Morgunblaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 25
AÐSENDAR GREINAR
launakerfi, sem skila afarmisjöfn-
um daglaunum. Gerum tilbúið
dæmi, sem í hnotskurn útlistar
vandann.
Setjum svo, að í verkalýðsfélagi
séu sárafáir menn, sem vinna til-
tekna vinnu sína og fá 60 þús. kr.
á mánuði. í sama verkalýðsfélagi
eru margir menn vinnandi svipaða
vinnu við launahvetjandi kérfi og
með 90 þús. kr. á mánuði. Einhvers
staðar að baki þeim launum er stríp-
aði taxtinn, sem hinir fá.
Við þessar aðstæður mundu 90
þúsund króna mennirnir líta á það
sem lækkun hjá sér, ef 60 þúsund
króna mennirnir hækkuðu í 70 þús.,
nema þeir fengju sömu hækkun.
Þeir sætta sig ekkert við, að launa-
munurinn sé minnkaður. Þetta við-
horf er almennt ríkjandi meðal laun-
þega. Því er tónninn í tali margra
forystumanna þeirra falskur, þegar
þeir lýsa umhyggju sinni fyrir þeim,
sem lægst hafa laun. Þeir hafa ekki
stuðning þein-a, sem skár eru settir
innan sinna eigin raða, við slíka
stefnu. Þeir, sem allra minnst hafa
eru sem betur fer víðast fáir, en
samt njóta þeir ekki þess stuðnings
sinna eigin manna, sem þeir þurfa.
Þessi er vandi hinna lægst launuðu,
sem menn horfast ekki opinskátt í
augu við. Laun fólks með skerta
starfsorku og samspil þeirra við al-
mannatryggingar eru svo sérstakt
vandamál.
Þau viðhorf, sem hér hefur verið
lýst, eru góð skýring á því, hvernig
85% þjóðarinnar þykir launamunur
í landinu vera of mikill, samkvæmt
nokkurra ára gamalli skoðanakönn-
un. Hann er of mikill fyrir ofan
hvern og einn, en sá hinn sami sætt-
ir sig ekki við, að þeir, sem lægri
hafa launin nálgist hann. Skoðanir
um launamun eru þannig ekki vís-
bendirtg um vilja til að draga úr
honum í þágu þeirra, sem minnst
hafa. Úr þessum jarðvegi spretta svo
vandræðalegir samningar eins og
þeir, sem gerðir voru sl. vetur.
Á það ákall, sem ég nefndi hér
fyrr, hlustar að sjálfsögðu enginn, -
jafnvel ekki þeir, sem ættu að hafa
hag af almennri sátt um launahlut-
föll. Meðal þeirra éru einmitt kenn-
arar. Stétt þeirra er svo íjölmenn
og dýr fyrir skattborgarana, að um
laun þeirra, eins og launastig hinna
tekjulægstu, þarf að ríkja almenn
sátt, sem ekki næst fram með of-
beldi.
Undir lok greinar sinnar leiðir
kennarinn með nokkurri uppfinn-
ingasemi alls óviðkomandi mál inn
í umræðuna, sem sagt raforkuverð
á Grundartanga og hver byrði það
sé fyrir launamenn.
Til almenns fróðleiks er það upp-
lýst af þessu tilefni, að raforkuverð
Landsvirkjunar til járnblendiverk-
smiðjunnar var upphaflega það,
sem Landsvirkjun taldi að dygði til
að borga niður með eðlilegum hætti
sem svarar þeim hluta Sigölduvirkj-
unar, sem verksmiðjan nýtir. Þetta
verð hefur síðan hækkað skv. upp-
haflegum sam'ningum um einhverja
tugi prósenta í hinni erlendu mynt.
Verðið er nú hagstætt fyrir járn-
blendifélagið, enda eru nú að líða
síðustu 5 árin af 20 ára samningi.
Hins vegar hafa ýmsar aðstæður
Landsvirkjunar breyst. Sigöldu-
virkjun mun hafa orðið dýrari en
ráðgert var, Landsvirkjun var látin
taka við Kröflu og dýrum aðalflutn-
ingslínum, vextir urðu langtímum
saman mjög háir og síðast en ekki
síst var Landsvirkjun mjög lengi,
að undirlagi stjómvalda, gert að
selja raforku óhæfilega lágu verði
til neytendamarkaðarins og varð
þess vegna enn skuldsettari en efni
stóðu til. Allt þetta hefur hækkað
kostnaðarverð raforku frá Lands-
virkjun í tírnans rás, en er langtíma-
sölu til járnblendifélagsins alls óvið-
komandi. Um kostnaðarverð raf-
orku frá Sigölduvirkjun einni sér
er mér ekki kunnugt.
Með hliðsjón af því, seni hér hef-
ur verið rakið, er alrangt af kennar-
anum að tala um niðurgreiðslu raf-
magns, þegar sölusamningur til
langs tíma er framkvæmdur sam-
kvæmt orðanna hljóðan til loka
samningstímans. Þrátt fyrir það
skal upplýst hver eru stærðarhlut-
föll milli þess, sem járnblendifélagið
greiðir og hinn almenni notandi.
25% hækkun orkuverðs til járn-
blendifélagsins, sem öll gengi til
lækkunar smásöluverðs dreifi-
veitna, mundi lækka taxta þeirra
um 1,2-1,5%. Svo getur hver reikn-
að fyrir sig.
Ég vil að lokum þakka Leifi
Helgasyni tilefnið, sem hann gaf
mér til þeirra hugleiðinga, sem hér
hafa verið dregnar saman.
Höfundur er lögfræðingur og
framkvæmdastjóri íslenska járn-
blendifélagsins hf.
Ef skoðun Hallbergs
væri rétt, segir Þórar-
inn Eldjárn, er kyn-
ferðisleg’ misnotkun þó
áreiðanlega síst minni á
lýsingarorðum en for-
nöfnunum þegar mál-
fræðikyn og eðliskyn
falla ekki saman.
Myndum nú að gamni okkar tvær
setningar. Höfum þær að hætti
Hallbergs og sjáum hvað þær verða
hjákátlegar: *
„Ég elska foreldra mína af því
að þeir hafa alltaf verið svo góðir
við mig.“
„Ég spurði þennan boldangs-
kvenmann hvort ég mætti ekki sofa
hjá honum.“
Ef til er kynferðisleg misnotkun
í máli, er það þá ekki einmitt eitt-
hvert slíkt orðafar?
Og hvað með nafn eins og Sturla
sem málfræðilega er kvenkynsorð?
Er ekki augljóst að prinsípmaðurinn
Hallberg verður að tala um að „hún
Sturla sé góð“? Sturla er að vísu
karlmaður, en á eðliskyn hans eitt-
hvað með það að vaða upp á dekk,
frekar en eðliskyn sTiáldsins, skræf-
unnar, greysins, ódósins, hetjunnar,
prestsins, ráðherrans eða forsetans?
Guðrún Pétursdóttir er ágætlega
máli farin og allt í besta lagi með
kynjun hennar á skræfu og skáldi,
en varla hefur hún tamið sér þenn-
an rithátt á Gljúfrasteini. Því miður
hef ég aldrei verið heimagangur hjá
því ágæta fólki sem þar býr, en
eins og fleiri hef ég lengi verið
heimagangur í skáldverkum hús-
bóndans. Eitt þeirra heitir Heims-
ljós og fjallar um karlkyns skáld.
Ér skemmst frá því að segja að á
þeirri bók er ævinlega talað um
skáldið sem hann og lýsingarorð
höfð í karlkyni.
Ég verð því að ráða Hallbergi
eindregið frá að lesa Heimsljós, þar
er svo margt sem hann gæti „hnot-
ið um“, að ólíklegt hlýtur að teljast
að hann slyppi óbrotinn úr þeirri
miklu raun.
Eitt dæmi af þúsund, valið af
handahófi:
„Skáldið var að vísu hvorki við-
skotaillur né stirfinn, aðeins fámáll
og lángþreyttur einsog tæríngar-
maður; með ljúfu brosi afþakkaði
hann að spila kött...“ (Heimsljós,
bls. 241, útg. 1967.)
í framhaldi af þessu spyr ég
Hallberg: Eru þetta ensk áhrif?
Kannski einhver „árátta" sem
skáldið tamdi sér ungur í Kalíforníu
eða Nýja íslandi? Eða er Halldór
Laxness ef til vill bara einn af þeim
sem „telja sig rita íslenskt mál“?
Ég verð að játa að þegar ég las
grein Hallbergs hélt ég reyndar
j fyrst að hann væri að grínast. Ég
hugsaði sem svo: Auðvitað veit
maðurinn betur, og þá liðaðist upp
úr mér þessi staka:
Oft er notað eðliskyn
þó annað segi málfræðin.
Málið verður þannig þjált.
Þetta veit nú Hallberg sjálft.
Höfundur er skáld í Rcykjavík og
á sæti í islenskri málncfnd.
LAUGAVEGI 95. S: 552-1444 / KRINGLUNNI S: 568-6244 / AKUREYRI S: 462-7708
fyrstu D©@
viðskiptavinirnir
fá bol á
Nýtt kortatímabil