Morgunblaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Um ofbeldi í kjaramálum MÉR, sem þetta skrifa, varð það á í des- emberbyrjun áð birta í Mbl. hugleiðingu um hvenær ofbeldi sé rétt- lætanlegt. Tilefnið var umræður um hópupp- sagnir og verkföll þrýstihópa. Þessi skrif hafa vakið upp andsvar Leifs Helgasonar kennara í Hafnarfirði í Mbl. 19. des. Hann er dálítið úr- illur í grein sinni. Ég hef hins vegar í fyrri skrifum sett út á það einkenni þjóðmálaum- ræðu í dagblöðum, að þar séu ríkj- andi eilífar einræður einstakra sér- vitringa og enginn hafí fyrir að ansa þeim.' Þess vegna verður mér við eins og heimasætunni, sem ein- hvers staðar var sagt frá, trúlega á öldinni sem leið. Hún hafði lengi setið ógefin í föðurgarði, þegar hún fékk óvænt bónorð. Mig minnir, að henni hafí ekki þótt neitt til um biðil- inn, en varð að orði: „Blessaður maðurinn að biðja mín. Hann gat látið það ógert eins og hinir.“ Þessf Jón Sigurðsson en þær eru, skrif kennarans verða mér því tilefni frekari hugleiðinga. Það er rétt hjá kennaranum, að lítið fer fyrir ftjórri hugsun í skrifum mínum, þeg- ar ég rek staðreyndir. Það er sjaldnast neitt fijótt við staðreyndir, en þær þurfa að vera réttar, ef umræðan um þær á að vera af einhveiju viti. Þess vegna er það vond til- hneiging hjá kennar- anum að láta eins og staðreyndir séu aðrar Skrif hans gefa til kynna, að hann hafí ekki staðið fyr- ir rekstri fyrirtækis, sem þarf að afla tekna til að mæta áfallandi út- gjöldum, þ. á m. launum starfs- manna á réttum tíma. Vandræði ótal fyrirtækja undanfama áratugi að fá það dæmi til að ganga upp eru ekki nema stundum fyrir mann- dómsleysi. Það voru margir séðir eigendur og aðrir snjallir stjórnend- ur, sem urðu að axla sín skinn og segja upp 3.000 manns í iðnaði á Þeir sem hafa minnst, hafa ekki stuðning þeirra, sem skár eru settir innan þeirra eigin raða, segir Jón Sig- urðsson. Það er vandi hinna lægst launuðu. árunúm 1987-1994, svo dæmi sé tékið. Það er æði vandræðaleg sögu- skoðun, sem álykta má af skrifum kennarans, að fyrirtækin hafi dáið af því að þau greiddu ekki nógu há laun. Staðreyndin er, að fyrirtækin dóu, þegar þau höfðu við aðstæður þess tíma ekki burði til að greiða þau laun, sem um hafði verið samið. Þá var sjálfhætt. Það ber ekkert í milli mín og kennarans um, að fyrirtæki, sem einungis geta lifað með því að greiða lægstu laun, eiga að hverfa, en þau mega ekki hverfa fyrr en fólkinu býðst önnur og betri atvinna. Hvat- Við tryggjum þér með 11 úrvals kennurum og 55 fjölbreyttum tímum á viku í 2! þolfimisölum af bestu gerð * Kripalujóga * Vaxtarmótun • Magi, rass og læri • Pallar og æfingar • Pallar og stöður » Pallaþrek • Þrekhringur • Fitubrennsla * Átak gegn umframþyngd (byrjendahópur) • Átak gegn umframþyngd (framhaldshópur) * Unglingar 14-18 ára KL MÁNUÐAGUR ÞRIÐJUDAGUR MiÐVlKUDAGUR FMMTUDAGUR FÖSTUDAQUR KL LAUGARDAGUR 9-40 1040 Kr1pMu|óga Áalaug Vaxtarmótun *•* Svava Krlpalujóga Asiaug Vaxtarmótun og Pallar A-B Svava KrlpakJ|óga Áalaug 10:15 11:15 Vaxtarmótun A Jái Egifl 12:05 12:50 KarUr Lokað Gau6 Kartar Lokað Gaub Karlar Lokað Gauö Kartar Lokaó Gauh 1040 1140 ÁUk g*gn umfram- þyngdU*aardm-»9 8 Bára 1245 1240 Pallar og Æflngai B Frlða Pallar og Æflngar 8 Fftða Paflar og/Blngar B Frlða tn in S £ Pallar og Æflngar B Jón Egil 14:00 15:00 Vaxtarmótun og Pallar A-B Bára Vaxtarmótun *-B Bðra 11:30 12:30 Rttbrennala og mBö* C 17:00 18:00 VaxUrmótun A . Magrét UngNngar 14-18 Frlfla/Lukka Vaxtarmótun A Margrét Un^lngar 14-18 Frlða/Lukka 13:00 14:00 Pallar og Æflngar A-B Margrél / Sigrún 17:30 18:30 PaJlar og Æftngar A-B Jón Egil MRL og PaOar B Uja Pallar og Æflngar A-B JónEgill MRLog Pallar B Ufa Magl • toygiur • Mta* Jón EgiB SUNNUDAGUR 1840 1940 MRLog Pallar B Llja Vaxtarmótun A-B Fríða MRL og Pailar B Ufa Vaxtarmótun A-B Frlða Át»k gcgn umfram- þyngd LokaAidiMiwi * Bára 11:15 12:15 Pallar og Æflngar B Samúel 1840 1940 Þrettirtngur B JónEgil Pallar og Æflngar B-C Uja Þrekhrlngur B Jór.Egál Pallar og Æflngar B-C Uja PaHar og Æflngai B Samúel 19:00 20:00 Htubrennsla og muglC uiii Vaxtarmótun A Margrét Rtubrermala og magiC Vaxtarmótun A Margrét 1940 2040 Átik gegn umfrtm- Paliaþrek C Rlða Átak gtgn umfram- þyngdLcnoiMMiA Bára PaXaprek C Frlða Opiö: mánud. - fimmtud. kl. 07-22.30 föstudaga kl. 07-21, laugard. og sunnud. kl. 10-18 20:00 21:00 Pailapuð og eflngar C Samúel Átak g«on umfrtm- þyngduM iúmm b Bára Pallapuð og m,n0"c^é Átak gegn umfrim- þyrgd Lo*»ín*n««iCB Bára 2040 2140 PaBarogÆRngar Mogaktl Báfa Paöar oa Æflngar “"•■w Bára Barnapössun »40-11:00 Barnapö&aun 940-110» 14:00-15.40 Barnapðssun 940-11:30 Barnapössun 9.30-11:00 14:00-15:30 BarnapöMun 9:30-1140 Ræktln áskllur aér rétt tll breytlng« in fyrlrvara víslegar upphrópanir eða óraunsæi um greiðslugetu launa hækka hvorki kaup nokkurs manns né færa fólki atvinnu. Undarleg er notkun kennarans á hugtakinu framleiðni eins og mann- sæmandi laun komi fyrst og fram- leiðnin á eftir. Það þarf góða fram- leiðni fyrst til að geta greitt gott kaup, því að það eru afköst og verð- mæti þeirra í viðskiptum innanlands eða tií útlanda, sem búa til getuna til að greiða kaup yfírhöfuð. Af þessum og fleiri athugasemd- um í greininni er augljós lítill skiln- ingur höfundarins á puði þeirra manna, sem hafa tekið sér fyrir hendur að halda úti atvinnulífí, þótt það sé nú forsenda fyrir, að einhverj- ir séu til að greiða skattana og þar með honum kennaralaunin. Þeir einu, sem kennarinn skrifar vel um í greininni, eru togarasjó- menn, sem 20 í áhöfn koma heim með 100 m.kr. afla eftir 40 daga túr. Hér er trúlega eitthvað krítað liðugt, annaðhvort með áhafnar- stærð eða úthaldsdaga, en látum vera. Undir það skal tekið, að þessi afköst eru stórkostleg, a.m.k., ef vel er farið með allt, sem um borð kem- ur. Þann skugga ber á þennan af- bragðstúr, kennaranum til almenns fróðleiks, að ríkissjóður greiðir hann niður með skattaafsláttum, samtals 5-600 þús. kr. til manna, sem fá 1-2 milljónir brúttó fyrir túrinn. Kennaranum enn til fróðleiks er það upplýst, að miðað við 12 tíma vinnu sjómannsins á sólarhring, læt- ur mjög nærri, að verðmæti afkast- anna á hveija vinnustund séu um þessar mundir hin sömu hjá starfs- mönnum járnblendifélagsins og hjá þessum sjómönnum. Munurinn er sá, að topptúrar eru sjaldgæfír, en þetta er afli járnblendifélagsins hvem dag ársins 1995. Vegna þess, sem kennarinn segir um, að enginn fengist til sjós fyrir kennaralaun, þykir honum eflaust forvitnilegt, að vísast eru tekjur meirihluta starfs- manna jámblendifélagsins, sem þessum afköstum skila, lægri en tekjur kennara gerast. Kennarinn spyr mig gagngert, hvar sé allt þetta ríkidæmi okkar, sem fínnst í erlendum hagtölum. Ekki lendi það í vösum þeirra, sem knýja upp kaupið sitt. Svarið er ekki flókið. Afarstór hluti ríkidæmis okkar íslendinga liggur í miklu og dým vegakerfí, dýru dreifikerfí raf- orku, heilbrigðismannvirkjum, skól- um, Kröflu, flugstöð, perlum og kringlum, of stórum fískiflota, ónýtt- um fískvinnslustöðvum, nytjalitlum fjárfestingum í landbúnaði og af- urðastöðvum, stóra og dýra húsnæði og þannig mætti áfram telja. Flest þessara auðæfa skila ekki krónu í vasa nokkurs manns. Þvert á móti hefur ráðslagið um margt af þessu beinlínis seilst óþyrmilega í kjör fólksins í landinu. Þegar kennaran- um líkar ekki niðurstaðan, velur hann henni heitið „gamla tuggan“. Það gefur til kynna, að hann vilji fást við heim, þar sem staðreyndir gilda ekki. Það sorglega við grein kennarans er, að aðalatriði greinar minnar hef- ur að því er virðist farið fram hjá honum. Ég tel það mína sök, ef svo hefur farið. Ég hef ekki skrifað nógu skýrt og efnið því eflaust farið fram hjá fleiram. Aðalákall mitt í grein- inni er til launþegasamtakanna að reyna að koma sér saman um launa- hlutföll sem fyrsta skref í átt að friðsamlegum launamarkaði. Ástæðan er sú, að launþegamir era í raun einungis að kroppa hver af öðrum, þegar öllu er á botninn hvolft. Með ríkjandi aðferðum era það ofbeldismenn með sérstaka þrýstiaðstöðu, sem knýja fram ávinning fyrir sig á kostnað hinna, sem ekki eru í aðstöðu til gíslatöku eða fínnst hún siðlaus. Þetta ákall mitt er ætlað í þágu þeirra, sem minnst hafa. Hvorki leikbrögð Guðmundar J. né hvinur- inn i Hlífarformanninum, né nokkur verkföll, minni eða stærri, munu bæta kjör þeirra, sem minnst hafa, meðan launþegaforystan horfir ekki einörð framan í þann vanda í þessu efni, sem er í hennar eigin röðum. Vandi hinna lægstu launa er nefni- lega ekki efnahagsvandi, eins og ætla má af skrifum kennarans, að sé hans trú. Vandinn er innanhúss- vandi verkalýðsfélaga, samtaka þeirra, forystuliðs og almennra fé- lagsmanna. Þess eru dæmi, jafnvel innan sama verkalýðsfélags, að verkafólk sé vinnandi sambærilega vinnu, hjá sambærilegum atvinnu- rekendum, en við mismunandi Kynja- kalkvistur SONUR minn fjög- urra ára er farinn að segja „átshj" þegar hann kveinkar sér og nú um jólin heyrðum við hann segja fyrsta fökkið sitt. Um sömu mundir ber það við að Hallberg skáld Hall- mundsson í New York skrifar grein í Morgun- blaðið (miðv.d. 3. jan. ’96) og telur vegið að íslenskri tungu. Ekki er það þó neitt svo ómerkilegt sem átshj eða fökk sem veldur áhyggjum hans heldur fyrst og fremst sú Þórarinn Eldjárn hryllilega vá sem hann kallar „kyn- ferðislega misnotkun fornafna", þ.e.a.s. sú „árátta“ margra þeirra „sem telja sig rita íslenskt mál, að laga kynferði fornafns ekki að því nafnorði sem það vísar til, heldur að kynferði þeirrar persónu sem nafnorðið er haft um.“ Virðist Hallberg bera sjálfan Helga Hálfdanarson fyrir því að hér sé um ensk áhrif að ræða og tínir svo til nokkur háskaleg dæmi sem hann hefur „hnotið um“ í verkum eftir undirritaðan, Hrafn Gunn- laugsson, Árna Bergmann, ísak Harðarson og Kristleif Björnsson. Auk þess snuprar hann sr. Auði Eir Vil- hjálmsdóttur fyrir syndir af svipuðu tagi, en klappar um leið Guðrúnu Pétursdóttur á kollinn fyrir kórrétta kynjun sem hann telur einsýnt að hún hafi lært sem „heimagang- ur á Gljúfrasteini“. Vandséð er hvers vegna umhyggja Hall- bergs nær ekki líka til lýsingarorða. Ef skoð- un hans væri rétt er kynferðisleg misnotk- un þó áreiðanlega síst minni á þeim en for- nöfnunum þegar málfræðikyn og eðliskyn falla ekki saman. En skoðun Hallbergs er ósköp einfaldlega röng, hér er ekki um neina kynferðislega misnotkun að ræða heldur heilbrigða viðleitni til að halda ekki lifandi persónum í geldri herkví hvoragkyns og kyn- leysis lengur en bráðnauðsynlegt er. í eðlilegu máli sigla menn þarna á milli á áreynslulausan og blæ- brigðaríkan hátt. Það tekst t.a.m. þeim Árna Bergmann og ísak Harð- arsyni með ágætum í þeim dæmum sem Hallberg tilfærir og telur höf- undunum til háðungar. /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.