Morgunblaðið - 04.02.1996, Side 4

Morgunblaðið - 04.02.1996, Side 4
4 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 28/1 - 3/2 INNLENT ►ÞRÁTT fyrir snjóléttan vetur hafa 211 manns leitað til slysadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur rúma tvo und- anfarna mánuði eftir að hafa orðið fyrir meiðslum vegna hálku. 167 þeirra voru fótgangandi þegar slys bar að höndum. ►FULLTRÚAR Evrópu- sambandsins á fundi Norð- austur-Atlantshafsfis- kveiðinefndarinnar lögðu fram nýja tillögu í viðræð- um um skiptingu á úthafs- karfastofninum á Reykja- neshrygg. Tillagan gerir ráð fyrir að 70% skiptingar- innar byggist á veiði- reynslu. Guðmundur Eiríks- son, formaður íslensku sendinefndarinnar, segir að ísland geti ekki sætt sig við þá hugmyndafræði sem til- lagan byggist á. ► S AM VINNUFERÐIR- Landsýn hafa samið við flugfélagið Atlanta um sól- arlandaflug með 350 sæta Tri-Star breiðþotu félagsins í sumar. Fyrirtækið segir að þetta þýði allt að 18% verðlækkun á sólarlanda- ferðum frá því sem var í fyrra. ►ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp á Al- þingi um samningsveð þar sem ekki er að finna ákvæði um veðsetningu veiðiheim- ilda. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins hafnaði þingflokkur Framsóknar- flokksins þessu ákvæði frumvarpsins. ►ÍSLENSKA útvarpsfélag- ið hefur óskað eftir viðræð- um við Ríkisútvarpið um hugsanleg kaup á sjón- varpshúsinu á Laugavegi. Eyðing tanna EYÐING tanna bama og unglinga er orðin mjög stórt vandamál á Is- landi en ástæðan er óhófieg gos- drykkjaneysla. Tennumar eru að hverfa í sumum unglingum, að sögn sérfræðinga, vegna þess að gos- drykkir, sódavatn og djús em svo súr efni að þau leysa upp tennumar. 64% með veiði- leyfagjaldi SAMKVÆMT niðurstöðum skoðana- könnunar, sem Gallup hefur gert fyr- ir Samtök iðnaðarins á afstöðu fólks til töku veiðileyfagjalds, era 64% þeirra sem afstöðu taka fylgjandi veiðileyfagjaldi og 36% andvígir því. Svipuð niðurstaða varð i atkvæða- greiðslu meðal almennings á Stöð 2 á fimmtudagskvöld í þættinum Al- mannarómi. Sjómaður sýknaður HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað bresk- an sjómann af ákæra um að hafa nauðgað íslenskri konu um borð í tog- ara í Reykjavíkurhöfn. Maðurinn var dæmdur til eins árs fangelsis í héraðs- dómi. Verjanda Bretans, Ásgeiri A. Ragnarssyni, hefur verið falið að skoða hugsanlegt skaðabótamál. Bjargi ekki lokað RÍKISSPÍTALAR og Hjálpræðisher- inn á Islandi hafa komist að sam- komulagi um að leita lausnar á rekstri vistheimilisins að Bjargi. Skoðað verður sérstaklega hvort hægt er að hagræða í rekstri vistheimilisins að Bjargi og ná niður kostnaði. Einnig verður skoðað hvort hægt er að fínna lausn á vanda heimilismanna með þátttöku félagsmálaráðuneytisins, svæðisstjóra og sveitarstjóma. Lyf hækka í verði DÆMI er um að ný lyfjareglugerð, sem tók gildi sl. fímmtudag, leiði til 38% hækkunar á lyfjaverði til elli- og örorkulífeyrisþega. Reglugerðin leiðir til þess að meðalverð lyfseðils hækkar úr 1.200 krónum í 1.400 krónur. Frakkar hætta öllum kjarnorkutilraunum JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, greindi frá því í sjónvarpsá- varpi sl. mánu- dagskvöld, að Frakkar myndu ekki sprengja fleiri kjarnorkusprengj- ur í Kyrrahafi í til- raunaskyni. Sjötta og síðasta sprengjan var sprengd um síðustu heigi. Chirac sagði ennfremur að Frakkar myndu taka framkvæðið í af- vopnunarmálum og varðandi sameigin- legar evrópskar vamir. Bandaríkja- menn fögnuðu ákvörðun Frakka og spáðu því að hún myndi auðvelda vinnu við að ljúka allsheijarsáttmála gegn kjarnorkutilraunum, sem til stendur að undirrita síðar á árinu. Chirac hélt til Bandaríkjanna á miðvikudag og ávarp- aði m.a. Bandaríkjaþing og átti fund með Bill Clinton forseta. Norðmenn æfa varnir við fiskistríði SÍÐUSTU daga hafa farið fram leyni- legar æfíngar í Noregi þar sem meðal annars var skipulagt hvemig brugðist skyldi við átökum um fiskinn í Barents- hafí, olíu og gas, flugránum, hryðju- verkum og kjarnorkuslysi. Sett var m.a. á svið sú staða, að samskipti við eitt nágrannalandið, sem nefnt var „Opforia", hafí versnað mjög vegna deilna um réttinn til fiskveiða og ann- arra auðlinda í Barentshafi. Á síðari stigum æfínganna náði svo spennan eða æfíngin hámarki þegar Opforia kom með beinar landakröfur á Noreg og krafðist yfirráða á Bjarnarey og Jan Mayen. ►GÍFURLEG ringulreið varð í Colombo, höfuðborg Sri Lanka, á miðvikudag er öflug sprengja hafði sprungið í miðborginni með þeim afleiðingum að um 100 manns biðu bana og 1.500 slösuðust. ►GRIKKIR og Tyrkir deildu hart um eyðisker við Tyrklandsstrendur og var um tima óttast að til stríðs- átaka kæmi þar sem ríkin stefndu miklum flota að skerinu og orrustuþotur sveimuðu yfir. Um síðir tókst Bandaríkjamönnum að miðla málum. ►STJÓRN Þýskalands samþykkti í vikunni áætlun sem miðar að því að fjölga atvinnutækifærum og ýta undir hagvöxt. Var henni lýst sem „vítamínssprautu“ fyrir efnahagslifið án þess að útgjöld ríkisins væru aukin eða velferðarkerfið rifið niður. Enginn hagvöxt- ur hefur verið og jafnvel samdráttur í Þýskalandi og atvinnulausum hefur fjölg- að stöðugt. ► BRESKIR vísindamenn segjast telja líklegt, að líf hafi áður dafnað á Mars og kunni enn að þrífast djúpt undir yfirborði plánetunn- ar. ►UM hálf milljón rúss- neskra kolanámamanna lagði niður vinnu á fimmtu- dag og krafðist þess að fá greidd nokkurra mánaða vangoldin laun. FRETTIR Lyfsalar ósáttir við lyfjasölu apóteka spítalanna Auka sértekjumar með meiri lyfsölu FÉLAG íslenskra lyfsala hefur kært lyfsölu apóteks Ríkisspítal- anna til Samkeppnisstofnunar. Lyf- salar telja að samkeppnisstaða al- mennra lyfsala og apóteka spítal- anna sé ójöfn, en nú er hinum síðar- nefndu heimilt með lögum að selja lyfseðilsskyld lyf til sjúklinga og göngudeildarsjúklinga. Vilja lyfsal- ar að rekstur spítalanna og apóteka þeirra verði skýrt aðgreindur. Vegna niðurskurðar á fjárveiting- um til spítalanna hefur stjóm Sjúkrahúss Reykjavíkur gert áætl- un um að auka sértekjur sjúkra- hússins með aukinni lyfsölu. Ríkið í samkeppni við einkaaðila Ingolf Petersen, formaður Félags íslenskra lyfsala, segir að ríkið sé með þessu að fara í samkeppni við einkaaðilana. Þarna skjóti skökku við því það sé yfírlýst stefna ríkis- stjómarinnar að losa sig út úr rekstri fyrirtækja sem eru í sam- keppni við einkaaðila. „Þarna vinnur opinbert starfs- fólk, húsaleigan er væntanlega eng- in og rafmagn og hiti kostaður af hinu opinbera. Það er þetta sem við fettum fíngur út í og höfum kært til Samkeppnisstofnunar og bíðum nú svara,“ segir Ingolf Petersen. Ingolf kvaðst eiga von á niðurstöð- um frá Samkeppnisstofnun í þess- um mánuði. Rannveig Gunnarsdóttir hjá heil- brigðis- og tryggingaráðuneytinu segir að 15. mars nk. gangi í gildi annar hluti lyfsölulaganna, þ.e. þau ákvæði sem snúa að lyfsöluleyfum og lyfjaverði. Ný nefnd, lyfjaverðs- nefnd, leysir eldri lyfjaverðlags- nefnd af hólmi. Lyfjaverðsnefndin ákveður hámarksverð á lyfjum sem Tryggingastofnun tekur þátt í að greiða og gerir verðsamanburð á lyfjum í nágrannalöndunum sem hún getur stuðst við þegar há- marksverð er ákveðið. Nefndin hef- ur þó ekki verið stofnuð enn. Rann- veig telur hugsanlegt að með nýjum lögum um lyfjaverð komist á verðs- amkeppni í lyfseðilsskyldum lyfjum. Líklegast yrði það á þann veg að lyfsalar gæfu afslátt af kostnaðar- hjuta sjúklinga. ' Lyfsalar segja að apótek spítalanna njóti niðurgreidds húsnæðis og starfskrafta og hafa kært til Samkeppnisstofnunar. Guðjón Guðmundsspn fjallar um þau sjónarmið sem eru uppi í þessu máli. Meiri þjónusta til sjúklinga Rannveig Einarsdóttir, yfirlyfja- fræðingur í apóteki Landspítalans, segir að allt þar til fyrir einu og hálfu hafi apótek spítalans haft heimild til takmarkaðrar sölu á lyfj- um samkvæmt lyfseðli, þ.e. ein- göngu svonefnd S-merkt lyf, sem einvörðungu mátti afgreiða frá sjúkrahúsum. Þetta eru einkum krabbameinslyf og lyf við flóknum sýkingum. „Við gátum því ekki alltaf af- greitt sjúklinga með öll þau lyf sem voru á lyfseðlinum. Þeir þurftu sum- ir að koma fyrst til okkar og fara síðan í annað apótek.“ Heimild sjúkrahúsanna var rýmkuð fyrir einu og hálfu ári og nú mega apótek þeirra afgreiða sjúklinga, sem eru að útskrifast af sjúkrahúsunum, og göngudeildar- sjúklinga um öll Iyfseðilsskyld lyf. Lyfin eru á sama verði og í öðrum apótekum. Enginn getur keypt lyf í apótekum spítalanna nema sjúkl- ingar og göngudeildarsjúklingar. Rannveig kvaðst ekki telja að breytingar yrðu á lyfsölu apóteka spítalanna með gildistöku lyfsölu- laganna 15. mars nk. Hún segir að meginhlutinn í veltu apóteks Land- spítalans sé í sölu á sérmerktum lyfjum. „Grunnhugsunin hjá okkur er að veita sjúklingunum sem besta þjón- ustu.“ Samkeppnisstaða apóteka sjúkrahúsanna lakari Sjúkrahús Reykjavíkur áætlar að auka sértekjur sínar á þessu ári með sölu á lyfjum. Jóhannes Pálma- son, forstjóri Sjúkrahúss Reykjavík- ur, segir að sjúklingar á slysadeild hafí haft sama aðgang að lyfsölu spítalans og aðrir sjúklingar en lyf- sala verði nú einnig staðsett á slysa- deild. Hann segir að mjög margir sem leita til slysadeildar fái lyf- seðla. „Við viljum spara þeim spor- in með því að gefa þeim kost á að kaupa sín lyf um leið og þeir ganga út.“ Jóhannes kvaðst eiga erfítt með að svara því hve miklum tekjum lyfsalan myndi skila. Hann benti á að þetta fyrirkomulag hefði einnig í för með sér spamað fyrir spítalann því hingað til hefðu margir sjúkling- ar á slysadeild fengið heim með sér litla lyflaskammta án þess að þurfa að greiða fyrir þá. Kristján Linnet, yfirlyfjafræðing- ur í apóteki Sjúkrahúss Reykjavík- ur, segir að lyfsalan hafi hafíst um áramótin og farið rólega af stað. „Það er alveg ljóst að það er gífur- legur fjöldi sjúklinga sem fær lyf- seðla hér á spítalanum og fer með þá annað. Við vildum gjaman geta þjónað þessu fólki. Þegar Alþingi ákvað að skera svo mikið niður fjár- veitingar til spítalans urðu við- brögðin þau að leita leiða til þess að auka sértekjurnar og þetta er eitt af því sem við höfum horft til,“ segir Kristján. Kristján segir að apótek spítal- anna séu í mun lakari samkeppnis- stöðu en almennir lyfsalar. Þau hafí ekki sömu sóknarfæri á mark- aðnum og lyfsalar og sé mjög þröngur stakkur skorinn í sam- keppninni. Hann segir að sam- kvæmt lögunum sé rekstur apóteks spítalans skilinn frá rekstri spítal- ans og greitt sé reiknað markaðs- verð fyrir húsnæði og aðra þætti. Fullyrðingar um annað séu aðeins rangfærslur. Morgunblaðið/Þorkell 6000 áskoranirvegnaBjargs „OKKUR gekk ótrúlega vel að safna undirskriftunum. Ég held bara að enginn hafi neitað," sagði Bryndís Schram í samtali við Morgunblaðið. Hún afhenti 8.1. föstudag Guðmundi G. Þórar- inssyni, formanni stjórnar Ríkis- spítalanna, áskorun rúmlega 6000 íslendinga af höfuðborgar- svæðinu og utan af landi um að vistheimilinu Bjargi verði ekki lokað. Á milli Bryndísar og Guð- mundar standa Vigdís Magnús- dóttir, forstjóri Rikisspítalanna, Arni Steinsson, fulltrúi aðstand- enda heimilismanna Bjargs, og Anna Birna Ragnarsdóttir. Anna Birna vann að söfnun undir- skriftanna með Bryndísi. Bryndís sagði að lokun Bjargs hefði verið frestað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.