Morgunblaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D 7. TBL. 84. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR10. JANÚAR1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tsjetsjenar taka þúsundir gísla úr röðum óbreyttra borgara Moskvusljórnin reynir að ná friðsamleeri lausn Moskvu. Reuter. Reuter BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, þungbrýnn á fundi með nokkr- um ráðamönnum í Kreml í gær. T.v. við forsetann er Víktor Tsjernomýrdín forsætisráðherra. SKÝRT var frá götubardögum í gær milli rússnesks herliðs og liðs- manna Tsjetsjena sem tekið hafa 2.000 til 3.000 óbreytta borgara í gíslingu í grannhéraðinu Dagestan. Krefjast uppreisnarmenn þess að Rússar kveðji her sinn í Tsjetsjníju heim, ella verði gíslarnir líflátnir. Stjómvöld í Moskvu sendu fulltrúa sína til viðræðna við gíslatakana en þær höfðu ekki borið árangur er síðast fréttist. Bardagar lágu þó niðri er kvölda tók. Atburðurinn varð í borginni Kíslj- ar í Dagestan. Rússneska sjónvarp- ið sýndi uppreisnarmenn með grím- ur og lambhúshettur gæta óttasleg- inna fanga sinna er grátbændu menn um að tryggja að málið end- aði friðsamlega. Sumt af fólkinu var tengt við næringarslöngur. Tsjetsjenarnir sögðust engu hafa að tapa og þeir myndu beijast til síðasta blóðdropa. Tveir gíslar munu hafa verið skotnir í gær og var þá samningaviðræðum slitið um hríð. Rússneskir fjölmiðlar sögðu að þúsundir hermanna hefðu verið sendar til Kísljar í gær og varnar- málasérfræðingur sagðist búast við að reynt yrði að taka sjúkrahúslóð þar sem uppreisnarmenn hafast við ásamt gíslunum. Einnig mætti bú- ast við að reynt yrði að ganga milli bols og höfuðs á öllum hópum upp- reisnarmanna í Tsjetsjníju. Forsetakosningar verða í júní í Rússlandi og ólíklegt er að valdhaf- ar í Kreml láti uppreisnarmenn auðmýkja sig á ný eins og reyndin varð þegar Tsjetsjenar tóku gísla í borginni Búdennovsk sl. sumar. Borís Jeltsín Rússlandsforseti gagnrýndi harðlega andvaraleysi hersins, sagði að borist hefðu marg- ar viðvaranir um liðsflutninga Tsjetsjena til Kísljar. Sagði Jeltsín að málið væri „enn eitt áfallið" í þessum efnum. Búist er við því að háttsettir menn í varnar- og örygg- ismálum verði reknir, jafnvel rætt um Pavel Gratsjov varnarmálaráð- herra í því sambandi. „Úlfarnir eru komnir" „Úlfarnir eru komnir til ykkar,“ hafði /íar-Tass-fréttastofan eftir leiðtoga gíslatakanna, Salman Radújev, þegar fyrst var skýrt frá atburðunum. „Dragið hermenn ykkar á brott frá Tsjetsjníju ella verða óbreyttir borgarar skotnir." í hópi gíslanna eru sjúklingar og starfslið sjúkrahússins og einnig var fólk sótt í íbúðarblokkir í grennd við sjúkrahúsið. Sjúkrahús- lóðin er í miðri borginni og fæðing- ardeildin í húsi sem er áfast við sjúkrahúsið. Talsmaður innanríkisráðuneytis Dagestan sagði skæruliðana hafa ráðist á herflugvöll í grennd við borgina og grandað tveim þyrlum. Óljóst var um mannfall í átökunum en talið að allt að 11 manns, þar af nokkrir óbreyttir borgarar, hefðu þegar fallið auk sex úr liði Tsjetsj- ena. ■ Jeltsín ræðstharkalega/17 Clinton fyrir rétt Washington. Thc Daily Tclegraph. ÞRÍR dómarar komu í gær í veg fyr- ir að Bill Clinton Bandaríkjaforseti beitti forsetavaldi sínu til að komast hjá málsókn í einkamáli. Ung kona, hefur sakað forsetann um grófa kyn- ferðislega áreitni árið 1991. Lögmenn Clintons hafa krafist þess að málinu verði vísað frá þar sem málsóknin komi í veg fyrir að forsetinn geti sinnt skyldustörfum sínum. Réttur í St. Louis, úrskurðaði hins vegar að forsetanum skyldi ekki hlíft við málsókn í einkamáli. Komi ekki til lögfræðilegs krafta- verks, verður Clinton því fyrsti for- setinn sem verður að svara til saka fyrir rétti ákæru um hjúskaparbrot. Sprenging í Sarajevo Sarajevo. Reuterv EINN maður lét lífið og að minnsta kosti fimm manns særðust þegar sprengju var varpað á sporvagn í Sarajevo í gær. Til skotbardaga kom á milli þeirra sem vörpuðu sprengjunni, skammt frá borginni, og franskra friðar- gæsluliða. Sprengjunni var varpað frá svæði sem er undir stjóm Bosníu-Serba og lenti á sporvagninum á hinni svoköll- uðu „Leyniskyttutröð“. ■ Friðarsamkomulag/18 Njósnaforingi skipaður utanrík- isráðherra Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rúss- landsforseti skipaði í gær yfirmann rúss- nesku leyniþjón- ustunnar erlendis, Jevgeníj Prímakov, utanríkisráðherra landsins. Prímakov er sérfræðingur í mál- efnum Mið-Austur- landa og var m.a. sér- stakur fulltrúi Sovét- manna þegar þeir reyndu að koma í veg fyrir að Flóastríðið brytist út með því að eiga viðræður við Saddam Hussein. Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, réð Prímakov yfirmann starfsemi leyniþjónustunnar erlendis er fyrri leyniþjónusta, KGB, var leyst upp árið 1991. Prímakov, sem er 66 ára, gekk í sovéska kommúnista- flokkinn árið 1959. Hann átti um tíma sæti i miðstjórn flokksins og sat án atkvæðisréttar í stjórnmála- ráði Sovétríkjanna í stjórnartíð Gorbatsjovs. Prímakov talar arabísku en hann var blaðamaður Pravda og frétta- ritari þess í Mið-Aust- urlöndum á sjöunda áratugnum. Óháðir sérfræðing- ar sögðu í gær að tæp- ast yrðu miklar breyt- ingar á utanríkis- stefnu Rússlands með tilkomu Prímakovs. Þó sé víst að einhveijar breytingar verði vegna gagnrýni þingsins á stefnuna en Kozyrev var sakaður um að vera of hallur undir Vesturlönd. Einn sér- fræðinganna sagði skipun Prímakovs skilaboð til Vestur- landa um að Rússar kunni að snúa sér í vaxandi mæli í austur. Prím- akov hafi hvað eftir annað gagn- rýnt Vesturlönd og eigi rætur sínar í gamla stjórnkerfinu. Jeltsín skipaði einnig í gær að- stoðarforsætisráðherra í stað Sergej Shakraj, sem sagði af sér sl. föstudag. Nýi ráðherrann heitir Vladimír Kinelev og er lítt þekktur en hefur m.a. verið formaður menntamálanefndar ríkisins. Jevgeníj Prímakov Reuter GIULIO Andreotti ræðir við lögmann sinn í gær en þá hófust að nýju vitnaleiðslur í máli hans. Andreotti andspænis uppljóstrara o /I ■ i (i ILinLii' ™ “■ Padua. Reuter. EITT helsta vitnið í réttarhöldun- um yfir Giulio Andreotti, fyrrver- andiforsætisráðherra Ítalíu, kvaðst í gær hafa getað afhjúpað meint tengsl hans við mafíuna fyrir rúmum áratug en ekki gert það af ótta við að vitnisburður hans yrði dreginn í efa. Vitnið, Tommaso Buscetta, fyrrverandi mafíuforingi sem hóf samvinnu við lögregluna árið 1984, stóð í fyrsta sinn augliti til auglitis við Andreotti í réttarsal í fangelsi fyrir hættulega glæpa- menn í Padua á Norður-Italíu. Akveðið var að yfirheyra Buscetta í fangelsinu vegna ótta við að sikil- eyska mafían reyndi að ráða hann af dögum. „Ég hefði getað nefnt Andre- otti um Ieið og ég hóf samvinn- una,“ sagði Buscetta, sem er 57 ára. „En hann var svo voldugur að gert hefði verið grín að mér og annar vitnisburður minn dreg- inn í efa.“ Andreotti neitar ásökunum um að hafa gegnt hlutverki pólitísks verndara mafíunnar í Róm og sagði fréttamönnum að ekkert nýtt hefði komið fram í vitnis- burðinum. Buscetta hefur verið kallaður „Foringi tveggja heima“ innan mafíunnar og vitnisburður hans leiddi til þess að 338 liðsmenn licnnar, þeirra á meðal Salvatore Riina, fengu stranga fangelsis- dóma árið 1987.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.