Morgunblaðið - 27.03.1996, Síða 11

Morgunblaðið - 27.03.1996, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 11 „Skriðdreki“ fyrir fatlaða FATLAÐIR íþróttamenn héldu íslandsmót sitt um helgina og var keppt á Akranesi í öllum greinum nema sundi, það fór fram í Sundhöll Reykjavíkur. IA og Iþróttafélagið Þjótur á Akranesi höfðu veg og vanda af framkvæmdinni þar og tókst hún með ágætum. Eitt af því sem Skagamenn gerðu var að fá „skriðdrekann" sem hér sést að láni, en þetta er tæki sem fer með hjólastóla upp og niður stiga. „Okkur vantaði eitthvað til að gera fólki kleift að komast ferða sinna í mannvirkjum þar sem allt er ekki klappað og klárt fyrir fatlaða," sagði Jón Run- ólfsson, formaður í A, í samtali við Morgunblaðið. „Við höfðum samband við fyrirtæki sem eru með lyftur og annað í þeim dúr og endirinn varð sá að Heild- verslunin Árvík lánaði okkur þennan skriðdreka, eins og þeir kalla hann. Þetta er samt frið- samur skriðdreki og í alla staði hinn besti gripur. Við viljum endilega eiga hannog vinnum að því,“ sagði Jón. Á myndinni má sjá Ingvar Ingvarsson, bæj- arfulltúa á Akranesi, reyna gripinn. Flugfélagið Atlanta 160 starfsmenn í pílagrímaflug BOEING 747 flugvél á vegum Flugfélagsins Atlanta flutti 160 starfsmenn flugfélagsins til Jedda í Saudi- Arabíu á laugardag. Starfs- mennirnir, flugfreyjur, flugþjónar, flugmenn, flugvirkjar, og flugvél- stjórar starfa við pílagrímaflug á vegum fyrirtækisins frá Jedda til áfangastaða á borð við Kúala Lúmpúr, Bangkok, Jóhannesar- borg, Brússel, Kaupmannahöfn og til áfangastaða í Pakistan, Indlandi og Tyrklandi næstu tvo mánuði. Þora Guðmundsdóttir, annar eigandi flugfélagins, sagði að 360 manns störfuðu fyrir flugfélagið í Jedda og Nígeríu. Fjórar Boeing- vélar eru í Jedda og ein í Nígeríu. Eftir tveggja mánaða pílagríma- flug frá Jedda tekur við svokallað kennaraflug með kennara frá Jedda til og frá heimkynnum þeirra í Egyptalandi. Þóra sagði að flogið hefði verið með 100.000 farþega til og frá Jedda á síðasta ári og áætlað væri að farþegafjöldi yrði um 25% meiri í ár. Samningur flugfélagsins um flug til og frá Jedda nær fram i september. Asfalt fyrir rúmar 100 milljónir BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu Innkaupastofnunar Reykja- víkurborgar um að taka 100.396.800 króna tilboði Skelj- ungs hf. í kaup á asfalti. Tilboð Skeljungs miðast við níu þúsund tonn. Alls bárust þrjú til- boð til Malbikunarstöðvar Reykja ■ víkur. Tilboðin voru miðuð við listaverð í Rotterdam og eru því háð breytingum á olíumörkuðum. Eitt tilboðanna reyndist óljóst. Mismunur milli hinna er rúmar 7,2 millj. og var því lagt til að gengið yrði að lægra tilboðinu. Rússar fordæma móts- hald FIDE í Bagdad RÚSSNESKA skáksambandið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun FIDE-ráðsins og forseta FIDE (Alþjóða skáksambandsins), Kirsans Iljúmzhinov, að halda einvígi milli Anatolís Karpov heimsmeistara og Gata Kamskí áskoranda í Bagdad í júní er fordæmd. Undir yfirlýsinguna ritar Andrei Makarov forseti Rússneska skák- sambandsins og varaforseti FIDE. í henni segir meðal annars að með ákvörðuninni sé verið að lýsa stuðn- ingi við hryðjuverk Saddams Hussein og að hún sé siðlaus. Hefur fram- kvæmdaráð Rússneska skáksam- bandsins ennfremur hvatt formann- inn til þess að beita áhrifum sínum sem varaforseti FIDE svo að ákvörð- unin verði afturkölluð. Skáksamband Þýskalands hefur jafnframt lýst andstöðu sinni við ákvörðun FIDE og þá hafa borist þakkir til íslendinga frá Skáksam- bandi ísraels, fyrir að mótmæla stað- setningu einvígisins. Er henni líkt við þá ákvörðun Alþjóða ólympí- nefndarinnar að leyfa Ólympíuleika í Þýskalandi nasista árið 1936, sam- kvæmt upplýsingum frá Einari S. Einarssyni svæðisforseta FIDE á Norðurlöndum. í frétt frá Skáksambandi, sem barst í gærkveldi segir að auk skák- sambanda íslands, Danmerkur, ísra- els, Rússlands og Hollands hafi bor- izt hörð mótmæli frá Svíþjóð og Sviss. Bandaríska skáksambandið bíður enn átekta, og bíður eftir ákvörðun utanríksráðuneytisins þar í landi vegna ótta við málshöfðun Kamski-feðga og skaðabótakrafna sem nema hálfu andvirði verðlauna- fjárins, einni milljón dollara. Komdu sæl Auður min! Hvernig vissiröu að þetta var ég? Ég fann það bara á mér. Veistu það Auður að ég held að straumarnir á milli okkar séu svo sterkir að ég hreinlega vissi að þetta varst þú að hringja áður en ég lyfti simtólinu... POSTUR OG SIMI Sækja þarf um þjónustuna hjá Pósti og síma. Ársfjórðungsgjald er kr. 190,- Til að sjá númerið þarf síma með sérstökum skjá. Einnig er hægt að festa kaup á þar til gerðum skjá sem tengdur er við símann Athuga skal að númer þess sem hringir birtist ekki þegar hringt er frá útlöndum eða úr NMT farsímakerfinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.