Morgunblaðið - 20.02.1996, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996
ERLEIMT
MORGUNBLAÐIÐ
Um 400 tonn hafa lekið úr olíuskipinu á strandstað undan Milford Haven í Wales
Reynt að koma
Sea Empress á
réttan kjöl
Milford Haven, Wales. Reuter.
OLIUSLYS UNDAN STRONDUM BRETLANDS
Mengunarvarnarsveitir hafa átt í erfiðleikum með að hemja leka,
sem komað stóru olíuskipi á fimmtudag. Fuglar og selir í Pembroke-
þjóðgarðinum eru taldir í hættu
Verndaðsvæöi
Áhugaverðir staðir
. fyrir vísindamenn
TUTTUGU manna björgunarlið
var látið síga úr lofti niður á olíu-
skipið Sea Empress, sem strandaði
undan ströndum Suður-Wales á
fimmtudag, til að tryggja að skip-
ið sé kirfilega skorðað áður en
hafist verður handa við að dæla
130 þúsund tonna hráolíufarmi úr
því.
Talið er að 400 tonn af olíu
hafi þegar lekið út í sjó og rekið
á strandlengju, sem er annáluð
fyrir náttúrulíf. Sérfræðingar
leggja nú allt kapp á að koma í
veg fyrir að stórfellt umhverfisslys
hljótist af.
Olía lak enn úr skut skipsins í
gær. Þijár flugvélar voru notaðar
til að dreifa sérstöku efni yfir ol-
íuna, sem nær yfir sex km langt
svæði, Strandgæslumenn sögðu
að olía fyllti vog einn, en svo virt-
ist, sem hið versta væri afstaðið.
FORSETAR Bosníu, Króatíu og
Serbíu samþykktu á tveggja daga
skyndifundi í Róm um helgina að
reyna að bjarga Dayton-samn-
ingunum um frið í Bosníu. Sam-
þykkt forsetanna felur í sér að
viðræður múslima, Króata og
Serba um framkvæmd friðar-
samninganna verða hafnar að
nýju, gerðar verða ráðstafanir til
að aflétta refsiaðgerðum Samein-
uðu þjóðanna gegn Bosníu-Serb-
um, reynt verður að draga úr
spennunni í Sarajevo og Mostar
og mörkuð var stefna um stríðs-
fanga og handtöku meintra
stríðsglæpamanna.
„Við höfum afstýrt alvarlegri
hættu hér í Róm,“ sagði Richard
Holbrooke, aðstoðarutanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sem átti
stærstan þátt í að knýja friðar-
samningana fram í Dayton í
Bandaríkjunum í fyrra. „Ég tel
að við höfum-staðist prófið en það
var ekki auðvelt. Ef við hefðum
ekki leyst vandann hér í Róm
hefðum við lent í miklum erfið-
leikum í næstu viku.“
Farmi dælt í annað skip
Skipið, sem er skráð í Líberíu
og var með 14 manna rússneska
áhöfn, liggur nánast á hliðinni og
er sagt illa farið. Björgunarliðið
hyggst varpa akkerum til að
skorða Sea Empress við hafsbotn-
inn og freista þess að koma skip-
inu á réttan kjöl. Búist er við að
það taki um tvo daga og um miðja
viku verði minna olíuskipi siglt upp
að hlið Sea Empress og olíufarmin-
um^dælt milli skipanna.
Á sunnudag þurfti að flytja
björgunarmennina frá borði vegna
veðurs. Tveir dráttarbátar voru
notaðir til að tryggja að skipið
færi ekki af stað í fyrri nótt og í
dögun í gær voru björgunarmenn-
irnir komnir um borð á ný, þótt
veður væri enn vont.
Konunglegu dýraverndunar-
Fundurinn í Róm hófst með því
að Alija Izetbegovic, forseti Bosn-
íu, Franjo Tudjman, forseti Króa-
tíu, og Slobodan Milosevic, forseti
Serbíu, tókust í hendur ti! marks
um að þeir vildu sættast. Fundin-
um lauk með því að forsetarnir
lofuðu allir að framfylgja Dayton-
samningunum til hins ýtrasta.
Susanna Agnelli, utanríkisráð-
herra Ítalíu og formaður ráð-
herraráðs Evrópusambandsins,
lýsti fundinum sem „kapphlaupi
við tímann“ vegna spennunnar
að undanförnu í Bosníu. Dayton-
samningarnir höfðu verið í hættu
vegna deilna um fangaskipti,
samtökin RSPCA hafa hafið að-
gerðir til að bjarga dýrum, sem
lent hafa í olíu og hafa nokkrir
fuglar fundist löðrandi í olíu.
Reglum sagt áfátt
Talsmaður náttúruverndarsam-
takanna World Wide Fund for
Nature sagði að slys sem þetta
deilu múslima og Króata um
framtíð borgarinnar Mostar í
suðurhluta landsins, og reiði
Bosníu-Serba vegna handtöku
tveggja serbneskra herforingja,
sem voru síðan framseldir til
Haag þótt þeir hefðu ekki verið
ákærðir fyrir stríðsglæpi. Bosníu-
Serbar slitu öllum viðræðum við
embættismenn Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) og fulltrúa
Bosníustjórnar og Króata vegna
framsalsins.
Ákæra forsenda handtöku
Milosevic fékk loforð frá Banda-
ríkjamönnum um að gerðar yrðu
mætti rekja til ófullnægjandi ör-
yggiskrafna, sem ekki tækju tillit
til náttúrunnar: „Ef skipskrokkur
Sea Empress hefði verið tvöfaldúr
og skipið verið búið viðvörunar-
kerfum til að tryggja að það yrði
ekki stjórnlaust hefði þetta hræði-
lega atvik ef til vill aldrei átt sér
stað.“
ráðstafanir til að aflétta refsiað-
gerðum Sameinuðu þjóðanna gegn
Bosníu-Serbum svo fremi sem yf-
irmenn NATO í Bosníu telja að
hersveitir Serba standi við friðar-
samningana.
Forsetarnir þrír áréttuðu loforð
um samstarf við stríðsglæpadóm-
stólinn í Haag og samþykktu að
aðeins mætti handtaka meinta
stríðsglæpamenn sem dómstóllinn
hefur þegar ákært.
Forsetarnir samþykktu að sam-
einingu Sarajevo yrði ekki frestað
og að fimm hverfi Serba í borg-
inni yrðu færð undir yfirráð Bosn-
íu-stjórnar ekki síðar en 20. mars.
Serbneskir íbúar borgarinnar ótt-
ast að þeir verði fyrir árásum
múslima vegna umsáturs og árása
Serba á Sarajevo í stríðinu sem
kostuðu 10.000 manns lífið.
Leiðtogarnir sögðu að allir íbúar
Sarajevo ættu að hafa sama rétt
og að Serbar ættu að fara með
mennta-, félags- og heilbrigðismál
í hverfum sínum. Þeir ættu einnig
að fá að nota serbnesku og kýríl-
ískt letur í hverfum sínum.
Nálgast
myndun
sljórnar í
Tyrklandi
NOKKUÐ miðaði í gær í
stjórnarmyndunarviðræðum
Föðurlandsflokksins og flokks
múslima í Tyrklandi. Á morg-
un, miðvikudag, sest nefnd
flokkanna niður og freistar
þess að ná samkomulagi um
skiptingu ráðuneyta. Því á að
vera lokið á föstudag en þá
er ráðgert að viðræður um
stjórnarsáttmála hefjist.
Hermt er að múslimar, undir
forystu Necmettins Erbakans,
hafi samþykkt í gær, að Mesut
Yilmaz, leiðtogi Föðurlands-
flokksins, verði forsætisráð-
herra fyrstu 10 mánuðina en
þá taki Erbakan við því starfi.
Tansu Ciller, fráfarandi for-
sætisráðherra, varaði Yilmaz
við myndun stjórnar með mús-
limum í gær og sagði að það
jafngilti því að stigið væri
skref aftur til forneskju.
Tíu fórust í
flugslysi
TÍU manns, tveir flugmenn og
átta kaupsýslumenn, biðu
bana er tveggja hreyfla flug-
vél af gerðinni Cessna 550
fórst I aðflugi að flugvellinum
í Salzburg í Austurríki í gær.
Flugvélin var á leið frá Berlín
og kom niður í skógi skammt
frá þýsku borginni Freilassing.
Orsakir slyssins voru ókunnar.
Bretum sama
þótt hirðin
hverfi
BRETAR stóðu með konungs-
fjölskyldunni þegar Játvarður
konungur sagði af sér og Mar-
grét systir Elísabetar drottn-
ingar gekk í gegnum skilnað.
Nú virðist hvert hneykslismál-
ið á fætur öðru orðið þess vald-
andi að meirihluti þjóðarinnar
telur að konungsljölskyldan sé
rándýr munaður sem þjóðin
hafí ekki lengur efni á. Tveir
af hveijum þremur Bretum
telja, samkvæmt skoðana-
könnun blaðsins Independent,
skaðlaust með öllu að leggja
konungdæmið af og 42% að-
spurðra töldu rekstu^ kon-
ungsfjölskyldunnar alltof dýr-
an.
Tugir farast í
jarðskjálfta
AÐ minnsta kosti 63 menn
biðu bana og rúmlega 2.000
hús og byggingar eyðilögðust
í 7,5 stiga jarðskjálfta, sem
reið yfir eyna Biak í Indónesíu
á laugardag. í kjölfarið barst
flóðbylgja á land. Talið var í
gær að tala látinna ætti eftir
að hækka.
Opnað fyrir
samkeppni í
símaþjónustu
INDVERSKA stjórnin og fyr-
irtæki á sviði fjarskipta fögn-
uðu í gær er hæstiréttur Ind-
lands vísaði frá málatilbúnaði
stjórnarandstæðinga, sem
freistuðu þess að gera að engu
tilraunir ríkisstjórnarinnar til
að opna fyrir samkeppni í
símaþjónustu. Sukh Ram fjar-
skiptaráðherra fagnaði sömu-
leiðis og sagði úrskurðinn
marka „sögulegt brotthvarf"
frá ríkisforsjá í efnahagslífinu.
Reuter
OLÍUSKIPIÐ Sea Empress marar í hálfkafi undan strönd Wales.
Árangur næst á skyndifundi forseta Bosníu, Króatíu og Serbíu í Róm
Róm. Reuter.
Hefja að nýju
viðræður