Morgunblaðið - 20.02.1996, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MENIMTUN
Frásagnargleði
í fyrirrumi
Á að leggja minni áherslu á að
læra ljóð utanað en gert hefur ver-
ið í grunnskólum landsins og í stað-
inn að lesa ljóð fyrir bömin og leyfa
þeim að glíma við að semja? Hild-
ur Fríðriksdóttir fylgdist með
lokatíma á nýstárlegu bókmennta-
námskeiði fyrir kennara.
Jóhanna
Antonsdóttir
Þóra
Melsted
ÞRJÁTÍU grunnskólakennarar
hafa hist hálfsmánaðarlega í vet-'
ur, setið með „sveittan skallann"
við að semja ljóð og smásögur,
lesa fornsögur og nútímasögur
undir leiðsögn Baldurs Hafstað
dósents og Þórðar Helgasonar
lektors við Kennaraháskóla ís-
lands (KHÍ). Var námskeiðið hald-
ið í samvinnu við Fræðsluskrif-
stofu Reykjavíkur að
undirlagi Hannesar
Sveinbjörnssonar
kennsluráðgjafa.
Námskeiðið er nýst-
árlegt að því leyti að
lögð er áhersla á að
kennari sé meira áberandi og geri
örlítið meira úr persónu sinni í
kennslu en verið hefur fram til
þessa. „Við fórum vandlega í frá-
sagnartækni og létum hvern og
einn semja sögu og ljóð, en sýnd-
um einnig mikið af ljóðagerð nem-
enda, sem ég á mikið safn af,“
sagði Þórður.
Of lítið verið
iagt í frásagn-
ir en því meir
í ritgerðir
Ætlaði mér þetta ekki!
Þegar Morgunblaðið leit inn í
kennslustund komu nemendur, þ.e.
kennarar, hver á fætur öðrum upp
í púlt og fluttu frumsamin ljóð.
Flestir höfðu uppi afsakanir í for-
mála um að þeir hefðu aldrei ætlað
að taka þátt í þessari uppákomu
en hér stæðu þeir engu að síður.
Greinilegt var að þeim
þótti verkefnið ögrandi og
skemmtilegt. Einn kenn-
arinn sagðist ekki geta
hugsað sér að vera fjar-
verandi þótt hann væri
veikur því kennslustund-
imar væm svo skemmtilegar. Það
flaug í gegnum huga blaðamanns
að miklum árangri væri náð í skóla-
starfí, ef nemendum þætti svo
skemmtilegt í tímum, að þeir gætu
ekki hugsað sér að sleppa þeim!
Þórður lagði áherslu á að með
því að kennarar fæm í gegnum
sama ferli og nemendur, þ.e. að
semja, koma upp og flytja ljóð eða
sögu, skynjuðu þeir líðan nemenda.
„Það er þessi blanda af tilhlökkun
og kvíða sem allir hafa gott af að
ganga í gegnurn," sagði hann.
Augljóst var að kennuram þótti
hafa tekist vel til því í lokin báðu
þeir um framhaldsnámskeið eða
jafnvel annars konar námskeið af
sama tagi og allir töluðu í einu.
„Líttu bara á,“ sagði Þórður glott-
andi og beindi orðum til blaða-
manns: „Þeir hegða sér alveg eins
og tíu ára!“
Las Gunnlaugs sögu fyrir
11 ára nemendur sína
Til að heyra hvernig námskeiðið
hefði skilað sér í kennslunni ræddi
blaðamaður við tvo kennara, Þóru
Melsted, sem kennir 11 ára krökk-
um í Laugarnesskóla, og Jóhönnu
Antonsdóttur, sem kennir 7. bekk
í Foldaskóla. „Þegar okkur finnst
gaman, þá hlýtur það að smita út
frá sér til nemendanna,“ sagði
skólar/námskeið
handavinna
skjalastjórnun
myndmennt
■ Ódýr saumanámskeið
Samvinna við Burda. Sparið og saumið
fötin sjálf. Mest 4 nemendur í hóp.
Faglærður kennari.
Sigríður Pétursd., s. 5517356.
tölvur
■ Tölvunámskeið
Starfsmenntun:
- 64 klst tölvunám
- 84 klst. bókhaldstækni
Stutt námskeið:
- PC grunnnámskeið
- Windows 3.1 og Windows 95
- Word grunnur og framhald
- WordPerfect fyrir Windows
- Excel grunnur og framhald
- Access grunnur
- PowerPoint
- Paradox fyrir Windows
- PageMaker fyrir Windows
- Internet námskeið
- Tölvubókhald
- Novell námskeið fyrir netstjóra
- Bamanám
- Unglinganám í Windows
- Unglinganám í Visual Basic
- Windows forritun
Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar
kennslubækur fylgja öllum námskeiðum.
Upplýsingar og skráning
í síma 561 6699.
Tolvuskóli ReykiavíKur
Borgartúni 28, sími 561 6699.
tónlist
■ Pianókennsla
Einkakennsla á píanó og í tónfræði.
Upplýsingar og innritun í s. 553 1507.
Anna Ingólfsdóttir.
■ Inngangur að skjalastjórnun
Námskeið, haldið 26. og 27. febrúar
(mánud. og þriðjud.). Gjald kr. 11.000.
Bókin „Skjalastjórnun" innifalin.
Skráning hjá Skipulag og skjöl
í sima 564-4688, fax 564-4689.
ýmislegt
■ Tréskurðarnámskeið
Fáein páss laus í mars og apríl.
Hannes Flosason, s. 554 0123.
5571156
■ Opið hús laugard. 24. febrúar
kl. 13-17.
Pýska fyrir ferðaþjónustu
Þýs I: Þri./fim, kl. 18.30 og
þýs. ferða.: mán./mið. kl. 20.
Ens, spæ, stæ, ísi, ICELANDIC.
Námsaðstoð fyrir samræmd próf og
framh. Opið hús laugard. 24. febrúar.
Kaffi og meðlæti - happdrætti.
■ Barnfóstru-
námskeið 1996
1. 6., 7., 11. og 12 mars
2. 13., 14., 18. og 19. mars.
3. 20., 21., 25. og 26 mars.
4. 10., 11., 15. og 16. apríl.
5. 17., 18., 22. og 23. aprfl.
6. 6., 7., 8. og 9. maí.
7. 29. og 30. maí, 3. og 4. júní.
8. 5., 6., 10. og 11. júní.
Kennsluefni: Umönnun ungbarna og
skyndihjálp.
Upplýsingar/skráning: Sími 568 8188
kl.8-16.
Reykjavíkurdeifd RKÍ.
Gerðuberg 1,3 hfcð
■ Bréfaskólanámskeið
f myndmennt
Á nýársðnn, janúar-maí, eru kennd eftir-
farandi námskeið:
Grunnteikning. Líkamsteikning. Lita-
raeðferð. Listmálun með myndbandi.
Skrautskrift. Innanhússarkitektúr.
Híbýlafræði. Teikning og föndur fyrir
börn.
Fáðu sent kynningarrit skólans með því
að hringja eða senda okkur línu.
Sími 562 7644, pósthólf 1464,
121 Reykjavík.
http://www.mmedia.is/handment/
nudd
■ Konur - konur - Menn
Hin vinsælu Venusarkvöld hefjast á
ný fimmtudaginn 29. febrúar. Kvenna-
og blandaður hópur. Kennsla í sjálfs-
nuddi, handa-, höfuð-, axla- og punkta-
nuddi. Sjálfsstyrking, tjáning og sjálfs-
ögun. Innri-, hugar- og innsæisæfingar.
Slökun og hugleiðsla.
Leiðbeinendur Þórgunna Þórarinsdóttir,
svæóa- og nuddfræðingur, og Inga
Bjamason, leikstjóri.
Upplýsingar og innritun fyrir
26. febrúar á Heilsusetri
Þórgunnu, Skúlagötu 26, sfmi
562-4745 og hjá Ingu milli
kl. 17 og 19 í síma 552-3132.
Morgunblaðið/Ásdís
SPOSKIR á svip fylgjast þeir Baldur Hafstað dósent (t.v.) og
Þórður Helgason lektor með nemendum sínum.
Jóhanna. Þóra kveðst hafa lesið
Gunnlaugs sögu Ormstungu fyrir
nemendur sína, því hún var ein af
þeim sögum sem lesnar vom á
námskeiðinu. „Þeir fussuðu í fyrstu
en síðan fannst flestum sagan
skemmtileg. Mér hefði aldrei dottið
í hug að lesa fornsögur fyrir nem-
endur nema af því að ég fékk hér
innblástur," sagði hún.
Jóhanna segir að ekki sé spurn-
ing að kennarar hafi gott af því
að sækja námskeið. „Því lengur
sem maður hefur kennt því meiri
er þörfin. Við fengum svolítið
spark frá stjórnendum námskeiðs-
ins og það er af hinu góða,“ sagði
hún.
Þær segjast hafa lært
að oft sé betra að endur-
segja sögur í stað þess
að lesa þær upp. Einnig
að árangursríkt sé að
ræða um efni sögunnar
við nemendur, koma með reynslu-
sögur úr eigin lífi og fá fram um-
ræður í stað þess að láta nemend-
ur fá verkefni til að vinna úr.
„Mér finnst kennslan markvissari
nú en áður,“ sagði Jóhanna. Hún
tók einnig fram að á námskeiðinu
hefðu allir átt að segja frá atburð-
um og það hefði reynst mörgum
býsna erfitt. „Okkur var bent á
að á undanförnum árum hefði ver-
ið of mikið lagt í ritgerðaruppbygg-
ingu en of lítið í frásögnina. Eg
held að þetta sé alveg rétt.“
Þá vom þær hrifnar af því hvað
Þórður og Baldur höfðu einstakt
lag á að draga fram skemmtileg
og ljóðræn atriði í sögum. Samt
var ekki laust við að ljóðaþátturinn
stæði upp úr hjá báðum. Þóra tók
fram að þó að hún hafi alltaf látið
nemendur semja sögur og ljóð
kunni hún ekkert fyrir sér í ljóða-
gerð. Nú sé hún heldur ömggari.
„Ég hef líka velt því fyrir mér
hvort það borgi sig að leggja svo
mikla áherslu á utanbók-
anærdóm. Sjálf fékk ég
ofnæmi fyrir ljóðum í
skóla því allt gekk út á
að læra utan að. Nú geri
ég mun meira af því að
lesa ljóð fyrir nemendur
mína, auk þess að láta þá finna
ljóðstaff, rím, kanna form ljóðanna
og innihald."
„Ég hlakka sérstaklega til að
fara í ljóðagerðina," sagði Jó-
hanna. „Það er ótrúlegt hvað nem-
endur geta samið af vísum. Ég er
með nokkra, sem ég hef trú á að
verði ljóðskáld.“
Gott að fá
fram umræð-
ur og segja
reynslusögur
Reykvískir skólastj órnendur
Krafa um námsráð-
gjafa í grunnskóla
FUNDUR reykvískra skólastjórn-
enda hefur sent Sigrúnu Magnús-
dóttur formanni Skólamálaráðs
ályktun, þar sem því er beint til
Skólamálaráðs Reykjavíkur að við
samningagerð um yfírtöku grunn-
skólans verði gerð sú skýlausa
krafa á hendur ríkinu að námsráð-
gjafar verði ætlaðir til formlegra
starfa við grunnskólana.
í ályktuninni segir m.a.: „Fjöldi
þeirra [námsráðgjafa] verði við.
það miðaður að einn ráðgjafí verði
á hverja 500 nemendur. Nái þessi
krafa ekki fram skora skólastjórn-
endur á Skólamálaráð Reykjavíkur
að beita sér fyrir því að Reykjavík-
urborg efli til muna þátt námsráð-
gjafar við gmnnskólana frá og
með hausti komanda.“
Ályktunin var samþykkt með
samhljóða atkvæðum allra fundar-
manna, sem voru um 60 talsins,
bæði skólastjórar og aðstoðar-
skólastjórar. Fundurinn var hald-
inn á Nesjavöllum 8. febrúar sl.
Til hans hafði verið boðað af
Skólamálaráði og Fræðsluskrif-
stofu Reykjavíkur í því skyni að
kynna skólastjórnendum vinnu-
brögð varðandi flutning grunn-
skólans frá ríki til sveitarfélaga.
Ragnar Gíslason formaður
reykvískra skólastjórnenda segir
að forsendur fyrir kröfum um
námsráðgjafa séu tilkomnar vegna
breytts skóla. „Félagslegi þáttur-
inn og ráðgjöf við nemendur er
sívaxandi í starfi kennara og
stjórnenda. Námsráðgjafar hafa
menntun til að sinna þessum mál-
um sérstaklega,“ sagði hann.
Nýjar námsbækur
• ÚT ER komið frá Námsgagna-
stofnun nýtt námsefni í móður-
máli. • Skinna eftir Gísla Ás-
geirsson og Þórð Helgason með
myndum eftir Halldór Baldurs-
son, Freydísi Kristjánsdóttur
o.fl. er grunnnámsefni í móður-
máli, ætlað 9-10 ára. Bókin hefur
að geyma talsvert af stuttum
bókmenntatextum, en auk þess
er töluðu máli og tjáningu gerð
sérstök skil og teflt er fram leikj-
um sem eiga við efnið. Verkefna-
hefti fylgir
bókinni en
síðara heftið
kemur út á
þessu ári. í
þeim eru mál-
fræði- og les-
skilnings-
verkefni
ásamt leikjum
og krossgát-
um. Bókin er 142 bls. að stærð,
en verkefnabókin 48 bls.