Morgunblaðið - 27.03.1996, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
________________FRÉTTIR______
LÍÚ vill ekki karfakvóta
á úthafinu á þessu ári
STJÓRN Landssambands íslenskra
útvegsmanna samþykkti í gær að
mæla með því að veiðar íslenskra
skipa úr úthafskarfastofninum á
Reykjaneshrygg og úr norsk-
íslenska síldarstofninum í Síldar-
smugunni yrðu frjálsar í ár, en að
á næsta ári yrði settur kvóti á veið-
arnar í samræmi við veiðireynslu
skipanna sem veiðarnar stunda.
Sjávarútvegsráðherra segir að nú
sé verið að meta hvemig eðlilegast
sé að bregðast við þegar fyrir liggi
ákvörðun um heildarafla á úthafs-
karfa og hann geri ráð fyrir að
hægt verði að gera grein fyrir
niðurstöðunni í þeim efnum innan
skamms tíma.
„Með hliðsjón af því að þessi
kvóti á Reykjaneshrygg er svo
seint fram kominn og það liðið á
árið teljum við að það sé ekki
unnt að setja aflamark á hvert
skip í ár. Það hafa margir búið sig
undir veiðarnar, sem eru að hefj-
ast, og þess vegna kæmi það mjög
illa við þá ef kvóti yrði settur á
núna því það myndi útiloka þá frá
veiðunum.
Við teljum því að það eigi hveij-
um og einum að vera fijálst að
sækja í þetta og síðan ráðist það
af væntanlegum lögum um úthafs-
veiðar, sem ríkisstjórnin hefur í
undirbúningj, hvernig skipulagi
veiða á svokölluðum deilistofnum,
þ.e. karfa á Reykjaneshrygg og
norsk-íslensku síldinni, verður
háttað. Við teljum eðlilegt að eftir
þetta ár taki við viðmiðun við veiði-
reynslu," sagði Kristján Ragnars-
son, formaður LÍÚ.
Þarf allan flotann í síldina
„Varðandi síldina teljum við að
við þurfum á öllum okkar flota að
halda, sem getur stundað þessar
veiðar, til að ná þessum afla vegna
þess að það er svo skammur tími
sem síldin er veiðanleg fyrir okkur.
Við teljum þess vegna að það eigi
ekki að setja kvóta á síldveiðarnar
í sumar enda hefur samkomulag
um þær aðeins tekist við Færeyinga
en ekki við Norðmenn og Rússa.“
Kristján sagði að það væri góð
eining um þessa afstöðu innan
stjórnar LÍÚ. Það sjónarmið heyrð-
ist þó innan stjórnarinnar að rétt
væri að setja kvóta á úthafskarfann
strax á þessu ári.
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs-
ráðherra, sagði að Úthafsveiði-
nefndin væri að leggja síðustu hönd
á nýtt frumvarp að úthafsveiðilög-
um sem ætlunin væri að ræða í
vor. Það væri ekki víst að lögin
yrðu tilbúin fyrir upphaf úthafs-
karfaveiðanna, þannig að það
kynni að vera að á næsta fiskveiði-
ári yrði að hafa einhveija aðra skip-
an á þeim málum og yfir það væri
verið að fara þessa dagana.
Vertíðin að hefjast
íslensku frystitogararnir eru að
búa sig undir karfaveiðamar á
Reykjaneshrygg. Siglir og togarar
þýska fyrirtækisins Mecklenbur-
ger, sem er í eigu ÚA, hafa þegar
hafið veiðar á hryggnum og er afli
frekar tregur. Að jafnaði fer út-
hafskarfaveiðin ekki að glæðast
fyrr en kemur fram í apríl.
Settu 25
milljóna
tryggingu
ÚTGERÐ gríska flutningaskipsins
Anankan, sem áhöfn Alberts GK
bjargaði frá strandi í vonskuveðri á
Eskifirði 5. febrúar sl., hefur sett
375 þúsund bandaríkjadala, um 25
milljóna íslenskra króna, tryggingu
til að mæta kröfum útgerðar Al-
berts um björgunarlaun og bætur
vegna skemmda og frátafa frá
loðnuveiðum.
Jafnframt hefur kyrrsetningu
skipsins verið aflétt og fór það frá
landinu fyrir rúmri viku.
Útgerð Alberts lýsti upphaflega
um 97 milljóna króna kröfum vegna
björgunarinnar. Gísli M. Áuðbergs-
son hdl., lögmaður útgerðar Alberts
GK, sagði að fyrstu kröfur hefðu
verið gerðar án þess að nákvæmar
upplýsingar um markaðsverð flutn-
ingaskipsins hefðu legið fyrir. Aðilar
hefðu síðan komið sér saman um
skipun gerðardómsmanns til að
meta fjárhæð tryggingar sem leyst
gæti skipið undan kyrrsetningu.
Mælingar á einangrunargildi fatnaðar
Gæti aukið öryggi
sjómanna
UMHVERFISDEILD Lífeðlis-
fræðistofnunar Háskóla íslands
er þessa dagana að gera ítarlega
rannsókn á einangrunargildi ís-
lensks hlifðarfatnaðar og í því
skyni eru gerðar mælingar á lík-
amsstarfsemi Ara Trausta Guð-
mundssonar jarðeðlisfræðings við
staðlaðar aðstæður í frystigámi.
Þetta er gert til að sannreyna
sambærilegar mælingar sem
gerðar voru á honum í fyrra þeg-
ar hann fór á Norðurpólinn ásamt
Ragnari Th. Sigurðssyni ljós-
myndara.
Að sögn Jóhanns Axelssonar,
prófessors og forstöðumanns Líf-
eðlisfræðistofnunar, eru mæling-
arnar ekki einungis fræðilega
mjög nytsamlegar heldur leggja
þær grundvöll að nyljamælingum
og hagnýtum rannsóknum í sam-
vinnu við íslenska skjólklæða-
framleiðendur, fyrirtækið sem
hannaði mælitækið og fleiri aðila.
Mælingarnar eru gerðar með
örtölvu sem verkfræðistofan Hug-
rún hahnaði. Tækið kallast Dag-
rún og er örsmátt og haft innan-
klæða, en Ari Trausti var með
búnaðinn á sér þegar hann fór á
Norðurpólinn. Fylgst er með lík-
amsstarfsemi hans; hjartsláttar-
tíðni, kjarnahita og húðhita, hita
í flísjakka sem hann klæðist, hita
í yfirhöfn og umhverfishita.
Jóhann sagði í samtali við
Morgunblaðið að markmiðið með
þessum mælingum væri að geta
sett upp og boðið upp á mæii-
tækni sem gerði kleift að mæla
einangrunargildi efnis í hlífðar-
fatnaði við mjög mismunandi að-
stæður hvort sem er á sjó eða
landi.
Hyggst klífa tind í
HimalajafjöIIum
„Við vonumst meðal annars til
þess að þetta geti stuðlað til muna
að öryggi íslenskra sjómanna, en
við gerum okkur vonir um að
geta hafið rannsóknir með þess-
um mælitækjum og viðbótartækj-
um á hinu raunverulega streitu-
álagi sem fiskvinnslufólk til sjós
og lands vinnur undir,“ sagði
hann.
Morgunblaðið/Sverrir
ARI Trausti Guðmundsson í 25 stiga frosti á þrekhjóli í frystigámi sem Eimskip lánaði til rannsókn-
arinnar. Jóhann Axelsson prófessor í lífeðlisfræði fylgist með.
Ari Trausti hyggst fara með
þýskum leiðangri á átta þúsund
metra hátt fjall í HimalajafjöIIum
í vor takist honum að fjármagna
ferð sína, og fer hann þá með
Dagrúnu með sér og aðra tölvu
til viðbótar til að geta safnað
gögnum í lengri tíma. Leiðangur-
inn hefst 10. maí næstkomandi
og stendur í 40 daga.
„Ef mér tekst fara í þennan
leiðangur þá fást væntanlega
mjög verðmætar upplýsingar fyr-
ir þá sem eru að fara á há fjöll.
Það er hægt að fylgjast með allri
líkamsstarfseminni allan sólar-
hringinn og maður er því í sann-
kallaðri gjörgæslu," sagði hann.
Sinfóníunni
sagt upp
húsnæði
HÁSKÓLABÍÓ hefur sagt upp
leigusamningi við Sinfóníuhljóm-
sveit íslands frá og með 1. júlí.
Runólfur Birgir Leifsson, fram-
kvæmdastjóri Sinfóníunnar, segir
þetta geta valdið alvarlegri röskun
á starfl hljómsveitarinnar. Hún
hefur haft aðstöðu í Háskólabíói
í 35 ár.
Hafa greitt 12 milljónir
Runólfur sagði að Háskólabíó
hefði óskað eftir að leigan yrði
hækkuð, en Sinfóníuhljómsveitin
gæti ekki orðjð við þeim óskum
og þess vegna hefði þeim verið
hafnað. Sinfónían greiðir árlega
um 12 milljónir í leigu fyrir afnot
af bíóinu. Runólfur sagði að erfítt
yrði fyrir hljómsveitina að finna,
annað húsnæði. Slíkt húsnæði
væri til, en það kostaði verulega
fjármuni að gera það nothæft sem
tónleikahús.
Davíð Oddsson um afsögn formanns kjördæmisráðs Austurlands
. -
Oánægja sjálfstæðismanna
úr verkalýðshreyfingunni
Breytingar á ákvæðum
frumvarpsins ekki útilokaðar
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra
og formaður Sjálfstæðisflokksins,
segist hafa átt ágætt samtal við
Hrafnkel A. Jónsson, sem sagt
hefur af sér formennsku í kjör-
dæmisráði sjálfstæðismanna á
Austurlandi í mótmælaskyni við
frumvarp ríkisstjórnarinnar um
stéttarfélög og vinnudeilur. Davíð
segist hafa orðið var við óánægju
með ýmsa þætti frumvarpsins frá
þeim forystumönnum sjálfstæðis-
manna sem tengjast verkalýðs-
hreyfíngunni.
„Það er engin kergja á milli okk-
ar Hrafnkels. Hann hefur starfað
vel sem formaður kjördæmisráðs-
ins og ég hef þakkað honum þau
störf. Hann mun áfram vera virkur
sjálfstæðismaður þótt hann telji við
þessar aðstæður rétt að víkja sæti
sem formaður kjördæmisráðs,"
segir Davíð Oddsson.
Breytingar ekki
útilokaðar
Davíð sagði að Hrafnkell hefði
fyrst og fremst lýst óánægju með
ákvæði frumvarpsins um vinnu-
staðafélög en Davíð lagði áherslu
á að sú heimild væri m.a. bundin
þeim skilyrðum að hún næði aðeins
til vinnustaða með 250 eða fleiri
starfsmenn enda samþykktu 75%
starfsfólksins stofnun félagsins.
Þá sagði Davíð það misskilning
hjá Hrafnkeli að málið hefði ekki
verið rætt á vettvangi Sjálfstæðis-
flokksins. „Ég átti ágætan fund
með einum 10 forystumönnum úr
verkalýðshreyfingunni í flokknum,
skömmu áður en frumvarpið var
kynnt opinberlega. Að vísu komst
Hrafnkell ekki á þann fund en það
er alveg ljóst að forystumenn í
verkalýðshreyfíngunni, sem hafa
líka tengst Sjálfstæðisflokknum,
eru ósáttir við fjölmarga hluti í
þessu frumvarpi og þeir hafa kom-
ið því rækilega á framfæri við
okkur,“ sagði Davíð Oddsson.
„Við höfum talað um það við
þá að við munum fara sameigin-
lega yfir frumvarpið lið fyrir lið
eins og við gerum með okkar þing-
mönnum og okkar samstarfsflokk-
ur gerir með sínu fólki.“
Hann sagði að frumvarpið væri
nú komið til þingnefndar. „Menn
fara yfír þessi mál rækilega í
nefndinni og eins og félagsmála-
ráðherra hefur tekið fram er ekki
útilokað að breytingar kunni að
verða gerðar á því ef eitthvað telst
mega horfa betur en það gerir nú.
Þannig að það er bara til bóta að
fá upplýsingar frá því fólki sem
vel þekkir til þessara mála.“