Morgunblaðið - 20.02.1996, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996
AÐSEIMDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Erlend fjárfesting
- nýir möguleikar
ÍSLENSK sjávarútvegsfyrirtæki
hafa sýnt mikinn nýsköpunarkraft
undanfarin misseri og verið ótrú-
lega útsjónarsöm við að bijótast út
úr því hafti sem niðurskurður veiði-
heimilda hefur sett þau í.
Þau hafa stefnt skipum sínum á
úthafsmið og bætt sér þannig upp
að hluta minni veiðiheimildir innan
lögsögunnar. Og þau hafa einnig
með slikum veiðum, sem í sumum
tilfellum eru brautryðjendastarf,
opnað möguleika til framtíðarveiða
íslenskra skipa á viðkomandi miðum.
Þau hafa efnt til samvinnu við
önnur fyrirtæki í greininni.lands-
horna á milli eða jafnvel stofnað til
nýrra til að nýta sem best veiði-
heimildir og fjárfestingar.
Og þau hafa leitað út fyrir Iand-
steinana með fjárfestingar og sölu
á hugviti, reynslu og þekkingu. í
kjölfarið hafa þeir aðilar í íslenskum
iðnaði, sem á undanförnum árum
hafa verið að byggja upp sérhæfðan
þjónustuiðnað við sjávarútveg,
markaðssett og selt sína vöru og
þjónustu.
íslenskt hugvit og
dugnaður í samkeppni
Eðlilega hefur því mikið verið
fjallað um landvinninga íslenskra
sjávarútvegsfyrirtækja og sölusam-
taka erlendis og ljóst að ekkert lát
er á dirfsku manna og áræði þegar
kemur að samstarfi við útlendinga
erlendis og er það vel.
Við höfum löngum þóst
vit'a að íslenskt hugvit
og dugnaður mætti sín
nokkurs í samkeppni
við erlenda aðila, ekki
síst á sviði sjávarút-
vegs. Það leiðir hugann
að ljárfestingum út-
lendinga hérlendis og
því samstarfí sem ætti
að geta átt sér stað hér
á landi á sama hátt.
Fjárfestingar er-
lendra aðila í atvinnu-
lífi á íslandi hafa verið
afar litlar undanfarna
áratugi. Fjárfestingar
í sjávarútvegi hafa ver-
ið alveg bannaðar undanfarin ár. I
ljós hefur hins vegar komið að
bannið heldur ekki og við því þárf
að bregðast, annaðhvort með því
að leyfa erlenda eignaraðild í fyrir-
tækjunum eða skera upp herör gegn
þeirri þróun í átt til óbeinnar eignar-
aðildar sem verið hefur, fylgja
banninu eftir af fullri hörku. Sú
reynsla sem íslensk fyrirtæki hafa
öðlast af fjárfestingum erlendis og
viðskiptum við erlend sjávarútvegs-
fyrirtæki hefur m.a. leitt til þess
að menn hafa endurmetið gildi þess
að viðhalda hér banni við erlendum
ijárfestingum í sjávarútvegsfyrir-
tækjum.
Óbein eignaraðild erlendra aðila
hefur þrátt fyrir bann
fengið að þróast víða í
íslenskum sjávarút-
vegi, t.d. gegnum þá
hiuti sem oliufélögin
eiga í mörgum sjávar-
útvegsfyrirtækjum. ís-
lensk fyrirtæki hafa
líka þurft að bægja frá
möguleikum sem þeim
hafa' boðist á erlendu
áhættufé og viðskipta-
samböndum vegna
bannsins.
Þróun og
fjárhagsleg
styrking
Vandséð er hvernig
unnt er að komast hjá eignaraðild
erlendra aðila í íslenskum sjávarút-
vegi miðað við þá óbeinu eignaraðild
sem þegar er til staðar og þess að
við viljum jú gjaman fá meiri er-
lenda fjárfestingu í landið í ýmsum
greinum. Vegna mikilvægis sjávar-
útvegsins í okkar þjóðarbúskap er
e.t.v. veijandi að vera með þrengri
löggjöf varðandi áhrif erlendra aðila
í þeirri grein en öðrum en það má
þó ekki ganga svo langt að það svipti
greinina möguleikum til uppbygg-
ingar, þróunar og ljárhagslegi-ar
styrkingar. Jafnframt ættum við að
huga að því hvort það að leyfa er-
lendum aðilum að fjárfesta takmark-
að í sjávarútvegsfyrirtækjum, gæti
Svanfríður
Jónasdóttir
laðað þá að íjárfestingum á öðrum
sviðum atvinnulífsins; hvort sjávar-
útvegurinn gæti þannig orðið sú
beita sem þarf til að laða að frekari
erlenda fjárfestingu.
Þess misskilnings hefur gætt,
jafnvel hjá forsvarsmönnum hags-
munasamtaka í sjávarútvegi, að
með þvi að leyfa takmarkaðar ijár-
festingar erlendra aðila í sjávarút-
vegsfyrirtækjum sé verið að heimila
erlendum aðilum aðgang að auð-
lindinni. Og þeir spyija til hvers
hafi þá verið barist, til hvers hafi
lögsagan verið færð út? A það hef-
ur verið bent að til að styrkja
ákvæðið um þjóðareignina væri rétt
að taka upp veiðileyfagjald. Það
sjónarmið nýtur ekki hylli hjá sömu
forsvarsmönnum, en það er athygl-
isvert að sömu aðilar telja í lagi að
útlendir peningar séu í íslenskum
Til að styrkja ákvæðið
um þjóðareignina, segir
Svanfríður Jónasdótt-
ir, væri rétt að taka
upp veiðileyfagjald.
sjávarútvegsfyrirtækjum sem
lánsfé, eða ef útlendu peningarnir
hafa verið „þvegnir" með því að
fara í gegnum íslensk fyrirtæki,
svokölluð óbein fjárfesting.
Fiskvinnsla er
matvælaiðja
Það hlýtur að vera okkur öllum
íhugunarefni af hvéiju forsvars-
menn hagsmunasamtaka bregðast
við eins og þeir Kristján Ragnarsson
og Arnar Sigurmundsson gera í
viðtali við Morgunblaðið frá 16.
Oft var þörf en
nú er nauðsyn
MEÐ grunnskóla-
lögum 1974 varð heim-
ilisfræði skyldunáms-
grein fyrir alla nem-
endur grunnskólans.
Fram að því höfðu að-
allega stúlkur notið
þessarar kennslu.
Fyrst var greinin ein-
ungis kennd í efstu
bekkjunum en síðar
bættust yngri bekkirn-
ir við. Samkvæmt
viðmiðunarstundaskrá
á að kenna heimilis-
fræði í fyrsta til níunda
bekk en auk þess er Anna Brynhildur
boðið upp á hana sem Guðmundsdóttir Briem
valgrein í tíunda bekk.
Markmið
Samkvæmt Aðalnámskrá grunn-
skóla er meginmarkmið með heimil-
isfræðikennslu að nemendur hafi
að loknum grunnskóla öðlast þekk-
ingu, viðhorf og leikni til að verða
sjálfbjarga um heimilisrekstur og
heimilisrækt í nútíma samfélagi.
Námið miðar meðal annars að því
auka leikni nemenda í heimilisstörf-
um og auka hagsýni í heimilis-
rekstri. Enn fremur að auka skiln-
ing nemenda á tengslum hollustu
og heilbrigðis og efla sjálfstæði
þeirra og skilning á gildi heimilis
Þjálfunarþátturinn er
mikilvægur í verk-
legum greinum, segja
þær Anna Guðmunds-
dóttir og Brynhildur
Briem. Hann má ekki
vanrækja.
fyrir einstakling og fjölskyldu. Þá
er greininni einnig ætlað að vekja
áhuga nemenda á hagsmunamálum
nejdenda og veita þeim innsýn í
vistfræði og glæða áhuga þeirra á
umhverfisvernd.
Gildi
í heimilisfræði tengjast margir
námsþættir sem snerta daglegt Iíf
nemenda og þátt þeirra sem neyt-
enda í nútíma samfélagi. Reynt er
að þjálfa nemendur í öllum undir-
stöðuþáttum heimilisstarfa svo þeir
geti tekið þátt í störfum heima fyr-
ir og orðið sjálfbjarga um heimilis-
rekstur þegar þeir yfirgefa hreiðrið.
Það er mikilvægt að læra æskilega
meðferð matvæla og matreiðslu al-
gengra rétta því án matar lifum við
ekki lengi auk þess sem spara má
mikla fjármuni með því að elda
heima, því það er dýrt að kaupa
tilbúinn mat. Tíminn er dýrmætur
og mikilvægt er að skipuleggja
hann vel. Því er reynt að kenna
nemendum skipulögð vinnubrögð
og að nýta þá tækni sem völ er á
bæði við matreiðslu og þrif á heimil-
um. Ekki má gleyma tengslum
hollrar næringar og andlegrar og
líkamlegrar veliíðunar. Heimilis-
fræðikennslu er ætlað að auka heil-
brigðisvitund nemenda og gera
þeim grein fyrir ábyrgð á eigin
heilsu. í nútíma samfélagi er mikið
um Iokkandi auglýsingar og vöruval
er þvílíkt að neytendur verða að
vera vel á verði og geta tekið sjálf-
stæðar ákvarðanir ef þéir eiga ekki
að berast stjórnlaust með straumn-
um. Þess vegna er lögð áhersla á
neytendafræði í heimilisfræði-
kennslu og að auka vitund nemenda
um sjálfa sig sem neytendur. Fjöl-
skyldan er hornsteinn þjóðfélags-
isns. Með breyttum þjóðfélags- og
heimilisháttum á ijölskyldulíf undir
högg að sækja. I heimilisfræði-
kennslu er fjallað um samstarf og
samábyrgð heimilismanna sem mik-
ilvægan þátt í að vekja nemendur
til umhugsunar um gildi Ijölskyld-
unnar og að leggja rækt við heimil-
islíf. Af framansögðu er ljóst að
lieimilisfræðikennsla hefur mikið
gildi. Segja má að oft hafi hún ver-
ið nauðsynleg, en sjaldan jafn mikil-
væg og nú. t
Kostnaður
Efniskostnaður er yfirleitt nokk-
uð meiri í verklegum greinum én í
þeim bóklegu. Þannig kostar alltaf
meira að matreiða fisk samkvæmt
uppskrift en að lesa uppskriftina.
En þjálfunarþátturinn er mikilvæg-
ur í verklegum greinum og hann
má ekki vahrækja. Varla yrði það
góður trésmiður sem ekki fengi
hamar, sög og nagla til að æfa sig
á í verklegu námi en þyrfti ein-
göngu að lesa leiðbeiningar um
hvernig byggja eigi hús.
Nýlega hafa skilaboð borist til
heimilisfræðikennara við grunn-
skóla Reykjavíkur að skerða eigi
það ijármagn sem ætlað er til efnis-
kaupa fyrir skólaeldhús. Það er því
erfitt að sjá hvernig hægt verður
að sinna þessari mikilvægu grein
og kenna hana eins og Aðalnám-
skrá grunnskóla og viðmiðunar-
stundaskrá segja til um.
Lokaorð
Með skrifum þessum viljum við
vekja athygli á mikilvægi þess að
heimilisfræðikennsla fái að dafna
og halda áfram að búa unga fólkið
undir að verða ábyrgir og virkir
þj óðfél agsþegnar.
Höfundar eru báðar lektorar við
heimilisfræðideild Kcnnnrahá-
skóla Islands.
Gólf listar yf ir rör
Vinna - efni - ráðgjöf
Einar Guðmundsson
pípulagningameistari
LAUFBREKKU 20 / DALBREKKU MEGIN - KÓP.
SlMI 554 5633 - BRÉFSlMI 554 0356
Rosenthal ^í,iíl’c'u S)ilf
Glæsilegar gjafavörur + .
' Matar-og kaffistell (7} C\
í sérflokki
iOöenYxs
Verð við allra hæfi Laugavegi 52, sími 562 4244.
nóv. sl. þar sem þessi mál voru
reifuð. Óhjákvæmilega hljóta menn
að velta því fyrir sér hver viðbrögð
forsvarsmanna hagsmunasamtaka
í sjávarútvegi hafa verið á öðrum
tímum þegar draga hefur átt úr
boðum og bönnum, eða þegar grein-
in hefur sprengt af sér höft með
einum eða öðrum hætti. Varkárni
er oft góð, en má ekki verða myllu-
steinn um háls okkur í þessu efni
frekar en öðru.
Viðbrögð þeirra sem eru að vinna
í fyrirtækjunum eru af allt öðrum
toga. Þar á bæ hafa menn öðlast
það sjálfstraust sem þarf til að þora
að hugsa sig inn í nýjan veruleika
og eiga ekki sömu hagsmuna að
gæta í óbreyttu ástandi.
Starfandi menn í greininni hafa
ekki allir talið það til kosta í íslensk-
um sjávarútvegi að ijárfestingar
erlendra aðila séu bannaðar. Þvert
á móti vísa þeir gjarnan til reynsl-
unnar af samstarfinu erlendis og
að óeðlilegt sé að greina á milli fisk-
vinnslu og annarrar matvælaiðju
og gera þannig upp á milli þessara
tveggja greina sem eðlilegt væri
að flokka báðar til iðnaðar. Þeir
benda einnig á að nú þegar séu
möguleikar erlendra aðila til áhrifa
í íslenskum sjávarútvegi umtals-
verð, engin takmörk séu fyrir því
hve mikil erlend lán greinin megi
taka né heldur hvert afurðirnar séu
seldar eða til hve langs tíma sölu-
samningar séu gerðir.
Þá hafa forsvarsmenn iðnaðarins
bent á, að ef við viljum markaðs-
setja ísland sé leiðin e.t.v. sú að
leyfa áhættuijármagn í sjávarút-
vegsfyrirtækjum, því í gegnum þau
sé þekkingin mest á landinu; van-
þekking erlendra fjárfesta á kostum
Islands sé stærsti þröskuldur í vegi
þess að þeir þori að setja fé í ís-
lenskt atvinnulíf. Reynsla af ijár-
festingum í sjávarútvegsfyrirtækj-
um kynni því að leiða til frekari
ijárfestinga í öðrum greinum.
Ákvarðanir sem horfa
til framtíðar
Kostir erlendrar eignaraðildar
gætu auk þessa verið margvíslegir.
Fyrirtæki geta þá sótt sér erlent
áhættufé sem hlutafé en þyrftu
ekki að vera eins háð lánsfé, sem
nú er að sliga mörg þeirra. Einnig
má ætla að slíkt samstarf geti örv-
að markaðssamstarf og gefið ýmsa
nýja möguleika. Það er kaldhæðnis-
legt að leggja mikla vinnu í að fá
erlenda íjárfesta til samstarfs hér
á landi, einkum með matvælaiðju í
huga, því við viljum jú markaðs-
setja okkur sem matvælaframleið-
endur, en undanskilja þar aðalmat-
vælaiðjuna sem er fiskvinnslan.
Það er nauðsynlegt með tilliti til
umsvifa og möguleika íslenskra
fyrirtækja og þeirrar áherslu sem
lögð er á aukin alþjóðleg viðskipti
að teknar verði ákvarðanir af hálfu
löggjafans sem horfi til framtíðar.
Og ekki síst þarf að horfa til þróun-
ar atvinnulífs hér á landi.
Af sögulegum ástæðum hefur
verið mikil tortryggni gagnvart e'r-
lendri íjárfestingu í íslensku at-
vinnulífi. Sérstaklega hefur það átt
við um sjávarútvegsfyrirtæki og
tengist þá tilfinningalega þeim
hluta sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn-
ar er sneri að fullum yfirráðum
yfir landhelginni. Til þessarar stað-
reyndar er rétt að taka tillit þegar
lögum er breytt. Það að löggilda
óbeina eignaraðild og löggilda
þannig óbreytt ástand eða skapa
aðstæður sem kalla jafnvel á stofn-
un leppfyrirtækja, er ekki rétt skref
ef við viljum skapa okkur nýja
möguleika. Til þess þurfum við að
leyfa beina eignaraðild, kaup er-
lendra aðila á skilgreindum hlut í
íslenskum sjávarútvegsfyrirtækj-
um. 20% hlutur, eins og tillaga sú
sem undirrituð, ásamt Agústi Ein-
arssyni leggur til, sem fyrsta var-
færna skref, ræður ekki úrslitum
um stjórn fyrirtækja eða þær
ákvarðanir sem stjórnendur þess
taka, en gæti ef vel tekst til, nægt
til að gefa fjárhagslega og við-
skiptalega nýja möguleika, jafnvel
erlendis, fyrir viðkomandi fyrirtæki.
Ilöfundur er alþingismaður.