Morgunblaðið - 04.02.1996, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Áfram skal Skrattanum skemmt hvað sem tautar og raular...
Umræða um kvótaleigu
innan Framsóknar
HJÁLMAR Árnason, þingmaður
Framsóknarflokksins á Reykja-
nesi, segir að innan Framsóknar-
flokksins eigi sér stað umræður
um að ríkið leigi kvótann í stað
þess að úthluta honum endur-
gjaldslaust eins og nú er gert.
Hann segir ekki ljóst hversu mikið
fylgi sé við þessa hugmynd meðal
flokksmanna. Reikna megi með
að umræður verði um hana á
flokksþingi Framsóknarflokksins í
haust.
Hjálmar sagði að hann og
Magnús Stefánsson, þingmaður
Framsóknarflokksins á Vestur-
landi, hefðu verið að móta hug-
myndir um breytingar á fiskveiði-
stjómkerfinu. „Hugmynd okkar
gengur út á að það verði ríkið sem
leigi kvótann, en að það verði
óheimilt að framselja eða leigja
þriðja aðila, þó með þeirri undan-
tekningu ef menn eru að skiptast
á fisktegundum. Við gerum ráð
fyrir að ef fyrirsjáanlegt er að
menn nái ekki að veiða kvótann
þá sé þeim skylt að skila honum
aftur og hann komi þá til endur-
leigu til annarra.
Vankantar
á kvótakerfinu
Við göngum út frá því að
kvótakerfið verði áfram við lýði.
Á kerfinu eru nokkrir vankantar
sem við teljum nauðsynlegt að
sníða af því. Það eru aðallega
tveir þættir. Annar þeirra er
framsal aflaheimilda og leiguliða-
fyrirkomulagið sem bitnar hart á
hefðbundnum vertíðarbátum og
hefur haft vond áhrif á nokkrum
landssvæðum. Hinn veikleikinn
er umgengnin um auðlindina. Á
því er verið að taka í frumvarpi
sem liggur fyrir Alþingi.“
Hjálmar sagði að það væri mik-
il spenna úti í þjóðfélaginu út af
afleiðingum frjáls framsals veiði-
heimilda. Hluti sjómanna, aðallega
á Reykjanesi og Vesturlandi,
þyrfti að sæta þeim kjörum að
borga handhafa veiðiheimildanna
fé til að mega draga fisk úr sjó.
Á þessu yrði að taka með einhverj-
um hætti.
Hjálmar tók fram að þessar
hugmyndir hefðu enn ekki verið
ræddar í stofnunum flokksins enda
væri ekki búið að útfæra þær í
einstökum atriðum. Flokkurinn
hefði því ekki breytt um stefnu í
sjávarútvegsmálum, en orð væru
til alls fyrst.
• • • Lilijan leðursófasettum
** ogAlcantara sófasettum
Opið í dag kl.1 3 - 17
Suðurlandsbraut 54 - Sími: 568 2866
Rætt um sjúklega fíkn og fjölskylduna
Tólf spora
kraftaverkið
SVEINN Rúnar Hauks-
son er í óða önn að
leggja lokahönd á
skipulagningu ráðstefnu sem
hann stendur fyrir á Hótel
Sögu dagana 10. til 13. apríl
næstkomandi. Ráðstefnan
ber yfirskriftina „Fíkn - mál
allrar fjölskyldunnar" og er
alþjóðleg með þátttöku
sumra af frægustu fyrirles-
urum heims á sviði ávana-
og fíkniefnaneyslu og afleið-
inga hennar. Ráðstefnan fer
enda fram á ensku og einu
Norðurlandamáli. Hvað mun
verða á dagskrá ráðstefn-
unnar?
„Það verða toppfyrirlesar-
ar og þeir munu íjalia um
áfengis- og aðra ávanafíkn
frá ýmsum hliðum, ekki síst
meðvirkni í umhverfinu.
Áherslan verður ekkert sér-
staklega á áfengi, það er
eins og hvert annað fíkniefni
þótt löglegt sé.
Þekktustu fyrirlesararnir sem
koma eru þau Claudia Black og
Robert Ackerman. Þau hafa skrif-
að metsölubækur um þessi málefni
og haldið fyrirlestra víða um lönd.
Þau hafa meðal annars unnið með
foreldrahópum auk þess að vera
frumkvöðlar að hreyfingunni „full-
orðin börn alkóhólista" með skír-
skotun til meðvirkninnar.
Meðvirknin er ekkert til að
spauga með, því allir aðstandend-
ur alkóhólista, makar og börn
upplifa oftast öll líkamlegu, sál-
rænu og andlegu einkennin sem
alkóhólistinn sjálfur upplifir.
Vandinn er sem sé ekki leystur
þótt alkóhólistinn taki sig saman
í andlitinu, því þá sitja eftir allir
aðstandendurnir, þeir meðvirku,
og það dugar ekki að segja við
þá, jæja, ég er hættur að drekka,
nú er allt í lagi!
Þessi mál verða rædd og reifuð
og svo verður auðvitað komið
miklu víðar við. Það er eiginlega
ekki hægt að koma að öllu í stuttu
spjalli."
Hvers vegna ert þú að vasast í
þessu einn þíns liðs?
„Ég hef nú góðan stuðning, en
upphafið er, að að ég hef um ára-
bil sótt reglulegar ráðstefnur í
Atlanta í Georgiu í Bandaríkjun-
um, svokölluð S.E. Conferenee on
addictive diseases. íslendingar
hafa fylgst með þessum merku
ráðstefnum á hveiju ári í_ 20 ár,
ekki hvað síst félagar í SÁÁ.
Árin 1986-88 vann ég talsvert
á þessu sviði og árið 1993 var ég
beðinn að halda fyrirlestur á veg-
um Euro-CAD í Skotlandi. Það var
svolítið gaman að því, að Anthony
Hopkins átti að flytja opnunarer-
indið, en hann forfallaðist á síð-
ustu stundu og ég var beðinn um
að dekka fyrir hann og
fór létt með!
Árið áður hafði ég
séð ráðstefnu auglýsta
í Evrópu og tók eftir
því að ekkert var minnst
á ísland. Ég setti á mig
snúð og fór að segja frá því hvern-
ig starfað hefði verið á íslandi.
Það væri með þeim hætti að önnur
lönd gætu tekið það til fyrirmynd-
ar.
Ég var þá spurður hvað ég
væri að tala um og þá kynnti ég
„tólf spora kraftaverkið". Það varð
úr að ég var beðinn að segja frá
því og ég gerði það. Það vakti slíka
athygli að ég var beðinn að koma
aftur að ári og það var hlustað á
mig er ég greindi frá því ytra að
ráðstefna um þessi málefni ætti
hvergi betur heima en á íslandi.
Hún átti raunar að vera í fyrra,
Sveinn Rúnar
Hauksson
► Sveinn Rúnar Hauksson er
fæddur í Reykjavík 10. maí
1947. Hann starfar sem heimilis-
læknir með aðsetur I Domus
Medica. Eftir að hafa útskrifast
frá Háskólanum í Árósum 1979
starfaði hann í þrjú ár á sjúkra-
húsum Reykjavíkur og nágrenn-
is og síðan í þijú ár til viðbótar
á Húsavík. Sveinn er giftur
Björk Vilhelmsdóttur félagsráð-
gjafa og eiga þau tvö börn,
Guðfinn 6 ára og Kristínu 4
ára, en auk þess á Sveinn Gerði
23 ára, Ingu 18 ára og Hauk
15 ára frá fyrra hjónabandi.
Og þá kynnti
ég „tólf spora
kraftaverkið"
á íslandi
en það reyndist ekki unnt vegna
tímaskorts.“
Hvaða mikla starf ert þú með í
huga?
„Ég er að tala um að á íslandi
hefur verið byggð upp aðstaða til
fíkniefnameðferðar sem á sér
varla hliðstæðu í heiminum. Ég
er ekki að tala um sjálfa meðferð-
ina eina og sér. Hún er eins og
best gerist í nágrannalöndunum.
Ég er að auki að tala um samtvinn-
unina og aðgengið. Á íslandi er
viðurkennt að fíkn er sjúkdómur
og stjórnvöld eru opin fyrir þeirri
staðreynd. Hér borgar fólk ekki
frekar fyrir fíkniefnameðferð en
aðra sjúkrahúsmeðferð og á ís-
landi þarf fólk ekki að standa í
stríði við tryggingarfélög eða fé-
lagsmálastofnanir til að fá að fara
í meðferð, sem þykir sjálfsagt á
íslandi.
Mál þessi eru sem sé á allt
öðru plani á Islandi heldur en
annars staðar og fyrir vikið eru
fordómar miklum mun minni. Það
eru auðvitað alltaf einhverjir for-
dómar, en þetta er ekki sambæri-
legt við útlönd. Ég hef
haldið fyrirlestra um
þetta í jafn ólíkum
löndum og Grænlandi
og Bólivíu og alltaf
vekur þetta jafn mikla
athygli.“
Þetta hefur þá ekkert að gera
með óvenju mikla umræðu um
fíkniefnavanda ungs fólks á ís-
landi síðustu misseri?
„Það er hrein tilviljun að þetta
skuli gerast á sama tíma, en það
getur sannarlega komið sér vel.
Eg vona innilega að þeir sem að
þeirri umræðu koma, sjái sér fært
að sitja okkar ráðstefnu, því þar
tala margir af helstu kunnáttu-
mönnunum í vandamálum af þessu
tagi. Bæði gæti fólk haft gagn af
fyrirlestrunum svo og starfinu í
þeim vinnuhópum sem stofnað
verður til.“