Morgunblaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Ríkið, það erum við Niðurskurður í heilbrigðisþjónustu ÍSLENSKA ríkið, ekki mjög áþreifan- legt fyrirbæri, á Bún- aðarbankann. Al- þingi kýs bankanum fimm manna ráð, og þetta ráð útvegar bankanum þriggja manna yfirstjórn og ákveður laun banka- stjóranna. Að sjálf- sögðu eru svo laun bankaráðsmanna til- tekið hlutfall af laun- um bankastjóranna. Búnaðarbankinn er talinn vera þokka- lega stæð stofnun, og hugsanlegt „markaðsverð“ hans væri svo sem fimm milljarðar króna. Við ætlumsttil, segja þeir Gísli Jónsson og Sigurður Eggert Davíðsson, að fá send tafarlaust þau hlutabréf sem okkur ber. í málefnasamningi núverandi ríkisstjórnar er svo ráð fyrir gert að breyta Búnaðarbankanum í hlutafélag. Gerum ráð fyrir að það verði gert. Þá verði til jafn- Gísli Jónsson mörg hlutabréf og íslendingar eru margir, því að þjóðin á bankann. Gerum einnig ráð fyrir að íslend- ingar séu 270 þúsund talsins. Glöggur maður hefur reiknað út fyrir okkur, að hvert mannsbarn í landinu fái þá hlutabréf upp á 185 þúsund 185 krónur. Fari svo, að eign okkar, Bún- aðarbankanum, verði breytt í hlutafélag, ætlumst við til þess að okkur verði send án tafar þau hlutabréf, sem okkur ber, svo og öðrum samlöndum okkar. Margan munar um minna. Þetta greinarkorn var samið á þrettándanum 1996. Höfundar hafa fengist við kennslu. Sigurður Eggert Davíðsson í REYKJ A VÍKUR- BRÉFI Morgunblaðsins, sem birt er sunnudaginn 7. janúar sl., er vitnað ítarlega í viðtal við vara- formann fjárlaganefnd- ar, sem birtist í blaðinu daginn áður. í viðtalinu kemur fram þung gagn- rýni á stómendur sjúkrahúsa, sem Morg- unblaðið telur að stjóm- endur hljóti að svara. Niðurskurði undanf- arandi ára hefur verið mætt með fækkun sjúkrarúma, lokun deilda, fækkun starfs- fólks o.s.frv. eins og segir í bréfinu. En bréfritari telur að einnig sé hægt að ná fram spamaði með uppskurði á þeim kerfum, sem við er fengist hveiju sinni. Sem dæmi um slíkt nefnir bréfritari sameiningu Borgarspítala og Landakotsspítala í Sjúkrahús Reykjavíkur. Og þingmað- urinn vill bíða átekta og sjá hveiju sameiningin muni skila. Sameining Landakots og Borgarspítala Forsendur sameiningar þessara spítala voru þær að sameina á einum stað alla almenna þjónustu og bráða- þjónustu. Þannig yrðu dýrustu deild- imar, þ.e. gjörgæsla, röntgendeild, rannsóknadeild og skurðstofur, aðeins á einum stað og á Borgarspítalanum yrðu aðeins þær deildir sem þurfa á þessari kjamaþjónustu að halda. Jafn- framt var gert ráð fyrir að hlutverk B-álmu Bsp. yrði flutt á Landakot og þar yrði komið fyrir öldrunarþjón- ustu hins sameinaða spítala. Jafnframt yrði útibúum þar sem reknar hafa verið einstakar sjúkradeildir fækkað vemlega með flutningi á Landakot. Með öðram orðum töldu menn að með þessu næðist fram mun hagkvæmari rekstrareining til hags- bóta fyrir alla aðila. Áætlaður spamaður gæti orðið 300-400 milljónir króna árlega miðað við reksturinn eins og hann var 1991. Sá böggull fylgdi hins- vegar skammrifi að þó nokkur kostnaður yrði við þessar breytingar og endumýjun á eldra húsnæði. Talið var að kostnaður yrði u.þ.b. 600 milljónir króna. Allar áætl- anir hafa gengið eftir fram að þessu hvað hagræðinguna snertir. Sjúkra- hús Reykjavíkur er langt komið með breytingarnar en ekki tekst að klára dæmið vegna þéss að ekki hefur feng- ist nægilegt fé til þeirra fram- kvæmda, sem taldar voru forsenda þess að hagræðingin næðist. Fjárfest- ingin átti sem sagt að skila sér á 2-3 áram og er vandséð hvort til er hag- kvæmari ijárfestingarkostur í þjóðfé- laginu í dag. Einhvem veginn hef ég á tilfinningunni að hefði hér verið um að ræða fískvinnslufyrirtæki, t.d. á Vesturlandi, hefðu heilbrigðisráð- herra og varaformaður fjárlaganefnd- ar ekki talið eftir sér að stuðla að því að slíkt fyrirtæki gæti tekið lán til framkvæmda sem skiluðu svo miklu í rekstrinum. Ólafur Örn Arnarson. 20-40% AFSLÁTTUR AF ÚTSÖLUVÖRUM 15 % staðgreiðsluafsláttur af öllum flísum meðan á útsölunni stendur Einstakt tækifæri til að eignast góðar fiísar á góðu verði - margar tegundir. Nokkrar tegundir afganga af 31x31 gólfflísum á kr. 1.270 m? Stórhöfða 17 við Gullinbrú, sími 567-4844. Fjármögnun sjúkrahúsa með föstum fjárlögum, * •• segir Olafur Orn Arnarson, er algerlega úrelt fyrirbrigði. Spítali er fyrirtæki En gallinn er bara sá að kerfið lít- ur ekki á spítala sem fyrirtæki. Spít- ali má ekki taka lán. Spítali má ekki hagræða með því að lagfæra hús- næði eða endurnýja tæki, sem hafa gengið sér til húðar, án þess að fá til þess sérstakar fjárveitingar sam- þykktar af Alþingi. Spítali má ekki taka tölvur á kaupleigu til að geta haft bráðnauðsynlegar rekstrarapp- lýsingar aðgengilegar. Þessi afstaða kemur ýmsum spánskt fyrir sjónir. í skýrslu Dansk Sygehus Institut um sameininguna segir m.a. í lauslegri þýðingu: „Fjárhagslegt sjálfstæði spítalans verði aukið. Það má opna leiðir tii þess að dreifa útgjöldum, t.d. til tækjakaupa, á nokkur ár, t.d. með því að 'nýta kaupleigu, fá lán úr ríkis- sjóði, svo og að gera heildarfjárhagsá- ætlun til nokkurra ára þar sem gert er ráð fyrir aukningu eitt árið gegn samdrætti síðar. Með þessu móti er mögulegt að gera áætlanir nokkur ár fram í tímann og stuðla að æski- legri þróun.“ Fjármögnun sjúkrahúsa eins og hún er í dag, þ.e. með föstum fjárlög- um, er algerlega úrelt fyrirbrigði. Það er mjög nauðsynlegt að breyta því í grandvallaratriðum og láta greiðslur fylgja sjúklingum. Flugmyndir sem komið hafa fram á vegum heilbrigðis- ráðuneytisins í því efni era allrar at- hygli verðar og sjálfsagt að skoða nánar. Tækniframfarir í læknisfræði hafa gerbreytt þörf fyrir innlagnir á sjúkrahús. I mjög mörgum tilfellum er hægt að veita viðunandi þjónustu á dagdeildum og spara þannig sólar- hringsþjónustu. Helsta sparnaðarleið okkar í dag, eins og allra í kringum okkur, er einmitt á þessu sviði en það háir þróun mjög að ríkisvaldið virðist hafa takmarkaðan skilning á málinu og lítur það jafnvel með töluverðri tortryggni! Fjármögnun þessarar þjónustu kemur einnig eftir annarri leið (þ.e. frá Tryggingastofnun ríkis- ins) en annar rekstur sjúkrahúsanna og veldur það miklum erfíðleikum. Það er ekki fjarri að með því að auka framlög til ferliverka mætti spara veralega hærri fjárhæðir í rekstri sjúkrahúsanna án þess að minnka þjónustu við sjúklinga. Ríkisvaldið verður að líta í eigin barm Sjúkrahús Reykjavíkur mun nokk- urn veginn standast íjárlög á árinu 1995. Verður það að teljast vel af sér vikið með tilliti til þeirra miklu breyt- inga sem orðið hafa á starfseminni á síðasta ári. Fjárveitingavaldið gerir enn kröfu til veralegs niðurskurðar á þjónustu þessa árs án þess að gera spítalanum kleift að ná þeirri hagræð- ingu sem gert var ráð fyrir við sam- eininguna. Þetta mun valda veraleg- um erfíðleikum í rekstri á árinu. Skyn- samlegra hefði verið að fara að ráðum stjómar spítalans og klára fram- kvæmdir við sameininguna svo ná mætti hagræðingunni án mikils sam- dráttar í þjónustu. Ríkisvaldið verður að líta í eigin barm og skoða hvernig staðið er að framkvæmd heilbrigðisþjónustu. Uppskurður á kerfínu, eins og það liggur fyrir af hálfu ríkisins, er nauð- synlegur. Úreltar fjármögnunarleiðir og mikil þröngsýni varðandi rekstur sjúkrahúsa ganga ekki lengur. Til þess eru hagsmunir almennings í landinu alltof miklir. Höfundur er framkvæmdastjóri við Sjúkrahús Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.