Morgunblaðið - 07.03.1996, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 07.03.1996, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 15 NEYTENDUR Félagasöfnun hjá Neytendasamtökunum 80% tekna Neyt- endasamtakanna eru félagsgjöld „ÞAÐ ER fyrst og fremst virk þátt- taka neytenda sem ræður úrslitum um hvort hægt er að halda uppi öflugu neytendastarfi því rúmlega 80% tekna Neytendasamtakanna eru félagsgjöld. Á hinum Norðurlöndun- um er þessu öfugt farið, þar eru það ríki og stofnanir sem fjármagna starfsemi neytendasamtaka að stór- um hluta þannig að allt að 70% tekna koma þaðan,“ segir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytenda- samtakanna, en þar er þessa dagana verið að undirbúa átak í að fá nýja félagsmenn til Iiðs við Neytendasamtökin. Jóhannes segir að svipað fyrirkomulag sé á rekstri neytendasam- taka hér á landi og í Bandaríkjunum og Bretlandi hvað snertir að félagsmenn haldi uppi neytendasamtök- um. „Þar er fjöldinn hinsvegar miklu meiri en á íslandi og t.d. eru um milljón meðlimir í bresku samtök- unum. Hefðum við slíkan fjölda fé- lagsmanna værum við ekki í nokkr- um vandræðum.“ Hann bendir á að hlutfallslega séu félagsmenn mjög margir hérlendis eða um 19.000 tals- ins. „Sú tala er há miðað við höfða- tölu okkar en ekki þegar við berum okkur saman við félög erlendis. Ein- mitt af þessum sökum höfum við hjá Neytendasamtökunum talið að ríkið þyrfti að leggja meira af mörkum til neytendamála, þó ekki nema til að tryggja jafnan rétt neytenda og hins- vegar framleiðenda og seljenda," segir Jóhannes. „Því miður hafa stjórnvöld ekki tekið við sér hvað þetta mál varðar jafnvel þótt samþykkt hafí verið í EES samningi að ýta beri undir starf- semi neytendasamtaka," segir hann. Neytendasamtökin hyggjast á næstunni afla nýrra félagsmanna og verður haft samband símleiðis við flölda fólks og því boðið að ganga til liðs við Neytendasamtökin. Ar- gjaldið er 1.950 krónur og Jóhannes segir að innifalið í því sé ýmislegt. „Neytendablaðið kemur út fjórum sinnum á ári og fá félagsmenn blað- ið sent heim. Einnig býðst félags- mönnum aðstoð við að ná fram rétti sínum í viðskiptum og í því skyni hafa Neyt- endasamtökin staðið að stofnun sex úrskurðar- og kvörtunarnefnda í samvinnu við samtök seljenda. Nefndirnar fjalla um ágreining neytenda við ferðaskrif- stofur, efnalaugar, fjár- málafyrirtæki, trygg- ingafélög, vegna ný- bygginga og viðhalds húsnæðis og verslana innan Kaupmannasam- takanna og Samtaka samvinnuverslana. Þá eru gefnar upplýsingar um gæði á vörum úr erlendum gæðakönnunum og einnig veittar ráðleggingar vegna kaupa á vöru og þjónustu. Lögfræðileg ráð- gjöf er veitt og útgáfuefni Neytenda- samtakanna er á hagkvæmara verði en ella, s.s. heimilisbókhald og Græna bókin“. - En hvernig starfa Neytenda- samtökin fyrir neytendur að öðru leyti? „Við leggjum okkur fram um að knýja fram hagstætt verðlag og vinna að reglubundnum könnunum um verð og gæði á vörum og þjón- ustu,“ segir Jóhannes. „Auk þess þrýstum við á um réttarbætur fyrir neytendur með nýrri lagasetningu og stuðlum að öryggi í innkaupum með eftirliti á hollustu neysluvara. Þá starfrækjum við einnig úrskurð- arnefndir í deilumálum neytenda og söluaðila." 3C þvottakortin Þvottakort sem sparar þvottaefni HEIMSVERSLUN ehf. flytur inn svokölluð 3C þvottakort en þessi framleiðsluvara byggir á rafsegul- sviðstækni. Með henni segja inn- flytjendur að megi spara 70-90% af því þvottaefni sem fólk notar venjulega í þvottavélar og upp- þvottavélar. Kortið sem framleitt er í Sviss sendir frá sér segulboð í vatnið sem eru á sérstöku tíðnisviði sem þýðir að með jöfnum slætti myndast titr- ingur sem virkar á steinefni í vatn- inu. Að sögn framleiðanda breytir 3C-þvottakortið sameindauppbygg- * ingu steinefnanna þannig að sam- loðunareiginleiki þeirra hverfur og sundrast í kristalla sem skola má burtu. Þá verður vatnið mjúkt og því mýkra sem vatnið er því minna þvottaefni þarf til að ijarlægja óhreinindi. Á þetta bæði við um þvottavélar og uppþvottavélar. Sérstakt plasthulstur er utan um kortið sem hindrar segulviðloðun við tromlu þvottavélanna. Kortið er því stöðugt á hreyfingu í vatninu. Það er vatnshelt og brotnar ekki. Árs ábyrgð er á kortinu og þriggja ára ábyrgð á virkni þess. 3C-þvottakortin kosta 8.800 krónur. ÚRVERINU Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson LOÐNUSKIPIN hafa mokað upp loðnu rétt við Vestmannaeyjar í vikunni, en veiði er nú með mest allri suðurströndinni. Mokveiði er á loðnunni rétt við Vestmannaevjar Vestmannaeyjum.Morgunblaðið Loðnubátar mokuðu loðnunni upp rétt .vestan við Eyjar í byijun vik- unnar. Kap VE var einn bátanna sem var þar að veiðum og sagði Ólafur Einarsson, skipstjóri, að þeir hefðu fyllt sig 2 til 3 mílur norð vestur af Smáeyjum. Ólafur sagði að þeir hefðu verið búnir að landa um 700 tonnum hjá Vinnslustöðinni í Eyjum í gærmorgun en þá var ekkert þróarrými laust og enn um 250 tonn í bátnum. Þeir hefðu því skotist út meðn löndunarbiðin varði og fyllt sig í tveimur köstum. Loðnan enn að ganga vestur með ströndinni Hann sagði að fimm eða sex bátar hefðu verið á svæðinu um leið og þejr og hefðu allir verið að fylla sig. Ólafur sagði að þeir hefðu ekki farið vestur fyrir Þorlákshöfn til veiða síðustu fjóra túrana því þeir hefðu alltaf fundið torfur skammt vestan við Eyjar. Ólafur sagði að loðnan væri enn að ganga vestur með suðurströndinni því þessar torfur sem þeir hefðu verið að veiða úr kæmu sígandi að austa- nog greinilegt væri að mikið magn væri á ferðinni, mun meira en mörg undanfarin ár. Loðnuaflinn orðinn um 600.000 tonn Heildarloðnuveiði frá áramótum er komin vel yfir 400.000 tonn, en frá upphafi vertíðarinnar síðastliðið sumar, er aflinn orðinn um 600.000 tonn. Eftirstöðvar leyfilegs afla á vertíðinni eru því um 500.000 tonn nú, en venjulega lýkur loðnuvertíð um eða upp úr mánaðamótum mars-apríl. Álls hefur um 12.000 tonnum verið landað hér úr erlend- um fiskiskipum. Um miðja vikuna hafði SR-mjöl á Seyðisfirði náð forystunni í mót- töku á loðnu. Þar hafði verið landað um 58.300 tonn. Eskiijöðrur og Neskaupstaður koma fast á hæla Seyðisfjarðar með rúmlega 57.000 tonn hvor staður og loks kemur Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum með rúmlega 43.000 tonn. Löndunarbið Veiðin er nú nánast frá Skatárós- um og vestur úr að Reykjanesi og fylla skipin sig jafnóðum og þau koma á miðin. Nú er það fyrst og fremst löndunarbið, sem dregur úr afköstum flotans. Einmuna blíða hefur verið og hefur ekki fallið úr nema einn dagur frá veiðum allt frá 24. janúar, eða í nærri einn og hálfan mánuð og er það mjög óvenjulegt á þessum árstíma. Haldi svo fram sem horfir má því búast við mikilli veiði að minnsta kosti út þennan mánuð, því loðnan er enn að ganga vestur roeð landinu. Mikið fryst af loðnu - lítið af hrognum Loðnufrysting varð nú með allra mesta móti, eða um 40.000 tonn. Granda hf. var eitt þeirra fyrir- tækja sem juku frystinguna veru- lega, en þar var aðeins fryst fyrir markað í Japan. Alls voru nú fryst um 3.300 tonn, þar af rúmlega 400 á sjó, en í fyrra voru alls fryst um 1.700 tonn og ekkert á sjó. Frysting er því tæplega tvöfölduð frá því í fyrra. Reiknað er með því að lítið verði fryst af loðnuhrognum hér- lendis í ár. Markaðurinn fyrir loðnu- hrogn í Japan er mettaður vegna mikillar framleiðslu hér í fýrra. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Danskt loðnuskip á Þórshöfn Þórshöfn. Morgunblaðið. DANSKA loðnuskipið Ruth land- aði 1100 tonnum af loðnu hér á Þórshöfn s.l. sunnudag og er það í þriðja skiptið sem skipið leggur upp hér. Það sem af er þessari vertíð hefur loðnuverksmiðjan tek- ið á mótí 16.000 tonnum af loðnu sem er um 7.000 tonnum meira en um svipað leyti í fyrra. Að sögn verksmiðjustjórans, Rafns Jóns- sonar, eru menn hér nokkuð ánægðir með vertíðina þó það hafi verið viss vonbrigði að loðnan veiddist ekki í janúar, hvorki nú eða í fyrra því þá er hún skammt undan norðausturhorninu og stutt að sækja. Hrognatíminn er nú að ná.hámarki en aðeins óverulegt magn verður tekið í hrognafryst- ingu þar sem markaðshorfur eru ekki góðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.