Morgunblaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.01.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1996 47 ÍDAG BRIPS Umsjón Guómundur Páll Arnarson „Standa sex hjörtu virki- lega?“ Norður/suður voru nokk- uð sáttir við að taka 800 í fimm laufum dobluðum. Þeir höfðu náð góðri vörn. En kannski gátu þeir gert betur? Þetta varí sjöundu umferð Reykjavíkurmótsins í sveitakeppni. Austur gefur; Norður/ suður á hættu. Norður ♦ KF98 ? G8632 ♦ Á1054 ♦ Vestur ♦ 65 V Á105 ♦ KDG973 ♦ 64 Suður ♦ Á74 ▼ KD974 ♦ 6 ♦ KG109 Austur ♦ G1032 V - ♦ 82 ♦ ÁK87532 Vestur Norður Austur Suður - 3 lauf Pass 3 tiglar Dobl 3 spaðar 4 hjörtu Pass Pass 5 lauf Dobl Pass Pass Pass Eftir laufdrottningu út tryggði vömin sér sex slagi: þijá á spaða, einn á tígul og tvo á tromp. Nokkuð gott, en 1430 í sex hjörtum er þó mun betra. En eiga sex hjörtu að vinnast með bestu vöm? Skoðum málið: Tígulkóngur er eðlilegt útspil. Sagnhafi drepur og spilar trompi á kóng. Nú getur tvennt gerst: 1) Vestur drepur og spilar meira hjarta. Sagnhafi trompar þá þtjú lauf í borði. Hann ferðast einu sinni heim á spaðaás og tvisvar með tígulstungu. Síðan tekur hann síðasta trompið af vestri og þvingar austur um leið í svörtu litunum. Tólf slagir. 2) Vestur dúkkar. Nú má suður ekki spila meira trompi. Hann stingur lauf, fer heim á spaðaás, stingur lauf, aftur heim með tígui- trompun og stingur lauf í þriðja sinn. Spilar svo hjarta- gosa úr borði. Þá nær hann upp sömu þvinguninni. „Já, sex hjörtu vinnast víst alltaf." Pennavinir SAUTJÁN ára finnsk stúlka með margvísleg áhugamál: Tiina Tuononen, Kuorcuaarantie 113, 83700 Polvijiirvi, Finland. FJÓRTÁN ára Ghanapiltur með margvísleg áhugamál: Ernest K. Obeng, P.O. Box 297, Nkawkaw E/R, Ghana. FJÓRTÁN ára sænsk stúlka með áhuga á íþróttum, tón- list o.m.fl.: Annette Östrand, Várstigen 2, 77571 Krylbo, Sweden. ÞRJÁTÍU og fimm ára norsk kona vill eignast ís- lenskar pennavinkonur. Áhugamálin snúa að hann- yrðum o.fl.: Kjersti Onarheim Rabbe, Teig 23, 4200 Sauda, Norge. ÞRETTÁN ára Ghanapiltur með margvísleg áhugamál: Awagp Francis, P.O. Box 82, Nkawkaw E/R, Ghana. ÞRETTÁN ára Gambíupilt- ur með áhuga á íþróttum o.fl.: Ousainou Jatla, c/o Buba Sanyang, Immigration Post, Banjul Airport, Gambia. Arnað heilla OffÁRA afmæli. Átta- OÍJtíu og fimm ára er í dag, 10. janúar, Kristín Sveinsdóttir, Maríubakka 22, Reykjavík. Hún og eig- inmaður hennar, Lúðvík Reimarsson, bjóða vinum og vandamönnum í kaffi laugardaginn 13. janúar milli kl. 16-19 í safnaðar- heimiii Breiðholtskirkju í Mjódd. JT O Á RA afmæli. Fimm- íJV/tugur er í dag Ómar Hl. Jóhannsson fram- kvæmdastjóri, Ásbúð 31, Garðabæ. Hann og eigin- kona hans, Sesselja Hauksdóttir, taka á móti gestum um borð í ms. Ár- nesi, er liggur við Ægisgarð íReykjavik, föstudaginn 12. janúar milli kl. 18 og 20. Með morgunkaffinu HVAR fann ég hana? Eg opnaði bara tisku- blað og úps! Þar var hún. JÆJA herrar mínir. Einhver ykkar hlýtur að vita hversvegna við erum saman komnir hér i dag? COSPER HÖGNIHREKKYÍSI Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: STJÖRNUSPÁ Hrútur (21. mars - 19. aprfl) Vertu ekki með hugann við það liðna. Horfðu fram á við, og nýttu þér þau tækifæri sem bjóðast til að styrkja stöðu þína. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú átt góðar viðræður um viðskipti, sem opna þér nýjar leiðir til að auka tekjumar ef þú heldur rétt á spöðunum. Tvíburar (21.mai-20.júni) Reyndu að koma í veg fyrir deilur við félaga eða ástvin um peninga. Þú ættir að þiggja spennandi heimboð í kvöld. Krabbi (21. júni — 22. júli) Eitthvað kemur þér mjög skemmtilega á óvart árdegis, og þú leggur hart að þér í vinnunni í dag. Slakaðu á með ástvini í kvöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Eyddu ekki peningum í kaup á einhveiju, sem þú hefur ekkert gagn af. Þú ættir frekar að fjárfesta fyrir framtíðina. Meyja (23. ágúst - 22. september) Ef þú tekur daginn snemma kemur þú miklu í verk og getur fagnað góðum árangri. Fjárhagurinn fer ört batn- andi. Vog (23. sept. - 22. október) Þér tekst að setja niður deilur við þrasgjarnan ættingja ef þú sýnir þolinmæði og um- burðarlyndi. Reyndu að halda ró þinni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Félagslífið á vel við þig og þú nýtur mikilla vinsælda. Farðu varlega í að lána öðr- um peninga. Bjóddu heim vini í kvöld. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Sýndu þolinmæði við inn- kaupin í dag, og vandaðu valið á því sem, þú kaupir. Vinur kemur með ábendingu sem nýtist þér í vinnunni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Vertu ekki fyrir vonbrigðum ef fyrirhuguðum fundi verður frestað, því frestunin kemur sér vel og árangur verður góður. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Láttu ekki efasemdir draga úr þér kjark í vinnunni. Ef þú einbeitir þér nærð þú mjög góðum árangri við lausn á erfiðu verkefni. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú ert með hugann við pen- ingamálin í dag. Láttu þau ekki valda þér áhyggjum, því úrbóta er að vænta mjög fljótlega. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. 4. flokki 1992 - 9. útdráttur 4. flokki 1994 - 2. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. mars 1996. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. C^h HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 569 6900 STEINGEIT Afmælisbarn dagsins: Hæfileikar þínir nýtast þér vel íleit að fjárhagslegu öryggi. KRINGLUNNI Sími 568 1925 Engin læti strákar! Wtsalan hefst á morgun, fimmtudag, kl. 10.00 HANZ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.