Morgunblaðið - 27.03.1996, Síða 5

Morgunblaðið - 27.03.1996, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 5 Yfirlýsing Salmonellusýking í rjómabollum hefur verið rakin til Samsölubakarís hf. Þau alvarlegu óþægindi sem stór hópur fólks hefur nú orðið fyrir vegna þessa máls eru stjórnendum og starfsfólki hakarísins mikið áfall og vill undirritaður fyrir hönd Samsölubakarísins hf. biðja alla viðkomandi afsökunar. Strax frá fyrstu stundu, er ljóst var að rekja mætti hina alvarlegu sýkingu til rjómabolla fyrirtækisins, hafa starfsmenn og stjórnendur unnið af fullum heilindum með heilbrigðisyfir- völdum og gert allt sem í mannlegu valdi stendur til að rannsaka og komast að niðurstöðu um hvað olli sýkingunni. Öllum ströngustu kröfum heilhrigðisyfirvalda um aðgerðir og úrbætur hefur verið fylgt í hvívetna og er framleiðsla fyrirtækisins fyrir þó nokkru komin í eðlilegt horf. Engin ástæða er til að óttast frekari sýkingu. Enda þótt rjómabollugerð sé mjög afmarkaður þáttur í starfseminni og aðskilinn frá framleiðslu hrauða hefur Samsöluhakaríið hf. hert allar daglegar vinnureglur sínar um með- höndlun hráefnis og vinnsluferli við allan bakstur í kjölfar þessa máls. Auk þess verður leit- ast við að auka sjálfvirkni enn frekar þannig að gæði framleiðslunnar og vöruvöndun verði eins mikil og mögulegt er. Ég vil að lokum ítreka að þessi sýking hefur verið stjórnendum og starfsfólki bakarísins þungbært áfall og mun allt verða gert sem í mannlegu valdi stendur til að útiloka slík óhöpp um alla framtíð. Virðingarfyllst f.h. Samsölubakarís hf. Erlendur Magnússon, framkvæmdastj óri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.