Morgunblaðið - 05.01.1996, Síða 44

Morgunblaðið - 05.01.1996, Síða 44
44 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens þbveisTAPMBz) ;R ILLA VIPAOÞO Tommi og Jenni Smáfólk Ég hef ákveðið að fara ekki í sumarbúðir í ár ... Ég hef hugsað um það aftur og Um það bil tíu sekúndur aftur ... Þú virðist hafa hugsað hcilmikið um það ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Herör gegn fátækt í heiminum Frá Þóri Jökli Þorsteinssyni: SAMEINUÐU þjóðirnar hafa helgað árið 1996 baráttunni við fátækt í heiminum. Engum blandast hugur um að fátækt er böl. Þetta böl hefur fýlgt mannkyni allar götur. í huga okkar hefur orðið „fátækt" jafnan verið tengt efnalegum gæðum - þ.e. skorti á fjármunum og því sem fyrir þá má kaupa. Ef betur er að gáð leysa fjármunirnir einir ekki vanda- mál manna, hvorki einstaklinga né þjóðfélaga. Það þarf meira til, því fátæktin verður ekki einskorðuð við skort efnalegra lífsgæða. Rót flestra erfiðleika manna er að fmna í út- breiddri fátækt hins innri manns. Hver er svo ríkur að hann hafi efni á að bera ekki kala til nokkurs manns? Hver er svo vel efnum búinn að hann þurfi ekki sífellt að réttlæta sjálfan sig? Hver á þann auð í innum sínum að þar er ávallt nóg eftir, þó mikið sé af tekið? Persóna Krists Jesú leitar á hugann og spumingin um röð hlutanna verður áleitin þegar þetta ber á góma. Hvað kemur fyrst og hvað síðar? Jesús segir á einum stað, að fá- tæka verði ávalit að finna á jörðu. Þetta eru orð að sönnu og samþykkt- ir Sameinuðu þjóðanna munu engu um þetta breyta. Auður í garði er málefni sem varðar ekki aðeins krón- ur og aura heldur einnig innri getu manna og útsjónarsemi til að afla þeirra, - og það sem ekki er minna verk, að láta þá verða til blessunar en ekki bölvunar eins og oft hendir þegar mönnum misferst. Þetta gildir um einstaklinga, fyrirtæki og heilar þjóðir. Við blasir, að óvita þarf að kenna að fara með fé ekki síður en aðra hluti sem mæta mannanna börn- um í tilverunni. Eitthvað verður að koma á undan til að fjármunirnir gagnist í raun og veru þeim sem ætlað er með þá að fara. Þekkt eru dæmi af fólki sem áskotnast miklir peningar en á ekki auðnu til að gera þá sér og öðrum að góðu, því grund- völlinn vantar, þ.e. dómgreind, út- sjónarsemi og sanna auðsæld hins innri manns. Því myndi kirkja Krists fagna, ef þeirri gerð fátæktar væri útrýmt sem veldur hatri, kúgun og blóðsúthelling- um. Það er sú fátækt sem gerir að verkum að fjármunir þessa heims fara, ásamt þeim sem um þá fjalla, til þjónustu við svikatrú, dauðann, skelfínguna, hungrið, menntunar- leysið og sjálfsréttlætinguna. Út- breidd innri fátækt manna er einn af orsakavöldum hinnar efnalegu fá- tæktar og þetta innra efnaleysi er ekki bundið við silfur og gull þessa heims, heldur tengist það uppeldi okk- ar, dómgreind og trú, þeim grundvelli sem við stöndum á í raun og veru. Það er nóg af peningum í heimin- um og hefur jafnan verið. Vandamál- ið er ekki skipting þeirra á fárra hendur eða margra, heldur það sem þeirri misskiptingu veldur, en það er tilhneiging okkar til að samansafna handa sjálfum okkur og sundurdreifa handa öðrum. Þessi tilhneiging er eitt birtingarform syndarinnar. En ætli nú einhver að gefa öðrum, þá skiptir miklu máli í huga gefandans, þó ríkur sé, hvemig þiggjandinn fer með hverja gjöf. Minnumst þess því að Guð er ávallt gefandinn að baki hverri mennskri hendi sem fram rétt- ir það sem að sönnu er gott. ÞÓRIR JÖKULL ÞORSTEINSSON, sóknarprestur á Selfossi. Slttá ouglýsingar Landsst. 5996010616 I Rh. kl. 16.00. Líföndun Námskeið í losun og stjórn til- finninga. Tekist á við ótta og kvfða. Sjö miðvikudagskvöld. Hefst 10. janúar. Sítfr»ftiþjónuiU, Gunnars Gunnarss., sími 564 180.1 Hjálpræðis- r| herinn Kirkjustræti 2 kvöld kl. 20.00 Jólafagnaður fyrir Heimilasamband og Hjálp- arflokk. Turid Gamst talar. Sunnudag kl. 20.00 Hjálpræðis- samkoma. Sr. Halldór Gröndal talar. Frá Guðspeki- „ félaginu Ipgólfsstræti 22 Askriftarsími Ganglera er 896-2070 I kvöld kl. 21 veröur fjallað um myndina „Nóttin langa" í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. A laugardag er opið hús frá kl. 15 til 17 með fræðslu og umræð- um. Á sunnudögum kl. 17 er hug- leiöslustund. I Guðspekifélaginu er fjallaö um öll trúarbrögð og andlegar stefn- ur án fordóma. Starf félagsins er ókeypis og öllum opið. Miðlar Valgarður Einarsson, miðill, starf- ar hjá Ljósgeislanum 9.-12. jan. Inga Magnúsdóttir verður með Tarot-lestur dagana 15. og 16. janúar. Heilun Guðrún Marteins og Margeir Sigurðarson verða með upplýs- ingar alla daga (síma 588 8530. Ljósgeislinn, Suðurlapdsbraut 10. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNl 6 - SiMI 568-2533 Laugardagur 6. jan. kl. 17 Þrettándaganga og blysför um álfabyggðir í Öskjuhlíð. Mæting við Perluna (norðan- megin). Blys á kr. 300 seld á staðnum. Gengið um skógar- stíga í 30-45 mín. Göngunni lýk- ur við þrettándabrennu á Vals- vellinum. Fjölmennið. Sunnudagur 7. jan kl. 10 Nýársferð i Herdísarvík. Við fögnum nýju ári með heim- sókn á þennan stórbrotna stað, þar sem Einar Benediktsson, skáld, eyddi síðustu æviárum sínum. Leyfi hefur fengist til að skoða hús skáldsins og dvelja þar um stund. Fjörubál. Tilvalin fjöl- skylduferð. Heimkoma kl. 17. Nánar auglýst síðar. Brottför frá BSÍ, austanmegin og Mörkinni 6. Gleðilegt nýtt ferðaárl Ferðafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.