Morgunblaðið - 04.02.1996, Síða 22

Morgunblaðið - 04.02.1996, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg SOLAR UPPRAS ÁTTATÍU vörutegundir á 18 mánuðum. Um áramót höfðu 75 vörutegundir verið teknar í gegn, þær yfirfarnar og endurbætt- ar, og á næstunni bætast fimm við. VlDSKlPn/MVlNNUUF Á SUIMIMUDEGI ► Páll Kr. Pálsson fæddist 15. október 1953 í Reykja- vík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1973 og prófi í hagverkfræði frá Tæknihá- skólanum í Berlín 1980. Á árunum 1980-86 vann hann hjá ýmsum samtökum í iðnaði, var forsljóri Iðntækni- stofnunar íslands 1986-91 ogframkvæmdastjóri Vífil- fells hf. 1991-94. Frá 1. ágúst 1994 hefur hann starf- að sem framkvæmdastjóri Sólar hf. ILJÓS kemur að Páll er skipu- lagður á sumum sviðum, en „minna núna en áður“. Hann vill gjarnan að samstarfs- menn sínir vinni með aðgerðarlista í hópverkefnum og líkar vel öguð vinnubrögð. Hann hefur trú á sér- fræðingum en finnst skorta mikið á í íslensku atvinnulífi að fólk láti í ljós hugmyndaríki og syndi á móti straumnum. Hann segist enn- fremur hafa mikla trú á tölum til ákvarðanatöku í viðskiptum en hefur að sama skapi ekki trú á tilfinningum nema við mannaráðn- ingar. Hann er á móti því að for- stjóri sé of nátengdur starfsfólki og forðast að verða persónulegur vinur undirmanna sinna. Viður- kennir þó að það geti stundum þýtt að „svolítið kalt sé á toppn- am“. „Ég á auðvitað marga vini þar fyrir utan og hef eignast vini sem eru viðskiptavinir mínir, en það getur líka verið svolítið erfitt.“ Skrifstofa Páls er stílhrein og bækumar í hillunni gefa heimilis- legan blæ. Þarna eru alls kyns bækur um stjórnun og stefnumörk- un, markaðsmál og framtíðarsýn. „Ég hef verið að kenna bæði í Tækniskólanum og háskólanum,“ segir hann til útskýringar. Smám saman hefur dregið úr kennslunni, en hann er alltaf með eina bók um stjómun í takinu, enda segir hann að þar sé alltaf eitthvað nýtt að finna. „Stjómun snýst að mínu mati einkum um tvennt. Annars vegar er um að ræða reglur sem settar em af umhverfinu til dæmis með lögum og reglugerðum. Hér snýst stjórnunarhlutverkið um að fylgja þessum reglum og reyna að hafa áhrif á þær til að bæta samkeppn- isstöðuna. Hins vegar snýr stjórn- un að fólki. Þar er hlutverk stjórn- andans að ná sem bestum árangri með ýmiss konar aðferðafræði á borð við framleiðslustýringu og jafnframt að virkja starfsfólkið til að vinna sem best að þeirri fram- tíðarsýn sem eigendur fyrirtækis- ins hafa markað.“ Aðdragandi að kaupunum En stjórnendum gengur ekki alltaf vel að vinna saman og var það að margra mati ástæða þess að Páll yfirgaf Vífilfell á sínum tíma. Hann segist hafa skilið í sátt við forstjórann, en bætir við að sér hafi að vissu leyti þótt leiðin- legt að yfirgefa fyrirtækið, því mörg ögrandi vbrkefni voru fram- undan. Þetta var sumarið 1994 og þá voru spennandi störf ekki á lausu. „Ég vil helst hafa eitthvert verksvið þar sem ég er að útfæra hlutina og vinn málið til enda, en hef einnig gaman af samblandi af skipulagningu og framkvæmd,“ segir hann. Hann fór því á stúfana að leita að fyrirtæki sem væri í gjörgæslu og vantaði endurhæfingu. Mörg fyrirtæki komu' upp á borðið og menn sem höfðu hug á samstarfi. „Við vorum farin að kíkja á ýmis fyrirtæki þegar okkur var boðið að líta Sól hf. Við höfðum talið það of stórt og flókið mál en fórum engu að síður út í viðræður við lánastofnanir, sem höfðu þá þegar rætt við töluvert marga, bæði heildsala og framleiðendur. Meðan hann starfáði hjá Vífilfelli var þeim t.d. boðin safaframleiðsla Sólar til kaups, en verðmiðinn þótti of hár. „Eigendur Seltzer höfðu áhuga á að flytja þá framleiðslu til Wales og þar með var dósaverksmiðjan úr sögunni. Síðan varð úr að Bón- us og Hagkaup stofnuðu fyrirtæk- ið Ferskvatn og keyptu gos- drykkjabúnaðinn en við keyptum allt annað. Þannig vorum við kom- in með einingu sem við töldum hagkvæma í rekstri," segir Páll. Eigendur Sólar eru Hans Peter- sen, Stjörnuegg, Nesskip og Þró- unarfélag íslands, sem hver um sig á 20%, auk Páls Kr. sem á 15% og Jóns Sch. Thorsteinssonar sem á 5%. „Við lögðum áherslu á að hafa ekki neina innan hópsins sem tengdust endurseljendum. Því kom aldrei til greina að taka Bónus, Hagkaup, KEA eða önnur sam- bærileg fyrirtæki inn sem eigend- ur.“ Of hátt eða lágt verð? Nýju eigendurnir tóku við rekstrinum 1. ágúst 1994 eftir langar og strangar viðræður en báðir gengu sáttir frá borði. Eig- endur lögðu fram 100 m.kr. hluta- fé og tóku við rúmlega 600 m.kr. skuldum. „Við yfirtókum tæplega 90 m.kr. birgðalán og höfum nú þegar borgað tæplega 70 m.kr af því. Til þess notuðum við hlutaféð að einhveiju leyti en tókum einnig fjármagn úr rekstrinum. Auðvitað verður aldrei hægt að svara því til fullnustu hvort við höfum greitt of hátt eða of lágt verð fyrir fyrir- tækið. Afkoman fram til þessa gefur reyndar vísbendingar um að það hafi verið eitthvað of hátt,“ segir Páll. Strax var ákveðið að endur- hanna allar vörur fyrirtækisins, enda gerðu menn sér grein fyrir að ástæða þess að sala allmargra vöruflokka var á hraðri niðurleið var sú að nauðsynieg vöruþróun hafði ekki átt sér stað. Hver ein- asta vara var skoðuð út frá inni- haldi, umbúðum og ímynd. „Menn einblína oft á eitthvað nýtt þegar verið er að tala um vöruþróun. Minnstar líkur eru þó á að tapa peningum i vöruþróun og nýsköp- un með því að endurbæta núver- andi vörur fyrir núverandi mark- að.“ I þessu skyni var sett á laggirn- ar sérstakt þróunarráð. Gæðastjór- inn var færður úr því að vinna gæðastaðla yfir í að stjórna vöru- þróun og nýsköpun. í sumum til- vikum þótti betra að framleiða nýja vöru en í öðrum var fram- leiðslan endurbætt. Margar ákvarðanir voru teknar og þurfti til þess áræði og þor. „Auðvitað fylgir hverri ákvörðun einhver áhætta eins og komið hefur í ljós. Sem dæmi um vörur þar sem sala var á hraðri niðurleið en heppnast hefur mjög vel má nefna allar gerð- ir Svala nema 2 Iítra fernuna sem hitti ekki í mark. Trópí var sömu- leiðis á niðurleið en breyting á honum hefur aukið sölu. I grófum dráttum má segja að í langflestum tilvikum hafi aðgerðirnar heppn- ast, sem best sést á því að við erum að auka sölu í velflestum vörutegundum.“ Framkvæmdin við allt verkefnið, þ.e. endurhönnun, nýjar vörur, vélakaup, prófanir, markaðsað- gerðir o.s.frv. hefur kostað fyrir- tækið 80-90 m.kr. Um áramót höfðu 75 vörutegundir verið teknar í gegn og um þessar mundir eru fimm að bætast við. „Við höfum því komið með 80 nýjungar á 18 mánuðum og aðeins fjórar af þeim hafa mistekist. Ég fullyrði að það sé íslandsmet," segir Páll. Hann tekur fram að kostnaður hafi verið gjaldfærður á síðasta ár og árið þar á undan, sem dragi afkomuna verulega niður. Þá segir hann að inni í þessari upphæð sé ekki öll sú vinna sem starfsmenn hafi lagt fram. „Án mikils framlags þeirra ogstjórnar fyrirtækisins hefði okk- ur aldrei tekist að framkvæmda þetta verkefni." Dæmið snerist við Páll segir að rekstrartap hafi verið í fyrra en sjóðsstaðan sé góð, sem stafi af miklum afskrift- um og litlum eignfærðum fjárfest- ingum í vélum og tækjum. „Við- snúningur á rekstrinum varð í haust og afkoma janúarmánaðar er í réttu samræmi við áætlun þessa árs. Komi ekki upp einhver skelfileg áföll eigum við möguleika á hagnaði í ár. Við höfum að vísu tap sem við þurfum að vinna niður bæði frá síðasta ári og síðustu fimm mánuði árins 1994.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.