Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ +• WtotQm&Utoito STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SPARNAÐURI TRYGGINGAKERFI UM SÍÐUSTU mánaðamót kom til framkvæmda hjá Tryggingastofnun ríkisins skerðing á ákveðinni uppbót á lífeyri. Þessa skerðingu hefur tryggingaráð- herra, Ingibjörg Pálmadóttir, ákveðið til að spara ríkis- sjóði útgjöld. En sparnaðurinn er óverulegur, eða 24 milljónir króna á ári, en hins vegar kemur hann hart niður á 1.800 manns, sem hvað sízt mega verða fyrir tekjumissi. Málið kom til umræðu á Alþingi í fyrradag og þar kom fram, að skerðingin nær til viðbótar á grunnlíf- eyri og tekjutryggingu, sem Tryggingastofnun greiðir, þyki sýnt, að lífeyrisþegi geti ekki framfleytt sér án hennar. Uppbót er greidd samkvæmt læknisvottorði um mikla ummönnunarþörf á heimili, lyfjakostnað, sjú- krakostnað og fleira. Hámarksuppbótin er 19 þúsund krónur og er hún nú skert um 2.700 krónur. Heilbrigðisráðherra svaraði gagnrýninni með því að skýra frá, að undirbúnar séu aðgerðir til að lækka lyfja- og lækniskostnað lífeyrisþega og barnmargra fjöl- skyldna, sem muni meira en vega upp þá skerðingu sem komin er til framkvæmda. Jafnframt verði endur- greiðslum vegna þessara útgjalda fjölgað. Breytingarn- ar muni taka gildi um næstu mánaðamót. Ráðherrann gat þess einnig, að umrædd skerðing næði til bóta, sem væru þáttur í félagsmálahlutverki Tryggingastofnunar, en slík framfærsla væri skilgreind sem verkefni sveitar- félaga. Þessar skýringar ráðherrans duga ekki. Nægileg rök hafa ekki komið fram fyrir nauðsyn eða ástæðum bóta- skerðingarinnar og ekki er hægt að vísa til sparnaðar verði lífeyrisþegum greitt með öðrum hætti. Deilur á milli ríkis og sveitarfélaga um kostnaðargreiðslur verð- ur að leysa á annan veg en þann, að sú lausn verði á kostnað þeirra, sem minnst mega sín. Að vísu er óhjá- kvæmilegt að ná fram sparnaði í heilbrigðis- og trygg- ingakerfinu. En það er ekki er sama hvernig það er gert og á hverjum sparnaðurinn bitnar. FYRIRBYGGJANDI ÞJÓNUSTA SKERT? FRÁ ÞVÍ var greint í fréttum Morgunblaðsins í vik- unni að krabbameinsleit á vegum Heilsugæzlu- stöðvarinnar á Akureyri verði hætt frá og með 1. júní nk. og að þrengt yrði að fleiri þjónustuþáttum. Ástæð- an er sú að stöðinni er gert að spara 5,5 milljónir króna á þessu ári, til viðbótar sparnaði fyrri ára. Ekkert er við það að athuga, síður en svo, að að- hald, hagræðing og sparnaður setji svip á framkvæmd heilbrigðisþjónustunnar, sem, ásamt almannatrygging- um, er langstærsti útgjaldaþáttur ríkisins. Það er á hinn bóginn meira en vafasamt, að það leiði til sparnað- ar í heilbrigðisþjónustunni, til lengri tíma litið, að fella niður fyrirbyggjandi þjónustu sem þessa. Og ekki eyk- ur það á heilsufarslegt öryggi fólks. Hagræðing í heilbrigðiskerfinu hefur ekki verið fram- kvæmd með þeim samræmda og markvissa hætti, sem æskilegt hefði verið. Vissulega hefur allnokkuð áunnizt á þessum vettvangi, sem markar spor til réttrar áttar, en á stundum hefur niðurstaðan verið tilfærslur á kostn- aði fremur en sparnaður. Enginn vafi er á því að fyrirbyggjandi aðgerðir, eins og krabbameinsleit, gegna mikilvægu hlutverki í heil- brigðisþjónustu okkar. Þær leiða oftlega til þess að sjúkdómar finnast meðan þeir eru enn á viðráðanlegu byrjunarstigi. Ekki þarf að eyða orðum að því, hvaða þýðingu það hefur fyrir viðkomandi einstaklinga. Fyrir- byggjandi aðgerðir draga og verulega úr aðstreymi að dýrum meðferðardeildum í heilbrigðiskerfinu. Það kann að vera réttlætanlegt að koma krabba- meinsleit nyrðra fyrir með öðrum hætti en verið hefur. Það er á hinn bóginn ekki verjandi að leggja hana fyr- ir róða. Vantraust gæti óg velferðarkerfir Danir hljóta hverja fyrstu einkunnina á fæt- ur annarri í efnahagslegu tilliti og þeir líta á kerfi sitt sem fyrirmynd annarra. En kerf- ið byggist á að fólk hafi trú á því og sé fúst til að gjalda meirihluta tekna sinna til við- halds þess. Sigrún Davíðsdóttir ræddi dönsk og evrópsk mál við Mogens Lykketoft fjármálaráðherra, sem ekki hefur aðeins töl- ur á takteinum, heldur hugsar einnig til fram- tíðarinnar. MEÐAN fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna ræða áhyggjufullir hvern- ig lönd þeirra geti mætt skilyrðum Maastricht-sáttmálans get- ur Mogens Lykketoft, fjármálaráð- herra Dana, hallað sér aftur í stólnum, rólegur í bragði. Efnahagslíf Dana stendur svo traustum fótum að fátt bendir til annars en að hinar eftirsóttu tölur náist strax á næsta ári. Reyndar virðist fátt raska ró Lykketoft, sem kemur alltaf fram af yfirvegun og umhugsun, þótt nákunnugir segi að hann sé öldungis ekki skaplaus. Innan Jafnaðarmannaflokksins ræðir hann ekki aðeins efnahagsmálin, heldur tek- ur virkan þátt í umræðum um framtíð- arstefnu. Hann þykir bæði afburða vel að sér um tækni- og tölulegar hliðar efnahagsmála, en er einnig hugsandi maður og gefinn fyrir að velta vöng- um, þegar það á við. I fyrra gaf hann út bók, Sans og samling, þar sem hann rekur helstu hugðarefni sín í stjórnmálum. Hann tekur undir að það geti verið gott fyrir stjórnmálamenn að setja hugmyndir sínar á blað, en bætir við að ráðherrastörfin hafi gert það að verkum að skrifin hafi verið mikið átak og tekið sinn skerf af nætursvefninum. Efnahagsvelgengni: Olían, gasið og samstarf við verkalýðshreyfinguna Hökutoppurinn, dökkt yfirbragð, frá augu og skarpt nef ljá fjármálaráð- herranum yfirbragð galdramanns og þótt hann hafi verið fjármálaráðherra undanfarin þrjú ár er fjarri því að hann eigni sér einum heiðurinn af styrkum efnahag Dana. En hvernig skýrir hann þá trausta efnahagsstöðu landsins, ekki síst þegar Svíar berjast í bökkum og Finnar eru fyrst nú að vinna sig út úr efnahagsörðugleikum undanfarinna ára? „Ef tekið er mið af þessum tveimur löndum, er atvinnuuppbygging land- anna ólík. Þó Finnar hafi stýrt efna- hagsmálum sínum vel undanfarin ár, fóru efnahagslegar kolldýf- ur Austur-Evrópu illa með þá vegna mikilla viðskipta þeirra þar. Atvinnuleysið í Finnlandi má að miklu leyti skýra með þessu. í Svíþjóð er atvinnulífíð markað af -^-"^- fáum og stórum iðnfyrirtækjum og allt atvinnumynstrið er gamaldags. Sænskt atvinnulíf er því viðkvæmt. Kostnaðarþróunin hefur hvorki verið samstiga uppbyggingunni í iðnaði né í opinbera geiranum og það hafði mik- ið að segja um það gífurlegaefnahags- lega bakslag, sem Svíar hafa átt við að glíma undanfarið. í Danmörku eru mörg, smá og sveigjanleg fyrirtæki. Hægri stjórn Poul Schliiters á síðasta áratug tók líka skynsamlega á fjármálunum, sér- staklega framanaf, með því að skera niður í opinbera geiranum og styðjast við fastgengisstefnu. Síðast en ekki síst má ekki gleyma því að Danmörk hefur verið sjálfri sér nóg hvað orku- framleiðslu varðar undanfarin fimm ár. Meðan svo er getur viðskiptajöfn- Ákvedin tog- streita innifal in í velferð- arkerfinu uðurinn vart orðið okkur fjötur um fót. Það má segja að olían og gasið úr Norðursjónum hafi hnikað til jafn- vægispunktinum í efnahagslífinu svo viðskiptajöfnuðurinn varð hagstæður. Það hefur einnig tekist að ná góðri samstöðu með verkalýðshreyfingunni í launasamningum undanfarin ár. For- stöðumönnum hennar hefur skilist að litlar launahækkanir geta skilað hærri launum, þegar til lengdar lætur, skap- að fleiri atvinnutækifæri og eflt sam- keppnisstöðuna. Þessi afstaða 'verka- lýðshreyfingarinnar er fírna mikilvæg- ur þáttuf í stöðugum og sterkum efna- hag Dana. I samanburði við Evrópulöndin yfir- leitt stendur Danmörk einnig vel. í engu öðru Evrópulandi hefur tekist að skapa sextíu þúsund atvinnutæki- færi í einkageiranum á undanförnum árum, eins og okkur hefur tekist. Það er einstakt að það skuli takast, um leið og verðbólgunni er haldið niðri, vextir lækka og viðskiptajöfnuðurinn er hagstæður. Með þetta í vegarnesti og aðhaldssama efnahagsstefnu sjáum við fram á hallalaus fjárlög á næsta eða þarnæsta ári og komum því næst á eftir Lúxemborg hvað þetta varðar." Lág laun með félagslegum uppbótum Atvinnuleysi hefur veríð viðloðandi vandi í Danmörku undanfarinn áratug. Það hefur verið stefnan hér undanfar- ið að vinna bug á því með því að mennta fólk meir. Ef litið er á banda- rískt atvinnulíf hefur tekist þar að skapa fleiri atvinnutækifærí en til dæmis í Þýskalandi, þrátt fyrir lægri menntunarstöðu í Bandaríkjunum. Er aukin menntun vænleg leið til að sigr- ast á atvinnuleysi? „Ég er ekki viss um að Bandaríkin séu til fyrirmyndar í þessum efnum. Atvinnuleysisbætur þar eru bæði lægri og veittar í skamman tíma og að hon- um liðnum fæst ekkert. Ég er því ekki viss um að atvinnuleysistölur þaðan gefí rétta mynd af atvinnu- leysi, því það hefur einfaldlega ekkert upp á sig að skrá sig at- vinnulausan, þegar ekkert er að fá. Og svo má ekki gleyma að hluti af velgengni Bandaríkjamanna við að skapa atvinnutækifæri ligg- ^^^^~ ur í að þar eru engin lág- markslaun. Evrópulönd eins og Dan- mörk, Svíþjóð og Þýskaland gætu vissulega skapað fleiri störf, ef.launin væru lækkuð, en við álítum það ekki lausn að bjóða fullorðnu fólki 30-40 krónur danskar (330-440 íslenskar krónur) á tímann." En værí það ekki lausn að bæta láglaunafólki upp þessi lágu laun með félagslegum greiðslum, þannig að það sé þó í vinnu og ekki á atvinnuleysis- bótum á'framfæri hins opinbera? „Sú leið hefur reyndar verið farin hér hvað snertir einstaka hópa, en ekki sem almennt tilboð. Um fimmtíu þúsund Danir eru í vinnu á þessum forsendum, mest fólk sem hefur verið atvinnulaust lengi. Venjulega greiðir þá atvinnurekandinn helming launa, venjulega 40 danskar krónur, og hið ¦ ¦ MOGENS Lykketoft þykir maður ról Hér líður hann á hjólhesti sínum ui heimleið, með fjárlagafrui opinbera hinn helminginn. Tilgangur- inn með þessu fyrirkomulagi er að nota það handa litlum hópum og þá í þeirri von að verndaða starfið, sem skapað er með þessum hætti, skili við- komandi inn í venjulegt starf í atvinnu- lífinu. Þegar fram í sækir er viðbúið að veita þurfi viðbótargreiðslur til hópa eldri borgara, sem geta ekki keppt í atvinnulífinu við yngra fólk, en sem betra er að hafa í vinnu en á framfærslu hins opinbera. Þriðja dæmið um vernduð störf hef- ur verið tilraun til að skapa störf fyr- ir lítið menntað eða ómenntað fólk á sviði heimilisþjónustu, sem eru þá dæmigerð láglaunastörf. Þá greiðir sá sem ræður fólk til þessara þjónustu- starfa helming launanna og hið opin- bera hinn helminginn. Hér er um vernduð störf að ræða, en einnig verið að keppa við skattsvikna vinnu. Þetta fyrirkomulag hefur skilað um 3-4 þús- und störfum, en ekki þeirn tíu þúsund sem þeir bjartsýnustu vonuðust eftir." Togstreitan í velferðarkerfinu Það er stundum bent á að helstu veikleikar' velferðarkerfisins séu að það megni ekki að draga úr vaxandi bili milli ríkra og fátækra og að það gerí fólk háð kerfmu. Hvernig bregð- ast Danir við þessum vanda'/ „Tekjurnar eru jafnaðar í gegnum skattakerfíð. En neyslumöguleikarnir eru líka jafnaðir með sköttum og gjöld- um og svo er peningunum deilt út í gegnum félagslega kerfið. Það er því ekki mikill munur á neyslumöguleikum hér. En það verður alltaf einhver lítill hluti fólks, sem er annaðhvort ógnar- le, er bí ei: m ef fé hí ve ac kA vc h< Þi la le ra ið sj rs le ir te ta K ei k( sl le ál ið in hi v< fí a< ol hi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.