Morgunblaðið - 10.01.1996, Page 46

Morgunblaðið - 10.01.1996, Page 46
46 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 IDAG MORGUNBLAÐIÐ Lægsta verðið til Karíbahafsins frá íslandi Sértilboð til Cancun 2 vikur - 22. janúar kr. 59.930 Beint Tryggðu þér glæsilegt kynningartilboð á nýjum íeiSuflug gististað í Cancun, Laguna Verde Suites, sem við kynnum nú í fyrsta sinn á frábæru verði. Fallegur gististaður með öllum aðbúnaði; sjónvarp, sími, loftkæling og frábær staðsetning við frægasta golfvöllinn í Cancun. Frábær aðbúnaður, ótrúlegt úrval veitinga- og skemmtistaða, glæsilegir golfvellir, siglingar, köfun, tennis, pýramýdar, kynnisferðir og íslensk fararstjórn Heimsferða tryggja þér yndislega dvöl í paradís. Um er að ræða síðustu 10 sætin í þessa brottför - bókaðu strax. Verð kr. 59.930 Verð m.v. hjón með bam, 2 vikur, 22. jan. Skattar innifaldir, ekki forfallagjald kr. 1.200. Verðkr. 69.950 Verð m.v. 2 í herbergi, Laguna Verde, 2 vikur, 22. jan. Skattar innifaldir, ekki forfallagjald kr. 1.200. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Leiðinleg Þjóðarsál KONA hringdi til Velvak- anda og kvartaði yfir því hversu leiðinleg Þjóðarsálin á Rás 1 í Ríkisútvarpinu væri orðin. Hún segir sama fólkið hringja sí og æ, kvartandi og kveinandi í útvarpið og fínnst henni að kominn sé tími til að breyta forminu á þessum þætti. Bílar í lausagangi menga FAÐIR hringdi til Velvak- anda og sagði farir sínar ekki sléttar. Hann sagði frá því að er hann kom til að sækja barn sinn á dag- heimilið Arnarborg í Reykjavík hafi þar verið fyrir staddur bíll á vegum borgarinnar og einhveijir menn að sinna störfum sínum. Bíllinn var hafður í gangi á meðan menn voru þar við vinnu sína, en af bílum í iausagangi hlýst hin mesta mengun. Móðir barnsins bað bíl- stjórann að drepa á bílnum á meðan þeir væru að vinna, en hann brást hinn versti við og sinnti því í engu. Getur það verið að fólk sé ómeðvitað um þá meng- un sem hlýst af því þegar bílar ganga í lausagangi? Þá fínnst foreldrum bamsins að starfsmenn borgarinnar ættu ekki að bregðast svona illa við þótt fólk geri athugasemd- ir við vinnulag þeirra. Faðir Forsetaefni? Á nýársdag í hátíðarmessu í Bústaðakirkju predikaði dr. Páll Skúlason prófess- or. Ræðan var mjög góð, hann fékk mjög góða hlust- un. Gaman væri ef Morg- unblaðið gæti fengið að birta þessa predikun. Kannski er þarna á ferð- inni verðandi forseti okkar. Ásdís Sigfúsdóttir, Hörðalandi 8, Reykjavík. Tapað/fundið Gullkeðja fannst GULLKEÐJA fannst í Fossvogskirkjugarði í suð- vesturhominu, 30. desem- ber sl. Eigandi getur vitjað keðjunnar í síma 564 3321. BíIIyklar töpuðust ÞRÍR lyklar á kippu sem er kristalskúla með Rauða kross merki, töpuðust, lík- lega á Grettisgötu við horn Klapparstígs eða á Klapp- arstíg sl. miðvikudag. Lyklarnir em Honda-bíl- lykill og tveir húslyklar. Hafi einhver fundið kipp- una er hann beðinn að hafa samband við óskilamuna- deild lögreglunnar. Lyklakippa tapaðist LYKLAKIPPA í svartri, fléttaðri leðuról tapaðist á Þorláksmessu. Tveir assa- lyklar eru á kippunni og einn lás-lykill. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 553 1121 eða 588 1650. Armbandsúr tapaðist REYMOND Weil-stálúr tapaðist í desember á leið- inni frá Lækjartorgi að Hlemmi. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 560 8793 mánudaga til föstudaga. Fundarlaun. Úr fannst KVENMANNSÚR fannst milli jóla og nýárs í Espi- gerði. Eigandi getur vitjað úrsins í s. 568 5606. Úr tapaðist GAMALT upptrekkt gullúr á leðuról tapaðist sl. laug- ardag. Það gæti hafa týnst í leið 6 frá Bústaðavegi að Hlemmi eða þaðan og niður á Laugaveg. Finnandi vin- samlega hringi í síma 568 6461. Kvenúr fannst KVENÚR með plastarm- bandi fannst í Stakkahlíð snemma í desember. Eig- andi getur vitjað úrsins í s. 551 6363. Svalur er týndur SVALUR týndist frá Mel- gerði í Reykjavík seint í haust. Ef einhver hefur upplýsingar um hann er hann beðinn um að hringja í síma 553 8563. Farsi SKAK Umsjðn Margeir Pctursson Hvítur leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á þýska meistaramótinu í ár. Arno Zude (2.405) hafði hvítt og átti leik, en stórmeistar- inn Matthías Wahls (2.550) var með svart. 18. Hxf6! - Dc5 (Uppgjöf, en 18. - Bxf6 19. Rd5 - dd8 20. Rc6 var engu betra) 19. Rb3 og svartur gafst upp því hann tapar manni. Keppendur á mótinu voru 46 talsins og tefldu þeir níu umferðir eftir svissnesku kerfi. Fimm urðu efstir og jafnir með 6 72 vinning, Arno Zude, sem kom mest á óvart, Roman Slobódj- an, nýbakaður heims- meistari unglinga (tók við af Helga Ás Grét- arssyni) og stórmeistar- arnir Philip Schlosser, Christopher Lutz og Matthías Wahls. Þeir tefldu úrslitamót og þá sigraði Lutz með 3 v. af 4 mögulegum, Zude og Wahl hlutu 2 v., en Slobodjan og Schlosser 172 hvor. Önnur umferðin á Skák- þingi Reykjavíkur verður tefld í kvöld í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Yíkveiji skrifar... GLÖGGT er gestsaugað, er gjaman sagt, þegar útlend- ingar benda mönnum á eitthvað óvenjulegt í fari fólks, sem menn taka vart eftir vegna þess að það er hluti af hversdagsleikanum. Nýlega ræddi Víkveiji við Spán- vetja, sem fór inn í útsölu ÁTVR í Kringlunni til þess að kaupa hvít- vínsflösku. Spánvetjinn varð verulega hissa á að koma þangað inn. Honum fannst allt andrúmsloft þar inni þrúgandi og stofnanalegt og svo einkennilegt að hann hafði orð á því. Starfsfólkið stóð allt og fylgd- ist með viðskiptavinunum, rétt eins og það væri að þjófkenna það að því er honum fannst. Það bar t.d. ekki við að bjóða aðstoð sína, held- ur var þarna að því er honum fannst í einhvers konar eftirlitshlutverki. xxx EGAR Víkvetji fór að íhuga þessi örð Spánveijans, sem vanur er, þegar hann kemur inn í búð þar sem vín eru seld, að fá að smakka á vörunni og ræðir þá við kaupmanninn um hvað sé bezt, var eins og lykist upp fyrir honum sann- leikur um þessa sem aðrar verzlan- ir ÁTVR. Það er eitthvað að þama inni. Spytji menn starfsfólk um vínin sem eru á boðstólum, koma menn yfirleitt að tómum kofunum og er þá jafnan bent á mann, sem starfar í Kringlunni, er af erlendu bergi brotinn og virðist hafa gott vit á vörunni, sem boðið er upp á. Auðvit- að á þetta fólk, sem þarna vinnur, að vita allt um bragð, sætleika og aðra eiginleika vörunnar og hafa svör á reiðum höndum, þegar kúnn- inn spyr. Það er jú ekki boðið upp á smökkun. Það er leitt til þess að vita að menn skuli þurfa að heyra frá út- lendingum hversu gallað form er á þessum verzlunum. Miðað við verð- ið á vöranni ætti að vera unnt að veita fyrsta flokks þjónustu við- skiptavinum, sem vilja kaupa sér vín með matnum. xxx VÍKVERJI skrapp síðastliðinn sunnudag inn í Þórsmörk og viti menn, þar var unnt að aka sem á sumardegi væri. Það er í meira lagi óvenjulegt að unnt sé að aka þangað 7. janúar án þess að aka nokkmm sinnum í gegnum skafl. Varla var unnt að tala um ísskarir á vöðum ánna og raunar var lofthit- inn á staðum um 7 C inni í Staf- holtsgjá. Þar er nú kannski varasamt að vera í slíkri þíðu, sem þá var, því að nokkrum sinnum sá Víkveiji gríðarstór grýlukerti falla niður í gjána. Þá þarf raunar ekki að spyija að leikslokum fyrir þann, sem fyrir slíku kerti yrði. Því er nauðsynlegt að menn fari varlega í að heim- sækja slíkar náttúruperlur á þess- um árstíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.