Morgunblaðið - 20.02.1996, Page 6

Morgunblaðið - 20.02.1996, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lögreglu- og hjálparsveitarmenn skemmtu sér á Nesjavöllum Nokkrir hlutu áverka í átökum Morgunblaðið/Júlíus GREIÐLEGA gekk að slökkva eld sem kom upp í kjallaraíbúð við Bjarnhólastíg í Kópavogi á laugardagskvöld. Tvennt var í ibúðinni, maður og kona, og slapp konan naumlega út. Ibúð mikið skemmd og allt innbú ónýtt eftir bruna SLAGSMÁL brutust út í Nesbúð á Nesjavöllum aðfaranótt laugar- dags en þá stóðu þar um 30 manna þorrablót einnar vaktar lögreglunnar í Reykjavík annars vegar og tæplega 50 manna árs- hátíð Hjálparsveitar skáta í Garðabæ hins vegar. Nokkrir menn hlutu áverka og þurftu að leita á slysadeild. Lögreglan á Selfossi var kölluð á staðinn en kom ekki fyrr en átök voru yfir- staðin. Menn úr báðum hópum íhuga að leggja fram kærur. Þegar ljóst var að þessir tveir hópar yrðu með skemmtanir í Nesbúð sama kvöld höfðu hjálpar- sveitarmenn samband við lögregl- una og stungu upp á að hóparnir deildu kostnaði við hljómsveit en lögreglumenn afþökkuðu. Deilt um bar og dansgólf Að loknu borðhaldi var aðeins einn bar opinn í húsinu. Hann var í enda salar hjálparsveitarinnar og var lögreglumönnum bent á að nota hann. Heimildarmaður úr hópi lögreglumanna segir að það hafí farið fyrir brjóstið á hjálpar- sveitarmönnum að þeir hafí notað barinn, hafí krafíð þá um að- gangseyri og hent konum úr lög- regluhópnum út. Heimildarmaður úr hjálparsveitinni segir hins veg- ar að konunum hafí verið vísað út úr salnum vegna þess að þær hafi verið á dansgólfínu og ekki viljað greiða uppsettan aðgangs- eyri og ekki viljað fara með góðu. Lögreglumaðurinn segir að málið hafí verið leyst með því að opna bar í salnum sem þeir voru í. Hjálparsveitarmaðurinn segir hins vegar að sitt fólk hafí ekki vitað að báðir hópamir hafí átt að nota sama barinn, enda hafí málið ekki snúist um hann, heldur um það að fólk úr hópi lögreglu- manna hafí viljað dansa við tón- list hljómsveitar sem það vildi ekki borga fyrir. Karlar á kvennaklósetti Um tvöleytið voru tveir hjálpar- sveitarmenn inni á kvennaklósetti á gangi í svefnálmu með stúlku úr sínum hópi, sem hafði skorist á hendi. Þá kemur þar að kona úr lögregluhópnum og gerir at- hugasemd við veru karlanna inni á kvennaklósettinu. Hjálpar- sveitarmenn segjast hafa ýtt henni út eftir að hún reif til þeirra, lögreglan segir að henni hafi ver- ið skellt upp að vegg og síðan hent út. Þá kemur eiginmaður hennar að og verður vitni að því þegar henni er ýtt/hent út. Lög- reglumaðurinn segir að hjálpar- sveitarmenn hafí ráðist að eigin- manninum, hjálparsveitarmenn segja að eiginmaðurinn hafí ráðist á þá. Með bitsár á baki og hálsi Lögreglumaðurinn segir að þeim hafí verið gert viðvart og þeir hafí komið á vettvang til að skakka leikinn. Heimildarmaður úr hjálparsveitinni segir að lög- reglumenn hafí komið inn á gang- inn, skellt einum þeirra með and- litið í gólfíð, sveigt hendur hans upp fyrir höfuð og lúskrað á hon- um. Hann sé með bitsár á baki og hálsi. Öðrum úr þeirra hópi hafi verið skellt á bakið og högg- in látin dynja á andlitinu á honum þar til sprakk fyrir á vinstra gagn- auga, svo blóð spýttist á lögreglu- mann. Á meðan þessu fór fram hafi lögreglumenn staðið í dyrum og vamað hjálparsveitarmönnum inngöngu. Hjálparsveitarmaðurinn segir að þessir tveir hafí farið á slysa- deild á sunnudag og fengið áverkavottorð og sá sem var bit- inn fékk sýklalyf. Lögreglumaðurinn segir að þeir hafí komið á vettvang til að greiða úr málunum en hafi þá fengið allt björgunarsveitarliðið á bakið. „Ég vil taka það fram að ég set ekki alla þessa krakka undir sama hatt. Margir þeirra komu til okkar meðan á þessu stóð og eftir á til að biðja okkur afsökunar á hegðun hinna, enda voru þetta ekki nema tveir eða þrír menn sem voru að æsa til uppþota." Lö'greglumaðurinn segir að þeir hafí tekið menn tökum til að skakka leikinn. Þess vegna hafí ekkert tjón orðið á húsnæði og lík- amstjón jafnlítið og raun bar vitni. Mennimir á kvennaklósettinu hafí deilt innbyrðis áður en til átakanna kom og áverkar á þeim geti allt eins verið eftir þær deilur. Brotið fingurbein Nokkrir lögreglumenn eru með áverka. Einn þeirra er í gifsi og þarf að fara í aðgerð í vikunni en baugfingursbein brotnaði á handarbaki upp við úlnlið þegar fíngurinn á honum var sveigður aftur. Þann hinn sama var, að sögn heimildarmanns, reynt að hengja í bindi og er hann með áverka á hálsi. Hann er frá vinnu og verður um nokkurn tíma. Potað var í auga annars lögreglumanns og sparkað í hann liggjandi, þann- ig að hann þurfti að fara á slysa- deild, einn var sleginn í andlit og fékk kúlu á ennið, einn var bitinn í kálfa og er með marblett og bólgur og bitsár. Lögreglumaðurinn segir að þeir hafí verið þolendur í þessu máli vegna starfs síns og segir hann hjálparsveitarmenn hafa hótað því að beita fjölmiðlum til að ná sér niðri á þeim. ELDUR kom upp í kjallaraíbúð húss númer 10 við Bjarnhólastíg í Kópavogi um sjöleytið á laugar- dagskvöld. Tvennt var í íbúðinni, maður og kona, og mátti, að sögn lögreglu, vart tæpara standa að konan slyppi út. Tilkynnt var um lausan eld í íbúðinni klukkan rétt rúmlega 19. Maðurinn, sem í íbúðinni var, komst út og fékk íbúa efri hæðar til að aðstoða sig við að koma konunni út einnig. Allt tiltækt lið slökkviliðs og lögreglu var kallað út og komu fimm slökkvibílar og tveir sjúkrabílar á staðinn. Þegar slökkviliðið kom voru rúður sprungnar og eldtungur stóðu út um glugga á íbúðinni sem var þá alelda. Ibúar hússins, bæði kjall- araíbúðar og aðalíbúðar, voru komnir út. Fyrst var ráðist til atlögu gegn eldinum inn um glugga og síðan fóru tveir reykkafarar inn og slökktu þeir eldinn. Að sögn varð- stjóra hjá slökkviliðinu var aðal- lega um yfirborðseld að ræða sem ekki hafði logað lengi og gekk greiðlega að slökkva hann. Skömmu eftir að fólkið komst út úr íbúðinni varð reyksprenging, sem verður þegar reykur er orðinn það heitur að það kviknar í honum. íbúðirnar tvær voru síðan reyk- ræstar en lítilsháttar af reyk komst upp í aðalíbúðina. Þá var vatn sogað upp úr kjallaranum. Fólkið var flutt á slysadeild vegna gruns um reykeitrun og var höfð vakt slökkviliðs við húsið til klukk- an 9 um kvöldið. Tjónið er mikið, allt innbú er ónýtt og íbúðin mjög mikið skemmd. Að sögn lögreglu komu menn frá Rannsóknarlögreglu og Rafmagnseftirliti á staðinn til að rannsaka eldsupptök en grunur beinist að opnum eldi við sjón- varpstæki. Kjaramálaráðstefna Alþýðubandalagsins um ráðstöfunartek)ur verkafólks RÁÐSTÖFUNARTEKJUR íslensks verka- fólks eru 40-60% lægri en ráðstöfunartekj- ur dansks verkafólks að því er fram kom á kjaramálaráðstefnu Alþýðubandalagsins á laugardag. Kjaramálaráðstefnan var haldin í tengslum við fyrsta miðstjómar- fund nýrrar miðstjórnar Alþýðubandalags- ins í Þinghóli í Kópavogi. Jóhann Geirdal, varaformaður, segir að elstu menn muni ekki eftir jafn mikilli einingu og ríkti á fundinum. Jóhann sagði að miðstjórnin hefði hleypt af stokkunum vinnu í öllum helstu málefnaflokkunum. „Hóparnir voru form- lega skipaðir og væntanlega verður vinn- unni stýrt af höfuðborgarsvæðinu, en hún fer fram víða um land með aðstoð sam- skiptatækni. Skil hafa verið tímasett á fjórum miðstjórnarfundum fram að næsta landsfundi." í ályktun um kjaramál er tekið fram að á kjaramálaráðstefnu hafi komið fram að 110-170% munur sé á dagvinnulaunum verkafólks á íslandi og í Danmörku. Ef skattar og fleiri þættir séu teknir með verði ráðstöfunartekjur íslensks verkafólks 40-60% lægri. Stuðlað verði að stækkun fyrirtækja Miðstjórnin segir að þessi mikli munur sé óþolandi og tryggja verði sambærileg lífskjör hér og í nálægum löndum. Nauð- synlegt sé að draga úr yfírvinnu samhliða verulegri hækkun grunnlauna og færa ákvarðanir um kjör nær fólkinu og fyrir- tækjunum. „Brýnt er að einstökum stéttar- félögum verði gert kleift að semja um kjör félagsmanna sinna innan einstakra greina og fyrirtækja í tengslum við heildarsamn- 40-60% lægri tekjur hér en í Danmörku Morgunblaðið/Þorkell Á NÍUNDA tug fulltrúa sótti fundinn. Fremstar eru Hildur Jónsdóttir og Kristín Á. Guðmundsdóttir. inga á vinnumarkaðnum," segir ennfremur í ályktuninni. Miðstjórnin telur að byggja þurfi upp öflugt atvinnulíf sem sé samkeppnishæft við nálæg lönd m.a. með því að stuðla að stækkun fyrirtækja, sérhæfingu þeirra og samvinnu. Brýnt sé að huga að möguleik- um á áhættufjármögnun, t.d. með því að stofna öflugan áhættulánasjóð í samvinnu ríkis, sveitarfélaga og aðila vinnumark- aðarins. íslenskt launafólk búi ekki einungis við bágari kjör en launafólk í nálægum löndum, heldur búi það og íslensk verkalýðshreyfíng við stöðugar árásir stjórnvalda, sem oftar en ekki séu studdar af samtökum atvinnu- rekenda eða tilkomnar vegna hvatningar þeirra. Nýjustu dæmin séu drög að frum- vörpum um samskiptareglur á vinnumark- aði og um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. í stað samráðs við verkalýðs- hreyfinguna um farsælar lausnir velji ríkis- stjórnin að gefa í botn og keyra yfír verka- lýðshreyfinguna og launafólk. LÍN hverfi frá kröfu um 100% námsárangur í ályktun um Lánasjóð íslenskra náms- manna er lögð áhersla á að hverfa þurfi frá kröfu um 100% námsárangur, afnema eftirágreiðslur, falla frá kröfu um ábyrgðar- menn á námslánum, létta endurgreiðslu- byrði og gera undanþágureglur og aðrar reglur sjóðsins skýrari. Miðstjórnin lýsir fullri ábyrgð á hendur menntamálaráðherra vegna þess skaða sem það valdi fólki að geta ekki lokið starfsnámi vegna erfiðleika sem verkmenntaskólar standi frammi fyrir þegar koma eigi nemum í starfsþjálfun. : >

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.