Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FINNUR Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Morgunblaðið/Kristinn , BYSNA MARCT IBURÐARUÐNUM MILLI ferðalaga út á land og í tvígang til útlanda, auk ræðuhalda og fýr- irlestra á þingum, reyndist ekkert mál að smeygja inn nokkuð rúmfreku viðtali við Morg- unblaðið. Finnur Ingólfsson er sýni- lega ötull maður og skipulagður. Fyrst var hann inntur eftir þessum 12.000 framtíðarstörfum sem þeir framsóknarmenn lofuðu í kosninga- baráttunni. „Einmitt þess vegna var mikil- vægt fyrir Framsóknarflokkinn að fá viðskiptaráðuneytið og iðnaðar- ráðuneytið, því í þeim er lykillinn að nýsköpun í atvinnulífinu,“ svaraði Finnur um hæl. „Mitt starf sem ráð- herra í báðum þessum ráðuneytum mun fyrst og fremt beinast að at- vinnumálum með því að bæta sam- keppnisstöðu fyrirtækjanna, stuðla að nýsköpun í nýjum og starfandi fyrirtækjum, uppstokkun á fjárfest- ingarlánasjóðakerfínu, umbreytingu á fjármagnsmarkaðnum með það markmið að auka samkeppni og draga þannig úr fjármögnunar- kostnaði fólks og fyrirtækja. Mestu máli skiptir þó að festa stöðugleik- ann í sessi, tryggja lágt raungengi og lága vexti. Þannig aukum við fjárfestinguna í atvinnumálum, auk- um hagvöxtinn og fjölgum störfum. Með því er lagður grunnur að öflugu og þróttmiklu atvinnulífí. Atvinnulíf- ið og efnahagslífið þarf að byggjast á vexti og viðgangi lítilla og meðal- stórra fyrirtækja. Þann grundvöll verðum við að treysta. Við getum aldrei treyst á framtíð íslensks at- vinnulífs með því eingöngu að treysta á stóriðju. Hún verður að vera okkur eins lottóvinningur, við- bót við blómlegt atvinnulíf." Finnur Ingólfsson er búinn að vera iðnaðar- og viðskiptaráðherra frá því í apríl sl. Á upphafsdegi ráðherradóms sagði hann að sín stærstu verkefni yrðu að fjölga störfum, að fylgja eftir stækkun álversins í Straumsvík og breyta ríkisbönkunum í hlutafélög. ______Nú að níu mánaða meðgöngutíma liðnum, innti Elín_____ Pálmadóttir hann eftir því hvort eitthvað hefði fæðst af þessum eða öðrum málum. Grunnurinn í minni fyrirtækjunum Ráðherrann segir það ekkert áfall þótt töf verði á annarri stóriðju en stækkun álversins í Straumsvík. „Það er ekki gott fyrir efnahagslífið að ganga í gegnum miklar kollsteyp- ur. Við þurfum að búa svo um hnút- ana að efnahagslífið sé á hveijum tíma tilbúið til að taka á móti er- lendri fjárfestingu án þess að það leiði til mikillar röskunar, því þurfum við fyrst og fremst að treysta litlu og meðalstóru fyrirtækin í sessi. Þar er í gangi ákveðin aðgerð. Ég hefi verið með ráðgjafarnefnd starfandi með fulltrúum úr atvinnuiífínu, verkalýðshreyfingunni og frá stjórn- völdum, þar sem Davíð Scheving Thorsteinsson er formaður. Nefndin er að leita allra leiða og hefur lagt niður fyrir sér hvernig íslensk fyrir- tæki geti nýtt sér þau tækifæri sem samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið gefur. Við höfum kortlagt þetta. Síðustu vikur hefí ég verið á ferðaiagi um landið til að kynna skýrslu þessarar nefndar, þar sem skilgreind eru öli ESB verkefnin sem við höfum að- gang að gegnum samninginn um EES. Nú er ég að kynna þetta fyrir stjómendum fyrirtækja hér til að opna aðgang þeirra að því sem þeir geta nýtt sér erlendis. Ráðherra var að koma úr yfirferð um Norðurland og Vesturland og að fara til Vestmannaeyja. Hvemig ætli fólkið í hinum dreifðu byggðum taki þessu? Finnur segir hafa komið sér mjög á óvart þessi gríðarlega góða mæting á hádegisfundi á litlum stöðum úti á landi, þar sem mættu 70-100 stjórnendur fyrirtækja, tii þess eins að kynna sér þau tækifæri sem EES-samningurinn býður upp á. Síðan er það spurningin hvernig fyrirtækin geti nýtt sér þetta. Stjórn- endur fyrirtækja á íslandi eru alger- lega bundnir við að halda rekstrinum gangandi frá degi til dags, og koma kannski þessvegna ekki auga á mikla möguleika í samningum. Vex líka í augum að fara í gengnum þennan frumskóg Evrópusambandsins. Þess vegna er starfsmaður á mínum veg- um úti í sendiráðinu í Bruxelles fram á mitt ár. Fyrirtækin geta beinlínis snúið sér til hans um aðstoð. Beri þetta árangur, þá mun ég vilja halda slíku samstarfi við atvinnulífið áfram eftir mitt ár. Þetta er þjónusta sem við bjóðum upp á til að bytja með.“ Átak til atvinnusköpunar Jafnframt hefur ráðherra verið að kynna annað verkefni, sem hann kallar Átak til atvinnusköpunar. Það er samstarfsverkefni Iðnlánasjóðs, iðnaðarráðuneytis, Iðntæknistofnun- ar og Iðnþróunarsjóðs í samvinnu við samtök iðnaðarins og verkalýðs- hreyfinguna. Meginmarkmiðið með samstarfi þessu er að standa sameig- inlega að verkefnum sem stuðla að atvinnusköpun og aukinni sam- keppnishæfni atvinnulífsins. Að sam- ræma verkefni til hvatningar og stuðnings lítilla og meðalstórra fyrir- tækja, svo og einstaklinga á sviði atvinnu og nýsköpunar og að hvetja til aukins alþjóðasamstarfs fyrir- tækja á sviði markaðsmála og tækni- yfírfærsiu. Ráðherra nefnir þijú verkefni sem falla undir það: „Evrópumiðstöð lítilla og meðal- stórra fyrirtækja þar sem stjómend- um fyrirtækja er opinn aðgangur að öllum þeim verkefnum sem EES- samningurinn skapar á sviði lítilla og stórra fyrirtækja. Innflutningur fyrirtækja þar sem hafin verði skipu- leg leit að vænlegum fyrirtækjum sem flutt verði til landsins með það að leiðarljósi að efla íslenskt atvinnu- líf og skapa ný störf. Góð reynsla er af innflutningi slíkra fyrirtækja, svo sem Límtrés og Alpans. Þá er vöruþróunarverkefni er byggist á aðstoð við fyrirtæki til að þróa innan tveggja ára vörur sem eru samkeppn- ishæfar á innanlandsmarkaði og fallnar til útflutnings. Jafnframt er stefnt að því að auka almenna þekk- ingu og skilning á vöruþróun í fyrir- tækjum og mikilvægi hennar við nýsköpun í þjóðfélaginu. Hugmynda- samkeppni er snjallræði til að hvetja einstaklinga til að koma hugmyndum sínum á markað og þannig vilja að- standendur hennar örva nýsköpun í íslensku atvinnulífí. Átakið mun einnig veita ráðgjöf um stofnun fyrir- tækja til að hvetja einstaklinga með vænlegar viðskiptaliugmyndir til að stofna eigin fyrirtæki. Til að veita frumkvöðlum og athafnamönnum hagnýta aðstoð við stofnun fyrir- tækja á þann hátt að viðkomandi fái nauðsynlegar leiðbeiningar og upp- lýsingar. Jafnframt mun verða starf- rækt námskeið um stofnun og rekst- ur fyrirtækja, þar sem farið er í grundvallaratriði á því sviði. í átak- inu munu uppfínningamenn og frum- kvöðlar fá aðstoð til að koma hug- myndum sínum á framfæri og í fram- kvæmd. Einnig verða styrkir til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.