Morgunblaðið - 27.03.1996, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 29
AÐSENDAR GREINAR
ALDARMINNING
••
Oryggi bama í
bílum, átaksdagar
25.-29. mars
BÍLAR hafa löngum
þótt eitt helsta tákn nú-
tímasamfélags. Fæst
okkar eiga erfitt með að
ímynda sér hvemig
hægt væri að komast
af án þess að eiga bíl.
Bíllinn gerir okkur kleift
að eiga heimili í nokk-
urri fjarlægð frá vinnu-
stað, skóla og leikskóla
og þannig er það líka
með flest okkar. Fjöldi
þeirra barna sem ferðast
með bílum dags daglega
hefur því fjölgað jafnt
og þétt síðastliðin ár.
Samhliða því sem
börn ferðast lengur og
oftar í bílum á hverjurn degi hefur
fjöldi bama á aldrinum 0-14 ára er
slasast í bílum aukist verulega. Sem
dæmi má nefna að 50 fleiri böm slös-
uðust í bílum árið 1995 en árið 1994.
Þar af slösuðust 23 fleiri börn á aldr-
inum 7-14 ára í aftursæti en árið á
undan.
Þegar siysaskráning Umferðar-
ráðs er skoðuð kemur einnig í ljós
að einungis helmingur þeirra barna
sem slasast í umferðarslysi notar
viðhlítandi öryggisbúnað.
Þessi staðreynd er sláandi og þýðir
einungis það eitt að foreldrar og for-
ráðamenn bama virðast ekki taka
nægilega alvarlega áróður varðandi
mikilvægi þess að hafa börnin sín vel
varin þegar þau era í bíl. í þessu
samhengi er einnig vert að veita at-
hygli að hluti þeirra slysa er verða á
bömum í bíl má beinlínis rekja til
þess að öryggisbúnaður er ekki rétt
notaður og/eða hann hentar ekki aldri
og stærð barnsins. Það virðist því ríkja
ákveðin vanþekking varðandi notkun
öryggisbúnaðar og einnig virðast for-
eldrar ekki vera nægilega vakandi
fyrir því að bömin þeirra þurfí nýjan
barnabílstól þegar þau stækka.
Undanfarin ár hefur umræðan um
slysahættur og slys á börnum í um-
hverfínu aukist. Sem betur fer er
almenningur og ekki síst foreldar
sífellt að verða meðvitaðri um það
hvernig slysin gerast og til hvaða
aðgerða hægt er að grípa til þess
að fyrirbyggja slys. Slysavarnir og
fyrirbyggjandi aðgerðir verða þó allt-
af fyrst og fremst samspil ólíkra
hagsmunaaðila sem hver á sinn hátt
leggur sitt af mörkum til þess að
koma í veg fyrir slys. Ef vinna á
markvisst að því að fækka slysum
og þá ekki síst á börnum og ungling-
um verður þetta samspil að vera fýr-
ir hendi. Það er oft sagt að forvarn-
ir byiji heima og era það orð að
sönnu, ekki síst þegar fjallað er um
slys á börnum. Það er okkar foreldr-
anna að sjá til þess að öryggi allra
sem ferðast í heimilis-
bflnum sé tryggt.
Það er ekki hægt að
ætlast til þess að 4 ára
bam sem getur sest
sjálft inn í heimilisbílinn
hafí vit eða þroska til
þess að spenna öryggis-
belti eða bílstólsbelti. Sá
sem ekur verður að sjá
til þess að þetta barn
setjist í bílstólinn sinn
eða á bílpúðann og að
öryggisbeltið sé spennt
áður en lagt er af stað.
Reykjavíkurborg og
Slysavarnafélag ís-
lands eru nú í samvinnu
um að gera Reykjavík
að „betri borg fyrir böm“. Tilgangur
þessa samstarfs er að fækka slysum
á börnum og unglingum í Reykjavík
með því að stuðla að markvissum
aðgerðum, forvörnum og fræðslu.
Hluti af þvi að gera borgina betri
fyrir börn er að huga að umferðar-
málum. T.d. má nefna að á síðasta
ári tóku foreldrafélög skóla og leik-
skóla þátt í könnun er gefa átti
mynd af aðstæðum leikskóla- og
skólabarna, þ.e. hvað tók við eftir
Öryggi barna í bílum,
segir Fjóla Guðjóns-
dóttir, er ein hlið á
umferðarmálum.
að foreldramir höfðu lagt bflnum og
börnin áttu að ganga inn í leikskól-
ann/skólann. Öryggi barna í bílum
er ein hlið á umferðannálum nema
hvað hér reynir á foreldrana, ekki
hvaða aðstæður yfírvöld skapa fyrir
börnin heldur hvernig og hvaða ör-
yggi foreldrar veita börnum sínum á
leið í skólann eða leikskólann. Þessi
þáttur er ekki síður mikilvægur þeg-
ar ljallað er um slys á börnum. Það
er ekki hægt að kvarta yfír ótryggri
aðkomu að leikskóla ef við tryggjum
ekki börnum okkar öryggi inn í bif-
reiðinni sjálfri.
Eins og bent var á í upphafi grein-
arinnar er ein skýring þess að slysum
á bömum hefur fjölgað í bílum sú
að fjöldi bama er ferðast með einka-
bílum hefur aukist jafnt og þétt und-
anfarin ár. Þeirri þróun verður varla
breytt eða áhrif haft á hana héðan
af. Það sem við getum hins vegar
haft áhrif á er að bömin okkar noti
alltaf öryggisbúnað þegar þau ferðast
með bíl og að hann sé rétt notaður.
Höfiindur er verkefnisstjóri verk-
efnisins „Betri borg fyrir börn“.
Fjóla
Guðjónsdóttir
Minningargreinar
og aðrar greinar
FRÁ áramótum til 15. febrúar sl.
birti Morgunblaðið 890 minningar-
greinar um 235 einstaklinga. Ef
miðað er við síðufjölda var hér um
að ræða 155 síður í blaðinu á þess-
um tíma. í janúar sl. var pappírs-
kostnaður Morgunblaðsins rúm-
lega 50% hærri en á sama tíma á
árinu 1995. Er þetta í samræmi
við gífurlega hækkun á dagblaða-
pappír um allan heim á undanförn-
um misserum. Dagblöð víða um
lönd hafa brugðizt við miklum
verðhækkunum á pappír með
ýmsu móti m.a. með því að stytta
texta, minnka spássíur o.fl.
Af þessum sökum og vegna
mikillar fjölgunar aðsendra greina
og minningargreina er óhjákvæmi-
legt fyrir Morgunblaðið að tak-
marka nokkuð það rými í blaðinu,
sem gengur til birtingar bæði á
minningargreinum og almennum
aðsendum greinum. Ritstjórn
Morgunblaðsins væntir þess, að
lesendur sýni þessu skilning enda
er um hófsama takmörkun á lengd
greina að ræða.
Framvegis verður við það mið-
að, að um látinn einstakling birtist
ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd en lengd annarra greina um
sama einstakling er miðuð við
2.200 tölvuslög eða um 25 dálks-
entimetra í blaðinu.
í mörgum tilvikum er samráð
milli aðstandenda um skrif minn-
ingargreina og væntir Morgun-
blaðið þess, að þeir sjái sér fært
að haga því samráði á þann veg,
að blaðinu berist einungis ein meg-
ingrein um hinn látna.
Jafnframt verður hámarkslengd
almennra aðsendra greina 6.000
tölvuslög en hingað til hefur verið
miðað við 8.000 slög.
ÞÓRARINN
GUÐMUNDSSON
+ Þórarinn Guð-
mundsson fædd-
ist á Akranesi 27.
mars 1896, sonur
hjónanna Guð-
mundar Jakobsson-
ar trésmíðameist-
ara og hljóðfæra-
smiðs, síðar hafnar-
varðar í Reykjavík
og Þuríðar Þórar-
insdóttur, næst-
yngstur 6 systkina.
Guðmundur var
sonur hjónanna
Jakobs Guðmunds-
sonar prests, læknis
og alþingismanns sem var jafn-
an kenndur við Sauðafell í
Dölum og Steinunnar Dórotheu
Guðmundsdóttur. Þuríður var
dóttir Þórarins Árnasonar sem
talinn er vera fyrsti lærði jarð-
yrkjumaður á Islandi og Ing-
unnar Magnúsdóttur Andrés-
sonar alþingismanns frá Syðra-
Langholti í Hrunamannahreppi
og Katrínar Eiríksdóttur Vig-
fússonar, ættföður Reykjaætt-
arinnar. Að Þórarni stóðu því
sterkir og afar
frændræknir stofn-
ar.
Þórarinn kvænt-
ist 27. maí 1915
Önnu ívarsdóttur
Helgasonar versl-
unarsljóra í Kóra-
nesi, Akranesi og á
Akureyri og konu
hans Þóru Bjama-
dóttur. Þórarinn og
Anna lifðu í ham-
ingjusömu hjóna-
bandi í 63 ár þar
til Anna lést 2. des.
1978. Þórarinn lést
25. júlí 1979 á 84. aldursári.
Böm þeirra eru Þuríður Ingi-
björg (Dóa); fædd 1915, gift
Guðmundi Ágústssyni bakara-
meistara og _ skákmanni sem
lést 1983 og ívar Þór, fæddur
1916 hljóðfærasmiður, lést
1985. ívar var kvæntur Rögnu
Ágústsdóttur, þau skildu.
Bamabömin urðu 8 og era 7
þeirra á lífi. Afkomendur Þór-
arins og Önnu em nú um 50
talsins.
Þórarinn var gæddur óvenjuleg-
um tónlistargáfum og hóf að læra
á hljóðfæri aðeins 5 ára gamall sem
þóttu mikil undur og stórmerki á
þeim tímum. Það þótti ekki síður
óvenjulegt framtak þegar Þuríður
tók sig upp með barnahópinn árið
1910 og flutti til Kaupmannahafn-
ar til þess að mennta bömin sín.
Þórarinn fékk inngöngu í Tónlist-
arháskólann í Kaupmannahöfn þá
um haustið aðeins 14 ára gamall
eða 4 árum yngri en venjan var
og lauk námi í fiðluleik þremur
árum síðar aðeins 17 ára gamall,
fyrstur íslendinga til að koma heim
til Islands til starfa að loknu námi
í tónlistarháskóla. Þórarinn stund-
aði framhaldsnám í fiðluleik í
Kaupmannahöfn árið 1914 og I
Leipzig og Hamborg í Þýskalandi
1924-25.
Að loknu námi hélt Þórarinn
tónleika víða um land, m.a. við
undirleik Jóns ívars píanóleikara,
mágs síns. Þá stofnaði hann og
stjórnaði Hljómsveit Reykjavíkur
árið 1920, sem varð_ fyrsti vísir að
Sinfóníuhljómsveit íslands. Á ár-
unum milli 1920 og 1930 spilaði
hann ásamt Eggerti Gilfer bróður
sínum undir „þöglu myndunum“ í
Nýja Bíói. Erlendis spilaði hann í
hljómsveitum ásamt framhalds-
námi m.a. á Borgundarhólmi, í
Leipzig og Hamborg.
Þórarinn stundaði tónlistar-
kennslu nokkuð samfellt frá 1915-
1930 og taldi sjálfur það starf
vera það þýðingarmesta sem hann
stundaði um ævina. Hann var ekki
einn um þá skoðun. Þegar Þórarinn
varð sjötugur komst dr. Hallgrímur
Helgason tónskáld svo að orði í
afmælisgrein: ... Og er hér komið
að þeim þætti ævistarfs Þórarins
sem lengst mun halda nafni hans
á lofti, en það er kennslan, enda
má fullyrða, að hann hafi kennt
öllu Islandi á fiðlu, þar sem löngun
og vilji var fyrir hendi ... Með
grundvallar kennslustarfí hefur
Þórarinn reist sér þann minnis-
varða, er lengst mun standa. Hann
endurreisti fiðluna í íslensku þjóð-
lífí.
Þegar Ríkisútvarpið tók til
starfa árið 1930 réðst Þórarinn í
þjónustu þess. Hann stofnaði og
stjórnaði Útvarpshljómsveitinni
allan tímann sem hún starfaði en
lék eftir það með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands. Meðfram þessum
störfum stundaði Þórarinn tón-
smíðar og eru mörg af lögunum
hans landsþekkt enn í dag. Má þar
nefna Þú ert, Minning, Dísa og
Land míns föður, svo dæmi séu
tekin.
Þótt Þórarinn væri snemma
landskunnur af tónverkum sínum
og störfum að tónlistarmálum, þá
var hann ekki síður kunnur fyrir
létta lund sína og afburða kímni-
gáfu. Hann var ættfróður og ætt-
rækinn með afbrigðum og átti
ógrynni góðra vina til hinstu stund-
ar. Þótt tal hans væri tíðum bland-
að glettni, var hann alvörumaður
undir niðri og einkenndist hjarta-
lag hans af góðvild til alls og allra,
ekki síst þeirra sem mættu bágind-
um og andstreymi í lífinu.
Þó að honum stæði opin leið til
frama og ætti kost á góðum stöð-
um í stórum hljómsveitum erlend-
is, kaus hann að helga fóstutjörð-
inni hæfileika sína og þekkingu,
þrátt fyrir tvísýna afkomumögu-
leika á sínu sviði hérlendis.
Við barnaböm Þórarins Guð-
mundssonar töldum það mikinn
vegsauka að eiga slíkan afa og
erum stolt af minningunni um
hann á þessum tímamótum.
Edgar Guðmundsson.
Þórarinn fæddist á Akranesi en
ólst síðan upp í Reykjavík. Þórarni
var ætíð mjög hlýtt til Akraness-
kirkju þar sem hún var reist af
föður hans á fæðingarári Þórarins.
Móðir Þórarins, Þuríður Þórarins-
dóttir, fór með hann 14 ára gaml-
an ásamt bróður, Eggerti Gilfer,
og fleiri systkinum, til Kaup-
mannahafnar og dvöldu þau þar í
allmörg ár. Bræðurnir stunduðu
þar tónlistarnám og er óhætt að
fullyrða að hér hafí verið um braut-
ryðjendastarf og ótrúlega bjartsýni
að ræða af hálfu móður þeirra.
Þórarinn er fyrsti íslendingurinn
sem lýkur burtfararprófi í fiðluleik
frá erlendum tónlistarháskóla.
Þrátt fyrir fjölmörg tækifæri sem
honum buðust þá, ákvað hann að '
snúa heim til ættjarðarinnar. Hann
átti síðan stóran þátt í að auka
tónlistarlíf höfuðborgarinnar og
þjóðarinnar næstu áratugina. Um _
leið og stór hluti vinnu hans var
fiðluleikur og hljómsveitarstjórnun
þá kenndi hann mikið og samdi
tónlist jafnharðan. Eftir hann eig-
um við fjölmargar fallegar perlur
og má þá nefna „Þú ert“. Margar
sögur og tilsvör eru eftir honum
höfð, enda var hann mikill húmo-
risti. Hann var jafnframt gæddur
fallegum tilfinningum. Sem ungur
maður kynntist hann tilvonandi
konu sinni, Önnu ívarsdóttur, og
átti með henni Þuríði Ingibjörgu
og jvar.
Ávallt var gaman og hlýlegt aFr
heimsækja ömmu og afa á Holts-
götuna. Það var mér mikil, gleði
þegar hann bauðst til að ganga
með mér til altaris við giftingu
mína og nokkrum árum síðar
studdi hann okkur dyggilega þegar
okkur auðnaðist sú hamingja að
eignast aðra dóttur. Hún ber hans
nafn í dag með stolti enda hélt
hann henni undir skírn.
Þórarins verður ætíð minnst sem
brautryðjanda í íslensku tónlistar-
lífi. Hann var einn af upphafs-
mönnum í tónlistarlífi Ríkisút-
varpsins og stjórnandi Útvarps-
hljómsveitarinnar og síðan Sinfó-
níuhljómsveitar Islands. Okkur
mun ætíð hlýna um hjartarætur
við að heyra gömlu lögin hans.
Þórarinn lést 1979, þá 83ja ára
gamall, eftir gæfuríkt ævistarf.
Það er mikil gæfa að hafa kynnnst
slíkum manni og að geta minnst
hans á 100 ára afmælinu.
Steinunn Guðmundsdóttir.
SWIFT - Eurotrek
Mjúkur og þægilegur poki
með innri kraga.
Fylling: Hollowfiber
Kuldaþol:-l5°C
Þyngd: 1.95 kg.
TLLBOÐ
fondital
OFNAR SEM ENDAST!
* Steyptir úr sterkri álblöndu.
* Fulllakkaöir - auöveld þrif.
* Fljótir aö hitna.
* Flestar stæröir fyrirliggjandi.
ik HAGSTÆTT VERÐ
Hringás ehf.
Langholtsvegi 84, s. 533 1330.