Morgunblaðið - 10.01.1996, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 10.01.1996, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 43 FRETTIR í DAGBÓKINNI þetta tímabil má sjá 14 bókanir vegna líkamsmeið- inga, 13 eignaspjöll, afskipti af 49 einstaklingum vegna ósæmilegrar ölvunarháttsemi, 11 innbrot og 32 umferðaróhöpp. Þá eru 24 bókanir vegna hávaða og ónæðis utan dyra og innan. Ökumenn, grunaðir um ölvunarakstur voru 8 og 24 öku- menn voru kærðir fyrir að aka hraðar en leyfileg hámarkshraða- mörk sögðu til um. Alls voru 80 ökumenn kærðir fyrir ýmis umferð- arlagabrot um helgina. Vista þurfti 44 í fangageymslunum. Af þeim voru 23 í tengslum við aðgerðir lögreglumanna í fíkniefnamálum á föstudagskvöld. 15 voru í geymsl- unum aðfaranótt mánudags, en það telst óvenjumikið á þeim tíma. Annatíminn þar er venjulega að- faranætur laugardaga og sunnu- daga. Umferðaróhöpp og slys Skömmu eftir hádegi á föstudag var bifreið ekið yfir fót á barni á Freyjugötu. Talið var að barnið hefði sloppið með lítilsháttar mar. Um miðjan dag á föstudag þurfti að flytja ökumenn á slysadeild eft- ir árekstur tveggja bifreiða á Lang- holtsvegi. Um svipað leyti var til- kynnt um harðan árekstur tveggja bifreiða á Vesturlandsvegi við Höfðabakka. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar kenndi til minnihátt- ar meiðsla og fór sjálfur á slysa- deild. Aðfaranótt laugardags datt maður í stiga á veitingastað við Austurstræti. Hann hlaut talsverða andlitsáverka og var því færður með sjúkrabifreið á slysadeild. Á sunnudag varð 9 ára stúlka fyrir bifreið í Alfhéimum við Gnoðarvog. Hún var flutt á slysadeild með sjúkrabifreið. Meiðingar Maður var sleginn í andlitið á Úr dagbók lögreglunnar í Reykjavík 80 ökumenn kærðir um helgina 5.-8. janúar veitipgahúsi við Laugaveg aðfara- nótt laugardags. Þá voru menn fluttir á slysadeild með sjúkrabif- reið eftir slagsmál á veitingahúsi við Hafnarstræti og við Laugaveg um nóttina. Snemma á laugardags- morgun var stúlku ekið á slysa- deild eftir átök í íbúð á Seltjarnar- nesi. Slagsmál og líkamsmeiðingar Flytja þurfti mann í fanga- geymslu eftir slagsmál í húsi við Krummahóla aðfaranótt sunnu- dags. Þá var maður laminn í Aust- urstræti. Hann var fluttur á slysa- deild ásamt öðrum sem lent hafði í átökum í Hafnarstræti. Stúlka var slegin á veitingastað við Hafn- arstræti og maður var sleginn í andlitið í samkomuhúsi hesta- manna. Hann var fluttur á slysa- deild. Um nóttina var og maður fluttur í fangageymslu eftir slags- mál á veitingastað við Austur- stræti. Snemma á sunnudagsmorg- un kærði kona mann fyrir árás. Á föstudag var tilkynnt um inn- brot í geymslur húss við Teigasel. Á föstudagskvöld var brotist inn í hús við Mánagötu og stolið verk- færum. Þá var tilkynnt um innbrot í aðstöðu hestamanna við Hindisvík og skemmdir unnar á innanstokks- munum. Brunar Helgin bar keim af þrettándan- um. Á föstudagskvöld var tilkynnt um eld í biðskýli SVR við Alfa- bakka. Kveikt hafði verið í rusli við biðskýlið.^ Lögreglumenn slökktu eldinn. Á laugardagskvöld var kveikt í ruslatunnum við leik- skólann Kvistaborg. Skemmdir urðu á tunnunum auk þess sem tvær rúður í húsinu sprungu af hitanum. Um kvöldið var einnig tilkynnt um eld í ruslageymslu húss við Geitland. Húsráðandi náði að slökkva eldinn áður en tjón hlaust af. Skömmu fyrir miðnætti var til- kynnt um eld í póstkössum húss við Háaleitisbraut. Aðkomandi lög- reglumenn slökktu eldinn. Þá var kveikt í ruslatunnum við hús á Grettisgötu. Slökkviliðsmenn slökktu eldinn áður en tjón varð. Á sama tíma var tilkynnt um eld í íbúð við Egilsgötu. Þar hafði kvikn- að út frá logandi kerti á jólatré. Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins, en húsráðandi var fluttur á slysadeild vegna gruns um reyk- eitrun. Talsverðar reyk- og sót- skemmdir hlutust af brunanum. Skömmu síðar var tilkynnt um eld í ruslatunnum húss við Fífusel. Lögreglumenn slökktu eldinn. Á sunnudag var tilkynnt um lausan eld á skólalóðinni við Árbæjarskóla. Um kvöldið var tilkynnt að krakkar væru að kveikja í jólatrjám í Flúða- seli. Fíkniefni Lögreglumenn létu til skarar skríða gegn tveimur fíkniefnagren- um í borginni á föstudagskvöld. Annað er við Tangarhöfða og hitt er við Mjölnisholt. Á fyrmefnda staðnum voru 12 handteknir og færðir á lögreglustöð og á þeim síðarnefnda voru 11 handteknir. Lítilsháttar af fíkniefnum fannst við leit, auk ætlaðs þýfis úr innbrot- um. Aðfaranótt sunnudags fannst ætlað hass á manni, sem lögreglu- menn þurftu að_ hafa afskipti af í Austurstræti. Á sunnudagskvöld var lagt hald á lítilsháttar af amfet- amíni er fundist hafði á farþega í bifreið eftir að afskipti voru höfð af ökumanninum í Tryggvagötu. Þá fannst eitthvað af hassi á öku- manni eftir að lögreglumenn stöðv- uðu hann í akstri aðfaranótt mánu- dags. Skömmu áður höfðu lög- reglumenn fundið ætlað hass á ökumanni, sem þeir höfðu stöðvað vegna umferðarlagabrots. Um nóttina lögðu lögreglumenn hald á amfetamín og hass í húsi við Laugaveg. Skemmdarverk Á laugardagskvöld sparkaði pilt- ur í rúðu í verslun við Háholt. Um kvöldið var blómapottur skemmdur og auglýsingaskilti verslunar við Langholtsveg grýtt út á götu. Að- faranótt laugardags var rúða brot- in á veitingastað við Laugaveg og skemmdir unnar á bifreið við Hörgshlíð. Aðfaranótt sunnudags voru 7 rúður brotnar í Öldusels- skóla og 14 rúður brotnar í leikskól- anum Seljakoti. Sást til 6 drengja hlaupa af vettvangi. Rúða var brot- in í bifreið við Hverfisgötu og í annarri við Hjaltabakka. Uppeldisbókinni dreift í 30 þúsund eintökum til foreldra barna * Atakinu Stöðvum ungl- ingadrykkju slitið ÁTAKINU Stöðvum unglinga- drykkju verður slitið formlega með ráðstefnu undir kjörorðinu Mann- rækt — mannauður í Borgartúni 6 í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 10. janúar. Ráðstefnan verður sett kl. 14 að viðstöddum verndara átaksins, forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur. Markmið með fundinum er að draga saman árangur átaksins, hveiju það hafi skilað og hvað megi af því læra. í upphafi ráðstefnunnar verður kynnt uppeldisbókin Lengi muna börnin, sem átakið Stöðvum unglingadrykkju hefur látið gera í 30.000 eintökum fyrir foreldra barna sem eru fædd 1982 og síðar. Menntamálaráðuneytið hefur tekið að sér að dreifa bókinni í samvinnu við grunnskóla og fræðslustjóra og verður áhersla lögð á að dreifa bók- inni um land allt sama dag og ráð- stefnan er haldin. Höfundar bókar- innar eru sálfræðingarnir Sæmund- ur Hafsteinsson og Jóhann Ingi Gunnarsson. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki. Dagskrá fundarins er þannig að Ragnar Gíslason, formaður Vímu- lausrar æsku, setur ráðstefnuna en síðan kynnir Valdimar Jóhannes- son, framkvæmdastjóri átaksins, uppeldisbókina og forseta Islands verður afhent fyrsta eintak. Aðrir frummælendur eru Sæmundur Haf- steinsson, Jóhann Ingi Gunarsson, sálfræðingar, Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ, Unnur Halldórsdóttir, formaður Heimilis og skóla, Aldís Yngvadóttir, verk- efnisstjóri menntamálaráðuneytis, Ómar Smári Ármannsson, yfirmað- ur forvarnardeildar lögreglu í Rvík, Sigmundur Ernir Rúnarsson, að- stoðarfréttastjóri Stöðvar 2. og Áskell Örn Kárason, forstöðumaður Meðferðarstöðvar fyrir unglinga. Ráðstefnunni verður slitið um kl. 18. Vorönn Leik- mannaskóla kirkjunnar VORÖNN Leikmannaskóla þjóð- kirkjunnar hefst 10. janúar nk. Skól- inn, sem starfar á vegum Fræðslu- deildar kirkjunnar í samvinnu við guðfræðideild Háskóla íslands, býður fjölbreytta fræðslu fyrir almenning um kristna trú. Meginnámskeið vetrarins er með sama sniði og undanfarin ár. Kennslugreinar á vorönn eru: Helgi- siðir og táknmál kirkjunnar, kirkju- saga, siðfræði og sálgæsla. Kennt er á miðvikudögum kl. 20-22 í aðalbyggingu Háskóla ís- lands, stofu 7. Auk þessa samfellda námskeiðs sem tekur yfir haust- og vormisseri er boðið upp á styttri námskeið þar sem fjallað er um helstu trúarbrögð heims, skipulag þjóðkirkjunnar, safnaðaruppbygg- ingu, trúflokka og kirkjur. Þau eru kennd á miðvikudögum kl. 18-20 í aðalbyggingu Háskóla íslands, stofu 5. Innritun og nánari upplýsingar á Biskupsstofu, Laugavegi 31. FRÁ Lónsöræfum. Lónsöræfi á myndakvöldi Utivistar FYRSTA myndakvöld Útivistar á nýbyrjuðu ári verður haldið annað kvöld, fimmtudagskvöldið 11. janúar, í Fóstbræðraheimilinu, Langholts- vegi 109-111 og hefst það kl. 20.30. Myndimar sem sýndar verða eru úr Útivistarferð í Lónsöræfi dagana 28. júlí til 3. ágúst 1 sumar er leið. Litskyggnurnar tóku þau Gunnar S. Guðmundsson og Eyrún Jensdóttir. Ferðahópurinn sem fór í þessa ferð var mjög heppinn með veður í hinu stórbrotna landslagi Lónsöræfa. Litadýrð þeirra og hrikaleg fegurð verður hveijum manni sem þangað austur kemur ógleymanleg. f hléi verður gengið að hinu rómaða Úti- vistarhlaðborði. Yorönn Leik- mannaskóla kirkjunnar VORÖNN Leikmannaskóla þjóð- kirkjunnar hefst 10. janúar nk. Skól- inn, sem starfar á vegum Fræðslu- deildar kirkjunnar í samvinnu við guðfræðideild Háskóla íslands, býður fjölbreytta fræðslu fyrir almenning um kristna trú. Meginnámskeið vetrarins er með sama sniði og undanfarin ár. Kennslugreinar á vorönn eru: Helgi- siðir og táknmál kirkjunnar, kirkju- saga, siðfræði og sálgæsla. Kennt er á miðvikudögum kl. 20-22 í aðalbyggingu Háskóla ís- lands, stofu 7. Auk þessa samfellda KIN -leikur að liera! Vinningstölur 9. jan. 1996 8»13»17*20*25»26*30 Eldri úrslit á símsvara 568 1511 námskeiðs sem tekur yfir haust- og vormisseri er boðið upp á styttri námskeið þar sem fjailað er um helstu trúarbrögð heims, skipulag þjóðkirkjunnar, safnaðaruppbygg- ingu, trúflokka og kirkjur. Þau eru kennd á miðvikudögum kl. 18-20 í aðalbyggingu Háskóla íslands, stofu 5. Innritun og nánari upplýsingar á Biskupsstofu, Laugavegi 31. Gengið með suðurströnd Reykjavíkur H AFN ARGÖN GUHÓPURINN fer frá Hafnarhúsinu kl. 20 miðvikudag- inn 20. janúar og gengur tvær mis- langar leiðir með suðurströnd Reykjavíkur í Skeijafirði. Gengið verður með Tjörninni, um Hljómskálagarðinn og háskólahverf- ið. Þar skilja leiðir. Þeir sem velja lengri gönguleiðina fara yfir að útilistaverkinu Björgun við Ægissíðu og þaðan með ströndinni inn að nýju göngubrúnni í Sundskálavík og það- an með ströndinni inn að göngu- brúnni. Þar skammt frá er svo hægt að fara með SVR til baka. Við blöndum litinn... DU PONT bflalakk notað af fagmönnum um land allt Er bíllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Faxafeni 12. Sími 553 8000 Framúrskarandi tVLS^'S hönnun ' með þægindi ökumanns í fyrirrúmi. Gámagengur lyftari. 2, 2'h og 3 tonna lyftigeta. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN ’SM SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SlMI 564 4711 ' FAX 564 4725 "y - kjarni málsins! Frábært námskeið fyrir byrjendur: WSlÍöWS9Word og Excel hk 96011 Tölvu- og verkfræöiþjónustan jraðgjöf • námskeiö • útgáfa Tölvuraðgjöf • Grensásvegi 16 ■ útgáfa sími 568 8090 | STJÖRNUNARNÁMSKEIÐ | fyrir stjórnendur fyrirtœkja sem vilja standa upp úr í samkeppninni, bjóða upp á gœði og frábœra þjónustu. I Upplý?:?Z 581 2411 | 0 STJÓRNUNARSKÓLINN Einkaumboð á Islandi - Konráð Adotphsson j

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.