Morgunblaðið - 27.03.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 21
LISTIR
Islensk
myndlist
í Kaup-
mannahöfn
HAFDÍS Ölafsdóttir opnar
sýningu á grafíkverkum í
Kaupmannahöfn, fimmtudag-
inn 28. mars.
Sýningin er í
galleríi Nor-
rænu ráð-
herranefnd-
arinnar, Store
Strandstræde
18, sem er
rétt við Ný-
höfnina.
Á sýning-
unni eru tré-
ristur og einþrykk af kopar-
plötum. Myndefnið er vatn,
hafið og fjallavötnin. Litur og
form vatnsins.
Sýningin er í boði Norrænu
ráðherranefndarinnar (Nor-
disk Ministerrád) og stendur
til 29. apríl.
Hafdís
Ólafsdóttir
Björk Signý
Jónsdóttir Sæmundsdóttir
Tvísöng’ur
í Vinaminni
BJÖRK Jónsdóttir og Signý
Sæmundsdóttir halda tví-
söngstónleika í safnaðarheim-
ilinu Vinaminni á Akranesi í
kvöld kl. 20.30. Meðleikari á
tónleikunum er Gerrit Schuil.
Á efnisskránni eru dúettar
og einsöngslög eftir Purcell,
Haydn, Schumann, Brahms,
Rossini, Dvorak og skoskir
þjóðlagadúettar.
Tvær sýn-
ingar eftir
á Leigj-
andanum
NÚ ERU tvær sýningar eftir
á Smíðaverkstæði Þjóðleik-
hússins á breska verðlauna-
leikritinu Leigjandanum eftir
Simon Burke.
Verkið segir frá ungri konu
með vafasama fortíð. Hún
flyst til breskrar smáborgar í
þeirri von að geta hafið nýtt
líf. En fortíðin eltir hana uppi.
Síðustu sýningar eru annað
kvöld og sunnudagskvöld 31.
mars.
Blúsbarokk
TONLIST
S i g ii r j ó n s s a I' n
GÍTARDÚÓ
Verk eftir Ponce, Gunnar Reyni
Sveinsson, Debussy, Sor o.fl.
Icetone 4 2 (Símon H. ívarsson og
Michael Hillenstedt, gítarar).
Listasafni Siguijóns Olafssonar,
laugardaginn 23. marz kl. 17.
HÖGGMYNDASALUR Sigur-
jónssafns úti við marbakka Laugar-
ness kemur manni fyrir sem merki-
lega hnitmiðuð umgjörð um tónlist
20. aldar; myndirnar gætu ýmist
verið úr öllum etnískum hornum
heims eða stílfærðar útleggingar á
Ijöllyndi og framtíðarhyggju Vest-
urlendinga. Og þó að Fernando Sor
hafi verið undantekning frá því í
tíma, þá hæfði dagskrá Icetone 4
2 dúósins að öðru leyti listavel
umhverfinu, þar sem ýmist var boð-
ið upp á tónlist frá Suður-Ameríku,
meira eða minna undir frumbyggja-
áhrifum, eða frá Evrópu. Nær allt
var frá okkar öld og náði reyndar
fram til dagsins í dag.
Undirritaður - og e.t.v. fleiri -
minnist þess ekki að hafa rekizt á
nafn Michaels Hillenste'dts fyrr, og
hefði verið gaman að fá einhveijar
upplýsingar um gítarleikarann, en
svo langt teygði metnaður tónleika-
skrárinnar sig því miður ekki. Verk-
efni þeirra tvímenninga að þessu
sinni voru öil gítardúó, utan hvað
hvor lék sitt einleiksverkið á seinni
hluta tónleikanna.
Fyrst voru flutt ijögur smáverk
eftir mexíkóska tónskáldið Manuel
M. Ponce (d. 1948), Scherzino
Maya, Arrulladora Mexicana, Int-
ermezzo og Scherzino Mexicano;
hafi þau verið saman í svítu frá
tónskáldsins hendi, þá var allavega
ekki greint frá neinu heildarnafni.
Eins og nöfnin benda til var tónlist-
in af þjóðlegum toga og hin áheyri-
legasta, að svo miklu leyti sem blóð-
veigja norrænna flytjenda gat kom-
ið suðrænum funa til skila, og bætti
ekki úr skák, að þeir félagár hljóm-
uðu víða framan af sem nýkomnir
inn úr hryssingslegum norðangarr-
anum með loppna fingur. Þó sat
lokaþátturinn nokkuð vel, fallegur
hacienda-vals með dæmigerðum
hemíólum.
Forvitnilegasta viðfangsefni tón-
leikanna voru eðlilega nýsmíðarnar
úr smiðju Gunnars Reynis Sveins-
sonar, en þaðan hefur fremur litið
heyrzt undanfarna mánuði. Ásamt
innskoti inni á milli frá Debussy,
La petite negre og GoIIiwogg’s
cakewalk úr píanósvítunni „Chil-
dren’s Corner", mynduðu nýju
stykki Gunnars Reynis fyrir 2 gít-
ara „þeldekkstu" deild tónleikanna;
fyrst með tveim barokk-stílæfing-
um, Invensjón og Tokkata, en síðan
færðist harðsoðið nútímaþéttbýlið
nær með fjórþættri nafnlausri svítu
[?], Morgunsnerting, Búggíið blífur,
II basso og Hringdans í nóttinni.
Hvað verkum Gunnars viðvíkur,
mun í öllum tilvikum hafa verið um
frumflutning að ræða, þótt ekki
kæmi það fram af tónleikaskránni
frekar en ýmislegt annað.
Invensjónin var vel skrifuð og,
eins og margt úr tónheimi Gunnars
Reynis, lituð tveim eðlisþáttum sem
fremur fáir tíðka að leiða saman
hérlendis, þó að blandan sé alltaf
jafn heillandi áheyrnar, þegar vel
tekst til: komplementer-hrynjandi
barokksins og synkópur jassins. Rifj-
aðist upp fyrir manni nafn á stefnu,
er reynt var að skapa kringum popp-
lag Procols Harums, A Whiter Shade
of Pale, þ.e. „Bach & Blues“, þegar
örsmáu minni úr Veltempruðu Es-
dúr fúgunni skaut upp, þó að stór-
sveitarswing, bopp, svali og þriðji
straumur séu ábyggilega fyrirferð-
armeiri áhrifavaldar Gunnars úr
hryngri tónlist. Tokkatan var í gígu-
kenndum 6/8 takti og sömuleiðis
ágætlega skrifuð, þó að flytjendur
hefðu að ósekju mátt hlífa gervi-
görnunum minna og leggja meiri
kraft og sveiflu í spilamennskuna. í
seinni þáttunum fjórum kom fram
nútímalegri og abstraktari hlið á
Gunnari Reyni. Ólíkar stemmningar
skiptust á. Sumt minnti á raðtækni,
annað á expressjónisma, enn annað
á fijálsan jass, ýmist. í líðandi púls-
leysi eða með mótorískum íytma
eins og í passacaglíu-blendningnum
„II basso“, þar sem undirritaður
þóttist allt í einu heyra rafgítardraug
frá ca 1961 í moll: la-do-fa-mí / sí-
tí-famífamí / so-ta-fa-mí, o.s.frv.
En - eins og Sixten Nordström
mundi segja í tóndæmislok - sen
försvann den...
Gunnar er nógu samsettur komp-
ónisti til að vera ekki leiðinlegur,
og nógu músíkalskur til að samsetn-
ingarnar gangi upp. Það ku víst
kallað eklektismi. Kvað svo rammt
að honum, að stundum grillti jafn-
vel í silkistrengdan japanskan koto-
slátt innan um afró-evrópsku stíl-
brigðin, eins og sterkast kom fram
í Hringdansinum. En öll stykkin
verkuðu, a.m.k. við fyrstu heyrn,
heilsteypt og í jafnvægi, að maður
segi ekki innblásin, því þrátt fyrir
að vantaði aðeins meiri glæsileika
í flutningi, þá báru verkin vitni um
nærri því unglingsspræka tjáning-
argleði. Og ef það er einhver mæli-
stika á gæði, þá mátti heyra vinnu-
brögð, sem ekki, eins og svo oft í
nútímatónlist, standa og falla með
snilldarflutningi. Gítardúóið lék alls
ekki illa, en hin lýta- og áhyggju-
lausa yfirburðartækni, sem er for-
senda sterkrar sannfærandi túlkun-
ar, hefði mátt svífa oftar yfir vötn-
um. Á hinn bóginn var styrkjafn-
vægi þeirra félaga oftast með ágæt-
um og samhljómur hljóðfæranna
sömuleiðis.
Eftir hlé lék Icetone 4 2 dúóið
Fantasíu Op. 54 eftir einn aðalhöf-
und gítartónmenntanna, hinn
spænska Fernando Sor (1778-
1839), og samanstóð hún einkum
af tilbrigðum við stef og líflegu
valslagi, „Dans le genre Espagnol",
með skvettu af flamenco í bláendi.
Michael Hillenstedt lék einleik í
Drei Tentos eftir Hans Werner
Henze, nútímaframhaldi af fornri
ricercare-spunatóngrein Spánverja
fyrir víhuelu eða gítar. Símon
kroppaði þarnæst hið kunna EI
condor pasa í ágætri, þéttri útsetn-
ingu eftir J. Morel, og komst hann
nokkru betur frá sínu sólói en mót-
leikarinn, enda Henze-verkið tölu-
vert óárennilegra og meira leitandi
í formi.
Gítaristarnir voru nú orðnir
sæmilega heitir og léku saman í
Iokin brasílískan, argentínskan og
kúbskan dans af þokka við ágætar
undirtektir.
Ríkarður Ö. Pálsson
Hornsófi
með innbyggðu rúml
Verðkr. 159.600
Ekta leður d slitflötum
og leðurlíki d grind.
Litir: Vínrautt - brúnt - grœnt.
Ferðageislaspilari með
Starlite CD-105
Ferðageislaspilari m/útvarpi
heyrnartólum, straumbreyti o.fl. og kassettutæki.
Verð kr. 13.900 stgr. Verð kr. 14.989 stgr.
BRÆÐURNIR
ORMSSONHF
Lágmúla 8, s. 553 8820
Midí Denver MC88
1 disks geislaspilari, útvarp og
segulband.
Verð Kr. 14.996 stgr.
Lenco PPS 2024
1 disks geislaspilari, útvarp með 20
stöðva minni, segulband, fjarstýring
með öllum aðgerðum, 200 W pmpo.
Verð aðeins kr. 29.900
ONWA Mini 3248
Hljómtækjasamstæða með útvarpi,
magnara. tvöföldu kassettutæki,
geislaspiíara, stöðvaminni í útvarpi,
fullkominni fjarstýringu og plötuspilara.
Kr. 31.887 stgr.__________