
tíð vel saman.
Þessar systur voru sjö talsins og
áttu einn bróður sem var þeirra elst-
ur. Vatnsdalurinn var þeirra heima-
sveit og þar bjuggu þær lengst af
þar til þær fluttu ein af annarri til
Reykjavíkur. í æsku var þeim þó
ekki skapað nema að skilja því í nóv-
ember árið 1930 fór faðir þeirra,
Níels Hafsteinn Sveinsson, að leita
að fé í Víðidalsfjalli en hreppti
vonskuveður og hrapaði í fjallinu.
Heima í Þingeyrarseli, beið Halldóra
ívarsdóttir, móðir þeirra, árangurs-
laust, með yngstu dótturina á fyrsta
ári en þá elstu 13 ára sem var send
ein til byggða að leita hjálpar. í kjöl-
far þessa atburðar lá ekki annað fyr-
ir móður þeirra en að tvístra systra-
hópnum. Sjálf réð hún sig ásamt elstu
dótturinni, Maríu, í vinnumennsku
að Vatnsdalshólum og hafði yngstu
dótturina, Elsu, með sér. Hinum
systrunum fjórum, Jóhönnu, Ingi-
björgu móður minni, Ingunni og
Helgu, var komið fyrir hjá vinum og
vandamönnum. Þegar þessir atburðir
gerðust var ívar bróðir þeirra systra
farin að heiman og var í vinnu-
mennsku að Hvammi í Vatnsdal.
Þessi óblíðu örlög hafa alla tíð
verið þeim systrum n\jög ofarlega í
huga og án efa mótað allan þeirra
æviveg. Sársaukafullur aðskilnaður í
æsku hefur þó sjálfsagt orðið þess
valdandi að þær lögðu þeim mun
meiri áherslu á að halda vel saman
eftir að þær voru allar komnar til
Reykjavíkur um og upp úr seinna
stríði. Átti það fyrir þeim flestum að
liggja að ráða sig fyrst í vist til
Reykjavíkur en þaðan lá leiðin inn á
saumastofur borgarinnar. Unnu þær
gjaman á sama vinnustað og bjuggu
oftast í námunda hver við aðra. Þegar
fram liðu stundir og hagur þeirra
vænkaðist námu þær land uppi í Hval-
firði og þar eiga fjölskyldur þeirra
núorðið a.m.k. ijóra sumarbústaði sem
standa hlið við hlið.
Samband Rósu og Maríu var sér-
lega náið enda bjuggu þær lengi
saman með börn sín, Hönnu og Ní-
els Hafstein. Skiptust þær á um að
raunir til að stíga í vænginn við hana.
Enginn þeirra hafði erindi sem erfíði
því Rósa giftist aldrei en hélt alla tíð
heimili með Níelsi syni sínum. Sam-
band þeirra var afskaplega gott og
hún var án efa mun umburðarlynd-
ari í uppeldi sínu en margur annar
og var ekki uppnæm fyrir smámun-
um sem hefðu sett ýmsa aðra for-
eldra út af sporinu. Stóð hún ævin-
lega með Níelsi í því sem hann tók
sér fyrir hendur og hann hefur end-
urgoldið tienni það ríkulega hin síð-
ari ár þegar hún þurfti á honum að
halda. Hafa þau alla tíð búið saman,
fyrst með Maríu og Hönnu, síðan tvö
ein og loks bjó Rósa á heimili Níelsar
og Magnhildar konu hans ásamt
ömmubaminu Haraldi. Níels hefur
því misst mikið. Sömu sögu er að
segja um Hönnu sem reyndist Rósu
alla tíð eins og besta dóttir.
Fyrir hönd systkina minna og for-
eldra kveð ég Rósu frænku að leiðar-
lokum og sendi Níelsi og fjölskyldu
hans mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
SIGRUN ÞORBJORG
GÍSLADÓTTIR
+ Sigrún Þorbjörg
Gísladóttir
fæddist á Brekku-
borg í Breiðdal 1.
nóvember 1934. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 31. desem-
ber síðastliðinn.
Foreldar hennar
voru Gísli Stefáns-
son og Jóhanna
Jónsdóttir. Systkin-
in voru fimm, Einar
og Björgvin eru
einnig látnir, en eft-
ir lifa Rósa og Jón.
Sigrún giftist 23.
desember 1956 Al-
freð Björnssyni frá Hofsósi.
Hann lést 29. febrúar 1984. Þau
eignuðust tvær dætur, Ástu Sal-
björgn, f. 9.7. 1956,
og Hafdísi, f. 7.7.
1960.
Að loknu skyldu-
námi stundaði Sig-
rún nám á Laugar-
vatni og síðar á
Húsmæðraskólan-
um Varmalandi.
Lengst af var hún
húsmóðir en starf-
aði einnig við ræst-
ingar í Fjölbrauta-
skóla Akraness. Síð-
ustu árin starfaði
hún við skrifstofu-
störf hjá Rafveitu
Akraness.
Útför Sigrúnar fer fram frá
Akraneskirkju 5. janúar og
hefst athöfnin klukkan 14.
KYNNI mín af Sigrúnu Gísladóttur
hófust ekki fyrr en í ársbyijun 1990
þegar ég hóf sambúð með dóttur
hennar. Okkar kynni urðu því ekki
löng en þó ákaflega góð. Sigrún kom
mér fyrir sjónir sem hæversk og dul
og víst var að hún bar ekki tilfinning-
ar sínar á torg. Hún hafði ung að
árum kynnst eiginmanni sínum, Al-
freð Björnssyni. Sagði hún mér eitt
sinn að hann hefði verið eini maður-
inn í lífi hennar. Eftir að þau hafí
hist hefði aldrei verið spurning um
hvernig þeirra ráðahag yrði háttað.
Alfreð lést 1984, farinn að heilsu.
Fráfali hans varð Sigrúnu slíkt reið-
arslag að líklega jafnaði hún sig
aldrei að fullu. Var hún alltént ekki
söm sem áður.
Um svipað leyti og ég kynntist
henni tók hún illvígan hrörnunar-
sjúkdóm. Hún hafði þó þokkalega
heilsu framan af, en verulega hall-
aði undan fæti síðasta árið. Það
voru samt óvænt og þungbær tíðindi
þegar andlátsfregnin barst. Svo
háttaði til daginn þann, að veður var
með fegursta móti, himinninn blár
og frostið nokkuð mikið. Þetta var
veður henni að skapi. Kannski var
það forsjónin sem lét náttúruna
skarta sínu fegursta þennan dag.
En lögmál lífsins eru óhagganleg,
eftir daginn kemur kvöld. Vegferð
hennar er lokið. En við skulum
muna, kæru vinir, að þótt andlát og
útför séu sorgleg og erfið er það líka
tími góðra minninga og þakklætis
fyrir samveruna við þann sem látinn
er. Þess vegna sé ég fyrir mér nátt-
úruvininn, hagyrðinginn og ferða-
langinn þegar mér verður hugsað
til Sigrúnar. Henni kann ég þakk-
læti fyrir hvað hún tók mér vel og
hlýhuginn sem hún sýndi börnunum.
Öðrum syrgjendum votta ég samúð
og hluttekningu.
Valbjörn Jónsson.
+
Ástkær systir mín og móðursystir okkar,
KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR,
lést 4. janúar. Útförin verður auglýst síðar.
Ólafía Kristjánsdóttir,
Sigurlina Árnadóttir,
Eydís Ingvarsson.
+
Elskulegur bróðir okkar og frændi,
ÞÓRHALLUR SVEINSSON
frá Borgarfirði eystra,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 8. janúar kl. 13.30.
Systur
og systkinabörn hins látna.