Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Um 400 tonn hafa lekið úr olíuskipinu á strandstað undan Milford Haven í Wales Reynt að koma Sea Empress á réttan kjöl Milford Haven, Wales. Reuter. OLIUSLYS UNDAN STRONDUM BRETLANDS Mengunarvarnarsveitir hafa átt í erfiðleikum með að hemja leka, sem komað stóru olíuskipi á fimmtudag. Fuglar og selir í Pembroke- þjóðgarðinum eru taldir í hættu Verndaðsvæöi Áhugaverðir staðir . fyrir vísindamenn TUTTUGU manna björgunarlið var látið síga úr lofti niður á olíu- skipið Sea Empress, sem strandaði undan ströndum Suður-Wales á fimmtudag, til að tryggja að skip- ið sé kirfilega skorðað áður en hafist verður handa við að dæla 130 þúsund tonna hráolíufarmi úr því. Talið er að 400 tonn af olíu hafi þegar lekið út í sjó og rekið á strandlengju, sem er annáluð fyrir náttúrulíf. Sérfræðingar leggja nú allt kapp á að koma í veg fyrir að stórfellt umhverfisslys hljótist af. Olía lak enn úr skut skipsins í gær. Þijár flugvélar voru notaðar til að dreifa sérstöku efni yfir ol- íuna, sem nær yfir sex km langt svæði, Strandgæslumenn sögðu að olía fyllti vog einn, en svo virt- ist, sem hið versta væri afstaðið. FORSETAR Bosníu, Króatíu og Serbíu samþykktu á tveggja daga skyndifundi í Róm um helgina að reyna að bjarga Dayton-samn- ingunum um frið í Bosníu. Sam- þykkt forsetanna felur í sér að viðræður múslima, Króata og Serba um framkvæmd friðar- samninganna verða hafnar að nýju, gerðar verða ráðstafanir til að aflétta refsiaðgerðum Samein- uðu þjóðanna gegn Bosníu-Serb- um, reynt verður að draga úr spennunni í Sarajevo og Mostar og mörkuð var stefna um stríðs- fanga og handtöku meintra stríðsglæpamanna. „Við höfum afstýrt alvarlegri hættu hér í Róm,“ sagði Richard Holbrooke, aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sem átti stærstan þátt í að knýja friðar- samningana fram í Dayton í Bandaríkjunum í fyrra. „Ég tel að við höfum-staðist prófið en það var ekki auðvelt. Ef við hefðum ekki leyst vandann hér í Róm hefðum við lent í miklum erfið- leikum í næstu viku.“ Farmi dælt í annað skip Skipið, sem er skráð í Líberíu og var með 14 manna rússneska áhöfn, liggur nánast á hliðinni og er sagt illa farið. Björgunarliðið hyggst varpa akkerum til að skorða Sea Empress við hafsbotn- inn og freista þess að koma skip- inu á réttan kjöl. Búist er við að það taki um tvo daga og um miðja viku verði minna olíuskipi siglt upp að hlið Sea Empress og olíufarmin- um^dælt milli skipanna. Á sunnudag þurfti að flytja björgunarmennina frá borði vegna veðurs. Tveir dráttarbátar voru notaðir til að tryggja að skipið færi ekki af stað í fyrri nótt og í dögun í gær voru björgunarmenn- irnir komnir um borð á ný, þótt veður væri enn vont. Konunglegu dýraverndunar- Fundurinn í Róm hófst með því að Alija Izetbegovic, forseti Bosn- íu, Franjo Tudjman, forseti Króa- tíu, og Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, tókust í hendur ti! marks um að þeir vildu sættast. Fundin- um lauk með því að forsetarnir lofuðu allir að framfylgja Dayton- samningunum til hins ýtrasta. Susanna Agnelli, utanríkisráð- herra Ítalíu og formaður ráð- herraráðs Evrópusambandsins, lýsti fundinum sem „kapphlaupi við tímann“ vegna spennunnar að undanförnu í Bosníu. Dayton- samningarnir höfðu verið í hættu vegna deilna um fangaskipti, samtökin RSPCA hafa hafið að- gerðir til að bjarga dýrum, sem lent hafa í olíu og hafa nokkrir fuglar fundist löðrandi í olíu. Reglum sagt áfátt Talsmaður náttúruverndarsam- takanna World Wide Fund for Nature sagði að slys sem þetta deilu múslima og Króata um framtíð borgarinnar Mostar í suðurhluta landsins, og reiði Bosníu-Serba vegna handtöku tveggja serbneskra herforingja, sem voru síðan framseldir til Haag þótt þeir hefðu ekki verið ákærðir fyrir stríðsglæpi. Bosníu- Serbar slitu öllum viðræðum við embættismenn Atlantshafs- bandalagsins (NATO) og fulltrúa Bosníustjórnar og Króata vegna framsalsins. Ákæra forsenda handtöku Milosevic fékk loforð frá Banda- ríkjamönnum um að gerðar yrðu mætti rekja til ófullnægjandi ör- yggiskrafna, sem ekki tækju tillit til náttúrunnar: „Ef skipskrokkur Sea Empress hefði verið tvöfaldúr og skipið verið búið viðvörunar- kerfum til að tryggja að það yrði ekki stjórnlaust hefði þetta hræði- lega atvik ef til vill aldrei átt sér stað.“ ráðstafanir til að aflétta refsiað- gerðum Sameinuðu þjóðanna gegn Bosníu-Serbum svo fremi sem yf- irmenn NATO í Bosníu telja að hersveitir Serba standi við friðar- samningana. Forsetarnir þrír áréttuðu loforð um samstarf við stríðsglæpadóm- stólinn í Haag og samþykktu að aðeins mætti handtaka meinta stríðsglæpamenn sem dómstóllinn hefur þegar ákært. Forsetarnir samþykktu að sam- einingu Sarajevo yrði ekki frestað og að fimm hverfi Serba í borg- inni yrðu færð undir yfirráð Bosn- íu-stjórnar ekki síðar en 20. mars. Serbneskir íbúar borgarinnar ótt- ast að þeir verði fyrir árásum múslima vegna umsáturs og árása Serba á Sarajevo í stríðinu sem kostuðu 10.000 manns lífið. Leiðtogarnir sögðu að allir íbúar Sarajevo ættu að hafa sama rétt og að Serbar ættu að fara með mennta-, félags- og heilbrigðismál í hverfum sínum. Þeir ættu einnig að fá að nota serbnesku og kýríl- ískt letur í hverfum sínum. Nálgast myndun sljórnar í Tyrklandi NOKKUÐ miðaði í gær í stjórnarmyndunarviðræðum Föðurlandsflokksins og flokks múslima í Tyrklandi. Á morg- un, miðvikudag, sest nefnd flokkanna niður og freistar þess að ná samkomulagi um skiptingu ráðuneyta. Því á að vera lokið á föstudag en þá er ráðgert að viðræður um stjórnarsáttmála hefjist. Hermt er að múslimar, undir forystu Necmettins Erbakans, hafi samþykkt í gær, að Mesut Yilmaz, leiðtogi Föðurlands- flokksins, verði forsætisráð- herra fyrstu 10 mánuðina en þá taki Erbakan við því starfi. Tansu Ciller, fráfarandi for- sætisráðherra, varaði Yilmaz við myndun stjórnar með mús- limum í gær og sagði að það jafngilti því að stigið væri skref aftur til forneskju. Tíu fórust í flugslysi TÍU manns, tveir flugmenn og átta kaupsýslumenn, biðu bana er tveggja hreyfla flug- vél af gerðinni Cessna 550 fórst I aðflugi að flugvellinum í Salzburg í Austurríki í gær. Flugvélin var á leið frá Berlín og kom niður í skógi skammt frá þýsku borginni Freilassing. Orsakir slyssins voru ókunnar. Bretum sama þótt hirðin hverfi BRETAR stóðu með konungs- fjölskyldunni þegar Játvarður konungur sagði af sér og Mar- grét systir Elísabetar drottn- ingar gekk í gegnum skilnað. Nú virðist hvert hneykslismál- ið á fætur öðru orðið þess vald- andi að meirihluti þjóðarinnar telur að konungsljölskyldan sé rándýr munaður sem þjóðin hafí ekki lengur efni á. Tveir af hveijum þremur Bretum telja, samkvæmt skoðana- könnun blaðsins Independent, skaðlaust með öllu að leggja konungdæmið af og 42% að- spurðra töldu rekstu^ kon- ungsfjölskyldunnar alltof dýr- an. Tugir farast í jarðskjálfta AÐ minnsta kosti 63 menn biðu bana og rúmlega 2.000 hús og byggingar eyðilögðust í 7,5 stiga jarðskjálfta, sem reið yfir eyna Biak í Indónesíu á laugardag. í kjölfarið barst flóðbylgja á land. Talið var í gær að tala látinna ætti eftir að hækka. Opnað fyrir samkeppni í símaþjónustu INDVERSKA stjórnin og fyr- irtæki á sviði fjarskipta fögn- uðu í gær er hæstiréttur Ind- lands vísaði frá málatilbúnaði stjórnarandstæðinga, sem freistuðu þess að gera að engu tilraunir ríkisstjórnarinnar til að opna fyrir samkeppni í símaþjónustu. Sukh Ram fjar- skiptaráðherra fagnaði sömu- leiðis og sagði úrskurðinn marka „sögulegt brotthvarf" frá ríkisforsjá í efnahagslífinu. Reuter OLÍUSKIPIÐ Sea Empress marar í hálfkafi undan strönd Wales. Árangur næst á skyndifundi forseta Bosníu, Króatíu og Serbíu í Róm Róm. Reuter. Hefja að nýju viðræður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.