Morgunblaðið - 27.03.1996, Side 20

Morgunblaðið - 27.03.1996, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Bandarísk leiksýning í heimsókn í Loftkastalanum „SAMBAND þessara tveggja ólíku persóna verður nyög innilegt og fallegt," segir Ellenora, „en um leið hlýtur það að vera harmrænt vegna þeirra aðstæðna sem það verður til við og Ellenora Patnaik í Standing On My Knees. Ferð til vonar BANDARÍSK leiksýning verður frumsýnd í Loftkastalanum í kvöld. Verkið heitir Standing On My Kne- es og er eftir ungt bandarískt leik- skáld, John Olive, en þessi upp- færsla var sýnd í New York-borg síðastliðið haust og hlaut góðar við- tökur. Með aðalhlutverk í sýning- unni fara Bjami Haukur Þórsson og Ellenora Patnaik sem nýlega luku prófí í leiklist frá American Academy of Dramatic Arts (AADA) í New York-borg. Bjami og Ellen- ora stofnuðu á síðasta ári leikhóp- inn, Noname Theatre Company og er Standing On My Knees fyrsta verkið sem hópurinn tekst á hendur. Geðklofin skáldkona Verkið segir frá ungri og efni- legri skáldkonu, Catherine, sem þjá- ist af geðklofa. Sjúkdómurinn haml- ar henni, hún getur ekki skrifað, hún getur ekki lifað eðlilegu lífi. Hún kynnist ungum manni sem stundar verðbréfaviðskipti, eftir því sem samband þeirra verður nánara minnkar hún lyfjaskammtinn sem heldur niðri sjúkdómi hennar og þaggar niður í röddunum sem hún heyrir iðulega tala til sín. Lyfín stífla reyndar líka skáldæð hennar og svipta hana þeirri ánægju og fullnægju sem ljóðagerðin veitti henni. Kómískt og harmrænt í senn Í samtali við Morgunblaðið sögðu þau Bjarni og Ellenora að þetta leikrit væri bæði kómískt og harm- rænt í senn. „Samband þessara tveggja ólíku persóna verður mjög innilegt og fallegt," segir Ellenora, „en um leið hlýtur það að vera harmrænt vegna þeirra aðstæðna sem það verður til við. Stúlkan held- ur honum í fyrstu frá sér en smám saman kynnist hann hennar réttu hlið. í lokin verður svo örlagaríkur atburður sem bæði getur táknað sorg og gleði — eða von.“ „Það má segja að verkið lýsi eins konar ferð,“ bætir Bjarni við, „ör- lagaferð sem endar í von, ferð til vonar.“ Set|a upp hérlendis Að sögn Bjarna er John Olive eitt af efnilegustu leikritaskáldum Bandarikjanna og hefur sent frá sér fímm sviðsverk til þessa. Hann hefur einnig skrifað nokkuð fyrir sjónvarp, var til dæmis einn af aðal- höfundum sjónvarpsþáttanna kunnu, Thirtee something, sem sýndir voru í íslensku sjónvarpi um skeið. Leikstjóri sýningarinnar er Tracy Travett sem Bjarni og Elle- nora kynntust á námsárum sínum en hún hefur sett upp fjöldamargar nemendasýningar í AADA og leik- stýrt víða um Bandaríkin. Tvö aukahlutverk í sýningunni fara Margaret O’Sullivan og Debra Whitfield með. Aðspurður sagði Bjarni að næst á dagskrá hjá leikhópnum væri sennilega að setja upp leiksýningu hér á landi. „Það er þó ekki búið að ganga endanlega frá því hvaða verk við munum setja upp en það kemur í ljós innan skamms." Píanótón- leikar í Listasafni Islands NORSKI píanóleikarinn Einar Steen- Nekleberg leikur á tónleikum í Lista- safni íslands, föstudaginn 29. mars kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna eru stærstu píanóverk landa hans Edwards Griegs, Holberg-Svítan op. 40, Ballada op. 24 og Slátter op. 72. Steen-Nokle- berg er einn við- urkenndasti Gri- eg-túlkandi núlif- andi listamanna, og hefur hann nýlokið við að leika öll verk Gri- egs, skrifuð fyrir hljómborðshljóð- færi, inn á 14 geisladiska. Plötuútgáfan NAXOS, sem er í dreif- ingu Japis á íslandi, sér um útgáfu diskanna og eru þeir nú allir fáanleg- ir í verslunum. Tónleikarnir í Lista- safni íslands eru liður í útgáfutón- leikaferð Einars Steen-Noklebergs víða um lönd, en héðan mun hann halda í tónleikaferð til Bandaríkj- anna. Geisladiskarnir frá NAXOS eru umfangsmesta heimildaskráning á hljómborðstónlist Griegs, því á disk- unum er auk píanóverkanna einnig að finna verk fyrir klavikord, orgel og harmonium. Meðal verka er Svít- an úr Pétri Gaut, flutt með sögu- manni og uppkast að Píanókonserti í h-moll. Einar Steen-Nokleberg stundaði píanónám m.a. í Hannover hjá Hans Leygraf. Hann hefur hlotið margvís- leg verðlaun fyrir píanóleik sinn, svo sem 1. verðlaun í Háskólakeppninni í Þýskalandi, verðlaun í Norsku píanókepninni árið 1972 og 1975 hlaut verðlaun gagnrýnenda fyrir besta flutning á Píanókonserti Griegs á Tónlistarhátíðinni í Bergen. Honum hlotnuðust Grieg-verðlaunin árin 1985 og 1992 og 1993 var hann valinn af ríkisstjórn Noregs sem sér- sakur „Grieg-sendiherra“ í tilefni 150 ára afmælis tónskáldsins. Á ár- unum 1975 til 1981 hlaut hann pró- fessorsstöðu við Tónlistarháskólann í Hannover og eftir að hafa snúið aftur til Noregs, til kennslustarfa við tónlistarháskólann í Óslo, var honum á ný, 1995, boðin staða prófessors í Hannover sem hann gegnir nú. Jafn- hliða kennslu ferðast Steen-Nokle- berg víða, annaðhvort til tónleika- og námskeiðahalds, eða til setu i dómnefndum viðurkenndra píanó- keppna. Tónleikamir í Listasafni íslands, sem eru styrktir af norska sendiráð- inu á íslandi, Japis og Tónlistarskól- anum í Reykjavík, eru án efa hval- reki á fjörur unnenda tónlistar Edw- ards Griegs. ■■ --♦--------- Tónleikar Ingn Backman á Egilsstöðum INGA JÓNÍNA Backman sópran- söngkona heldur einsöngstónleika í Egilsstaðakirkju föstudaginn 29. marz, kl. 20.30. Á efnisskrá eru sön- glög eftir Mozart, Pál ísólfsson, Inga T. Lárasson, Jón Ásgeirsson og Jór- unni Viðar. Ólaf- ur Vignir Alberts- son leikur undir á píanó. Inga Jónína lauk söngkenn- araprófí frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1988. Hún hefur Inga Jónína sótt fjölda nám- Backman skeiða hérlendis og erlendis_ og söngtíma hjá Rinu Malatrasi á Ítalíu í nokkur ár. Hún hefur komið víða fram sem einsöngvari og hefur jöfn- um höndum lagt stund á kirkjusöng, ljóðasöng og óperusöng. Ólafur Vignir Albertsson píanóleik- ari lauk burtfararprófí frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík árið 1961. Hann stundaði framhaldsnám við Royal Academy of Music í London. Auk ótal tónleika á íslandi hefur Ólaf- ur Vignir leikið í mörgum löndum Evrópu, í Bandaríkjunum og Kanada. -----» » 4----- Ingólfsstræti 8 Síðasta sýn- ingarhelgi UM helgina lýkur sýningu á nýjum skúlptúrum og lágmyndum Kristins E. Hrafnssonar í Ingólfsstræti 8. Verkin eru öll nátengd náttúru eins og fyrri verk Kristins og fjalla um íjarvera viðfangsefnisins. Lág- myndimar eru sandblásnar teikning- ar í granít af á og strandlengju. Skúlptúrarnir eru mótaðir úr umbúð- um utan um vélar. Kristinn segir að það sé eitthvert utanaðkomandi afl sem móti verkin og gefi þeim sitt endanlega form. Ingólfsstræti 8 er opið alla daga frá kl. 14-18, nema mánudaga, þá er lokað. Einar Steen- Nakleberg Ávarp á alþjóða- leikhúsdaginn í DAG, 27. mars, er alþjóðaleik- húsdagurinn. Leikhúsfólk um allan heim staldrar við í dag og hugar að hlutverki leikhússins. í nútímasamfélagi á leikhúsið. í stöðugt harðnandi samkeppni við alls konar afþreyingarefni. Þess vegna þarf leikhúsið að marka skýrt sína sérstöðu. Leiklistin á rætur í trúarþörf og þeirri viðleitni mannsins að túlka þessa þörf, gefa henni form. Leiklist er því í innsta kjama trúarathöfn, ritual. í aldanna rás hefur leiklistin fjallað um stöðu mannsins í sköpunarverkinu, sannleiksleit- ina. Sannleikann, sem gerir manninn frjálsan. Á þeim sjald- gæfu stundum þegar list leik- hússins nær að snerta okkur djúpt, upplifum við sannleikann. Við verðum fyrir einstakri reynslu, sem nærir okkur and- lega, gefur okkur styrk. Þess vegna lifír leikhúsið enn í dag. En það er ekki bara listamað- urinn, sem er aflgjafi leikhúss- ins, áhorfandinn á þar einnig sinn þátt og sá þáttur helgast af kröfunni um andlegar þarfír, þannig er áhorfandinn samofinn leikhúsinu, ábyrgð beggja er mikil. Ábyrgð leikhússins er að feta braut sannleikans og ábyrgð áhorfandans er að leik- húsið víki ekki af þeirri braut. Á tímum vaxandi hraða og skyndilausna gefst minni og minni tími til að sinna andlegum þörfum. Þegar svo er komið er full ástæða til að staldra við og spyija: Speglar leikhusið líf okk- ar, sannleikann? Spyijum þessarar spurningar, leikhúslistamenn jafnt sem áhorfendur. Spurningin er brýn! Ilmfögnr náttúrusýn TÓNIIST Gcrðarsafni KAMMERTÓNLIST OG UPPLESTUR Camilla Söderberg og Snorri Öm Snorrason fluttu flautu- og lútutón- list frá 17. og 19. öld, í bland við upplestur Arnar Jónssonar á þýðing- um Daníels Daníelssonar á Andalús- íuljóðunum, sonnettum Shakespe- ares og (jóðum eftir Jónas Hallgríms- son og Jóhann Gunnar Sigurðsson. UPPLESTUR og hljóðfæraleikur á sér aldna hefð og meira að segja tengist ballettinn slíkri listiðju. Að lesa ljóð undir dansi og hljóðfæra- leik birtist með ýmsum hætti í tón- listarsögunni og allt fram undir okk- ar tíma hafa tónskáld lagt út frá ljóðum, eins t.d. Vivaldi í Arstíðun- um og jafnvel myndverkum, eins og frönsku tónskáldin. Ljóðið og mynd- verkið gegndi því hlutverki, í og með, að túlka það í myndum og orð- um, sem tónlist og dans gátu aðeins túlkað á táknrænan máta. Á þessum sérstæðu tónleikum var stillt saman blokkflautu- og lútutón- list frá 16. öld og upplestri á svo nefndum „Andalúsíuljóðum“ í þýð- ingu Daníels Daníelssonar, sem mörg eru að innihaldi svipuð morg- unljóðum trúbadoranna. í þessum ljóðum er fjallað um ástina á svo fijálslegan máta að meðferð efnisins á vel við í dag, jafnvel þó ort sé um sjálfa ástartilfinninguna á hátíðlegri máta en nú gerist. Tónlistaratriðin voru eftir Jacob van Eyck, Luys Milan, John Dowland og Alonso Mudarra og var ýmist leikin á sópran- og alt-blokkflautur og lútu og var leik Camillu og Snorra gefinn sú mýkt og látleysi er hæfír þessari yndislegu og hljóðlátu tón- list. Er á leið lestur Arnar Jónssonar bættust við ljóðaþýðingar Daníels á nokkrum sonnettunum eftir Shake- speare. Arnar las þessi ljóð án þess að leika þau, lét músík orðanna hjóma með sínum blæbrigðum og hljóðfalli, svo Ijóðin streymdu fram eins og hljóðlátt sönglag. Á seinni hluta efnisskrárinnar var tónlist frá skilum 18. og 19. aldar og þar var tónefnið eftir Ernst Krehmer (1795-1837) er var kunnur fyrir leik sinn á „göngustafs-flautu". Verk þessa sérkennilega tónlistar- manns eru há klassísk, leikandi létt og á marganhátt tæknilega vel sam- in. Samleikur Camillu og Snorra (nú á gítar) var þarna sérlega glæsileg- ur, þó meira mæddi eðlilega á flautu- leikaranum, sem lék afburða vel þessa skemmtilegu tónlist. Snorri lék af þokka frægan menúett eftir Fern- ando Sor, sem var uppi á sama tíma og Kréhmer. Með þessari klassísku tónlist las Arnar ástarkvæði eftir Jónas Hall- grímsson og Jóhann Gunnar Sig- urðsson. Bæði þessi skáld klæddu ástarkvæði sín með fögrum náttúru- stemmningum og í skáldskap þeirra er eiga árstíðirnar sér samvist með ástinni, lífsfijóvi því, er vekur með manninum allt sem hann fegurst kann og festir sýn hans á ilmfagra náttúruna og fegurð mannlífsins. Allt þetta höfðu hlustendur heim með sér frá þessum sérstæðu ljóða- tónleikum, þar sem ómblíð tónlistin streymdi með ljóðunum eins og berg- vatnssytra, hljóðlát og tær. Jón Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.