Morgunblaðið - 23.02.1996, Page 34

Morgunblaðið - 23.02.1996, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEIIMN GUÐMUNDSSON, Æsufelli 2, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 22. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Fjóla Steinþórsdóttir, Ragnar Þorsteinsson, Þóra Vignisdóttir, Hulda Þorsteinsdóttir, Aðalsteinn Grímsson og barnabörn. t Ástkær móðir mín og fósturmóðir, ÞÓRHILDUR MARGRÉT VALTÝSDÓTTIR frá Seli, Austur-Landeyjum, til heimilis i Ljósheimum 11, verður jarðsungin frá Voðmúlastaðakapellu laugardaginn 24. febrúar kl. 14.00. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 11.30 sama dag. Valtýr Sigurðsson, Sverrir Kristjánsson. + Hjartkær eiginmaður minn, TORFI SIGURJÓNSSON, Miðhúsum, Garði, verður jarðsunginn frá Útskálakirkju í Garði laugardaginn 24. febrúar kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Sjúkrahús Suðurnesja. Margrét Sæmundsdóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Móðurbróðir minn, SIGURÐUR ÁSGEIRSSON frá Eiði í Hestfirði, sem lést 17. febrúar, verður jarðsung- inn frá ísafjarðarkirkju laugardaginn 24. febrúar kl. 14.00. Högni Sturluson og vandamenn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langa- langamma, KRISTJANA JÓHANNA EINARSDÓTTIR, sem lést á dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði, miðvikudaginn 14. febrúar sl., verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju laugardag- inn 24. febrúar kl. 14.00. Árni Gestsson, Sæmundur Jónsson, Margrét Gestsdóttir, Eyvindur Árnason, Trausti Gestsson, Ásdi's Ólafsdóttir, Matthildur Gestsdóttir, Björgvin Kristjánsson, Lísebet Gestsdóttir, Jón Vilhjálmsson, Einar Gestsson, Margrét Friðriksdóttir, Haukur Sigurðsson, Jónína Kristjánsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR MAGNÚSDÓTTUR, Suðurgötu 32, Keflavfk. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurnesja fyrir einstaka umönnun. Högni Oddsson, Örn Högnason, Sesselja Jóhannsdóttir, Már Grétar Arnarson, Vilhelmína Oddný Arnardóttir, Örn Haukur Arnarson, Högni Arnarson, Dagrún Jónsdóttir. KARL MAGNÚSSON + Karl Magnússon fæddist í Svefn- eyjum á Breiðafirði 6. apríl 1913. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 16. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hallgerður Grímsdóttir og Magnús Magnússon í Flatey á Breið- firði. Karl ólst upp hjá föðursystur sinni, Guðríði Magnúsdóttur, og manni hennar, Andrési Sigurðssyni frá Flatey. Karl kvæntist 27. september 1941 eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigurborgu Guðmunds- dóttur frá Flatey. Dóttir þeirra er Sigrún. Karl var sjómaður, lengst af stýrimaður og togara- skipsfjóri í Reykjavík. Er Karl hætti á sjó vann hann við fisk- mat, lengst hjá Fiskmati ríkis- ins. Útför Karls verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15.00. í DAG verður fornvinur minn, Karl Magnússon skipstjóri, jarðsunginn frá Áskirkju. Hann fæddist í Flat- ey á Breiðafirði. Þeim fækkar smám saman, hinum gömlu Breið- firðingum, sem ólust upp við og þekktu til horfinna atvinnuhátta, fomra, og mannlífs í þessari jarðnesku paradís náttúrunnar, þar sem blár fjalla- hringur umlykur eyj- arnar á þrjá vegu og hafsbrún ljómar í vestri. Karl ólst upp við leik og störf til sjós og lands, kátur drengur, vel af Guði gerður og tápmikill. Hann laðaðist snemma að Sigurborgu móðursystur minni og hún að hon- um. Þau giftust ung og voru hvort öðru allt í senn, lífsförunautur, félagi og vinur. Hélst ástar- og vináttusamband þeirra fölskva- laust ævina alla. Hugur Karls hneigðist snemma til sjómennsku. Hann fór ungur í Stýrimannaskólann, og síðan tók við langur ferill á togaraflotanum. Karl var árum saman skipstjóri við góðan orðstír, aðallega á skipum Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Hann var góður sjómaður, kappsfullur en um leið aðgætinn, prýðilegur fiski- + Elsku litla dóttir okkar og systir, MARTA SOFFÍA ÓSKARSDÓTTIR, Bjarkarbraut 21, Dalvík, lést á vökudeild Landspítalans 29. janúar. Jarðarförin hefur farið fram. Hjartans þakkir til starfsfólks Landspítalans og ættingja og vina fyrir ómetanlegan stuðning. Anna H. Jóhannesdóttir, Óskar Óskarsson, Harpa Rut Heimisdóttir. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR HAFSTEINN VALDIMARSSON frá Rúfeyjum, Breiðafirði, sfðar Hnúki, Dalasýslu, til heimilis i Mávahlíð 16, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 26. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Gigtarfélag íslands. Kristín Gunnarsdóttir, Hörður Þorsteinsson, Sigurður Óli Gunnarsson, Ólafia Ingibjörg Ingólfsdóttir, Pétur Gunnarsson, Helga Þ. Sigurðardóttir, Jóhannes Valdimar Gunnarsson, Guðríður Linda Karlsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóð- ur, systur, ömmu og langömmu, HELGURÓSUINGVARSDÓTTUR, Vallholti 3, Ólafsvík. Oliver Kristjánsson, Anna E. Oliversdóttir, Karl V. Karlsson, Jóhanna H. Oliversdóttir, Magnús Steingrímsson, Hjördís Oliversdóttir, Jón Þ. Oliversson, Kolbrún Þ. Björnsdóttir, Guðmunda Oliversdóttir, Páll Ingólfsson, Björg Jónsdóttir og fjölskylda, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar MARINÓS ÓLAFSSONAR. Bergnes ehf. maður og var skipstjórnarferill hans óvenjulega farsæll. í landi var Karl afskiptalítill, frænka mín sá um praktísu málin. Karl undi sér við lestur góðra bóka, enda lestrarhestur, og vel að sér í bókmenntum, líkt og margir sjó- menn af hans kynslóð. Þegar Karl hætti á sjónum fann hann störf við hæfi við fiskmat og -eftirlit. Umfangsmikil þekking hans og reynsla af öllu því sem fisk- veiðar snerti, komu nú að góðu gagni. Hann ferðaðist milli ver- stöðva um land allt og gegndi þeim störfum af einstakri nákvæmni og samviskusemi. Ég var elsta barnabarn ömmu minnar í Flatey og naut mikils eftir- lætis alls frændgarðsins. Karl, sem var einstaklega barngóður maður, hélt mikið upp á mig. Oft færði hann mér gjafir þegar hann kom úr siglingum, forláta hníf, boga og örvar, en þetta þótti ungum pilti kjörgripir. Það var áður en allt fékkst í búðunum og sjálfsagt þótti að börn fengju allt og ættu allt. Ástin á mér færðist síðar yfir á syni mina báða. En Karl kenndi þeim ungum áralagið, sagði þeim til fiskimiða, og sýndi þeim hvern- ig beita skyldi fyrir þaraþyrskling, á sólríkum sumarkvöldum fyrir vestan. Karl og frænka mín dvöldu þar löngum á sumrin, í gamla húsinu hennar ömmu. Ég var oft þar með þeim ásamt öðrum úr fjölskyld- unni. Síðustu árin sóttu elli- og hrörnunarsjúkdómar að Karli, og dvaldi hann á Hrafnistu í Laugar- ásnum. Naut hann þar hins besta atlætis og umönnunar til hinstu stundar, umvafinn ástríki Sigur- borgar eiginkonu sinnar og Sigrún- ar dóttur þeirra. Fékk hann hægt andlát. Blessuð sé minning Karls Magn- ússonar og megi hann hvíla í friði. Atli Heimir Sveinsson. Karl Magnússon er dáinn. Hann hafði víst beðið eftir þessu, karlinn. Nú fær hann frið til að fiska á hin- um eilífu miðum. Nú lifir hann á ný og kennir ótal framliðnum til verka á sjó, líkt og hann kenndi mér forðum. Það voru líflegir dagar í Flatey þegar Kalli tók okkur krakkana með á smáfisk, eins og það var kallað. Hann þótti hijúfur í við- móti, en alltaf var hann sanngjarn og skemmtilegur við okkur. Það var líf og fjör í kringum hann og skilst mér að hann hafi á árum áður tek- ið þátt í leiksýningum og uppákom- um á tyllidögum. Er ég hugsa til baka verður mér ljóst hvað hann hefur haft mikið vægi í mínum uppvexti. Hann kenndi mér að meta það sem náttúr- an hefur uppá að bjóða, um sjó- mennsku og hættur hafsins, en einnig þá einföldu gleði sem gagn- tekur mann sem hefur nýlokið við að landa vænum þaraþyrsklingi. Fyrst og fremst var hann barn- góður. Þótt hann ætti til að segja eitt og annað misjafnt var það aldr- ei nema í spaugi og mátti skilja á ýmsa vegu. Hann var strangur íeið- beinandi en réttlátur. Hann vissi líka alltaf nákvæmlega hvað hann var að gera. Þetta kenndi hann mér og nú hef ég, kominn til manns, miðlað af þessari reynslu til fjölda vina minna, innlendrá sem erlendra. Fyrir þetta er ég honum að eilífu þakklátur. Kalli minn, megir þú hvíla í friði. Þú lifir í huga mínum. Vittu það þar sem þú ert. Hrólfur Sæmundsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er mðttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega linu- lengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.