Morgunblaðið - 04.02.1996, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 04.02.1996, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 39 BRÉF TIL BLAÐSINS Lúther og prestsembættið Frá Skúla Torfasyni: ÁRIÐ 1520 gaf Lúther út rit er nefndist Babýlonarherleiðingin (A prelude to the Babylonian captivity of the church), sem fjallaði um sakramentin. Nafngiftin lýsir boð- skap ritsins í hnotskurn, en þar leggur hann til atlögu við sakra- mentisskilning kirkjunnar, og líkir ástandinu við herleiðingu gyðinga til Babýlonar á tímum Daníels spá- manns. Lúther fækkaði sakrament- unum úr sjö í tvö, er hann afnam ferminguna, hjónavígsluna, prests- vígsluna, yfirbót og síðustu smurn- ingu sem sakramenti, en skildi að- eins eftir máltíð Drottins og skírn- ina. „Afnám prestsvígslunnar sem sakramentis eyðilagði stéttaskipt- ingu klerkaveldisins og varð traust undirstaða að prestsdómi allra trú- aðra, því að Lúther taldi prestsvígsl- una aðeins vera helgisið, sem kirkj- an viðhefði, er presti væri falið að hafa ákveðna þjónustu með hönd- um.‘“ „Vér öll sem skírð erum, erum prestar með sama hætti. En þeir, sem vér köllum presta, eru þjónar, sem vér höfum valið að gera allt í voru nafni, og prestsdómur þeirra er ekkert nema þjónusta.“2 Köllunin til prestsþjónustunnar er tengd kenningunni um prestsdóm allra trúaðra. Fyrir tilstuðlan skím- ar og trúar þá „á hver maður Orð Guðs og hlýtur fræðslu og útnefn- ingu til að vera prestur"3 ritaði Lúther árið 1923. Kirkjuþingið í Trent, sem ka- þólskir efndu til á árunum 1545-47 komst að eftirfarandi niðurstöðu varðandi prestsvígslusakramentið og er í fullu gildi fram á þennan dag á þeim bæ „þeir hafa rangt fyrir sér, sem segja að þeir sem einu sinni hafa réttilega verið vígð- ir (til prests) geti aftur orðið leik- menn, ef þeir hætta þjónustu við Orð Guðs“ og við prestsvígsluna „Öðlast vígsluþegi eðliskosti, sem verða af honum máðir‘“ Prestsvígslusakramentið er hið sjötta samkvæmt kaþólskri guð- fræði. Varðandi það ritar Lúther: „Það er uppfinning kirkjunnar og páfans. Hvergi er loforð um náð því tengt, og ekki orð um það í öllu Nýja testamentinu. Það er fár- ánlegt að telja sakramenti nokkuð sem ekki er hægt að finna að sé af Guði stofnað.“5 í umfjöllun sinni um prestsvígslu- sakramentið segir hann að hinir „ævarandi eiginleikar“ sem sakra- mentið á að færa hinum vígða séu „uppspuni“ (fiction), frá upphafi til enda, og að „prestum má víkja úr embætti tímabundið eða varan- lega“.6 Út frá ofangreindum tilvitnunum leyfi ég mér að draga eftirfarandi ályktanir byggðar á lútherskum skilningi. 1. Kristið fólk tilheyrir heilögu prestafélagi. Allir skírðir eru prest- ar með sama hætti. 2. Þeir sem við köllum presta eru þjónar safnaðarins, taldir hæfir í það starf, og kosnir af söfnuðinum, sem einnig hefur vald til að leysa þá frá störfum. 3. Æviráðning presta í þjónustu kirkjunnar hlýtur að vera í andstöðu við skoðanir Lúthers varðandi stöðu og hlutverk prestsins. SKÚLITORFASON, Hallgilsstöðum, Hörgárdal, Akureyri. Hvar endar þetta með eldri borg- ara og öryrkja? Frá Halldóri Finnssyni: HVAÐ eru orðnar margar tilkynn- ingarnar núna í janúar ’96, um alls- konar skerðingu, og auknar greiðsl- ur, vegna lækna og lyfja? Ég er einn af þessum lánsömu I ” lífeyrisþegum, sem nutum náðar j 1995, og fékk 15% skattafslátt af I lífeyrisgreiðlum, sem reiknað hafði ' verið út af reiknispekingum að væri nokkur sárabót vegna tvísköttunar undanfarinna ára. Nú er komið ann- að hljóð í strokkinn, nú á að taka þetta af okkur lífeyrisþegum, svo hægt sé að_ gefa eitthvað eftir tvís- köttun ASÍ-félaga. Þvílík rök eða rökleysa. Friðrik, svona gerum við ekki. Nú liðu nokkrir dagar, þá kemur | hver tilkynningin af annarri frá . Ingibjörgu heilbrigðisráðherra. ' Fyrst um það að nú eigi fólk allt að sjötugu að greiða fullan læknis- kostnað, en ekki skuli lækka gjaldið við 67 ára aldur, eins og verið hef- ur, að ég held sl. 30 ár. Svo kom að öll þessi gjöld skuli hækka nokk- uð. Síðan kom bílastyrkurinn til öryrkja, þ.e. kaupa á nýjum bílum, hann verður skertur stórlega, og ' mun færri sem fá styrkinn. Það er j nú það. Og var ekki líka verið að / skerða eitthvað heimilisuppbótina hjá þeim sem ekki hafa aðrar tekjur en ellilífeyrinn. Allt þetta kemur niður á ellílífeyr- isþegum og öryrkjum eingöngu, nema hækkunin hjá læknum, sem allir sem leita þurfa til lækna greiða. Davíð: Þú verður að segja þeim Ingibjörgu og Friðriki að svona ger- um við ekki. Síst af öllu vil ég skorast undan I að greiða skatta til samfélagsins, | eins og aðrir sem eru í fullri vinnu og halda heilsu. Ég sé ekki að nokk- urstaðar sé aukin greiðsla á þá sem eru í fullu starfi, og hafa á bak við sig sterk stéttafélög. Það skyldi þá vera að við gamla fólkið, höfum lít- inn sem engan þrýstikraft á Al- þingi, þó þar séu nokkrir þingmenn sem vilja vel fyrir aldraða og ör- , yrkja. En það þarf meira til. Hvernig getum við aldraðir gert • okkar félagsskap þess megnugan, ( svo að hlustað sé á okkur í alvöru. HALLDÓR FINNSSON, Hrannarstíg 5, Grundarfirði. hOLl FASTEIGN ASALA - alltaf í þorramatnum! 2*5510090 Opið hús í dag frá kl. 14-17 Vorum að fá í sölu 200 fm íbhæð í Steniklæddu húsi á þessum vinsæla stað. Parket og flísar á gólfum. Arinn í stofu. Sauna o.fl. Magaskipti mögul. á ódýr- ari eign. Áhv. 5,5 millj. Verð 12,9 millj. Jón og Olga taka á móti gestum milli kl. 13 og 16 í dag. 7866. Stórglæsil. „penthouse“-íb. á tveimur hæðum í nýju fjölbh. Neðri hæð skiptist í 3 herb., baðherb., búr, þvottaaðst. eld- hús og stofu. A efri hæð (risi) eru 2 svefnh., setustofa og sjónvhol. Falleg beykiinnr. í eldh. m. vönduðum tækjum. Efri hæð ófrág. að hluta (án milliveggja). Verð 10,4 mitlj. Sigríður býður ykkur velkomin í dag miili kl. 14-17. 4597. Laugavegur 82 - risíbúð Sérlega falleg og vinaleg 77 fm risíb. með góðum kvistum og frábæru útsýni. Nýleg eldhinnr. og baðinnr. Skipti mögul. á 4ra herb. íb. í Þing- holtum eða Vesturbæ. Ahv. 3,1 millj. Verð 6,5 millj. Sigurjón og Anna bjóða ykkur velkomin milli kl. 14-17 i dag. 3646. Haukshólar 2 - sérh. Lindasmári 39 - íb. 0301 Leiðhamrar-einb. Afar fallegt og vel skipul. 206 fm einbhús sem stendur á fráb. sjávarlóð með útsýni langt út á hafið blátt. 4 svefnh., stór bíisk. Sólstofa. Áhv. 5,0 millj. byggsj. Verð 9,5 millj. 5610. Laufásvegur - sérhæð. Stórskemmtil. 5 herb. sérh. á einum besta stað í Þingholtun- um. Hús þetta er byggt úr grá- grýti 1879. Falleg furugólfborð. Mikil lofthæð. Húsið er friðað og leggur húsfriðunarsjóður því árlega til fé. Fallegur suðurgarð- ur með einum elstu trjám Rvík- ur. Áhv. 4,9 millj. húsbr. og byggsj. Verð 9,8 millj. skála o.fl. Tvöf. bílsk. Hér eru endalausir möguleikar, fyrir menningarvitann. Verð 9,9 millj. 5002. Búagrund - Kjalarnesi. Stórglæsil. einb. á einni hæð m. tvöf. bílskúr. 4 góð herb. Sólskáli útúr stofu. Fallegar vandaðar innr. m.a. Merbau- parket. Mikil lofthæð. Þak- gluggar. Frábært útsýni. Fullfrág. lóð. Eign í sérfl. Áhv. 3,5 millj. byggsj. Verð 18,4 millj. 5782. Bakkastígur - einb. Afar sérstakt og rómantískt einb. m. mjög sterkan karakter. Eignin skiptist í 4-5 herb., sól- - kjarni inálsins! Fagrahlíð - Hafnarfjörður Til sölu er gullfalleg 3ja herbergja íbúð í Fögruhlíð 1, Hafnarfirði (1. hæð t. vinstri). íbúðin er tilbúin að öðru leyti en bví, að það vantar innréttingar. Vandað parket á gólfum. Verð aðeins kr. 6.950.000. íbúðin verður til sýnis í dag frá kl. 14-16. Magnús verður á staðnum! Vatnsvirkinn hf. Opið hús í dag, sunnudag, kl. 13-16 í Efstasundi 71 - 3ja herb. Falleg ca 90 fm íb. á jarðh. Sérinng. Sérhiti. Parket. Áhv. 4,3 millj. húsbr. Afh. strax. Verð 6,7 millj. Verið velkomin. Hugrún og Hörður taka vel á móti ykkur. Lyngvík, fasteignasala, sími 588 9490. . s~, — stofbsitt i.s. >B (2é FASTEIGNAMIÐSTOÐIN " iSé SKIPHOLTI 50B - SÍMI 562 20 30 - FÍX 562 22 00 Magnús Leópoldsson, löggiltur fasteignasali Jörð með laxveiðirétti í sjó Til sölu jörðin Hámundarstaðir I í Vopnafirði. Jörðin er án framleiðsluréttar. Byggingar eru 250 fm íbúðarhús, steinsteypt, byggt 1954. Húsið er mjög mikið endur- bætt að utan sem innan, m.a. búið að klæða og ein- angra að utan og skipta um glugga og gler. Útihús eru steinsteypt, 540 kinda fjárhús með hlöðu, 14 hesta hús með hlöðu einnig vélageymsla. Ræktað land um 52 ha, en land jarðarinnar er milli 600 og 700 ha og allt mjög vel gróið beitiland, einnig á jörðin óskipt heiðarland (með Hámundarstöðum II) sem skiptir þúsundum ha. Hlunnindi fyrir utan laxveiðiréttinn, sem nú er leigður til veiðifélags Selár, er reki, silungsveiði í vötnum og möguleiki á æðarvarpi. Mikil náttúrufegurð, m.a. Fugla- bjargarnes sem er á Náttúruminjaskrá. Verðhugmynd 15 millj. Nánari uppl. á skrifstofu FM. 10403. BUSETI BÚSETI HSF., HÁVALLAGÖTU 24, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 552 5788, FAX 552 5749. ALMENNAR IBUÐIR TIL ÚTHLUTUNAR í FEBRÚAR1996 Allir félagsmenn geta sótt um þessar íbúðir, þ.á m. þeir, sem eru yfir eigna- og tekjumörkum. Staður: Laugavegur 146, löl Reykjavík Birkihlíð 2a, 220 Hafnarfjöróur Birkihlið 2b, 220 Hafnarfjörður Arnarsmóri 6, 200 Kópavogur Stærð: Nettó m2: Til afhend.: 3ja herb. 66,3 Samkomulag 3ja herb. 74,6 Fljótlega 3ja herb. 74,6 Samkomulag 3ja herb. 79,85 Samkomulag FELAGSLEGAR IBUÐIR TIL ÚTHLUTUNAR í FEBRÚAR1996 Aðeins félagsmenn, innan eigna- og tekjumarka, geta sótt um þessar íbúðir. Staður: Stærð: Nettó m2: Til afhend.: Frostafold 20,112 Reykjavik 2ja herb. 62,1 Strax Berjarimi 7,112 Reykjavík 2ja herb. 67,47 Samkomulag Dvergholt 3,220 Hafnarfjörður 2ja herb. 74,3 Fljótlega Miðholt 1,220 Hafnarfjörður 2ja herb. 80,1 Samkomulag Frostafold 20,112 Reykjavik 3ja herb. 78,1 Sem fyrst Frostafold 20,112 Reykjavík 3ja herb. 78,1 Strax Trönuhjalli 15, 200 Kópavogur 3ja herb. 75,0 Mars Trönuhjalli 17, 200 Kópavogur 3ja herb. 87.0 Febrúar Berjarimi 3,112 Reykjavík 3ja herb. 78,27 Apríl Suðurhvammur 13,220 Hafnarfj. 4ra herb. 102 Samkomulag Garöhús 4,112 Reykjavík, 4ra herb. 115,2 Júni Eiðismýri 24,170 Seltjarnarnes 4ra herb. 103,3 Mars Miðholt 1, 220 Hafnarfjörður 4ra he’rb. 102,8 Samkomulag Hvernig sótt er um íbúð: Umsóknir um íbúðirnar þurfa að hafa borist Búseta fyrir kl. 15 þann 15. febrúar á eyðublöðum sem þar fást. Athugið að staðfest skattframtöl sl. þriggja ára þurfa að fylgja umsókn. Umsóknir gilda fyrir hverja auglýsingu fyrir sig og falla síðan úr gildi. Upplýsingar um skoðunardag ibúða og teikningar fást á skrifstofu Búseta. Ath.: Þeir félagsmenn, sem eru með breytt heimilisfang, vinsamlegast látið vita svo að fréttabréfið BÚSETINN berist á réttan stað. -S^» BÚSETI Hamragöröum, Hávallagötu 24, 101 Reykjavík. sími 552 5788.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.