Morgunblaðið - 20.02.1996, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Stöð 3 sýnir Jóhannesarpassíu í flutningi Langholtskirkjukórs
Tæknilið náð-
istsaman
á einum degi
STÖÐ 3 hefur gengið frá samn-
ingum við Kór Langholtskirkju
um að sýna upptöku af Jó-
hannesarpassíu eftir Johann
Sebastian Bach sem gerð var í
kirkjunni um síðustu páska.
Upptakan er um tveggja
klukkustunda löng og verður
væntanlega sýnd á föstudaginn
langa. Sjónvarpsstöðin greiðir
fyrir rétt til að sýna passíuna
þrisvar sinnum.
Úlfar Steindórsson, fram-
kvæmdastjóri Stöðvar 3, segir
aðstandendur hennar mjög
hreykna af því að verða með
þetta efni á dagskrá hjá sér og
Jón Stefánsson, stjórnandi
Langholtskirkjukórsins, lýkur
lofsorði á sjónvarpsstöðina fyrir
framtakið. „Vonandi eru þeir
að gefa tóninn í sambandi við
sína menningarstefnu," segir
Jón.
Eina sviðsetning
Jóhannesarpassíu í heiminum
Jóhannesarpassía var flutt
fyrir fullu húsi á skirdag, föstu-
daginn langa og laugardaginn
fyrir páska í fyrra. Jón segist
ekki hafa heimildir fyrir því að
hún hafi verið sviðsett í heimin-
um áður og þó hafi hann gengið
mjög rækilega úr skugga um
hvort það gæti verið og leitað
heimilda víða.
Hann segist lengi hafa dreymt
um að færa Jóhannesarpassíu í
þennan búning, allt frá því kór-
inn flutti hana fyrst. „Þá gerði
ég mér strax grein fyrir því
hvað tónlistin er nálægt óper-
unni. Það er svo mikill hraði í
frásögninni," segir Jón. Einu
sinni áður voru uppi áform um
slíkan flutning en þá varð að
leggja þau á hilluna af fjár-
hagsástæðum.
Ljósaskiptin hluti lýsingar
Mikið fjölmenni tók þátt í sýn-
ingunni. Fyrir utan kórinn og
einsöngvara lék Kammersveit
Langholtskirkjn, sem er 24
manna hljómsveit atvinnuhljóð-
færaleikara, undir. Hulda Krist-
ín Magnúsdóttir gerði leikmynd
og búninga, Árni Baldvinsson
sá um lýsingu og David Gre-
enall danshöfundur leikstýrði.
Jón segir að nánast hafi verið
búið að ganga frá því að Sjón-
varpið tæki upp eina tónleika
og sendi þá jafnvel út í beinni
útsendingu. Svo hafi komið upp
sú staða að forsvarsmenn þar
hafi ekki séð sér fært að hafa
tæknifólk í vinnu að kvöldi til
og greiða því tvöfalt helgidaga-
álag en tónleikarnir urðu að
vera að kvöldlagi. Hluti af lýs-
ingunni fólst í því að nýta síð-
ustu dagsbirtuna og ljósaskiptin
þar sem upphaf verksins gerist
á þeim tíma dags þegar myrkrið
skellur á.
Tók æðiskast
„Okkur fannst blóðugt að
samningar við Ríkissjónvarpið
rynnu út í sandinn þar sem búið
var að leggja mikla vinnu í þetta
og við litum svo á að um tíma-
mótaatburð væri að ræða. Ég
fékk þá eitt af mínum æðisköst-
um á föstudaginn langa, fór í
símann og hætti ekki fyrr en
ég var búinn að ná saman töku-
liði til að taka upp laugardags-
tónleikana.
Við leigðum upptökubíl af
Samveri á Akureyri og fengum
Egil Eðvarðsson til að stjórna
upptökunni. Ég fékk landslið
kvikmy ndatökumanna til að sjá
um kvikmyndatöku og síðan
fengum við Bjarna Rúnar
Morgunblaðið/Þorkell
FRÁ sviðsetningu Jóhannesarpassíu í Langholtskirkju ,
um páskana í fyrra.
Bjarnason, tónmeistara RÚV, og
Hrein Valdimarsson til að sjá
um hljóðið. Við gerðum þetta
bara sjálf í þeirri von að geta
selt einhverri sjónvarpsstöð. Við
gælum við að þetta geti verið
markaðsvara erlendis þótt það
sé óhemjuframboð af alls kyns
tónlistarefni vegna þess að akk-
úrat þetta hefur aldrei verið
gert áður,“ segir Jón.
Hann segir að ekki sé búið
að ganga endanlega frá efninu,
fjármagn hafi vantað til hægt
væri að klippa þáttinn saman.
Það dragi þó ekkert úr sölu-
möguleikum vegna þess að efnið
sé algjörlega óháð tíma.
Einsöngvarar í aríum eru
Ólöf Kolbrún Harðardóttir sópr-
an, Sverrir Guðjónsson alt, Kol-
beinn Ketilsson tenór, og Loftur
Erlingsson bassi. Þá fer Michael
Goldthorpe tenór með hlutverk
guðspjallamannsins, Sigurður
Skagfjörð Steingrímsson bassi
með hlutverk Jesú og Eiríkur
Hreinn Helgason, bassi, með
hlutverk Pílatusar.
Lesendabréf í útbreiddu sænsku tímariti um hestamennsku
Í NÝÚTKOMNU eintaki af sænska
blaðinu Ridsport sem fjallar um
hestamennsku í Svíþjóð og víðar
er lesendabréf þar sem „Ahuga-
samur“ skrifar um danska mynd
sem sýnd var í sjónvarpi í Svíþjóð
um áramótin. Lýsir hann þar tamn-
ingu á íslandi á fjögurra vetra hesti
sem sýnd var í myndinni. Eftir lýs-
ingunni að dæma virðast hand-
brögðin við tamninguna mjög
hrottafengin og eiga lítið skylt við
það sem kallast eðlileg og algeng
vinnubrögð þegar hross eru tamin
á íslandi.
Af lýsingu bréfritara má ætla
að aðferðirnar hafí verið mjög gróf-
ar og ekki tekið hið minnsta tillit
til eðlis hestsins né honum gefínn
kostur á að skilja til hvers væri
ætlast af honum. í framhaldinu
veltir bréfritari því fyrir sér hvort
óhætt sé _að kaupa hesta sem tamd-
ir eru á íslandi. íslenski hesturinn
sé kynntur sem hestur fyrir byij-
endur sem vana hestamenn og
vissulega fari hann að efast eftir
að hafa séð umrædda mynd. Varar
hann menn við að kaupa hesta frá
íslandi og lætur að því liggja að
hyggilegra sé að kaupa íslenska
hesta úr sænskri ræktun. Tamn-
ingamaðurinn segir í myndinni að
eftir tvo til þrjá mánuði verði þessi
hestur orðinn fulltaminn reiðhest-
ur. Þess má geta að blaðið Rid-
sport fjallar um allar tegundir af
hestamennsku og er mjög útbreitt
Varað við
íslenskum
tamningnm
og víðlesið í Svíþjóð. Myndin sem
hér um ræðir hefur einnig verið
sýnd í Noregi og Danmörku.
Formaður Félags Tamninga-
manna, Trausti Þór Guðmundsson,
sagði að hann hefði séð þessa grein
en ekki myndina en ljóst sé að hér
væri á ferðinni afar slæm kynning
á tamningum á íslandi. Aðfarir í
myndinni virðist eiga lítið skylt við
tamningar eins og þær eru
stundaðar hér og þama væri sem
betur fer um að ræða fátíða undan-
tekningu sem því miður hefði kom-
ist á filmu hjá dönskum sjónvarps-
mönnum. Af lýsingu að dæma
væri um að ræða hluti sem flokka
mætti undir dýraníðslu en vissulega
ætti hér þó við að ekki skuli for-
dæma allan skóginn þótt finnist
eitt fölnað laufblað. Félag tamn-
ingamanna ynni markvisst gegn
óvönduðum vinnubrögðum í tamn-
ingu og þjálfun hrossa. Benti hann
af þessu tilefni á samstarf FT og
Bændaskólans á Hólum sem miðaði
að því að útskrifa tamningamenn
og reiðkennara með góða grunn-
þekkingu. Margt væri enn ógert
og gott dæmi þar um væri sú stað-
reynd hversu mörg af þeim hross-
um sem koma á markaðinn stand-
ast ekki kröfur til útflutnings vegna.
lélegrar tamningar. „Við eigum í
harðri samkeppni við ræktendur
annarra hestakynja og ræktendur
íslenskra á hesta á erlendri grund,“
sagði Trausti.
___________é.-------—
Sjómannasam-
band íslands
Sjómenn
aðstoðaðir
við að leita
réttar síns
SÆVAR Gunnarsson, for-
maður Sjómannasambands
íslands, segir að samtökin
muni veita þeim sjómönnum
sem hafa verið látnir taka
þátt í kvótakaupum eða leigu
aðstoð við að ná rétti sínum
fyrir dómstólum.
Eins og greint hefur verið
frá í Morgunblaðinu hefur
Hæstiréttur staðfest dóm
Héraðsdóms Reykjaness og
dæmdi útgerðarmann Guð-
finns KE 19 til að endurgreiða
fyrrum háseta á bátnum 292
þúsund krónur sem dregnar
höfðu verið af launum hans
vegna leigu á kvóta fyrir bát-
inn frá mars til maí 1992.
Sævar segir að umrædd
málssókn sem nú hafi unnist
fyrir Hæstarétti hafi verið
runnin undan rifjum Sjó-
mannasambands íslands, og
þeir sem möguleika hefðu á
að fara sömu leið ættu ein-
faldlega að hafa samband við
félag sitt eða Sjómannasam-
bandið.
„Stór hluti af okkar starfi
er að hjálpa mönnum við að
leita réttar síns bæði í sam-
bandi við þetta og allt ann-
að,“ segir Sævar.
Sterkt opið skák-
mót í Frakklandi
Góð byrjun
Islendinga
FIMM íslenskir skákmenn
tefla á geysisterku opnu skák-
móti sem hófst á laugardaginn
í Dunqkerque í Frakklandi.
Keppendur á mótinu eru 520
talsins, þar af 60 stórmeistar-
ar og 100 alþjóðlegir meistar-
ar.
Ein umferð var tefld á laug-
ardag og sunnudag en í gær
voru tefldar tvær umferðir.
Að loknum fjórum umferðum
eru þeir Hannes Hlífar Stef-
ánsson og Þröstur Þórhallsson
með 2Vi vinning, bræðurnir
Helgi Áss og Andri Grétars-
synir hafa 2 vinninga og Sig-
urður Daði Sigfússon hefur
lVi vinning.
íslendingarnir hafa mætt
sterkum andstæðingum, t.d.
hefur Þröstur teflt við 3 stór-
meistara. Hann lagði einn
þeirra að velli, Anastastian.
Mótinu lýkur á laugardaginn.
Bridshátíð lokið
>
Italir unnu
tvöfalt
ÍTALSKA sveitin sigraði í
sveitakeppninni sem lauk í
gærkvöldi á Hótel Loftleiðum.
Italir fengu 217 stig, 10 stig-
um meira en sveit VÍB sem
leiddi nær allt mótið og tapaði
einungis síðasta leiknum og
þá með minnsta mun.
Allar bestu sveitir landsins
röðuðu sér í efstu sætin en
Kanadamenn og sveit Zia
Mahmood urðu að láta sér
nægja 9. og 11. sætið. 99
sveitir tóku þátt í mótinu en
nánar verður greint frá úrslit-
unum í bridsþætti.