Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.03.1996, Blaðsíða 52
CB> ---------------- 4S/400 er... ...mest selda fjölnotenda viðskiptatölvan í dag **$mi((afrife OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 HP^e ctraPC MORGVNBLABID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVlK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 7. MARZ 1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Rúmfatalag- erinn opnað- ur í Kanada JÁKUB Jacobsen, eigandi Rúmfata- lagersins, opnaði verslun í Vancou- ver í Kanada 10. febrúar undir heit- inu Jysk Linenen Furniture. Versl- unin er um 1.700 fermetrar að flat- armáli. Þar eru á boðstólum sam- bærilegar vörur og hér á landi. „Ég fór að líta í kringum mig í Kanada og komst að raun um að þar væri mjög spennandi markað- ur," sagði Jákub. „Þar er mikið af fólki sem ættað er frá Skandinavíu og Islandi. Þá hafa margir Kínverjar frá Hong Kong flust til Vancouver og þeir virðast hafa smekk fyrir skandinavískum vörum. Við ætlum að reka þessa búð í tvö ár til reynslu." ¦ Rúmfatalagerinn/2B Kjörinn staður til að byggja varnargarð HÓPUR sérfræðinga á vegum Of anflóðasjóðs skoðaði í gær að- stæður á Flateyri vegna undir- búnings fyrirhugaðra varnar- virkja snjóflóða. Karsten Lie frá norsku jarðtæknistofnuninni (NGI) segir að svæðið ofan við byggðina sé hentugt til gerð snjó- flóðavarnagarða og jarðefnin nýt- anleg. Magnús Már Magnússon snjó- flóðavarnásérfræðingur segir að unnið sé að frumathugun snjó- flóðavarna. Hópurinn er á vegum umhverfisráðuneytisins og skoð- aði aðstæður eftir snjóflóðið í Tungudal á ísafirði áður en hann hélt til Flateyrar. Magnús segir að nú verði hafist handa við hönn- un varnarvirkja. Áætlað er að hefja framkvæmdir í sumar og verður allt kapp lagt á að ljúka verkinu f yrir veturinn, að sögn Magnúsar. Varnargarðarnir verða mikil mannvirki, eins og fram hefur komið. Karsten Lie frá NGI kom til Flateyrar í janúar og segir hann að sorglegt hafi verið að sjá af- leiðingar snjóflóðsins. Telur hann þörf á öflugum snjóflóðavörnum á svæðinu, stóra varnargarða sem standist snjóflóð. Telur hann Flat- eyri kjörinn stað til að byggja varnargarða. Eftir að hafa skoðað aðstæður tóku verkfræðingarnir frá VST jarðvegssýni en þeir munu hanna garðana og er áætlað að halda fund með íbúum Flateyrarhrepps í apríl eða maí nk. og kynna þeim niðurstöðurnar. Hagnaður Flugleiða um 656 milljónir HEILDARHAGNAÐUR Flugleiða hf. á síðasta ári nam alls 656 milljónum króna samanborið við um 624 milljónir árið 1994. Þar af var söluhagnaður í fyrra um 359 milljónir en var 320 milljónir árið 1994. Á aðalfundi félagsins á fimmtudag þann 14. mars mun stjórn þess leggja til að greiddur verði 7% arður og að hlutafé verði aukið um 250 milljónir að nafn- virði. . Afkoma félagsins á síðasta ári er sú besta frá árinu 1988. Veltan var rösklega 15,8 milljarðar króna og jókst um 8%. Flutti félagið 1.132.127 farþega á árinu og hafa þeir aldrei verið fleiri. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagðist í samtali við Morgunblaðið vera tiltölulega sátt- ur við afkomu félagsins á síðasta ári enda þótt heildarmarkmið varðandi -hagnað af rekstrinum hefðu ekki náðst. „Síðasta ár ein- kenndist af undirbúningi fyrir ýmis framtíðarverkefni sem hafði í för með sér töluverðan kostnað. Við tókum ákvörðun að leigja við- bótarflugvél, hefja flug til Halifax og Boston og stækka um leið Evr- ópunetið." ¦ Tillaga/IB Bakkagerðis- kirkja ónýt? Borgarfirði eystra. Morgunblaðið. ÚTLIT er fyrir að Bakkagerðis- kirkja á Borgarfirði eystra sé ónýt vegna fúa. Kirkjan er frið- uð samkvæmt húsfriðunarlög- um og er ráðgert að fulltrúi frá húsfriðunarsjóði fari austur til skrafs og ráðagerða. Bakkagerðiskirkja er frá því um síðustu aldamót, vígð 1901. Hún er meðal annars þekkt fyrir altaristöflu sem er eftir Jóhannes Kjarval og kvenfélag- ið á staðnum gaf 1914. Kirkjan var byggð úr timbri og síðar múruð að utan til að verja hana betur fyrir stórviðrum. Lengi hefur staðið til að gera við kirkjuna en ekki orðið úr fyrr en nú. Þegar farið var að hreyfa við kirkjunni vegna við- gerðanna kom í ljós að innviðir eru allir orðnir svo fúnir og illa farnir að ekki er talið svara kostnaði að gera við húsið og ef til vill ómögulegt. Talið er að múrhúðun kirkjunnar á sín- um tíma hafí flýtt mjög fyrir skemmdum á henni. Morguhblaðið/Egill Egilsson AÐSTÆÐUR skoðaðar í hlíðinni neðan við Skollahvilft þar sem ekki sést snjór á miðri góu, Flateyri í baksýn: Þorsteinn Sæmundsson, Veðurstofu íslands, Oddur Pétursson, Veðurstofu íslands, Frode Sandersen, norsku jarðtæknistofnuninni (NGI), Atli Hauksson, Hnit, Anne Choque, Veðurstofu ís- lands, Árni Jónsson, Verkfræðistofunni Hnit, Gunnar Guðni Tómasson, VST, Karsten Lie, NGI og Magnús Már Magnússon snjóflóðavarnasérfræðingur Veðurstofu Islands. Tillögur í fjármálaráðuneytinu um vörugjöld vegna kæru ESA Vörugjaldskerfið einfaldað og magntollar teknir upp SAMKVÆMT tillögum sem unnar hafa verið í fjármálaráðuneytinu um breytingar á vörugjöldum vegna kæru Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) er gert ráð fyrir að vörugjald- skerfið verði einfaldað og leggist á verð vöru kominnar hingað til lands, en hætt verði að áætla 25% heild- söluálagningu í tolli eins og hingað til hefur verið. Þá verða vörugjöld felld niður af sumum vörum, en magntollar verða lagðir á sælgæti, _ öl og matvörur sem hafa borið vöru- gjöld. Samtals er áætlað að tekjutap ríkissjóðs vegna þessara breytinga verði 350-400 milljónir króna og er því mætt með þriðjungs lækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu iðnaðarmanna á bygg- ingarstað. Samkvæmt tillögunum verður vörugjaldsflokkunum fækkað úr sex í þrjá og verða þeir 15%, 20% og 25%. Þá verður hætt að leggja vöru- gjóld á nokkrar vörutegundir, svo sem á málningarvörur, einangrunar- efni, plastvörur, ritföng, sjampó, filmur, myndavélar, hjólbarða og smærri bílavarahluti, en gjald á stærri varahluti verður hækkað, auk þess sem samræmt 25% vörugjald verður lagt á rafmagnstæki. Við álagningu magngjalds á gosdrykki, sælgæti og matvörur verður við það miðað að það leiði til 10-15% verð- lækkunar í það heila tekið, nema vórugjald á sykri verður hækkað frá því sem nú er. Komið til móts við kröfur ESA Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er talið að með þessu sé komið til móts við þær kröfur ESA að hætt verði að áætla 25% heild- söluálagningu innfluttrar vöru í tolli við útreikning vörugjalds í stað þess að miða við raunverulegt verð, eins og gert er við innlenda vöru. Hins vegar er með þessum tillögum að mestu horfið frá tillögum nefndar sem skipuð var fulltrúum fjármála- ráðuneytis, skattyfirvalda og hags- munaaðíla, en þar var lagt til í aðal- atriðum að vörugjaldskerfið yrði lagt niður í núverandi mynd, magntollar teknir upp þar sem þeir ættu við og tekjutapi ríkissjóðs vegna þessara breytinga mætt með hækkun á lægra þrepi virðisaukaskatts úr 14% í 15% og þvi hærra úr 24,5% í 25%. Nefndin skilaði af sér fyrir fáum vikum eftir margra mánaða vinnu, en fulltrúar verkalýðshreyfingarinn- ar lögðust eindregið gegn þessum tillögum þegar þeim voru kynntar þær og var því horfið frá þeim. Vinnuveitendasamband íslands hefur hins vegar einnig !agt fram tillögur í þessum efnum sem eru frábrugðnar framangreindum tillög- um í nokkrum atriðum. Þar er helst að telja að gerð er tillaga um að virðisaukaskattur á gos og sælgæti lækki úr 24,5% í 14% og tekjutapi vegna þessa, sem' talið er nema um 900 milljónum króna sé mætt með því að hækka almenna virðisauka- skattsþrepið úr 24,5% í 25%. Það er talið gefa um 785 milljónir króna í auknar tekjur. Talsvert liggur á að niðurstaða fáist í þessu máli, enda hefur af- greiðsla þess dregist mjög mikið og ESA þegar kært málið til EFTA- dómstólsins. íslensk stjórnvöld höfðu frest til 26. febrúar að skila greinar- gerð til dómstólsins, en sá frestur hefur fengist framlengdur um einn mánuð. Jafnvel er gert ráð fyrir að frumvarp í þessum efnum verði kynnt í ríkisstjórn á morgun. 73 sýktir af salmonellu Starfsfólk bakarísins rannsakað SJÖTÍU og þrír hafa nú greinst með sýkingu af völdum salmonella enter- itidis á sýklafræðideild Landspítala, þar af fimm sem sýktust utan Rík- isspítala og voru með talsvert alvar- lega sýkingu. Þrír þeirra sem sýkt- ust utan Ríkisspítala voru lagðir inn á sjúkrahús. Um 45 þeirra sem sýkst hafa voru sjúklingar spítalans og starfsmenn. Talið er líklegt að sýk- ingin hafi leynst í rjómabollum frá Samsölubakaríi. Að sögn Karls G. Kristinssonar, sérfræðings í sýklafræði, mega starfsmenn ekki koma til vinnu sinn- ar fyrr en einkenni eru horfin og á það sérstaklega við um starfsmenn á vökudeild, krabbameinsdeild og í eldhúsi. Byrjað er að rannsaka starfsmenn Samsölubakarís til að kanna hvort einhver þeirra geti hafa verið smitberi að sögn Karls og verða þeir allir skoðaðir. Grunur beinist að eggjum Grunur leikur á að egg hafi borið sýkinguna og Karl segir það alvar- legt mál ef rétt reynist, því salmon- ella enteritidis sýkir egg á annan hátt en aðrar tegundir sýkilsins. Salmonella enteritidis er algeng- asta salmonellutegundin víðast hvar í Evrópu en hefur ekki náð fótfestu hérlendis til þessa, þó hún sé algeng í íslenskum fórnarlömbum salmon- ellu sem sýkjast flest erlendis. Salm- onella typhimurium hefur hins vegar verið ráðandi hér á landi og valdið víðtækum faröldum áður fyrr. Erlendur Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samsölubakarís, sagði eitt sýni hafa fundist í bakaríinu sem ástæða þyki til að rannsaka frekar, en niðurstaða liggi ekki fyrir. Varð- andi mögulega krossmengun rjóma og" til dæmis eggja sagði Erlendur ómögulegt að segja hvort eða hvern- ig það hefði getað gerst. Öll áhöld séu þvegin í þvottavél á milli þess sem þau eru notuð. Einn starfsmaður Samsölubakarís greindist með salmonellu í lok síð- ustu viku. Sá var ekki að vinna á bolludag og er frá vinnu. Bakaríið notaði mikið af innfluttu geril- sneyddu eggjadufti en við GATT- samkomulagið voru lagðir á það háir tollar. „Við sóttum um undanþágu en fengum ekki," sagði Erlendur. ¦ Um 100 tilfelli/27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.