Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 33 GUÐMUNDUR BJARNIJÓNSSON + Guðmundur Bjarni Jón Jóns- son fæddist í Bol- ungavík 2. nóvem- ber 1926. Hann lést á _ heilsustofnun NLFI í Hveragerði 28. janúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Hóls- kirkju í Bolungavík 3. febrúar. HANN afi er dáinn. Þegar við hugsum til baka er erfitt að ímynda sér að betri afar séu til, sum okkar þekktu ekki annan afa. Afi reyndist okkur öllum vel og við litum upp til hans. Afi hafði mikla kímnigáfu og hafði lag á að segja réttu hlutina á réttu augnablikunum. Þegar við setjumst niður koma margar góðar minningar upp í hug- ann. Vænst þykir okkur um sumrin í Hafnardal hjá afa og ömmu. Þar var alltaf nóg að gera: skipaleikir, ævintýraferðir í kerrunni, potta- ferðir, gróðursetning og skoðunar- ferðir um svæðið í kringum Hafn- ardal. Afi stóð fyrir þessu öllu og sá til þess að enginn sæti auðum höndum á meðan á dvölinni stóð. Afi okkar var mikill harmónikku- unnandi og því kynntumst við þeg- ar hann rúntaði með okkur, stillti græjurnar í botn og allir sungu með. í afmælum fjölskyldunnar var afi ómissandi, hann var alltaf mætt- ur tímanlega og þegar afmælis- söngurinn var sunginn, stjórnaði hann kórnum af miklum skörungs- skap, jafnvel þótt hann væri erindi á undan. Við munum sakna þess að geta ekki lengur farið á rúntinn með afa eða hitt hann á Sólbergi og spjallað við hann um daginn og veginn því afa var ekkert óviðkomandi. Elsku amma okkar, megi góður guð styrkja þig í þessari miklu sorg og við munum reyna að styðja þig á allan hátt. í hjarta okkar lifir minning um hann afa okkar sem mun aldrei dofna. Barnabörn. í dag verður föðurbróðir okkar, Guðmundur Bjarni, jarðsunginn frá Hólskirkju. Gummi B. eins og hann var kallaður og Fríða konan hans bjuggu á Sólbergi, sem er við hlið- ina á húsi foreldra okkar. Sólberg var byggt af afa okkar og ömmu. Milli pabba og Gumma ríkti mikill trúnaður og vinátta. Oft sást til þeirra bræðra úti á horni í alvarleg- um samræðum, bæði úr og á leið- inni í mat. Alltaf gáfu þeir sér tíma hvor fyrir annan. Þessi vinátta hef- ur endurspeglast í samskiptum milli fjölskyldna þeirra. Gummi og Fríða ráku stórt og mikið heimili, enda voru börnin mörg, eða sex að tölu. Við systkin- in vorum fímm, svo það voru mörg börn á sömu þúfunni. Heimili þeirra var alltaf opið, ekki bara okkur systkinunum heldur öllum vinum og vandamönnum. Margar minningar hrannast upp í huga okkar þegar við hugleiðum þau miklu samskipti sem hafa verið milli Q'ölskyldnanna alla tíð. Alltaf var glatt á hjalla, ekki síst vegna þess hve Gummi var léttur í lund, hnyttinn í tilsvörum og hvers manns hugljúfi. Hann gat alltaf séð spaugi- legar hliðar á öllum málum. Þrátt fyrir allt gamanið, hafði hann ríka réttlætiskennd og var mjög jarð- bundinn. Hann gat útfært lífsskoð- anir sínar sem og pólitískar skoðan- ir á ótrúlega raunsæjan hátt. Gummi B. var nýjungagjarn, iðjusamur og úrræðagóður. Hann var fyrstur í Bolungavík að eignast stationfólksbifreið. Það var Volvo, sem var einnig notaður sem sjúkra- bíll um tíma. Varla þáði hann mikla opinbera styrki fyrir þetta framtak. Seint gleymist fyrsti útsendingar- dagur Ríkissjónvarps- ins í Bolungavík. Gummi hafði keypt sjónvarp átta mánuð- um áður. Var okkur úti í húsi boðið við þetta tækifæri og þótti ekki mikið þó átta manns bættust í hópinn. Iðjusemi var honum í blóð borin og var hann alltaf drífandi í öllum hlutum bæði í starfi og heima við. Hann var lengst af fram- kvæmdastjóri og einn af aðaleigendum Vél- smiðju Bolungavíkur. Alltaf mætti hann til vinnu tíu mínútum fyrir sjö á morgnana ásamt verkstjórum sín- um og Hannesi. Það var einungis einn mánudagsmorgun sem Gummi mætti seinna en þeir félagar. Það var daginn eftir alþingiskosningar þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafði tapað miklu fylgi og mætti hann þá ekki fyrr en kl. átta. Gummi var lengi í hreppsnefnd og síðar í bæjarstjórn Bolungavík- ur. Á þeim tíma var mesti vöxtur i Bolungavík af öllum byggðarlög- um á Vestfjörðum og grunnurinn lagður að þeim bæ sem við þekkjum í dag. Hann var aðalhvatamaðurinn að byggingu sundlaugarinnar, ásamt fleiri byggingum bæjarins. Hann var sjálfstæðismaður í húð og hár. Barðist gegn eyðslu og þenslu í rekstri bæjarins og vildi að einkaframtakið fengi að njóta sín. Sama var ekki upp á teningnum þegar sneri að launþegum. Hann bar hag þeirra fyrir bijósti bæði varðandi laun og aðbúnað á vinnu- stað. Flokksbræðrum hans þótti oft skoðanir hans of róttækar. Má þar nefna þegar Gummi sat eitt af mörgum landsþingum sjálfstæðis- manna. Þá varð flokksbróður hans að orði að hann væri kommúnisti og ætti þar ekkert heima. Eftir að hann varð að hætta af- skiptum af stjórnmálum vegna heilsubrests, tók við nýr þáttur í lífi hans, það var bygging sumar- húss í Hafnardal. Hann notaði allan sinn frítíma til að fegra og bæta þar umhverfið. Ekki þótti honum það neitt tiltökumál að keyra þessa 200 km í Hafnardal um hveija helgi þótt það sé altalað að vegurinn um Isafjarðardjúp sé einn sá versti á landinu. Enda var hans líf og yndi að keyra við dynjandi harmonikku- músík. Elsku Fríða, Björg, Beta, Ása, Nonni, Ragna og Inga. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi Guð gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Minning okkar elskulega frænda mun aldrei gleymast. Ásgeir, Bjarni, Elísabet Jóna, Sölvi og María. Hann Gummi frændi er dáinn. Hann lést á Heilsuhælinu í Hvera- gerði. Ég á margar góðar minningar um Gumma frænda minn. Hann var bróðir hans pabba. Fyrsta minning mín um hann er frá því þegar ég var lítill gutti í Meiri-Hlíð. Þá átti Gummi heima á ísafirði og hann átti bíl og til þess þótti manni mik- ið koma í þá daga því það var ekki fyrir alla að aka bfl. Fyrsta ferðalag mitt var með Gumma á ísafjörð og gistum við tvíburabræðurnir hjá Gumma og Fríðu og þótti maður mikið sigldur þegar komið var til baka. Seinna flytja Gummi og Fríða til Bolungarvíkur og hann tekur við stjórn Vélsmiðju Bolungarvíkur. Þar vann ég hjá honum í tvö ár. Síðar var mér boðð að gerast skipstjóri á ísafirði og veit ég að það var að tilstuðlan Gumma. Nú á seinni árum, eftir að ég flutti aftur til Bolungarvíkur, hafa .kynni okkar orðið meiri. Við höfum farið marga göngutúra saman og þá hefur margt verið spjallað. I fyrra veiktist pabbi minn og dó í ágúst sl. Þá kom Gummi til mín og við ræddum um lífið og tilver- una. Þá sagðist hann vera þakklát- ur fyrir hvert ár sem hann lifði eft- ir seinni hjartauppskurðinn. Það væri aukauppbót sem hann fengi. Ég fór til Gumma og Fríðu tveim dögum áður en hann fór suður og var Gummi þá hress að vanda. Síð- asta laugardag hitti ég Björgu og Betu, dætur Gumma, og sögðu þær mér góðar fréttir, allt gengi vel fyrir sunnan. Á mánudagsmorgun fæ ég svo upphringingu út á sjó og mér eru sögð sorgartíðindi. Gummi er dáinn. Elsku Fríða og böm og tengda- börn og barnabörn, megi guð styrkja ykkur í sorginni. Jón G. Pétursson. Það má segja að það sé skammt stórra högga á milli. Fyrir rúmum fimm mánuðum fór pabbi minn og nú þú, elsku góði frændi minn. Ykkur hefur ekki verið ætlað að vera lengi hvorum án annars, enda alltaf átt stóran hlut hvor í öðrum. Já, þær eru dýrmætar minningarn- ar um ykkur tvo saman alveg frá því ég fyrst man eftir mér heima í Meiri-Hlíð. Aldrei brást það að hreinlega væri farið á flug í frá- sagnargleðinni, stundum frá bernskudögum ykkar eða hvaða tíma sem var. Það var alveg sama hvort það var fámennt eða fjöl- mennt í kringum ykkur bræðurna, það endaði oftast þannig að allir ungir sem gamlir sátu sem næst ykkur og veltust um af hlátri. Mikið dáðumst við systkinin og mamma að þér þegar þú komst að kveðja pabba og fórst að glettast við hann hálf meðvitundarlausan til að hressa okkur við, því við gerðum okkur grein fyrir því að þú varst að missa jafnmikið og við. Ég man þú sagðir: „Jæja, elsku vinurinn minn, ég kem svo bráðlega til þín,“ en engan grunaði að það yrði svona fljótt. Ég fékk andlátsfréttina þína í rúminu hjá mömmu í pabbaholu og þakka guði fyrir að mamma var ekki ein, því þetta var henni mikið áfall og vita að Fríða hennar hefði verið ein hjá honum. Hún hafði ein- mitt kvöldið áður verið að segja mér hvað það hafi verið yndislegt að fá ykkur Fríðu í heimsókn fáum dögum áður og hann Gummi frændi þinn leit svo vel út, hann er svo vel frískur núna. Það er þakkarvert að þú sem varst svo oft búinn að þola svo mikil veikindi og standa svo stóra storma af þér, skyldir fá að sofna svona. Það er svo margs að minnast og margt að þakka fyrir sem ég ætla ekki að telja upp hér. Sérstaklega eru henni mömmu dýrmætar minningarnar um allar góðu stundirnar gegnum árin sem þið Fríða, hún og pabbi áttuð sam- an. Nú geta þær stutt hvor aðra með því að rifja þær upp. Þar sem ég ligg nú þegar þetta er skrifað á sjúkrahúsi og þykir sárt að geta mjög sennilega ekki fylgt honum frænda mínum til grafar, hugga ég mig við það að ég veit að hann og pabbi hefðu báðir sagt, hugsaðu fyrst um heilsuna. Elsku Fríða, Nonni litli, nafna mín, Björg, Ása, Ragna, Inga og öll fjölskyldan, Guð veri með ykkur. Elisabet María Pétursdóttir. Góður vinur minn, og fyrrum samstarfsmaður í bæjarstjórn Bol- Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tðlvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má iesa á hcimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ungarvíkur, Guðmundur Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri, er til moldar borinn í dag. Með Guð- mundi er horfinn af velli maður sem setti svip á umhverfi sitt og bæjar- lífið í Bolungarvík. Þeir sem áttu því láni að fagna að þekkja Guð- mund, vinna með honum og kynn- ast störfum hans, vissu ávallt að þar fór maður sem ekki fór troðnar slóðir. Hann duldi ekki skoðanir sínar, var orðfimur í ræðu, mikill tilfínn- ingamaður og vildi ávallt „sigla heill í höfn“. Ég kynntist Guðmundi sem smá- strákur þegar hann vann í Vélsmiðj- unni Þór hf. á ísafirði. Frá þeim tíma er mér sérstaklega minnisstæð gamansemi hans og glettni ásamt einstökum hæfileika til að gera gott úr öllum deilum, og fá menn til að brosa og horfa á björtu hliðar lífsins. Síðar lágu leiðir okkar saman í hreppsnefnd Hólshrepps og bæjar- stjóm Bolungarvíkur, en Guðmund- ur var fyrst kjörinn í hreppsnefnd Hólshrepps árið 1962 og sat sem sveitarstjórnarmaður í hreppsnefnd og bæjarstjórn samfellt í 20 ár. Þau eru fjölmörg trúnaðarstörfin sem hann innti af hendi, og verða ekki öll rakin hér. Guðmundur var lengi formaður bæjarráðs, átti setu í fjöl- mörgum nefndum og ráðum innan sveitarfélagsins sem utan. Hann sat í stjórn Sambands íslenskra sveitar- félaga og stjórn Lánasjóðs sveitar- félaga kjörtímabilið 1978-1982, þá var hann virkur fulltrúi á þingum Fjórðungssambands Vestfirðinga, hafnarsambandsþingum og ekki síst á hinu pólitíska sviði, þar sem hann naut sín hvað best. Það var sama hvaða störf Guð- mundur tók að sér, öll vann hann þau af miklum áhuga og samvisku- semi. Reglusemi í starfi og líferni var honum í blóð borin. Það kom best í ljós í störfum hans og stjórn- un. Vélsmiðju Bolungarvíkur hf., sem hann veitti forstöðu allt til þess, að hann af heilsufarsástæðum lét af störfum árið 1990. Það var gott að eiga viðskipti við Guðmund Bjarna. Hann var góður iðnaðar- maður, greiðvikinn og einstakur skilamaður sem ávallt stóð við orð sín. Þeir voru ófáir sem leituðu ráða hjá Guðmundi og nutu fyrirgreiðslu hans á margvíslegan hátt. Það var G oft gaman á bæjarráðsfundum þeg- ar Guðmundur fór á kostum, hafði vaknað eldsnemma, - eins og hans var vani -, kom með hugann fullan af hugmyndum og vildi helst að allir hlutir „gerðust í gær“. Á eng- an er hallað þótt hér sé sérstaklega getið forystu Guðmundar þegar yfir stóð bygging sundlaugar og íþróttahúss í Bolungarvík. An hans áhuga, útsjónarsemi og reynslu í viðskiptum hefði sú bygging tekið mun lengri tíma en raun varð á. Hann var mikill eldhugi. Guðmundur var söngvinn og hrókur alls fagnaðar á mannamót- um. Við félagar hans í Lionsklúbbi Bolungarvíkur eigum eftir að sakna hnitmiðaðra athugasemda hans við framsöguerindi og almenn klúbb- mál. Á þeim vettvangi sem öðrum verður hans sárt saknað. Þegar ég nú kveð Guðmund þyk- ir mér bæði sárt og leitt að við átt- um eftir að leysa ágreiningsmál sem hann var fjarska ósáttur við. Ég er þess þó fullviss af fenginni fyrri reynslu og góðum kynnum við hann að okkur hefði tekist að ná þar lend- ingu og fundið sameiginlega far- sæla lausn. Fyrir hönd bæjarstjórnar Bolung- arvíkur og bæjarbúa vil ég færa Guðmundi látnum kærar þakkir fyrir góð og samviskusamlega unn- in störf í þágu byggðarlagsins. Við Lillý þökkum vináttu góðu áranna. Við kveðjum öll góðan dreng með söknuði. Fríðu, börnunum, vinum þeirra og öðrum aðstandendum flytjum við djúpar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Guðmundar Bjama Jónssonar. Ólafur Kristjánsson. • Fleiri minningargrcinar uni Guðmund Bjarna Jónsson bíða birtingar ogmunu birtast í blað- inu næstu daga. t Faðir okkar, HALLGRÍMUR P. ÞORLÁKSSON, frá Dalbæ, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 2. febrúar. Börnin. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG OLGA HJALTADÓTTIR, Bröndukvfsl 22, Reykjavfk, lést í Borgarspítalanum 2. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Héöinn Emilsson, Margrét Héðinsdóttir, Björn Guðmundsson, María Solveig Héðinsdóttir, Þórarinn Benedikz Emil Björn Héðinsson, Margrét Björg Guðnadóttir, Magnús Héðinsson, Margrét Þórarinsdóttir, Davfð Héðinsson, Kristín Benný Grétarsdóttir og barnabörn. t Útför GÍSLA HANNESSONAR, Boðahlein 11, Garðabæ, verður gerð frá Áskirkju miðvikudaginn 7. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélags- ins. Bryndís Sigurðardóttir. Elisabet Erla Gfsladóttir, Bragi Jóhannesson, Þurfður Hanna Gísladóttir, Guðjón Tómasson, Sigurður Örn Gfslason, Margrét Margrétardóttir, Svala Lárusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.