Morgunblaðið - 27.03.1996, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skeiðarárhlaup gæti hafist af fullum þunga eftir um hálfan mánuð að mati jarðfræðinga
Megna brennisteins-
fylu leggur af ánni
Morgunblaðið/Kristinn
SKEIÐARÁRHLAUP er í aðsigi
og er talið að það hefjist af fullum
þunga eftir um hálfan mánuð að
sögn Odds Sigurðssonar jarðfræð-
ings á Orkustofnun. Þegar sjást
merki um hlaupið; megn lykt af
ánni og er vatnið orðið mjög dökkt
að lit. Von er á vatnamælinga-
mönnum frá Orkustofnun í lok
vikunnar, en þeir mældu ána síð-
astliðinn föstudag og urðu varir
við að heldur meira var í henni
en reikna mátti með.
Stefán Benediktssún þjóðgarðs-
vörður í Skaftafelli segir að af
ánni sé ómenguð brennisteinslykt
sem safnist fyrir í logni og verður
fyrir vikið talsvert ásækin, en um
leið og hreyfi vind verði menn
ekki varir við hana nema við ána.
Ekki ástæða til viðbúnaðar
Stefán segir greinilegan vöxt í
Skeiðará og minni vatnsmagnið á
það sem er algengast að sjá í byij-
un júní. Stefán segir að engar
ráðstafanir séu gerðar í þjóðgarð-
inum vegna hlaups, enda hafi
hlaupin undanfarna tvo áratugi
verið með þeim hætti að ekkert
gefi tilefni til sérstaks viðbúnaðar.
Seinasta Skeiðarárhlaup var
fyrir tæpum fimm árum, eða
haustið 1991, en þar á undan 1986,
1982,1976 og 1972, auk þess sem
lítið hlaup kom 1983. Seinasta
hlaup var nokkuð óvenjulegt þar
sem framhlaup var í Vatnajökli,
en ekki er vitað um neitt slíkt nú.
„Það er lítið skyggni yfir hájöklin-
um þannig að menn hafa ekki
geta flogið yfir Grímsvötn, en ég
hafði af því fregnir að flugmenn
sem fóru yfir á mánudag tóku
eftir því að jökullinn var sprung-
inn yfir vötnunum. Hversu áreið-
anlegar eða mikilvægar þær
fregnir eru, er önnur saga,“ segir
Stefán.
Álíka stórt og 1991
Upptök hlaupsins eru í Gríms-
vötnum, en þau eru þáhitasvæði
og.virkasta eldstöð íslands. Þaðan
er brennisteinsfnykurinn sem
hlaupunum fylgir ættaður. Undir
Grímsvötnum er jarðhiti sem
bræðir ís og veitir miklu af brenni-
steinsvetni í vatnið og ailskyns
upplausnarefnum öðrum sem
vanalega eru á háhitasvæðum.
Vatnið safnast fyrir í katli sem
yfirfyllist að meðaltali tvisvar á
áratug og brýtur vatnið sér þá
leið undir jökulinn, 30-40 kíló-
metra leið alls, og kemur undan
jökulsporðinum í einum farvegi.
Vatnið vex með svo kölluðum veld-
ishraða, þ.e. meira með hverjum
degi.
„Nú stendur mjög hátt í vötnun-
um þannig að við höfum haft and-
vara á okkur, auk þess sem við
höfum orðið varið við meira af
uppleystum efnum en venjulega,"
segir Oddur.
Hann kveðst eiga von á að
hlaupið nú verði af svipaðri stærð
og seinast, eða að á annan rúm-
kílómetra af vatni komi fram og
mesta rennsli verði um 2.000 rúm-
metrar á sekúndu.
Skeiðaráhlaup hafa að sögn
Odds ekki verið mæld fyrr en á
seinni hluta þessarar aldar, en
gert sé ráð fyrir að mestu hlaupin
á öldinni hafi náð um 40.000 rúm-
metrum á sekúndu.
„Ef ágiskanir um magnið núna
standast, verður hlaupið aðeins
um einn tuttugasti þess sem var
á þriðja og fjórða áratugnum, eða
hreinir smámunir í samanburði
við það,“ segir hann. „Þá voru líka
talsvert myndarleg eldgos, bæði
1934 og 1938, sem ollu því að vatn-
ið bræddi sér göng hraðar en það
gerir nú, væntanlega vegna þess
að það var heitara þegar það lagði
af stað.“
Kærunefnd jafnréttismála
Ráðning Viðars brot
á jafnréttislögum
KÆRUNEFND jafnréttismála hefur
komist að þeirri niðurstöðu að með
ráðningu Viðars Eggertssonar í
stöðu leikhússtjóra Leikfélags
Reykjavíkur, hafí leikhúsráð brotið
gegn jafnréttislögum. Tveir umsækj-
enda um stöðuna, þær Þórhildur Þor-
ieifsdóttir og Brynja Benediktsdóttir,
kærðu ráðninguna til nefndarinnar. I
úrskurði beinir kærunefnd þeim til-
mælum til Leikfélags Reýkjavíkur,
að fundin verði viðunandi lausn mála
sem kærendur geti sætt sig við.
Úrskurður kærunefndar byggir á
að óheimilt sé að mismuna starfs-
fólki eftir kynferði og að atvinnurek-
andi skuli veita upplýsingar um
hvaða sérstaka hæfíleika umfram
kærendur sá hafí ti! að bera sem
ráðinn var í starfið. Kærunefnd
kemst að þeirri niðurstöðu að Þór-
hildur og Brynja hafi báðar meiri
menntun en Viðar og fellst ekki á
að þær hafi minni starfsreynslu.
Afburðaþekking
I úrskurðinum kemur fram að leik-
húsráð telji að Viðar beri af öðrum
umsækjendum í þekkingu á leikbók-
menntum og því sem sé að gerast í
leiklist hér á landi og erlendis. Kæru-
nefnd bendir á að engin athugun
hafí farið fram á bókmenntaþekk-
ingu umsækjenda og því ekki sýnt
fram á að hann sé hæfari á því sviði.
Fram kemur að ieikhúsráð telji að
Viðar hafí lagt fram skýrari grein-
ingu á vanda leikhússins en aðrir
Þorleifsdóttir
Brynja
Benediktsdóttir
umsækjendur. Jafnframt að hann
hafí betri tillögur til úrbóta og væri
því öðrum umsækjendum líklegri til
að leiða Leikfélag Reykjavíkur út úr
þeim vanda sem það er í.
I úrskurði kærunefndar segir að
viðtöl við umsækjendur hafi verið
óformleg. Spurningar hafi ekki verið
fyrirfram ákveðnar og að ekki hafi
fengist upplýst að hvaða leyti hug-
myndir hans hafi verið betri. Kæru-
nefnd taki því ekki afstöðu til þessa
atriðis.
Hugsa minn gang
í úrskurði kærunefndar er þeim
tilmælum beint til Leikfélags Reykja-
víkur að fundin verði viðunandi lausn
sem kærendur gætu sætt sig við. „Ég
er ekki búin að gera það upp við
mig hvað tekur við. Ég er að skoða
þetta og hugsa minn gang,“ sagði
Brynja.
„Ég er mjög ánægð með að fá
þetta álit. Það er ekkert grín _að
þurfa að standa í kærumálum. Ég
var jafnvel að hugsa um að draga
kæruna til baka þegar ég frétti að
Viðar hafði verið rekinn af sama
ráði og réð hann. Þá var ég hætt
að skilja þetta mál en ég hélt þessu
ti! streitu og ég er mjög ánægð að
hafa fengið þetta álit. Vonandi geld-
ur maður þess ekki því það er erfítt
fyrir mig sem atvinnumanneskju,
þegar einungis eru tvö atvinnuleik-
hús í borginni, að vera útilokuð frá
þeim báðum,“ sagði Brynja.
Niðurstaðan mér í hag
„Ég kærði og niðurstaðan er mér
í hag og sú var von mín þegar ég
kærði,“ sagði Þórhildur, nýráðin leik-
hússtjóri Leikfélags Reykjavíkur.
„Ekkert okkar vissi um þessa niður-
stöðu þegar viðræður hófust milli
stjórnar Leikféiags Reykjavíkur og
mín. Ég sagði strax þá að ég myndi
ekki draga kæruna til baka og þeir
sögðust ekki mundu óska eftir því.
Það segir sig sjálft að ég mun ekki
fara lengra með málið. Þó ráðning
mín standi ekki í neinu sambandi við
þennan úrskurð þá hlýt ég hér með
að láta mínum þætti í þessu lokið.“
Þórhildur sagði að það yrði leik-
húsráðs að ljalla um mál Brynju og
að hún myndi óska eftir að koma
ekki þar nærri. „Eðli málsins sam-
kvæmt væri óeðlilegt að ég kæmi
þar nálægt," sagði hún. „Við kærð-
um hlið við hlið, en ég er komin í
aðra stöðu og fullkomlega óeðlilegt
að ég blandaðist inn í þetta mál.“
SJÖTTI ráðsfundur Norður-Atlants-
hafssjávarspendýraráðsins
(NAMMCO) hefst í Tromso í Noregi
í dag. I fyrsta sinn frá stofnun
NAMMCO verða nú sjávarútvegsráð-
herrar allra aðildarlandanna fjögurra
viðstaddir, auk þess sem formaður
rússneska' sjávarútvegsráðsins,
Vladimír Kórelskíj, er sérstakur gest-
ur á fundinum.
Af Islands hálfu sækir Þorsteinn
Pálsson sjávarútvegsráðherra fund-
inn og með honum þeir Árni Kol-
beinsson, ráðuneytisstjóri sjávarút-
vegsráðuneytisins, og Arnór Hall-
dórsson lögfræðingur.
Aðildarlönd NAMMCO eru ísland,
Noregur, F'æreyjar og Grænland,
sem stofnuðu ráðið árið 1992 til að
styrkja stöðu sína sem hvalveiðiþjóða
Ráðherrar
sækja fund
NAMMCO
í Tromsn
á alþjóðavettvangi. Aðildarlöndin
hafa boðið Kanada og Rússlandi að
slást í hópinn og stendur það boð
ennþá.
A dagskrá fundar ráðsins er með-
al annars umfjöllun um skýrslu vís-
indanefndar ráðsins, en hún hefur
nýlega lokið umfangsmiklum rann-
sóknum á hringanóra og útsel í Norð^
ur-Atlantshafi. Aðrar tegundir, sem
falla undir svið NAMMCO og hafa
verið rannsakaðar að undanförnu eru
blöðruselur, vöðuselur, andarnefja,
háhyrningur, marsvín og Atlants-
hafsrostungur.
Fjallað um sameiginlegt
stjórnunarkerfi
Stjórnunarnefnd NAMMCO mun
funda í tengslum við ráðsfundinn og
fjalla um tillögur um sameiginlegt
stjórnunarkerfí NAMMCO fyrir allar
sjávarspendýraveiðar. í tillögunum
er bæði kveðið á um samræmingu
eftirlits með veiðum í aðildarlöndun-
um, auk sameiginlegs fjölþjóðlegs
eftirlitskerfís.
Dæmdur í fangelsi fyrir að kveikja í
svefnherbergisálmu húss síns
22 af 24 mán-
uðum skil-
orðsbundnir
69 ÁRA maður hefur verið dæmd-
ur í 2 ára fangelsi í Héraðsdómi
Reykjaness fyrir að hafa kveikt í
eigin íbúðarhúsi í Garðabæ með
því að hella eldfimum vökva á
gólf í svefnherbergisgangi framan
við herbergi konu sinnar og ieggja
eld að. 22 mánuðir af refsingunni
eru skilorðsbundnir til 3 ára. í
dóminum kemur fram að refsingin
sé skilorðsbundin vegna hrein-
skilnislegrar játningar mannsins,
viðbragða hans við vandamálum
sínum eftir brotið, sakarferils hans
og aldurs og vegna þess að mikil
röskun hafi orðið á högum hans.
Atburðurinn átti sér stað 6.
nóvember sl. Lögreglumenn á eft-
irlitsferð urðu varir við reyk frá
húsi mannsins. Þegar að var kom-
ið var kona hans fáklædd komin
út úr húsinu en manninum var
bjargað út og var hann þá talinn
hætt kominn.
Kallaði til
konunnar
Við rannsókn fundust merki þess
að eldfimum vökvum hefði verið
hellt á svefnherbergisganginn og
kveikt í með eldspýtum. Um mik-
inn eld hafi verið að ræða.
Maður játaði að hafa lagt eld
að húsinu meðan kona hans var
inni í herberginu en hann hafi
kallað til hennar eftir að eldurinn
var kviknaður. Konan hljóp þá út
úr húsinu í gegnum alelda gang-
inn. Upphaflega sagði í ákærunni
að konan hefði verið sofandi þegar
eldurinn var kveiktur en ákæru-
valdið féll frá þeirri staðhæfingu
við rekstur málsins.
Sambúðin einkenndist
af erfiðleikum
Samkvæmt framburði kon-
unnar og mannsins hafði sambúð
þeirra einkennst af erfiðleikum og
áfengisneyslu um skeið. Geð-
læknir sem gaf vottorð um skoðun
á manninum í framhaldi af
áfengismeðferð hans sagði að í
kjölfar erfiðleika innan fjölskyldu
hans hafi mikil og taumlaus reiði
einkennt hugarfar mannsins sem
leitt hafi til aukinnar neyslu hans
á áfengi og róandi lyfjum. Leiða
megi líkur að því að maðurinn
hafi verið ofurölvi, haldinn áfalla-
geðveiki, þ.e. meiriháttar geð-
truflun af utanaðkomandi orsök
um, og firrtur raunveru-
leikatengsium þegar hann kveikti
eldinn.
í niðurstöðum Sveins Sigur-
karlssonar héraðsdómara segir að
manninum hafi mátt vera ljóst
hvaða afleiðingar athæfi hans
gæti haft í för með sér og hann
hafi sjálfur komið sér í það ástand
sem virðist hafa leitt til verknaðar-
ins. Eldsvoðinn hafi haft í för með
sér almannahættu án þess þó að
öðrum eignum væri hætta búin
og lífi konunnar hafi verið stefnt
í hættu þrátt fyrir að maðurinn
hafí kallað til hennar er eldurinn
var kviknaður.
Lögbundið 2 ára
lágmarksfangelsi
Þá segir að vafalaust þyki að
maðurinn hafi framið brot sitt í
ákafri geðshræ.ringu og ójafnvægi
á geðsmunum samverkandi við
neyslu á áfengi og róandi lyfjum.
Við refsimat þyki ekki efni til bess
að færa refsinguna niður fyrir lög-
bundið 2 ára lágmark en á hinn
bóginn þyki með hliðsjón af atvik-
um, hreinskilnislegri játningu
mannsins, viðbrögðum lians við
vandamálum sínum eftir brotið,
sakarferli hans og aldri og því að
mikil röskun hefur orðið á högum
hans mega fresta fullnustu 22
mánaða af refsingunni þannig að
sá hluti hennar falli niður haldi
maðurinn skilorð í 3 ár.