Morgunblaðið - 20.02.1996, Síða 15

Morgunblaðið - 20.02.1996, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 15 Könnun Fijálsrar verslunar Samkeppnisráð afgreiðir erindi Bónuss hf. Flugleiðir vinsælasta fyrirtækið FLUGLEIÐIR hf. eru vinsælasta fyrirtæki landsins, samkvæmt könnun tímaritsins Frjálsrar verslunar sem er að koma út. Bónus lendir í öðru sæti, Eimskip í því þriðja og Hagkaup í fjórða sæti. 011 fjögur fyrirtækin mæl- ast einnig sem þau óvinsælustu og lenda Flugleiðir þar efst á list- anum, en síðan Eimskip, Hag- kaup og Bónus. Könnunin var gerð seinni hluta janúar 1996 og er byggð á 803 númera handahófsúrtaki úr símanúmeraskrá. Alls vildu 494 svara. Fyrst tölublað Talnakönnuuar Tímaritið Fijáls verslun er nú að koma út í fyrsta sinn á vegum nýs eigenda, Talnakönnunar hf., sem keypti útgáfuna um áramót- in. Að sögn Benedikts Jóhannes- sonar, framkvæmdastjóra, er fyrirtækið sjötti aðilinn í 57 ára sögu tímaritsins sem gefur það út. Hann segir að nokkrar áherslubreytingar verði hjá tímaritinu. Það muni ekki ein- göngu fjalla um verslun og við- skipti heldur verði lögð áhersla á að fjalla um efni sem höfði til aðila í viðskiptum og sljórnun. Þannig verði t.d. i meira mæli fjallað um stjórnmál og ferðamál en áður. Akveðið hefur verið að ráðast í áskriftarherferð til að auka útbreiðslu blaðsins og hafa sölu- menn verið ráðnir í því skyni. Þau Jón G. Hauksson, ritstjóri og Sjöfn Sigurgeirsdóttir, aug- lýsingastjóri fylgja Fijálsri versl- un yfir til nýs eiganda. íslandsbanki hf. telur góðar líkur á lækkandi vöxtum á peningamarkaði Vaxtahækkun bank- ans gengur tíl baka ÍSLANDSBANKI hf. hefur ákveðið að lækka vexti á morgun, miðviku- dag. Verður mest lækkun á vöxtum óverðtryggðra útlána eða 0,5% og gengur þá að langmestu leyti til baka vaxtahækkun bankans sem varð 11. febrúar. Þannig lækka t.d. kjörvextir af almennum skulda- bréfalánum úr 9,1% í 8,6%, en til samanburðar má nefna að sömu vextir hjá Landsbankanum eru nú 9,5%, 9,35% hjá Búnaðarbanka og 9,25% hjá sparisjóðum. Fram kemur í frétt frá íslands- banka að hræringar á peninga- markaði og eftirmarkaði ríkisverð- bréfa hafi á síðustu mánuðum gefið tilefni til nokkurra vaxtahækkana. íslandsbanki hafi fylgt þróuninni á þessum mörkuðum en þó leitast við að fara varlega fram um vaxta- hækkanir. Bankinn hafi því fylgt í kjölfar samkeppnisaðila, ríkis- banka, sparisjóða og Þjónustumið- stöðvar ríkisverðbréfa sem leitt hafi vaxtahækkanirnar að undan- förnum. Bankastjórn íslandsbanka telji nú góðar líkur til þess að vextir á peningamarkaði muni lækka á næstunni og vilji stuðla að þeirri þróun með því að lækka nú vexti bankans. Mikil samkeppni á innlánahlið Þá segir ennfremur: „í umræðu síðustu daga hefur margsinnis verið vísað til þess að síðustu hækkun vaxta megi rekja til þess að verð- bólguspá Seðlabanka íslands hafi reiknað með meiri hækkun verðlags en raun varð á um síðustu mánaða- mót. Vegna þessa vill bankastjórn íslandsbanka taka fram að á síð- ustu misserum hefur bankinn eink- um litið til vaxtabreytinga á mark- aði fyrir ríkisvíxla, spariskírteini ríkisins og ríkistryggð húsbréf. Á innlánahlið hefur samkeppni verið afar mikil og einkennst af tilboðum í tengslum við innlausn spariskír- teina, sem Þjónustumiðstöð ríkis- verðbréfa leiddi. Bankastjórnin mun á næstunni fylgjast náið með framvindu mark- aðsvaxta og mun eftir sem áður beita sömu viðmiðunum og að und- anförnu við vaxtaákvarðanir. Aug- ljóst er að aðgerðir stjórnvalda sem áhrif hafa á markaðsvexti munu ráða mestu um hvort framhald verður á vaxtalækkunum." Bandvídd alnets- ins tvöfölduð STJÓRN Internets á íslandi hf.(INTIS) ákvað á fundi í vikunni að tvöfalda flutningsgetu tenging- ar fyrirtækisins við útlönd sem þýðir að flutningsgetan eykst í 2Mb, eða sem svarar 248 þúsund stöfum á sekúndu. Að sögn Sigurð- ar Jónssonar, markaðsstjóra hjá INTIS, hefur bandvíddin í tenging- unni til útlanda þá rúmlega 15- faldast á einu ári. Hann segir að þessi aukning endurspegli þá gríð- arlegu aukningu sem orðið hafi á notkun alnetsins á síðasta ári. Að sögn Sigurðar jók fyrirtækið síðast bandvíddina í september 1995 og hafi þá verið um 4-földun á bandvídd að ræða. Sú stækkun sé þegar orðin fullnýtt, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, og því hafi verið ákveðið að auka enn frekar við bandvíddina. Hann segir að þessi stækkun verði að öllum líkindum komin í gagnið þann 15. mars næstkomandi. Internet á íslandi hf. rekur IS- net, sem er hinn íslenski hluti al- netsins. Allar nettengingar fara því í gegnum fyrirtækið. Viðskipta- vinir þess eru nú um 170 talsins og endurselja sumir þeirra net- tengingar til einstaklinga. Flestir af stærstu viðskiptavinum fyrir- tækisins eru jafnframt hluthafar að sögn Sigurðar. Osta- og smjörsalan veiti magnafslátt í viðskiptum SAMKEPPNISRÁÐ hefur mælt fyrir um að Osta- og smjörsalan sf. bjóði viðskiptavinum sínum við- skiptakjör sem samræmist því hagræði sem magn viðskiptanna gefi tilefni til, en fyrirtækið hefur fram til þessa synjað viðskiptavin: um sínum um magnafslátt. í ákvörðun ráðsins segir ennfremur að fyrirtæki sem eigi í sams konar viðskiptum við Osta- og smjörsöl- una skuli njóta sömu kjara og eigi upplýsingar um viðskiptakjör fyr- irtækisins að vera aðgengilegar. Ákvörðun Samkeppnisráðs er tilkomin vegna erindis sem ráðinu barst frá Bónus hf., þar sem óskað var eftir því að kannað yrði af hvetju Osta- og smjörsalan sf. veitti ekki magnafslátt í viðskipt- um sínum. Jafnframt var farið fram á að Samkeppnisráð nýtti sér heimildir til að hlutast til um breyt- ingar á viðskiptaháttum Osta- og smjörsölunnar þannig „að sam- keppni fái notið sín með lækkuðu vöruverði til almennings“. Osta- og smjörsalan markaðsráðandi fyrirtæki I ákvörðun Samkeppnisráðs segir að líta verði á Osta- og smjör- söluna sem markaðsráðandi fyrir- tæki og því „að verulegu leyti kleift að starfa án þess að þurfa að taka tillit til keppinauta, við- skiptavina og neytenda“. Þá segir þar ennfremur að þær vörur sem Osta- og smjörsalan dreifi, en séu ekki verðlagðar samkvæmt ákvæðum búvörulaga, falli undir ákvæði samkeppnislaga. Tekið er fram að heildarviðskipti Bónuss við Osta- og smjörsöluna nemi nálægt 400 milljónum króna á ári og þar af sé um 55% vörur sem ekki falla undir verðlagsákvæði. í ákvörðuninni segir ennfremur: „Vöruverð er veigamikill sam- keppnishvati í viðskiptum. Þar eð Osta- og smjörsalan er markaðs- ráðandi á þeim markaði sem við á í þessu máli setur fyrirtækið við- skiptavinum sínum þröngar skorð- ur með viðskiptaháttum sínum og kjörum m.a. um verð og viðskipta- kjör. Með því að selja vöruna á sama verði til þeirra endurseljenda sem kaupa vöruna í miklu magni og þeirra sem kaupa lítið er Osta- og smjörsalan að draga úr mögu- leikum fyrirtækja í smásölu til að koma við verðsamkeppni. Þetta stríðir gegn markmiði samkeppn- islaga." Samkeppnisráð metur synjun Osta- og smjörsölunnar um magn- afslátt, þegar það eigi við á grund- velli sanngjarnra viðskiptalegra sjónarmiða, því til þess fallna að skaða samkeppni á viðkomandi markaði. wwni n H1111 ú' brabarttia Hítaplötur Einnig afsláttur af: Emile Henry leirvörum (20%) • Brabantia eldhúsvörum, strauborð ofl. (20%) • Ismet heimilistæki allt að 30% Afsláttur af öllum AEG vörum í verslun okkar í 10 daga! ismet — •' Æ 'Á jV* ,j) aJ I ígggEgl l BBi - í * tWö.-- l'M __

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.