Morgunblaðið - 20.02.1996, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 20.02.1996, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ IVIIIMNIIMGAR ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 35 KRISTBERGUR GUÐJÓNSSON + Kristbergur Guðjónsson, flugumsjónarmað- ur, fæddist á Laugavegi 99a (síð- ar Snorrabraut 33) í Reykjavík 6. jan- úar 1925. Hann lést á sjúkrahúsinu Sól- vangi í Hafnarfirði 9. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðjón Ólafur Jónsson f. 19.12. 1890, trésmiður í Reykjavík, d. 22.8. 1978, en foreldrar Guðjóns bjuggu í Þjkkvabæ og síðar á bænum LJtgðrðum á Stokkseyri. Kona hans var Guð- rún Jónsdóttir, f. 14.3.1893, frá Melum á Kjalarnesi, d. 21.6. 1986, en hún var alin upp hjá móðursystur sinni að Möðru- völlum í Kjós. Kristbergur var fimmti í hópi sex systkina. Þau voru: Guðfinna, f. 26.9. 1915, húsmóðir, gift Karli Jónssyni, járnsmið, í Reykjavík; Róbert en hann dó sem kornabarn; Guðmundur, f. 3.3. 1922, hús- gagnasmiður og söngvari en starfaði lengi sem sviðsstjóri hjá Sjónvarpinu, kona hans er Kristín Bjarnadóttir, húsmóðir, þau búa í Reykjavík; Markús Hörður, f. 29.8. 1923, járnsmið- ur, d. 18.3. 1980, giftur Sigur- ínu Friðriksdóttur, húsmóður í Reykjavík; og Ásta Hulda, f. 1.3. 1929, húsmóðir, d. 9.6. 1988, gift Birni Guðmundssyni, iðnrekanda, þau bjuggu í Kópa- vogi en Björn býr nú í Reykja- vík. Árið 1951 giftist Kristbergur Valgerði Ármannsdóttur, f. 2.11. 1927, í Reykjavík en þau hjón fluttust til Keflavíkurflug- vallar og bjuggu þar lengst af að Grænási 2 en fluttu siðan 1978 að Móavegi 9 í Njarðvík þar sem þau hafa búið síðan. Börn þeirra hjóna eru: 1) Krist- berg, f. 3.3. 1952, matvælaverk- fræðingur, dósent við Háskóla íslands. Kona hans er Guðrún Mar- teinsdóttir, fiskvist- fræðingur á Haf- rannsóknastof nun, þau eiga eina dótt- ur, Hlín og eru þau búsett í Reykjavík. 2) Guðjón Ólafur, f. 13.4. 1953, fram- kvæmdastjóri All- ianz á íslandi. Kona hans er Berglind Friðþjófsdóttir, húsmóðir, og eiga þau fjögur börn, Friðsemd Dröfn, Kristberg, _ Lindu Dögg og Ragnheiði Ósk. Þau eru búsett í Hafnarfirði. Guðjón á eina dóttur fyrir hjónaband, Val- gerði sem býr í Bandaríkjunum. 3) Ásta, f. 4.11. 1954, arkitekt, hún var gift Níelsi Ólafssyni, tæknifræðingi, en þau skildu. Þau eiga tvo syni, Hafþór og Tryggva. Ásta er búsett í Reykjavík. Kristbergur lærði til klæð- skera hjá Andrési og lauk sveinsprófi 1946 en árið 1947 hóf hann störf á Keflavíkur- flugvelli, fyrst hjá Lockheed og BOAC. Hann hóf síðan störf hjá flugmálastjórn og var stöðvarstjóri flugafgreiðslunn- ar í 12 ár eða þar til Loftleiðir tóku við starfseminni af ríkinu. Árið 1962 fór Kristbergur til Bandaríkjanna á vegum flug- málastjórnar og lærði flugum- sjón og hóf síðan störf þjá Loft- Ieiðum 1963 sem deildarstjóri í flugumsjón þar sem hann starf- aði síðan, síðast hjá Flugleiðum. Kristbergur átti einnig herra- fataverslunina Herradeildina, sem hann rak ásamt fjölskyldu sinni um árabil í Keflavík. Árið 1989 veiktist Kristbergur skyndilega en síðan hefur hann átt við vanheilsu að stríða. Utför Kristbergs verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku afi, við viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar. Sér- staklega þá allar skíðaferðirnar, hvort sem það vorum við öll eða bara við og þið amma. Eins voru stundirnar í Vík, þegar þið komuð í heimsókn til okkar, allar mjög góðar. Þú varst búinn að vera mjög veikur í nokkur ár þannig að við gátum ekki lengur farið á skíði, en það var samt alltaf svo gott að koma til ykkar ömmu í 'Njarðvík- ina. Nú er komið að kveðjustund. Líði þér alltaf sem best, elsku afi. Ragnheiður Ósk og Linda biðja fyrir kveðju. Takk fyrir allt, elsku afi. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson.) Þín barnabörn, Friðsemd og Kristbergur. Mig langar með nokkrum orðum að minnast elskulegs mágs míns og vinar sem nú hefur lokið göngu sinni hér á jörð eftir erfið veik- indi. Efst í huga er þakklæti fyrir samfylgdina og fyrir allt það sem hann gerði fyrir mig í æsku. Krist- bergur eða Kris eins og hann var jafnan nefndur í minni fjölskyldu var heimsmaðurinn í minni bernsku. Hann átti einkennisbún- ing og vann úti á Keflavíkurflug- velli, sem voru útlönd í huga lítils drengs í Reykjavík. Það voru ógleymanlegir hátíðisdagar þegar ég fékk að fara og vera nokkrum sinnum yfir helgar hjá þeim Vall- ýju og Kris út í SP2 sem var nafn- ið á íbúðarhúsum þeim, sem ís- lenskir starfsmenn hjá flugmála- stjórn bjuggu í á árunum upp úr 1950. Kris fór með okkur að veiða kola og^ifsa í Njarðvíkurhöfn, spil- aði við mig hornskák og myllu langt fram yfir háttatíma. Áuk þess kenndi hann mér fyrstu takta við að spila á píanó og leiddi mig inn í veröld Schuberts með því að kenna mér hina yndislegu Seren- öðu hans svo eitthvað sé nefnt. Svo fékk maður amerískar smá- kökur sem Vallý bakaði, sem voru það besta sem ég hafði smakkað og veröldin hafði stækkað að mun í lífsreynslunni. Þau fóru ung saman til Parísar og kveiktu áhuga minn á þeirri borg, sem hefur viðhaldist síðan og Kris bar alltaf mikla virðingu fyrir því sem franskt var. Átti hann m.a. um árabil afar vandaðan franskan bíl, sem við kölluðum allt- af fransa og var hann m.a. með ekta leðursætum og fínni en aðrir bílar, sem ég þekkti ungur. Mest lá leið þeirra þó sennilega til Bandaríkjanna, enda stutt að skreppa yfir hafið frá Keflavík. Mun það örugglega hafa átt stóran þátt í að elsti sonur þeirra, nafni föður síns, valdi sér það land til framhaldsnáms í matvælafræði. Kristbergur var einn af frum- kvöðlum íslenskra flugmála og má segja að nær allur hans starfsdag- ur hafi legið á sviði flugafgreiðslu og flugumsjónar. Hann hóf störf á Keflavíkurflugvelli 1947 hjá bandarískum fyrirtækjum, sem í upphafi sáu um flugafgreiðslu þar. Síðan þegar íslenska flugmála- stjórnin yflrtók þessa þjónustu fékk Agnar Kofoed Hansen Krist- berg aftur 1948 og varð hann einn af stöðvarstjórum flugafgreiðsl- unnar. Þegar síðan Flugleiðir yfir- tóku flugumsjón á Vellinum var Kristbergur í hópi fyrstu íslend- inga, sem lærðu það starf úti í Bandaríkjunum og yfirtóku þeir það síðan af Bandaríkjamönnum og starfaði hann þar síðan öll þau ár, sem hann naut starfsorku. Hann var einnig lærður klæð- skeri og ráku þau Vallý herrafata- verslun um nokkurra ára skeið í Keflavík. Man ég hvað honum var annt um að bjóða aðeins það besta í verslun sinni og kom þar glöggt fram hve Kristbergur var alla tíð mikill smekkmaður. Var hann mín fyrirmynd um hvernig maður ætti að vera vel klæddur. Kristbergur hafði verið í sýningarflokki fim- leikamanna á yngri árum og mót- aði það örugglega framkomu hans og lýsti sér í því hve vel hann bar sig alla tíð. Hann var einnig afar músíkalskur og góður söngmaður eins og bróðir hans Guðmundur, sem er einn af ástkærustu söngvurum þjóðarinnar. Þessum hæfileikum sínum flíkaði hann þó aldrei. Hjónaband Vallýjar og Kris var á þann veg að þau hafa verið óaðskiljanleg í huga okkar, sem eitt. Sá sem öllu ræður færði þau saman ung og hafa þau síðan deilt lífinu saman. Þau hafa búið nær alla tíð annað hvort á Keflavíkur- velli eða mörg seinni árin að Móa- vegi 9 í Ytri-Njarðvík þar sem þau byggðu sér fallegt einbýlishús. Vallý hefur háð hetjulega bar- áttu án þess að kikna í erfiðum sjúkdómi Kristbergs undanfarin ár og á hún óskipta virðingu okkar allra. Að leiðarlokum, elsku Kris, fylgja þér bestu óskir og þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér öll þessi ár, far þú í friði. Ármann Örn Ármannsson. í dag kveðjum við góðan félaga og vin, Kristberg Guðjónsson. Árið 1966 gerðist hann Lionsfélagi. Það kom fljótt í ljós að hann var ákaf- lega starfsfús, reiðubúinn að fylgja eftir öllum góðum málum hvort sem hann starfaði í stjórn, nefnd- um eða hann ynni að fjáröflun. Starf hans var flugumsjón á Kefla- víkurflugvelli, þar naut hann mik- ils álits meðal starfsmanna, þó sérstaklega þeirra flugmanna sem nutu leiðsagnar hans fyrir væntan- legar ferðir sínar til annarra landa. Kristbergur var ferðavanur og vel kunnur öllum flughöfnum í nálæg- um löndum vegna tíðra ferða í starfi sínu. Það var athyglisvert að hlusta á þau hollu ráð, sem hann gaf viðmælendum sínum, og finna það traust sem hann naut í starfi sínu. I Lions eru mér minnis- stæðastar fyrirspumir frá erlend- um klúbbum um land og þjóð, lax- veiðar, golf o.fl. Kristbergur svar- aði slíkum fyrirspurnum svo mynd- rænt og á þann hátt að vakti hrifn- ingu á viðkomandi stöðum, fékk klúbburinn okkar mikið hrós fyrir þá landkynningu. Það er mikil gæfa að fá að kynnast og starfa með slíkum félaga. Kristbergur var gerður að ævifélaga árið 1989. Síðustu ár þurfti hann að beijast við sjúkdóm og gat því ekki starf- að, en við félagarnir fundum að hann fylgdist ætíð með starfinu og því sem var að gerast í klúbbn- um. Fyrir allt sem hann vann Li- onsklúbbi Njarðvíkur viljum við þakka af heilum hug. Lionsfélagar votta eiginkonu hans, börnum og aðstandendum dýpstu samúð. Fyrir hönd Lionsklúbbs Njarð- víkur, Áki Granz. SIGURJÓN INGVARSSON + Siguijón Ing- varsson skip- stjóri var fæddur á Ekru í Norðfirði 30. nóvember 1909. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 13. febrúar sl. Foreld- ar hans voru Ing- var Pálmarsson út- vegsbóndi og al- þingismaður og kona hans Margrét Finnsdóttir á Ekru. Eignuðust þau níu börn og eru nú þrjú þeirra á lífi. Sigurjón stundaði sjómennsku frá 15 ára aldri og allt til ársins 1965 á ýmsum fiskiskipum og togurum. Síðari starfsár vann hann á netaverk- stæði. Hann stundaði nám i unglingaskóla á Norðfirði, hið minna fiskimannapróf tók hann í Stýrimannaskólanum 1941. Sigldi til Bretlands öll heims- styrjaldarárin síðari. Sat í bæj- arsljóm Neskaupstaðar 12 ár sem aðalmaður og átta ár sem varamaður. Siguijón kvæntist 4. nóvem- ber 1934 Jóhönnu Sigfinnsdótt- ur, f. 16. febrúar 1916, d. 19. mars 1993. Þeirra börn: 1) Sig- urborg, f. 5. nóvember 1933, d. 28. janúar 1986, giftist Sig- hvati Karlssyni. Eignuðust þau tvo syni. Seinni mað- ur: Ragnar Ingólfs- son. 2) Margrét, f. 7. mars 1937, gift Jóni Elíasi Lund- berg, þau búa í Nes- kaupstað og eiga fjögur börn. 3) Jó- hann, f. 9. febrúar 1942, kvæntur Val- gerði Árdísi Frankl- ín, þau eru búsett á Akureyri og eiga þijú börn. 4) Ingvar, f. 25. júní 1956, d. 28. febrúar 1960. 5) Sigþór, f. 20. júlí 1947, kvæntur Sigrúnu Guð- mundsdóttur og búa þau á Sel- tjarnarnesi og eiga þijú börn. 6) Benedikt, f. 14. mars 1949, kvæntur Jónu Katrínu Aradótt- ur, þau eru búsett í Neskaup- stað og eiga þijá syni. 7) Frið- rik Pétur, f. 5. júlí 1955, kvænt- ur Taínu Liisu Otsamó, þau eru búsett í Finnlandi og eiga tvær dætur. 8) Hjálmar, f. 5. júlí 1956, kvæntur Wendelin Suur- ing, þau em búsett í Hollandi og eiga eina dóttur. 9) Anna Margrét, f. 21. júní 1958, gift Ove Bolow Nielsen, þau eru búsett í Danmörku og eiga tvær dætur. Útför Siguijóns fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. ELSKU afí minn, nú hefur þú kvatt þetta líf eftir langa ævi og hitt ömmu, sem þú saknaðir svo sárt. Ég minnist þeirra stunda þegar ég kom til þin, þar sem þú sast við eldhúsborðið með spilastokkinn og lagðir kapalinn þinn. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn og hlusta á þig fara með vísur, hveija á fætur annarri. En með þessari vísu, sem þú fórst oft með fyrir mig, vil ég kveðja þig elsku afí minn. Fagra mey úr söltum sjó Siguijón við bryggju dró hlut af afla hirti ei þó, heiðurinn var meira en nóg. (Einar Sveinn Frímann.) Hanna Ýr. Seglin blunda björt við rána, blessuð aldan sefur rótt, ganga á sjónum geislar mána. Guð minn, þetta er fógur nótt. Aldan ruggar Ránar-dýri, raunum mínum gleymi ég, glaður vík frá stjóm og stýri, strengi hjartans boga dreg. Stjömurnar á himnum heiða hafa skæran vonarlit. Kveð ég burtu kviða og leiða, kveð þig til mín, þar ég sit. (Páll Ólafsson.) Elsku afi, guð geymi þig. Barnabörn. A TILBOÐI 10-30% afsláttur ef pantað er í febrúar. 15% afsláttur af skrauti. Graníl HELLUHRAUN 14 mna 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.