Morgunblaðið - 20.02.1996, Side 19

Morgunblaðið - 20.02.1996, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 19 ERLENT Einn lét lífið í sprengjutilræði í strætisvagni í miðborg London IRA hótar frekari aðgerð- um í breskum borgum London. Reuter. EINN maður lést og átta særðust er sprengja sprakk í strætisvagni í miðborg London á sunnudags- kvöld. Lögreglan handtók í gær tvo menn sem grunaðir eru um aðild að verknaðinum. írski lýð- veldisherinn (IRA) hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjutilræðinu en breska lögreglan útilokar ekki að sprengjan hafi sprungið fyrr en ætlað var, í fangi manns er var að færa hana á áfangastað. IRA hótaði síðdegis í gær að að efnt yrði til tilræða í fleiri stórborgum Bretlands ef stjórnvöld í London létu ekki undan kröfum samtak- anna. Þetta er þriðja sprengjan sem IRA kemur fyrir í bresku höfuð- borginni á tíu dögum, en eina sprengjuna tókst að aftengja áður en hún sprakk. Fulltrúi samtak- anna lýsti yfir ábyrgð á tilræðinu á sunnudagskvöld í símtali til BBC í Belfast á mánudag. „Sprengjan sem sprakk í gær- kvöldi var frá okkur komin. Á þessu stigi getum við sagt að við hörmum að hún hafi valdið mann- sláti og sárum,“ sagði írski lýð- veldisherinn. Jafnt lögregla sem stjórnmála- menn voru undrandi á því að ekki hefði verið gefin út viðvörun áður en sprengjan sprakk á Aldwych- svæðinu, skammt frá Covent Garden. Hefur það ýtt undir vangaveltur um að sprengjan hafi sprungið óvænt á meðan verið var að fara með hana á þann stað, þar sem írski lýðveldisherinn hugðist sprengja hana. Að sögn sjónarvotta rifnaði strætisvagninn, sem var tveggja hæða, í sundur líkt og um niður- suðudós hefði verið að ræða. Sært fólk lá á götunni í blóði sínu ásamt málmtætlum og glerbrot- um. Hélt um skjalatösku „Einn maður virtist vera í miðj- um strætisvagninum. Ég held að hann hafi verið sprengjumaðurinn. Hann hélt utan um leifarnar af skjalatösku en var allur brunn- inn,“ sagði Jonathan Bray, sem varð vitni að sprengingunni. Þegar Tony Rowe lögreglufor- ingin var inntur eftir því hvort um sprengjumanninn hafi verið að ræða svaraði hann: „Ég útiloka það ekki né heldur get ég stað- SPRENG JUTILRÆÐI í LONDON Reuter BRAK strætisvagnsins í London. Ekki er vitað hve stór sprengj- an var en lögregla hélt áfram að kanna aðstæður á svæðinu. Sprengja frá írska lýðveldis- hernum sprakk í strætisvagni í miðborg London á sunnu- dagskvöld. Einn maður lét lífið og átta særðust. hæft það á þessu stigi. Starfs- bræður mínir í andhryðjuverka- sveitinni einbeita sér meðal annars að þeirri tilgátu í rannsókn sinni á tilræðinu.“ Patrick Mayhew, sem fer með málefni Norður-írlands í bresku ríkisstjórninni, hvatti öfgasinnaða mótmælendur, sem styðja yfir- stjórn Breta á Norður-Irlandi, til að halda fast við vopnahlé það er þeir lýstu yfir í október 1994, sex vikum eftir að IRA batt enda á 25 ára vopnaða baráttu sína gegn Bretum. „Hefndaraðgerðir væru stórslys fyrir alla aðila,“ sagði Mayhew. Adams harmar sprengjutilræðið Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, hins pólítíska arms Irska lýðveldishersins, sagði í samtali við BBC í gær að sprengingin væri mikið áfall. „Ég tek ekki á mig neina ábyrgð á því sem gerð- ist [á sunnudagskvöld]. Við erum allir ábyrgir, ekki síst þeir okkar sem eru í forystuhlutverki.“ írska dagblaðið Irísh Times sagði í gær írsk öryggisyfirvöld gruna að nýr miskunnarlaus yfir- maður, sem hefði blóði drifinn fer- il að baki innan IRA, hefði tekið við forystu samtakanna, þegar uppstokkun átti sér stað nýlega. Blaðið nefndi engin nöfn í því sam- bandi. Filippseyjar 7 0 manns drukkna Cadiz, Filippseyjum. Reuter. UM 70 manns drukknuðu þegar feija sökk við Filippseyjar í stórsjó á sunnudag. Áð minnsta kosti 141 maður bjargaðist með því að synda í land eða halda um fljótandi brak úr feijunni, sem var á siglingu til borgarinnar Cadiz. Strandgæslan setti skip- stjóra feijunnar og tvo yfirmenn í varðhald þegar í ljós kom að 200 manns voru um borð, en aðeins leyfilegt að feija 100 far- þega. Fidel Ramos, forseti Filipps- eyja, fyrirskipaði í gær að rann- sakað yrði hvers vegna skipinu var leyft að sigla þótt helmingi fleiri væru um borð en leyfilegt væri. Sjóslys eru tíð á Filippseyj- um. Ferjur eru oft eini samgöngu- mátinn milli hinna fjölmörgu eyja, en þær eru oft og tíðum gamlar og illa við haldið. 24. febrúar 24. febrúar * V^úseigenda q Aðalfundur og grísaveisla Aðalfundur og árleg grísaveisla Félags húseigenda á Spáni verða haldin laugardaginn 24. febrúar í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11. Aðalfundur hefst kl. 13.30 og verður samkvæmt útsendri dagskrá. Grísaveislan: Húsið opnað kl. 19.00, en þá verður tekið á móti gestum með viðeigandi hætti. Borðhald hefst kl. 20.00. Hafrót leikur fyrir dansi ásamt góðum skemmtiatriðum og ekki má gleyma hinu frábæra happdrætti okkar. Mætum öll og eigum góða stund saman. Vinsamlegast pantið miða sem fyrst, ekki seinna en miðvikudaginn 21. febrúar. Upplýsingar fyrir nýja félaga gefa Ólöf Jónsdóttir vs. 562 5999 og Jón Steinn Elíasson vs. 562 1344. Vinsamlega pantið miða sem fyrst hjá Jóni Steini i síma 562 1344, Stefáni Stefáns í síma 561 2129, Friðbirni í síma 568 1075, Guðmundi í síma 554 2570 (vs.) eða Hrefnu í síma 581 3009. Framsóknarfélag Reykjavíkur og Samband ungra framsóknarmanna standa fyrir opnum fundi níeð Finni Ingólfssyni, iðnaðar og við- skiptaráðhena og Páli Péturssyni, félagsmálaráðherra, þriðjudaginn 20. febrúar kl. 20.30 í Sunnusal ( áður Átthagasal) Hótel Sögu. Allir velkomnir FR og SUF Framsóknarflokkurinn Nýc lítiii GSM á kynningarverbi Audiovox GSM - 650 263 g með rafhlöðunni sem fylgir simanum • Rafhlaða endist i 70 mín. samtal eða 18 klst. bið • Tekur stórt kort PÓSTUR OG SÍMI Söludeild Ármúla 27, sími 550 7800 Þjónustumiðstöð í Kirkjustræti, sími 550 6670 | , Söludeild Kringlunni, sími 550 6690 N. Póst- og símstöðvum um land allt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.