Morgunblaðið - 27.03.1996, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996
ERLENT
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Vitni gegii
Clintoní
fangelsi
Reuter
DAVID Hale umkring-dur fréttamönnum eftir að dómurinn var
kveðinn upp. Hann fékk rúmlega tveggja ára fangelsi og gert
að endurgreiða meira en 130 millj. ísl. kr.
Little Rock. Reuter.
DAVID Hale, mikilvægt vitni í
Whitewater-málinu, hefur verið
dæmdur í 28 mánaða fangelsi og
til að greiða 10.000 dali, jafnvirði
660.000 króna, í sekt vegna fjár-
málamisferlis. Hale hefur bendlað
Bill Clinton Bandaríkjaforseta við
málið.
Hale var einnig gert að endur-
greiða ríkissjóði Bandaríkjanna
tvær milljónir dala, 130 milljónir
króna. „Ég vil biðja fjölskyldu mína,
kirkjuíjölskyldu mína, vini og íbúa
Arkansas afsökunar," sagði hann
við dómarann fyrir dómsuppkvaðn-
inguna.
Hale er fyrrverandi fjármálamað-
ur í Arkansas og játaði fyrir tveim-
ur árum að hafa haft fé af banda-
rískri stofnun, sem aðstoðar smá-
fyrirtæki, með svikum. Hann varð
þar með fyrstur til að játa sekt í
Whitewater-málinu, sem snýst um
misheppnað fasteignabrask í Ark-
ansas þegar Bill Clinton var þar
ríkisstjóri.
Saksóknararnir í Whitewater-
málinu sömdu við Hale um að milda
ákæruna á hendur honum gegn því
að hann legði þeim lið við rannsókn
málsins.
„Blekkingarvaðall"
Hale stjórnaði fjárfestingarfyrir-
tæki, sem veitti lán með stuðningi
Bandaríkjastjórnar til smáfyrir-
tækja blökkumanna og fleiri hópa
sem taldir eru eiga undir högg að
sækja í viðskiptalífinu. Hann hefur
sagt að Clinton hafi hvatt hann til
að veita Susan McDougal, sem tók
þátt í fasteignaviðskiptunum með
Clinton-hjónunum, ólöglegt lán sem
nam 300.000 dala, 19,8 millj.
króna, árið 1985. Lánið var ekki
endurgreitt.
Clinton segir ásakanir Hales ein-
tóman „blekkingarvaðal“. Lögfræð-
ingar forsetans segja að Hale geti
ekki talist trúverðugt vitni og saka
hann um að hafa logið til að tryggja
sér mildari dóm. Embættismáður í
Hvíta húsinu sagði að dómurinn
yfir Hale hlyti að grafa undan trú-
verðugleika hans sem vitnis.
Hale á eftir að bera vitni í mála-
ferlum gegn öðrum sakborningum
í Whitewater-málinu og saksóknar-
arnir hafa séð honum fyrir leynileg-
um dvalarstað.
Clinton hefur verið stefnt til að
bera vitni í málinu og vitnisburður
hans verður tekinn upp á mynd-
band.
Reuter
JAN Eliasson, aðstoðarutanríkisráðherra Svía, og Manuel Marin,
í framkvæmdastjórn ESB, ræðast við fyrir ráðherrafundinn.
Utanríkisráðherrar ESB-ríkjanna
Málamiðlun um þátt
Evrópuþingsins
í ríkjaráðstefnunni
Brussel. Reuter.
UTANRIKISRAÐHERRAR aðild-
arríkja Evrópusambandsins komust
á mánudag að málamiðlunamiður-
stöðu um þátttöku Evrópuþingsins
í ríkjaráðstefnu sambandsins, _sem
hefst síðar í vikunni. Að tillögu ítal-
íu, sem fer nú með formennsku í
ráðherraráði sambandsins, verða
fulltrúar þingsins upplýstir um
gang mála á ráðstefnunni, án þess
þó að þeir taki beinan þátt í samn-
ingaviðræðum.
Bretland og Frakkland hafa
staðið gegn því að fulltrúar Evr-
ópuþingsins taki beinan þátt í
ríkjaráðstefnunni. Hin aðildarríkin
þrettán hafa talið að slík þátttaka
væri nauðsynleg til þess að ljá
ríkjaráðstefnunni lýðræðislegt lög-
mæti, en Evrópuþingið er eina
stofnun ESB sem er kosin í bein-
um, lýðræðislegum kosningum.
Reglulegir fundir með
fulltrúum þingsins
Tillaga Italíu, sem utanríkisráð-
herramir samþykktu á fundi sínum
í Brussel, gerir ráð fyrir að fyrir
hvem samningafund aðalsamn-
ingamanna á ráðstefnunni muni
formennskulandið halda upplýs-
EVRÓPA^
ingafund með fulltrúum Evrópu-
þingsins. Jafnframt muni forseti
þingsins og aðrir þingmenn eiga
fund með utanríkisráðherrum að-
ildarríkjanna fyrir samningafundi
þeirra, sem verða einu sinni í mán-
uði. Loks mun forseti þingsins eiga
fund með leiðtogum Evrópusam-
bandsríkjanna í Tórínó á föstudag
og hann mun eiga sæti á öllum
fundum leiðtoganna, sem kunna
að verða kallaðir saman í tengslum
við ríkjaráðstefnuna.
Deilan um hlutverk Evrópu-
þingsins endurspeglar skoðana-
mun um hlutverk og eðli Evrópu-
sambandsins sjálfs. Bretland og
Frakkland vilja að það byggist
einkum á samstarfi ríkja, en
Þýzkaland og fleiri ríki leggja
áherzlu á sameiginlegar, yfirþjóð-
legar stofnanir á borð við Evrópu-
þingið.
Agnelli seg-
ist hlynnt
Bandaríkj-
um Evrópu
SUSANNA Agnelli, utanríkisráð-
herra Ítalíu, segist vera hlynnt
Bandaríkjum Evrópu og vonar að
ríkjaráðstefna Evrópusambandsins,
sem hefst í lok vikunnar, stefni að
auknum samruna aðildarríkjanna.
í viðtali við
brezka ríkisút-
varpið, BBC,
sagði Agnelli að
aukinn samruni
væri það, sem
Evrópa þarfnað-
ist. „Það er leið-
in, sem ætti að
'fara. Lítið á
Bandaríkin: Ég
held að allir yrðu
ánægðir ef við yrðum Bandaríki
Evrópu," sagði utanríkisráðherrann.
Agnelli hvatti John Major, for-
sætisráðherra Bretlands, til að láta
af þeirri þvergirðingslegu afstöðu
sinni að veija neitunarvald ein-
stakra aðildarríkja í ráðherraráði
ESB, hvað sem það kostaði. Hún
sagði nauðsynlegt að ríkjaráðstefn-
an tæki ákvörðun um að fjölga
þeim málaflokkum, þar sem ákvarð-
anir eru téknar með skilyrtum
meirihluta. Ella yrði ákvarðanataka
sambandsins ekki skilvirk þegar
aðildarríkjum fjölgaði.
„Það mun þurfa mikinn sannfær-
ingarkraft ... en brezka stjórnin
hlýtur að skilja að á sumum sviðum
munum við aldrei færast úr sporun-
unum nema með meirihlutaat-
kvæðagreiðslum,“ sagði Agnelli.
Hún nefndi sem dæmi að í flest-
um málum, sem vörðuðu utanríkis-
stefnu Evrópusambandsins, ætti
eitt ríki ekki að fá að hindra hin í
að taka sameiginlega afstöðu.
„Samhljóða samþykki í öllum tilvik-
um er yfirdrifið,“ sagði ráðherrann.
Stofna á sameiginlegan her
Agnelli mælti með því að ESB
byggði upp Vestur-Evrópusam-
bandið sem varnarmálaarm sinn,
samhliða NATO, með það að mark-
miði að setja á stofn sameiginlegan
her. Hún benti á að herafli nokk-
urra ESB-ríkja starfaði nú saman
undir einni stjórn í Júgóslavíu.
„Með tímanum ættum við að stofna
sameiginlegan her,“ sagði hún.
Agnelli
Á milli vídda
BOKMENNTIR
Ljóð
HOLRÆSIN Á
STRÖNDINNI
eftir Þorra. Skákprent 1995.64 bls.
HOLRÆSIN á ströndinni er
sumpart bók sem lýsir tilfinningu
fyrir heimi þar sem önnur hver
hugsun er gröfin, þar sem líkaminn
er kjöt sem mun rotna, þar sem
efnið er allt sem er og
eilífðin hefur endi;
þetta er moldugur
margbreytileikinn: „Á
tærum sumarnóttum/
tíðindalausa landsins/
í glæru norðri/ eru
stunduð mannleg/
samskipti/ við hljóm-
fall raunsæis/ og
ranglætis./ Með marg-
breytileika/ moldugrar
gyðjunnar/ flaut það á
brott/ á úldnu kjöti/
niður lækinn/ í glymj-
andi/ nið/ fossins."
(11) En hún lýsir líka
tilfinningu fyrir öðr-
um heimi sem er ef til vill tengd
þeirri fyrri, það er tilfinning fyrir
öðrum veruleika(/um) og iðulega
sterkari: „Níu núverandi/ veruleik-
ar/ afturhvarf fram á við/ allt er
lifandi/ segir krakkinn/ holdið og
moldin/ er umlykja hlýjar/ nautnir
jarðar.“ (48)
Eins og segir á baksíðu er þetta
sjötta bók Þorra og inniheldur hún
endurtekið efni, ný ljóð, gamla
prósa og langan ljóðabálk um
æskuheima og trúmál. Ef til vill
er meginþema bókarinnar eins kon-
ar samruni hins foma og nýja, eða
kannski trúar og veruleika. Allar
eru þessar skýringartilraunir á inn-
taki bókarinnar þó einfaldanir.
Eitt megineinkenni texta Þorra
er gagnrýnið eða jafnvel neikvætt
viðhorf til núsins; „Það er ekkert
varið/ í að vera/ aðeins koma og
fara.“ (9) Að lifa í eftirvænting-
unni eða minningunni er best.
Minningin er algengt umfjöllunar-
efni Þorra; í Erfðaminni veggjanna
segir: „það er ekki mannaminnið/
það eru ekki guðirnir/ er safna
saman atburðum/ raða saman
stemmningum./ Gamla grjótið
geymir.“ (12) Minningarnar búa í
grjótinu en menn gleyma og menn
gleymast: „Á öld eftirsjár/ og
trega. Menn á myndum/ aldrei aft-
ur/ nema í minningum/ á þessum
stað./ Óþekkti múgurinn/ fjölbijál-
aður/ í myndum/ annarra/ _er
gleymast. / Á grasi gargað./ Ég
er margir. (8)
Bókin lýsir mjög gagnrýninni
afstöðu til nútímans; vísinda hans,
tæknihyggju, hluthyggju, tlmale-
ysi, sambandsleysi, einsemd. Mað-
urinn er „týndur eins og planta/
einhversstaðar/ á milli vídda í vél-
taugafrumskóginum". (24) Sjö
stuttir prósaþættir lýsa algjöru
óþoli gagnvart þessum heimi, heimi
beinu línunnar sem þolir engin frá-
vik: „Þurfum að samræma samfé-
lagið. Lifa við samræmd form veru-
leikans í eitt skipti fyrir öll. Ég
legg til hið einfaldasta og hentug-
asta form allra tíma,
kassann. Bytjum á því
að gera skýin kassa-
laga. Til að lífga upp
á tilveruna getum við
sprautað inn í þau mis-
munandi litum. Síðan
verða öll tún og blettir
kassalaga. Bílar og
hús einnig, allt um-
hverfið verður kassa-
laga eins og frekast er
unnt./ Þá fyrst getur
mannskepnan hugsað
skýrt, rétthyrnt og
beint, ekki flækja mál-
in. ...“. (27)
Besti hluti bókar-
innar er áðurnefndur ljóðabálkur
um æskuheima og trúmál. Bálkur-
inn sver sig í ætt við svokallaðar
drengjabókmenntir síðustu ára-
tuga. Eins og í kunnri drengjatrí-
lógíu Einars Más Guðmundssonar
er heimur barnsins hér fullur af
leik og sköpun — og trú: „allt er
lifandi". (48) En á öllu þessu hvílir
bannhelgi fullorðna heimsins: „ekki
hlusta Of lengi/ á lækinn/ aldrei
leita lífs í gijóti/ né stara á klett-
inn.“ (48) I síðasta hluta bálksins
er hin vísindalega heimssýn leyst
upp í langri mælskufullri ræðu.
Fjallað er um „hin leitandi og skap-
andi öfl/ sem valdið kastaði niður/
í hið mikla myrkur viskunnar.“
(60) Takmarkanir vísindahyggj-
unnar virðast óendanlegar í heimi
þar sem „hver vera er veröld/ með
takmarkalausan veruleika." (61)
Það er í sjálfu sér ekki margt
nýtt sem þessi bók Þorra segir
okkur en hún segir okkur það á
nýjan hátt, eða óvenjulegan. Eitt
megineinkenni á stíl Þorra er beit-
ing vísanna, einkum í fornar sögur
og kvæði, í goðsöguheima. Gró-
teskt og súrrealískt myndmál er
einnig áberandi og gerir textann
oft nýstárlegan, torræðan ' og
ágengan. Hljómrænar eigindir lita
einnig textann; þeir sem heyrt hafa
Þorra flytja verk sín kannast við
seiðandi hrynjandi þeirra. Þessi nýi
háttur Þorra gerir bók hans eina
frumlegustu og skemmtilegustu
ljóðabók síðasta árs.
Þröstur Helgason
Þorri
KÓR Vídalínskirkju.
Föstutónleikar Kórs
Vídalínskirkju í Garðabæ
KÓR Vidalínskirkju í Garðabæ,
undir sljórn Gunnsteins Ólafs-
sonar, gengst fyrir föstutónleik-
um í Garðakirkju á Álftanesi í
kvöld kl. 20.30. Tilefni tónleik-
anna er 30 ára afmæliendur-
reisnar Garðakirkju. Á efnisskrá
eru verk sem lúta að föstunni.