Morgunblaðið - 20.02.1996, Page 41

Morgunblaðið - 20.02.1996, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 41 Heimsmeistarinn sterk- ur á lokasprettinum SKÁK Fíladcl fíu KASPAROV-TÖLVAN „DIMMBLÁ“ SKÁKEINVIGI Kasparovs og IBM- ofurtölvunnar, Deep blue, sem á íslensku hefur hlotið nafnið Dimm- blá, lauk í Fíladelfíu í Bandarikjun- um s.l. laugardag með sigri heims- meistarans, 4-2. Kasparov gekk ekki vel framan af einvíginu, en vann tvær síðustu skákimar og tryggði sér þar með væna verð- launaíjárhæð, er nam jafnvirði 25 milljóna íslenskra króna. SIGUR tölvunnar í fyrstu skák- inni og staðan eftir fjórar skákir, 2-2, kom flatt upp á marga. Tvær síðustu skákirnar sýndu þó vel, að maðurinn hefur enn yfirburði í viðureign við vélina. Það þarf meira til að tefla vel en gott minni, reikningshæfíleika og sterkar taugar. Skilning heimsmeistarans á grundvallarlögmálum stöðu- byggingar og innsæi hans réð tölvan ekki við, og að auki hefur hæfileiki mannsins til að læra á vélina haft sitt að segja. Niður- staðan verður samt sú, að ofurtöl- van stóð í heimsmeistaranum, og styrkur hennar við skákborðið er orðinn ótrúlega mikill. Við skulum nú sjá tvær síðustu skákirnar í einvíginu, þá síðustu með skýringum. 5. skákin: Hvítt: Dimmblá Svart: Kasparov l.e4—e5 2.Rf3-Rf6 3.Rc3-Rc6 4.d4—exd4 6.Rxc6—bxc6 8.exd5—cxd5 10.Bg5—c6 12.Hael—He8 14.Bf4—Bd6 16.Dg3—Bxf4 18.c4—Bd7 20.Hxe8-i—Hxe8 22.Bxe4—dxe4 24.Dc3 —f5 26.De3—Bf7 28.Hd2—Df6 30.a3—Kh7 5.Rxd4—Bb4 7.Bd3-d5 9.0-0—0-0 ll.Df3—Be7 13.Re2-h6 15.Rd4—Bg4 17.Dxf4—Db6 19.cxd5—cxd5 21.Dd2—Re4 23.b3—Hd8 25.Hdl—Be6 27.Dc3-f4 29.g3—Hd5 31.Kg2—De5 32.f3-e3 33.Hd3-e2 34.gxf4- elD 35.fxe5—Dxc3 36.Hxc3— Hxd4 37.b4—Bc4 38.Kf2-g5 39.He3—Be6 40.Hc3-Bc4 41.He3—Hd2+ 42.Kel-Hd3 43.Kf2—Kg6 44.Hxd3—Bxd3 45.Ke3—Bc2 46.Kd4-Kf5 47.Kd5—h5 og hvítur gafst upp. 6.. skákin: Hvítt: Kasparov Svart: Dimmblá Slavnesk vörn l.Rf3-d5 2.c4—c6 3.d4-e6 4.Rbd2— Venjulega er leikið hér 4.Rc3— Rf6 5.Bg5, og eftir 5.—dxc4 6.e4-b5!? 7.e5-h6 8.Bh4-g5 9.Rxg5!?—hxg5 lO.Bxgö kemur upp geysiflókið afbrigði, sem Kasparov hefur oft teflt með góð- um árangri með hvítu mönnunum. 4. —Rf6 5.e3—c5 I fjórðu einvígisskákinni varð framhaldið 5. —Rbd7 6.Bd3— Bd6 7.e4—dxe4 o.s.frv. 6.b3— Önnur leið er hér 6.Be2—Rc6 7.0- 0—cxd4 8.exd4—Be7 9.a3—0-0 10.c5—Re4 ll.Dc2—Bf6 12.Hdl, og eftir 12. —Rxd4!? 13.Rxd4— Rxf2!? 14.R2Í3—Rxdl lö.Dxdl- e5 16.Rc2—e4 var samið jafntefli í skákinni Keres-Nei, Tallin 1973. 6,- Rc6 7.Bb2—cxd4 8.exd4- Be7 9.Hcl— í skákinni Pachman-Botwinnik, ólympíuskákmótinu í Munchen 1958, varð framhaldið 9.Bd3— dxc4 10.bxc4—Rxd4!? ll.Rxd4— e5 12.Da4+-Bd7 13.Rb5-a6 14.Db3—axb5 15.cxb5-0-0 16.0- 0—Be6 17.Dc2—Hc8 18.Dbl- Dd7 og skákinni lauk með jafn- tefli í 29 leikjum. 9. -0-0 Svartur hefði getað reynt 9. — Re4 10.Bd3-f5 o.s.frv. 10. Bd3—Bd7 Ef svartur notar aðferð Botvinn- iks í fyrrnefndri skák, vinnur hvít- ur peð eftir 10. •—dxc4 ll.bxc4— Rxd4 12.Bxd4-e5 13.Bxh7+- Kxh7 14.Dc2+-Kg8 15.Bxe5 o.s.frv. 11.0-0—Rh5 Taflmennska tölvunnar verður nú ráðleysisleg. Eðlilegt hefði verið að leika 11. —Rb4 12.Bbl—a5 13. a3—Rc6 14.Re5—Be8 ásamt —b6 við tækifæri. 12.Hel—Rf4 13.Bbl—Bd6 14. g3-Rg6 15.Re5—Hc8 16.Rxd7—Dxd7 17.Rf3 Bb4? 18.He3—Hfd8?! I9.h4-Rge7?! 20.a3—Ba5 21.b4-Bc7 22.c5- He8 Vélin hefur teflt án góðrar áætl- unar frá 11. leik, og er nú komin í ógöngur. 23.Dd3 g6—24.He2—Rf5 25.Bc3-h5 26.b5—Rce7 Gari Kasparov, heimsmeistari í skák, í þungum þönkum í sjöttu einvígisskákinni. 27.Bd2—Kg7 28.a4-Ha8? 29.a5-a6? 30.b6 Bb8? Svarti biskupinn á b8 kemst ekki í spilið aftur, nema með manns- fórnum, og í leiðinni lokast hrók- urinn á a8 úti! Svartur varð að reyna 30. Bd8 ásamt —Bf6 síðar. 31.Bc2—Rc6 32.Ba4—He7 33. Bc3—Re5 Brella, sem gerir illt verra, því að nú kemst hvíti biskupinn á c3 til f6 í valdi peðsins á e5. 34. dxe5—Dxa4 35.Rd4—Rxd4 36. Dxd4—Dd7 Eftir drottningakaup getur svartur ekki komið í veg fyrir 37. c6 með auðunninni stöðu fyrir hvítan. 37.Bd2—He8 38.Bg5-Hc8 39. Bf6+-Kh7 40.c6! Hvítur neytir nú aflsmunar, því að hrókurinn á a8 og biskupinn á b8 geta engan þátt tekið í barátt- unni. 40. —bxc6 41.Dc5—Kh6 42.Hb2—Db7 Eða 42. —Hg8 43.Dxc6—Dxc6 44.Hxc6—Kh7 45.f4—d4 46.KÍ2—Kh6 47.b7-Ha7 48.Hc8—Hxb7 47.Hxg8 Hxb2+ 48.KÍ3 g5 49.hxg5+-Kh7 50.Hg7+—Kh8 51.Hxf7+-Kg8 52.g6-d3 53.Hh7-d2 54.Hh8+ mát. 43.Hb4 og svartur gafst upp í stöðu, sem ekki þarf að hafa mörg orð um. Svartur getur eng- um manni leikið nema kóngnum. Hvítur getur unnið á þann hátt, sem hann kýs, t.d. getur hann sótt með tveim hrókum og drottn- ingu að svarta peðinu á c6, eða stillt hrókum sínum upp á f4 og f3 og leikið biskupnum frá f6. a b c d e f g h Bragi Kristjánsson. SJALFSTÆÐISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Aðalfundarboð Sjálfstæðisfélag Mosfellinga helduraðalfundsinn í Hlégarði fimmtu- daginn 22. febrúar nk. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðal- fundarstörf. 2. Róbert Agnars- son, oddviti sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn, kynnir stöðuna í bæjarmálunum. 3. Gestur fundarins verður Davíð Oddsson, forsætisráðherra. Mægum vel og stundvislega. Stjórnin. Stefnir í gjaldþrot heilbrigðiskerfisins? Hverervandinn? Hverjir eru valkostirnir? Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík - efnir til al- menns fundar á Hótel Borg miðvikudaginn 21. febrúar nk. kl. 17.15. Framsögumenn: Dögg Pálsdóttir, hæstaréttarlögmaður, og Sturla Böðvarsson, alþing- ismaður og varaformaður fjárveitinganefndar. Fundarstjóri: Ásta Möller, form. heilbrigðisnefndarSjálfstæðisflokksins. Allir velkomnir. Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík. • • Oskudagur- inn í Hafn- arfirði LIONSKLÚBBURINN Kaldá og Æskulýðsráð Hafnarfjarðar verða með öskudagsball í íþróttahúsinu í Kaplakrika miðvikudaginn 21. febrúar frá kl. 13-15. Kl. 13 verður kötturinn sleginn úr tunnunni og verða þijár tunn- ur, ein fyrir 5 ára og yngri, ein fyrir 6-9 ára og ein fyrir 10 ára og eldri. Króna og Króna koma í heimsókn og hljómsveit André Bach- mann spilar og verður með uppákomur. Lionsklúbburinn Kaldá veitir verðlaun fyrir 6 skemmtilegustU búningana og verður með sölu á kaffi, gosi og sælgæti. • • Oskudagsball í Gerðubergi Á ÖSKUDAGINN verður hið ár- lega grímuball fyrir börn í Gerðu- bergi. Húsið opnar kl. 13 en dag- skráin hefst um kl. 13.30. Hljómsveitin Fjörkarlar leika. Miðaverð er 200 kr. og frítt fyrir fullorðna í fylgd með börnum. Skemmtun í Árseli á öskudag ÖSKUDAGSSKEMMTUN veður haldin í félagsmiðstöðinni Árseli á Öskudaginn. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni, tunnukóngur krýndur, verðlaun verða veitt fyrir frumleg- ustu búningana, andlitsmálun, leikir, dans og grín. Skemmtanirnar verða sem hér segir: 13-14.30 7 ára og yngri, 15-16.30 8 og 9 ára og 17-18.30 10-12 ára. 20-22 13-15 ára. • • Oskudagurinn á Laugavegi SÁ skemmtilegur siður hefúr við- haldist undanfarin ár að krakkar klædd grímubúningum arki upp og niður Laugaveginn, líti inn í verslanir, taki lagið fyrir verslun- arfólk og fái í staðinn sælgæti að launum. Verslunarfólk á Laugaveginum býður börnum velkomin í verslan- ir sínar og býður upp á sælgæti meðan birgðist endast eða a.m.k. til kl. 12 á hádegi. • • Oskudags- skemmtun í Fjörgyn SKÁTAFÉLAGIÐ Vogabúar stendur fyrir Öskudagsskemmtun miðvikudaginn 21. febrúar í Fé- lagsmiðstöðinni Fjörgyn og er hún fyrir alla krakka 12 ára og yngri í Foldaskóla, Hamraskóla og Húsaskóla. Þtjár skemmtanir verða yfir daginn. Kl. 13.30-15 fyrir 7 ára og yngri, 15.30-17 fyrir 8-9 ára og 17.30-19 fyrir 10-12 ára. Aðgangseyrir er 150 krónur. Kötturinn verður sleginn úr tunn- unni 20 inínútum fyrir hveija skemmtun og veitt verða verðlaun fyrir 3 bestu grímubúningana á hverri skemmtun. Guðmundur Gíslason sigraði í helgarmóti TR TAFLFÉLAG Reykjavíkur gekkst fyrir helgarhraðskákmóti um síð- ustu helgi og mættu 34 keppendur til leiks. Guðmundur Gíslason vann ör- uggan sigur, hlaut sex vinninga af sjö mögulegum. Hann vann fimm fyrstu skákirnar en gerði síðan tvö jafntefli. í öðru til þriðja sæti urðu þeir Sævar Bjarnason, alþjóðegur meistari, og Hrannar Baldursson. Þeir hlutu fimm og hálfan vinning. Fjórða sætinu deildu þeir Jón Árni Jónsson, Jam- es Burden og Guðlaug Þorsteins- dóttir með fimm vinninga. Góður árangur Guðlaugar vakti mikla athygli. Hún hefur afar lítið teflt undanfarin ár þar sem hún hefur starfað sem læknir í Svíþjóð. Skákstjórn pnnuðust þau Ólafur H. Ólafsson og Svava J. Sigberts- dóttir. Gengið með ströndinni á stórstreymi HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð frá Bakkavör, húsi Slysavarnafé- lagsins Álberts, Seltjarnarnesi, þriðjudagskvöldið 20. febrúar. Ströndinni verður fylgt á einu mesta stórstreymi ársins. Gang- an er við allra hæfi og þeir sem vilja vera viðstaddir sjálft háflæð- ið mæti kl. 19.30. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.