Morgunblaðið - 20.02.1996, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
ÚRVERINU
Úr reikningum Borgeyjar hf. árið 1995
Rekstrarreikningur 1995 1994 Breyt.
Rekstrartekjur millj. króna 1.359,1 1.353,2 0,44%
Rekstrargjöld (1.182,1) (1.146,7) 3,09%j
Rekstrarhagnaður fyrir
afskriftir og fjármagnsliði 177,0 206,5 -14,26%
Afskriftir (78,9) (68,8) 14,87%
Fjármagnsliðir (51,1) (57,2) -10,54%,
Aðrar tekjur og (gjöld) 0 0
Skattar (3,3) (1,3) 161,94%
Hagnaður ársins 43,6 79,3 -45,03%
Efnahagsreikningur
Veltufjármunir 372,8 407,4 : -8,51%
Skammtímaskuldir (222,1) (183,3) ! 21,17%
Hreint veltufé 150,7 224,1 -32,78%
Fastafjármunir 688,3 601,8 ! 14,37%
Langtímaskuldir (340,2) (348,8) -2,45%
Eigið fé 348,1 253,1 37,55%\
Kennitölur og aðrar uppl. 498,8 477,2 4,52%
Veltufé til/(frá) rekstri 123,0 149,1 -17,49%
Handbært fé frá rekstri 177,4 97,4 *! 82,25%!
Greiddur arður 37,5 0
Veltufjárhlutfall 1,68% 2,22%
Hagnaður í hlutfall við rekstrart. 3,21% 5,86%
Eigið fé í hlutfalli við heildareignir 47,00% 47,28% I
Arðsemi eigin fjár frá ársbyrjun 9,00% 20,16%
Borgey á OTM
HLUTABRÉF í Borgey hf. á Höfn
í Hornafirði voru skráð formlega á
Opna tilboðsmarkaðnum síðastliðinn
föstudag og áttu fyrstu viðskipti með
bréf í fyrirtækinu sér stað sama dag
á genginu 1,22, að því er fram kem-
ur í frétt.
Aðalfundur fyrirtækisins verður
haldinn næstkomandi fimmtudag og
fyrir fundinum liggur tillaga um
hlutafjáraukningu að nafnvirði 60
milljónir króna á genginu 1,25 til
forkaupsréttarhafa, en það gengi
verður jafnframt lágmarksverð til
annarra kaupenda. Jafnframt liggur
fyrir fundinum tiliaga um arð-
greiðslu, en ekki liggur fyrir hversu
há hhún verður. í meðfylgjandi töflu
gefur að líta afkomutölur Borgeyjar
á síðasta ári.
Samkeppnisráð úrskurðar í máli
Félags eggjaframleiðenda
Ámælisverð brot á
samkeppnislögum
SAMKEPPNISRÁÐ telur sannað að
Félag eggjaframleiðenda hafi á ár-
unum 1994 og 1995 gerst brotiegt
við samkeppnislög. Félagið hafi í
senn hvatt til samráðs um verð og
afslætti á eggjum, haft forgöngu um
skiptingu markaða eftir svæðum eða
viðskiptavinum og reynt að tak-
marka aðgang nýrra aðila að mark-
aðnum. Ætla megi að aðgerðir fé-
lagsins hafi leitt til hærra eggjaverðs
en ella hér á landi.
í úrskurði sem ráðið samþykkti á
föstudag er þess krafist að féiagið
láti af hvers konar athöfnum sem
brjóti í bága við bannákvæði sam-
keppnislaga og hindri virka sam-
keppni í viðskiptum með egg. Jafn-
framt er félaginu óheimilt að grípa
til hvers konar aðgerða sem tak-
markað gætu möguleika nýrra aðila
á því að hefja eggjaframleiðslu.
Stuðst við fundargerðir
Samkeppnisstofnun ákvað í októ-
ber sl. að eigin frumkvæði að gera
athugun á því hvort ýmsir starfs-
hættir Félags eggjaframleiðenda
stríddu gegn ákvæðum samkeppnis-
laga. Áður hafði fundargerð borist
til stofnunarinnar frá fundi Félags
eggjaframleiðenda, þar isem atriði
sem virtust varða við samkeppnislög
komu fram. Jafnframt aflaði ráðið
sér upplýsinga um verð og afsláttar-
kjör verlsana. í október sl. óskuðu
Ríkisspítalar síðan eftir tilboðum í
verð á eggjum og fengu tilboð þar
sem veittur var afsláttur frá skráðu
heildsöluverði.
Félag eggjabænda skrifaði bréf til
Ríkisspítala þar sem bent var á að
samkvæmt búvörulögum mætti ekki
selja egg á iægra verði en skráðu
heijdsöluverði.
I niðurstöðu Samkeppnisráðs kem-
ur m.a. fram að Félag eggjaframleið-
enda hefði haft skýran og einbeittan
vilja til þess að ræða, stuðla að og
framkvæma aðgerðir sem hvað al-
varlegastar þykja jafnt í íslenskum
sem erlendum samkeppnisrétti.
Þá segir jafnframt að brot Félags
eggjaframleiðenda á árunum 1994
og 1995 séu að mati ráðsins alvarleg
og ámælisverð. Félag sem að vissu
leyti starfi í skjóli búvörulaga og
hafi ákveðnu hlutverki að gegna við
framkvæmd þeirra hafi á þessu tíma-
bili fjallað um skipulag og fram-
kvæmt samkeppnishamlandi aðgerð-
ir sem fari þvert gegn markmiðum
samkeppnislaga.
Samkeppnisráð hefur heimild til
að leggja á stjórnvaldssektir á bilinu
50 þúsund til 40 milljóna kr.,,en þó
allt að 10% af ársveltu í viðkomandi
starfsemi ef ábatinn er meiri. Ráðið
segir í úrskurði sínum að til álita
komi í jafn alvarlegum tilvikum sem
þessum að leggja á stjórnvaldssektir
þar sem þær geti haft áhrif til auk-
innar samkeppni.
„Á hinn bóginn verður að horfa
til þess að álagning sekta af hálfu
stjórnvalda er viðurhlutamikil
ákvörðun sem ríkar kröfur verður
að gera til. I þessu sambandi skiptir
máli að tengsl samkeppnislaga og
búvörulaga geta virst óljós og því
ekki hægt að útiloka að um hafi
verið að ræða afsakanlega vanþekk-
ingu eða misskilning á viðkomandi
réttarreglum. Einnig ber að hafa
hugfast að Félag eggjaframleiðenda
naut í vissum skilning samþykkist
lahdbúnaðarráðuneytis fyrir hluta af
þeim aðgerðum félagsins sem lutu
að markaðsskiptingu."
í ljósi þessa ákvað ráðið að leggja
ekki að svo stöddu stjórnvaldssekt á
félagið. Hins vegar mun Samkeppn-
isráð fylgjast grannt með aðstæðum
á eggjamarkaði.
Félagar í Sindra íhuga úrsögn úr FFSÍ
„Óánægjan með FFSÍ ein-
skorðast ekki við Sindra“
SKIPSTJÓRA- og stýrimannafé-
lagið Sindri á Austfjörðum íhugar
nú úrsögn úr Farmanna- og físki-
mannasambandi íslands. „Þetta er
vegna megnrar óánægju með
frammistöðu forystumanna FFSÍ,
sérstaklega í kjara- og réttindamál-
um fyrir sjómenn," segir Sturlaugur
Stefánsson, formaður Sindra. „í
sambandi við réttindamálin fínnst
okkur við standa ansi aftarlega
hvað varðar enduráunnin veikinda-
réttindi. Ef maður veikist og nýtir
sinn veikindarétt að fullu fær hann
ekki neitt ef hann veikist t.d. 8
árum síðar hjá sömu útgerð. Þá er
hann búinn að nýta sinn veikinda-
rétt fyrir lífstíð. Við höfum lagt
mikla áherslu á það hjá Sindra að
þessu verði breytt.“
Á aðalfundi Skipstjóra- og stýri-
mannafélagsins Sindra var sam-
þykkt að efna til allsheijaratkvæða-
greiðslu meðal félagsmanna um
úrsögn úr Farmanna- og físki-
mannasambandi íslands. Vegna
formgalla á samþykktinni verður
efnt til félagsfundar, að öllum lík-
indum nk. fimmtudag, þar sem
þetta verður eina mál á dagskrá.
Innanfélagsmál FFSÍ
og Sindra
Ef samþykkt verður að efna til
allsheijaratkvæðagreiðslu meðal
félagsmanna verða settir upp kjör-
kassar á félagssvæðinu sem nær
frá Seyðisfirði til Djúpavogs. Að
sögn Sturlaugs Stefánssonar má
búast við því að þetta ferli taki
nokkum tíma, en stefnt er að því
að niðurstaða fáist um miðjan mars.
„Ég tel málið að svo stöddu vera
innanfélagsmál FFSÍ og Skipstjóra-
og stýrimannafélagsins Sindra og
þar af leiðandi tel ég ótímabært að
lýsa nokkru yfir opinberlega," sagði
Benedikt Valsson, framkvæmda-
stjóri FFSÍ, í samtali við Morgun-
blaðið í gær. „Ég og Guðjón A.
Kristjánsson, forseti FFSÍ, vorum
austur á fjörðum um helgina til að
ræða við félagsmenn Sindra, bæði
um félagsmál og verðlagningu á
loðnu. Að mínu áliti var þessi ferð
báðum aðilum gagnleg."
Sturlaugur segir að menn sjái
ekki fram á að samstaða náist nokk-
urn tíma meðal sjómanna í kjara-
málum eins og síðastliðið vor. „Þá
léku útgerðarmenn þann leik að
leigja skipin hingað og þangað
þannig að þau stoppuðu ekki í verk-
fallinu. Þegar við sáum að verið var
að flagga út skipum vildum við að
samningaviðræðum yrði slitið. En
það var samþykkt í samninganefnd-
unum að halda þeim áfram.“
Tillagan hefur komið upp áður
en var ekki fylgt eftir
Sturlaugur segir að þessi tillaga
hafi komið upp áður hjá Sindra.
Það hafi verið í beinu framhaldi af
því þegar sjómannaafslættinum
hafi verið breytt árið 1991. „Þá
töldum við að okkar maður, Guðjón
A. Kristjánsson, forseti FFSÍ, hefði
ekki varið þau mál sem skyldi þeg-
ar hann sat á þingi,“ segir hann.
„Tillagan var samþykkt á aðal-
fundi, en henni var ekki fylgt eftir.“
Þegar Sturlaugur er spurður að
því hvað taki við segi Sindri sig úr
FFSÍ segist hann telja að óánægjan
með FFSÍ einskorðist ekki við
Sindra. Óánægja sé meðal sjó-
manna almennt með sín forystu-
samtök og í samþykktinni á aðal-
fundi Sindra hafi verið ákvæði um
að reyna að sameina sjómenn á
Austurlandi í eitt félag.
„FFSÍ sendi út fréttabréf til fé-
lagsmanna Sindra, sem er hið besta
bréf,“ segir Sturlaugur. „Ég gerði
nú samt strax athugasemdir við
tvennt í bréfinu. Þar er sagt að
Sindri hafi lítið haft sig frammi í
FFSÍ og stjórnarmaður Sindra hafi
ekki nýtt sæti sitt í stjórninni.
Ástæðan fyrir því er sú að fundar-
boðunin hefur verið með það
skömmum fyrirvara að okkar mað-
ur hefur ekki séð sér fært að mæta.
Ómaklega að
Sindra vegið
Ennfremur lýsti forsetinn því
yfir að hann hefði margsinnis sóst
eftir að halda hér fund. Það er
rangt. Við sóttumst einu sinni eftir
að fá hann á fund eftir sjómanna-
samningana, en hann komst ekki.
Hann sóttist eftir að vera viðstadd-
ur aðalfundinn, en við höfnuðum
því vegna þess að við vildum fá að
ræða málin sjálfir."
Sturlaugur segir að sér finnist
mjög hart að gefíð sé í skyn í frétta-
bréfinu að Sindri hafi ekki verið
virkur í félagsmálum innan sam-
bandsins. Þeir hafi verið í góðu
sambandi símleiðis og þarna sé
ómaklega að þeim vegið: „Það hef-
ur skort á að forystumenn FFSI
hafí sýnt lit, sem þeir hafa gert
núna eftir að tillagan kom upp. Þá
hafa þeir látið sjá sig á Austfjörðun-
um, höfðingjarnir, og hefðu mátt
gera fyrr.“
Hábergið með fullfermi
á þremur klukkutímum
Morgunblaðið/Þorsteinn Kristjánsson
LOÐNUNNI 4ælt um borð í Hábergið.
„VEIÐARNAR ganga mjög vel
þegar veður leyfir,“ sagði Sveinn
Isaksson, skipstjóri á Hábergi GK
299, í samtali við Morgunblaðið í
gær. „Það var sólarhringsbræla í
fyrrinótt, en annars er mokveiði
allan sólarhringinn." Þegar náðist
tal af honum var hann að landa
fullfermi eða 650 tonnum í Grinda-
vík. Aflinn fór allur í vinnslu og á
Japan, en hrognafyllingin er komin
yfir 16%. „Við fengum aflann á
þremur tímum eða í tveimur köst-
um,“ segir Sveinn.
Hann segir að það sé um 10 tíma
sigling á miðin og hallast að því
að loðnan haldi sig nálægt Kötlu-
tanga. „Núna er aðalvinnslu-
tíminn," segir hann. „Tíðarfarið
næstu viku sker úr um það hvernig
vinnslan gengur hér fyrir suðvest-
urhorninu.“
Göslast áfram meðan
þrekið leyfir
Hann segist ekki hafa reiknað
það út hversu miklum loðnuafla
Hábergið hafí náð í heild. „Ég hef
ekki einu sinni haft tíma til að kíkja
á blaðið,“ segir hann. „Það er bara
göslast áfram meðan þrekið leyfír.
Það gengur svo mikið á núna þessa
tvo mánuði sem loðnan gefur sig.“
Sveinn er vantrúaður á að kvót-
inn náist vegna þess að tíminn sé
orðinn of naumur. Hann segist vona
að loðnan veiðist út mars eða fram-
undir páska. „Þá verður kvótinn
vonandi langt kominn, en ég held
hann náist ekki,“ segir hann. „Það
er afleiðing af því hvað sumarveið-
arnar gengu illa vegna þess að loðn-
an var svo smá.“
Heildarloðnuafli nálgast 400
þúsund tonn
Alls hefur verið tilkynnl um land-
anir á rúmum 30 þúsimd tönnum
af loðnu frá síðustu tílkynningu
Samtaka fiskvinnslustöðva. Þar af
kom mestur hluti aflans á land um
helgina.
Heildarveiði íslenskra skipa á
loðnuvertíðinni er komin í 395.425
tonn, en þar af var afli á haust-
og sumarvertíðinni 171.992 tonn.
Hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar
hefur alls verið landað 39.612 tonn-
um, en hjá Síldarvinnslunni hf. í
Neskaupstað hefur verið landað
38.975 tonnum.
Hjá SR-mjöli hf. á Seyðisfirði
hefur verið landað 32.812 tonnum,
Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyj-
um 17.685 tonnum, Loðnuvinnsl-
unni á Fáskrúðsfirði 15.471 tonni,
SR-mjöli á Raufarhöfn 13.496
tonnum og SR-mjöli á Reyðarfirði
13.529 tonnum.