Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ 28 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 Magnusi Scheving og. David Letterman Þaö veröur stöðugur gestagangur á Stöö 3 í kvöld. Magnús Scheving veröur I essinu sínu í þætti sínum Gestum kl. 21:35 og ræðir um hamingjuna. David Letterman mætir svo á skjáinn kl. 23:00. Gestgjafi Magnús heldur heimili fyrir skemmtilegar og litríkar persónur, tekur á móti gestum og skiptir þá engu hvort þeir eru frægir eður ei. Meðal gesta í kvöld eru Sr. Flóki Kristinsson sóknar- prestur í Langholtskirkju, Hrafnhildur Hafsteinsdóttir ungfrú ísland, Haukur Har- aldsson, Jórunn Karlsdóttir, Guðfinna Eydal, Elísabet Sif Haraldsdóttir og Sigursteinn Stefánsson. Auðvitað verða svo Toscana sem að eigin sögn getur nánast hvað sem er, fjármála- | snillingurinn Júlli bróöir og : tækjapúkinn Sigga Pjó amma, 1 á sínum stað og láta sér ekkert I mannlegt óviðkomandi. LATE SHOW Gestir David Letterman í kvöld kl. 23:00 eru ekki af verri endanum. Fyrsta skal telja ofurfyrirsætuna Elle Macpherson, síðan tekur grínarinn David Spade við og hljómsveitin D'Angelo endar svo veisluna. RINGLUNNI 7 • S í M FRÉTTIR Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1996 afgreidd Engin tillaga niiiini- hlutans samþykkt ÞRETTÁN tillögum sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Reykjavíkur varðandi fjárhagsáætlun 1996 var flestum vísað frá á fundi borgar- stjórnar, sem stóð frá fimmtudags- kvöldi fram á föstudagsmorgun sl. Á fundinum fór m.a. fram síðari umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1996. I máli borgarstjóra kom fram að breytingar á áætluninni milli fyrri og síðari umræðu hefðu ekki í för með sér breytingar á niðurstöðu- tölum í heild. í fjárhagsáætluninni er meðal annars gert ráð fyrir að skuldir borgarinnar muni aukast um 500 milljónir króna á árinu. Minnihluti með rammaáætlun og meirihluti stoltur Árni Sigfússon oddviti sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn sagði að fjárhagsáætlun borgarinnar væri ekki með öllu slæm en hins vegar bæri hún með sér stöðnun. Hún bæri það með sér að R-listinn treysti sér ekki til að standa við lækkun skulda. Hann kynnti rammaáætlun minnihlutans, þar sem gert er ráð fyrir 702 milljóna króna lækkun rekstrargjalda frá fjárhagsáætlun meirihlutans, að holræsagjald og heilbrigðisgjald verði lagt af og að skuldir verði greiddar niður um 129 milljónir króna. Sigrún Magnúsdóttir borgarfull- trúi R-listans sagði að meirihlutinn væri stoltur af þessari fjárhagsáætl- un. Hún sagði að R-listinn hefði gert sér grein fyrir því þegar hann tók við að fjárhagsvandinn yrði ekki leystur í einu vetfangi heldur yrði að vinna hann með markvissri áætl- anagerð, fyrirhyggju í framkvæmd- um, siðhaldi í rekstri og breyttum og bættum stjómarháttum. Tillögum vísað frá Tillögu sjálfstæðismanna um að holræsagjald yrði fellt niður og fjár- hagsáætlunin yrði endurskoðuð með tilliti til rammaáætlunarinnar var vísað frá. Eins var vísað frá tillögum um að heilbrigðisgjald yrði lagt af, heimgreiðslur til foreldra yrðu teknar upp að nýju, rekstur nýrra leikskóla yrði boðinn út, regl- ur um fjárhagsaðstoð Félagsmála- stofnunar yrðu endurskoðar, Eigna- umsýsla Reykjavíkurborgar yrði stofnuð og tillögu um að rekstrarfé- lag yrði stofnað um Kjarvalsstaði. Tillögu um að kannaður yrði grundvöllur fyrir útboði á innheimtu fasteignagjalda og útsvari sagði meirihlutinn óþarfa og vísaði henni frá. Þegar væri stefnt að því að nýta innheimtuþjónustu bankanna við allar innheimtur borgarinnar. Tillögu um að þjónustusamningar yrðu leiðandi tæki til hagræðingar var visað frá á þeirri forsendu að þjónustusamningar hefðu þegar komið mjög til skoðunar í undirbún- ingi sem nú stendur yfir fyrir þriggja ára áætlun um fjármál, rekstur og framkvæmdir borgarinn- ar. Áætlun til tíu ára „Framtíðarsýn í fjármálum," til- lögu minnihlutans, var vísað til borgarráðs og kynningar hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga. Sú tillaga gengur út á að þegar fjár- hagsáætlun er lögð fram, sé einnig lagt fram fjármálayfirlit til næstu tíu ára, þar sem framreiknaðar eru áætlaðar tekjur og kostnaður af þjónustu, sem nú sé verið að veita. Felld var tillaga um að Atvinnu- og ferðamálastofa yrði lögð niður. Loks var tillögu um sveigjanlegan vinnutíma borgarstarfsmanna ein- róma vísað til starfshóps um mótun starfsmannastefnu. Skyrið er fitusnauð mjólkurafurð og ein allra kalkríkasta fæða sem við neytum að jafnaði. Hún er einnig auðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.