Morgunblaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 IDAG MORGUNBLAÐIÐ Lægsta verðið til Karíbahafsins frá íslandi Sértilboð til Cancun 2 vikur - 22. janúar kr. 59.930 Beint Tryggðu þér glæsilegt kynningartilboð á nýjum íeiSuflug gististað í Cancun, Laguna Verde Suites, sem við kynnum nú í fyrsta sinn á frábæru verði. Fallegur gististaður með öllum aðbúnaði; sjónvarp, sími, loftkæling og frábær staðsetning við frægasta golfvöllinn í Cancun. Frábær aðbúnaður, ótrúlegt úrval veitinga- og skemmtistaða, glæsilegir golfvellir, siglingar, köfun, tennis, pýramýdar, kynnisferðir og íslensk fararstjórn Heimsferða tryggja þér yndislega dvöl í paradís. Um er að ræða síðustu 10 sætin í þessa brottför - bókaðu strax. Verð kr. 59.930 Verð m.v. hjón með bam, 2 vikur, 22. jan. Skattar innifaldir, ekki forfallagjald kr. 1.200. Verðkr. 69.950 Verð m.v. 2 í herbergi, Laguna Verde, 2 vikur, 22. jan. Skattar innifaldir, ekki forfallagjald kr. 1.200. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Leiðinleg Þjóðarsál KONA hringdi til Velvak- anda og kvartaði yfir því hversu leiðinleg Þjóðarsálin á Rás 1 í Ríkisútvarpinu væri orðin. Hún segir sama fólkið hringja sí og æ, kvartandi og kveinandi í útvarpið og fínnst henni að kominn sé tími til að breyta forminu á þessum þætti. Bílar í lausagangi menga FAÐIR hringdi til Velvak- anda og sagði farir sínar ekki sléttar. Hann sagði frá því að er hann kom til að sækja barn sinn á dag- heimilið Arnarborg í Reykjavík hafi þar verið fyrir staddur bíll á vegum borgarinnar og einhveijir menn að sinna störfum sínum. Bíllinn var hafður í gangi á meðan menn voru þar við vinnu sína, en af bílum í iausagangi hlýst hin mesta mengun. Móðir barnsins bað bíl- stjórann að drepa á bílnum á meðan þeir væru að vinna, en hann brást hinn versti við og sinnti því í engu. Getur það verið að fólk sé ómeðvitað um þá meng- un sem hlýst af því þegar bílar ganga í lausagangi? Þá fínnst foreldrum bamsins að starfsmenn borgarinnar ættu ekki að bregðast svona illa við þótt fólk geri athugasemd- ir við vinnulag þeirra. Faðir Forsetaefni? Á nýársdag í hátíðarmessu í Bústaðakirkju predikaði dr. Páll Skúlason prófess- or. Ræðan var mjög góð, hann fékk mjög góða hlust- un. Gaman væri ef Morg- unblaðið gæti fengið að birta þessa predikun. Kannski er þarna á ferð- inni verðandi forseti okkar. Ásdís Sigfúsdóttir, Hörðalandi 8, Reykjavík. Tapað/fundið Gullkeðja fannst GULLKEÐJA fannst í Fossvogskirkjugarði í suð- vesturhominu, 30. desem- ber sl. Eigandi getur vitjað keðjunnar í síma 564 3321. BíIIyklar töpuðust ÞRÍR lyklar á kippu sem er kristalskúla með Rauða kross merki, töpuðust, lík- lega á Grettisgötu við horn Klapparstígs eða á Klapp- arstíg sl. miðvikudag. Lyklarnir em Honda-bíl- lykill og tveir húslyklar. Hafi einhver fundið kipp- una er hann beðinn að hafa samband við óskilamuna- deild lögreglunnar. Lyklakippa tapaðist LYKLAKIPPA í svartri, fléttaðri leðuról tapaðist á Þorláksmessu. Tveir assa- lyklar eru á kippunni og einn lás-lykill. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 553 1121 eða 588 1650. Armbandsúr tapaðist REYMOND Weil-stálúr tapaðist í desember á leið- inni frá Lækjartorgi að Hlemmi. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 560 8793 mánudaga til föstudaga. Fundarlaun. Úr fannst KVENMANNSÚR fannst milli jóla og nýárs í Espi- gerði. Eigandi getur vitjað úrsins í s. 568 5606. Úr tapaðist GAMALT upptrekkt gullúr á leðuról tapaðist sl. laug- ardag. Það gæti hafa týnst í leið 6 frá Bústaðavegi að Hlemmi eða þaðan og niður á Laugaveg. Finnandi vin- samlega hringi í síma 568 6461. Kvenúr fannst KVENÚR með plastarm- bandi fannst í Stakkahlíð snemma í desember. Eig- andi getur vitjað úrsins í s. 551 6363. Svalur er týndur SVALUR týndist frá Mel- gerði í Reykjavík seint í haust. Ef einhver hefur upplýsingar um hann er hann beðinn um að hringja í síma 553 8563. Farsi SKAK Umsjðn Margeir Pctursson Hvítur leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á þýska meistaramótinu í ár. Arno Zude (2.405) hafði hvítt og átti leik, en stórmeistar- inn Matthías Wahls (2.550) var með svart. 18. Hxf6! - Dc5 (Uppgjöf, en 18. - Bxf6 19. Rd5 - dd8 20. Rc6 var engu betra) 19. Rb3 og svartur gafst upp því hann tapar manni. Keppendur á mótinu voru 46 talsins og tefldu þeir níu umferðir eftir svissnesku kerfi. Fimm urðu efstir og jafnir með 6 72 vinning, Arno Zude, sem kom mest á óvart, Roman Slobódj- an, nýbakaður heims- meistari unglinga (tók við af Helga Ás Grét- arssyni) og stórmeistar- arnir Philip Schlosser, Christopher Lutz og Matthías Wahls. Þeir tefldu úrslitamót og þá sigraði Lutz með 3 v. af 4 mögulegum, Zude og Wahl hlutu 2 v., en Slobodjan og Schlosser 172 hvor. Önnur umferðin á Skák- þingi Reykjavíkur verður tefld í kvöld í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Yíkveiji skrifar... GLÖGGT er gestsaugað, er gjaman sagt, þegar útlend- ingar benda mönnum á eitthvað óvenjulegt í fari fólks, sem menn taka vart eftir vegna þess að það er hluti af hversdagsleikanum. Nýlega ræddi Víkveiji við Spán- vetja, sem fór inn í útsölu ÁTVR í Kringlunni til þess að kaupa hvít- vínsflösku. Spánvetjinn varð verulega hissa á að koma þangað inn. Honum fannst allt andrúmsloft þar inni þrúgandi og stofnanalegt og svo einkennilegt að hann hafði orð á því. Starfsfólkið stóð allt og fylgd- ist með viðskiptavinunum, rétt eins og það væri að þjófkenna það að því er honum fannst. Það bar t.d. ekki við að bjóða aðstoð sína, held- ur var þarna að því er honum fannst í einhvers konar eftirlitshlutverki. xxx EGAR Víkvetji fór að íhuga þessi örð Spánveijans, sem vanur er, þegar hann kemur inn í búð þar sem vín eru seld, að fá að smakka á vörunni og ræðir þá við kaupmanninn um hvað sé bezt, var eins og lykist upp fyrir honum sann- leikur um þessa sem aðrar verzlan- ir ÁTVR. Það er eitthvað að þama inni. Spytji menn starfsfólk um vínin sem eru á boðstólum, koma menn yfirleitt að tómum kofunum og er þá jafnan bent á mann, sem starfar í Kringlunni, er af erlendu bergi brotinn og virðist hafa gott vit á vörunni, sem boðið er upp á. Auðvit- að á þetta fólk, sem þarna vinnur, að vita allt um bragð, sætleika og aðra eiginleika vörunnar og hafa svör á reiðum höndum, þegar kúnn- inn spyr. Það er jú ekki boðið upp á smökkun. Það er leitt til þess að vita að menn skuli þurfa að heyra frá út- lendingum hversu gallað form er á þessum verzlunum. Miðað við verð- ið á vöranni ætti að vera unnt að veita fyrsta flokks þjónustu við- skiptavinum, sem vilja kaupa sér vín með matnum. xxx VÍKVERJI skrapp síðastliðinn sunnudag inn í Þórsmörk og viti menn, þar var unnt að aka sem á sumardegi væri. Það er í meira lagi óvenjulegt að unnt sé að aka þangað 7. janúar án þess að aka nokkmm sinnum í gegnum skafl. Varla var unnt að tala um ísskarir á vöðum ánna og raunar var lofthit- inn á staðum um 7 C inni í Staf- holtsgjá. Þar er nú kannski varasamt að vera í slíkri þíðu, sem þá var, því að nokkrum sinnum sá Víkveiji gríðarstór grýlukerti falla niður í gjána. Þá þarf raunar ekki að spyija að leikslokum fyrir þann, sem fyrir slíku kerti yrði. Því er nauðsynlegt að menn fari varlega í að heim- sækja slíkar náttúruperlur á þess- um árstíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.