Morgunblaðið - 27.03.1996, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.03.1996, Qupperneq 31
ÆORGUNBLAÐIÐ MIIMIUINGAR MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 31 ANNA VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR + Anna Valgerð- ur Jónsdóttir fæddist að Fremri Hlíð í Vopnafirði 2. janúar 1911. Hún andaðist á Borgar- spítalanum í Reykjavik 19. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Jón Sveins- son, f. í Hvamms- gerði í Vopnafirði 17. september 1871, d. 18. apríl 1949, og Sigurveig Sigur- jónsdóttir, f. á Jóns- stöðum (nú Nýja bæ) í Bakka- firði 6. mars 1879, d. 10. mars 1952. Systkini Önnu voru Sig- urður, f. 15. maí 1906, Mar- grét, f. 14. maí 1913, Svein- björg, f. 19. janúar 1915, Guð- jón, f. 22. mars 1916, d. 10. maí 1993, og Sólveig, f. 14. ágúst 1917. Anna giftist Ingólfi Er- lendssyni, skósmíðameistara, f. á Seyðisfirði 2. desember 1898, d. 14. febrúar 1964. Foreldrar Ingólfs voru Ásbjörg Ásbjarn- ardóttir og Erlendur Erlends- son, skósmiður og útgerðar- maður á Seyðisfirði. Anna og Ingólfur bjuggu á Akureyri. Þau áttu eina dóttur, Erlu Þór- unni, innkaupastjóra, Kópa- vogi, f. 29. desember 1940, maki Sveinn Gústavsson, við- skiptafræðingur, f. 12. apríl 1938. Þau eiga tvær dætur: 1) Dagbjört Halla, húsmóðir, f. 11. febrúar 1962, maki Þórhallur Örn Guðlaugsson, iðntækni- fræðingur, f. 10. september 1962. 2) Anna, nemi, f. 9. ágúst 1964, maki Magnús Bjarnason, rekstrarhagfræðingur, f. 19. ágúst 1963. Hjá Önnu og Ing- ólfi ólust einnig upp að miklu eða öllu leyti: 1) Helga Ing- ólfsdóttir, f. 9. júlí 1928, d. 14. júní 1991, maki 1 Hall- dór Guðmundsson, framkvæmdastj óri, f. 13. febrúar 1928, og eru börn þeirra Halldór og Inga Þórunn, maki 2 Snæbjörn Jóhanns- son, kennari, f. 21. júlí 1914, börn þeirra Anna, kenn- ari, f. 5. apríl 1956, maki Ragnar L. Þorgrímsson, tónlistarkennari, f. 25. júní 1953, Þórkatla, bókavörður, f. 20. september 1958. 2) Ásbjörg Hanna Ingólfsdóttir, skólafull- trúi, Selfossi, f. 7. maí 1935, maki Magnús Gíslason, banka- útibússtjóri, f. 24. febrúar 1935. Synir þeirra eru Gísli, sjúkra- þjálfari, f. 10. maí 1960, maki Ulrika Schiippel, hjúkrunar- fræðingur, f. 10. júlí 1968, Ing- ólfur, tæknimaður, f. 8. janúar 1963, Magnús, bankastarfsmað- ur, f. 14. nóvember 1969, maki Hafdís Benediktsdóttir, skrif- stofumaður, f. 30. janúar 1967. 3) Inga Þórunn Halldórsdóttir, aðstoðarskólastjóri, Húna- vatnssýslu, f. 31. júlí 1947, maki Þorsteinn H. Gunnarsson, bóndi, f. 16. janúar 1946. 4) Halldór Halldórsson, stærð- fræðingur, Reykjavík, f. 19. nóvember 1948, maki Ragn- heiður Héðinsdóttir, matvæla- fræðingur, f. 14. nóvember 1956. Útför Önnu fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. Elsku amma, það er erfitt að rnrfa að kveðja þig. Þú varst mér ívo kær. Endurminningar um þig íoma upp hver af annarri. Ég hef )ft hugsað um hvað þú hefur reynst nér vel. Það var dýrmætt að eiga nanneskju eins og þig, sem alltaf rnrst tilbúin að hlusta og ráðleggja. Börnin mín elskuðu þig og þú mrðst fastur punktur í tilveru >eirra eins og minni. Mér finnst það svo sárt að þú skyldir ekki lifa að sjá Erlu Karen fermast á pálma- sunnudag, þú hlakkaðir svo mikið -il. Sálmabókin, sem þú gafst henni ’yrir nokkrum árum, þá með þeim fyrirmælum að hún ætti að fermast neð hana, verður yndisleg endur- ninning hennar um þig. Það tekur tíma að venjast lífinu ín þín, engar hringingar þegar ég kem heim úr skólanum, eða skila- áoð um að langamma hafi hringt, allir þessir hlutir sem voru svo áversdagslegir sé ég núna hvað voru mikils virði. Ég elskaði þig svo mikið, en ég veit að þú ert í góðum höndum núna og það er huggun í sorginni. Hafðu það gott, amma mín, þar til við hittumst aftur. Þú, Guðs míns lífs, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurðrmum þínum og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta ég halla mér að þínu föðurhjarta. (M. Joch) Þín Anna. Nú andar suðrið sæla vindum þýðum. A sjónum allar bárur smáar rísa og iflykkjast heim að fögru landi ísa að fóstuijarðar minnar strönd og hlíðum. Svo kvað skáldið Jónas og þann- ig horfði landið og bernskustöðvar á Austfjörðum við ömmu minni, Önnu Valgarði Jónsdóttur. Hún var borinn og barnfæddur Austfirðing- ur og starfaði í félagasamtökum þeirra alla tíð. Þrátt fyrir austfirsk- an uppruna okkar beggja vorum við ekki skyldar, en mér var hún samt meira en amma, hjá henni ólst ég upp til 9 ára aldurs og milli okkar systkinanna og ömmu mynd- uðust bönd sem ekki slitna. Eins og svo margir Austfirðingar flutti amma frá æskustöðvunum í Vopnafirði til Eyjafjarðar, vann ýmsa vinnu, en lærði síðan karl- mannafatasaum á Akureyri. Þar kynntist hún afa mínum, Ingólfi Erlendssyni, skósmið, en hann hafði flutt frá Vopnafirði með konu sína, Þórunni Magnúsdóttur, og tvær dætur, Helgu og Ásbjörgu, vegna berklaveikinnar, sem dró konu hans til dauða. Dæturnar komust til heilsu og bjuggu afi og amma þeim og dóttur sinni, Erlu Þórunni, heim- ili á Akureyri, þar sem stórfjölskyld- an bjó, fjórar kynslóðir undir einu þaki, eftir að Erlendur langafi minn og ég og Halldór, bróðir minn, bættumst í hópinn. Ekki var alltaf mikið húsrými heima, en sú kyn- slóð, sem nú er komin á efri ár, var ekki alin upp við rúman húsakost né fjárhag en kunni vel að koma sér saman, gleðjast yfir hveijum áfanga og sigri í lífinu, hjálpast að og sýna æðruleysi í hverri þraut hversdagsins. Þannig voru afi og amma. Akureyri bernsku minnar var sólríkur uppgangsstaður. íbúarnir samstilltir í því átaki að hefja hið unga lýðveldi til vegs og virðingar. Afi og amma voru börn þess tíma, ákveðin í að búa sér og sínum betri framtíð, bjartsýn á tilveruna en samt nægjusöm og tillitssöm við umhverfi sitt. Hlutverk húsmóður í kaupstað var ólíkt því sem var til sveita. Það voru ungar húsmæður á fjórða áratugnum, sem byijuðu að skapa hefðir og venjur í hinu unga kaupstaðarsamfélagi, sem var að feta sín fyrstu spor í íslensku samfélagi. Þær keyptu dönsku blöð- in, fylgdust með dönsku hirðlífi og tískunni í fatnaði jafnt sem mat og húsbúnaði. Þær voru að skapa hinn borgaralega stíl þjóðarinnar. Þarna var amma í essinu sínu. Meðfæddir hæfileikar hennar og myndarskap- ur í fatagerð, matartilbúningi, veisluhöldum og öllum heimilis- rekstri nutu sín til fulls. Þrátt fyrir veikindi er háðu henni til gangs var hún síung og alla ævi óhrædd við að breyta til og sjá umhverfi sitt skipta um svip. Þessi eiginleiki ömmu að virðast óhrædd við breytingar hjálpaði henni á erfiðum stundum. Ung að árum missti hún lítið stúlkubarn og ekkja varð hún á miðjum aldri, er afi dó fyrir aldur fram. En þá söðl- aði hún um, flutti til Reykjavíkur, keypti sér húsnæði, fór að vinna hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur og ferðaðist innanlands sem utan. Kraftur hennar og eljusemi voru einstök. Hún var sjálfstæð í lífi sínu, hugsunum og skoðunum, og fór ekki leynt með þær, var sjálfstæðis- manneskja af lífi og sál. Fylgdi stefnu síns flokks alla tíð og varði sína menn fyrir ágangi vinstrisinna í fjölskyldunni með oddi og egg. Alla tíð fylgdist hún mjög vel með þjóðmálum, las mikið og var skemmtileg viðræðu. Eftir að við yngstu uppeldisbörn hennar fórum að heiman bjó hún ein, lengst af á Fálkagötunni og þar varð hún miðpunktur fjölskyld- unnar. Allir heimsóttu ömmu á Fálkagötunni, þar fengu menn fréttir af fjölskyldunni og amma spilaði við börnin og talaði við þau eins og þau væru fullorðin. Fyrir tæpu ári keypti hún hús- næði af Sunnuhlíðarsamtökunum og hafði búið vel um sig er kallið kom. í öllu sínu lífi hafði hún sýnt mikinn kjark, var ein af hetjum hversdagsins, sem lifði með reisn til síðasta dags. Amma, þú sýndir okkur umhyggju og kærleik, sem verður seint þakkaður til fulls. Blessuð sé minning þín. Inga Þórunn Halldórsdóttir. Elskuleg amma mín er dáin. Margs er að minnast og margt ber að þakka. Það er svo tómlegt að hugsa til þess að fá ekki notið ná- vistar þinnar né heyra rödd þína t Útför sonar okkar, BJARKA ÞÓRS BALDURSSONAR, fer fram frá Garðakirkju í dag, miðviku- daginn 27. mars, kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Barnaspítala Hringsins. BaldurOrn Baldursson, Mari'a Edíth Magnúsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HÖNNU MARÍU ÍSAKS, Búlandi 16, Reykjavík. Aðstandendur. framar. Elsku amma mín, minning- in um þig mun ávallt búa í hjarta mínu. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Dagbjört Halla. Ég kynntist Önnu fyrir hartnær 40 árum, þá nemandi í Menntaskól- anum á Akureyri. Hún og Ingólfur bjuggu þá á Eiðsvallagötu 7 á Akur- eyri ásamt dóttur sinni Erlu, sem síðar varð eiginkona mín, Ásbjörgu, dóttur Ingólfs af fyrra hjónabandi, og Halldóri, syni Helgu. Á þessum árum var Anna mikill sjúklingur og langtímum rúmföst. Reyndi þá á aðra fjölskyldumeðlimi, sem sinntu heimilsstörfunum með miklum ágætum. Mæddi þar að sjálfsögðu mest á eiginmanninum, Ingólfi, sem þrátt fyrir mikla vinnu tókst með miklum ágætum að stýra heimilishaldinu með sínu góða geði og léttu lund. Þegar Ingólfur lést, á besta aldri, ákvað Anna að flytja til Reykjavíkur ásamt Halldóri, sem þá var 15 ára. Keypti hún íbúð á Hjallavegi, síðar á Éálkagötu og nú síðasta árið bjó hún í glæsilegri íbúð Sunnuhlíðar- samtakanna að Kópavogsbraut lb í Kópavogi. Þar eignaðist hún fjölda góðra vina og naut dvalarinnar í ríkum mæli. Anna hafði mikinn persónuleika og svipmikið yfirbragð. Hún hafði mjög ákveðnar pólitískar skoðanir, var sá almesti sjálfsæðismaður sem ég hefi nokkru sinni kynnst. Enda þótt við værum sammála í pólitík, hafði ég mjög gaman af að skipta um ham, gerast vinstri sinnaður í nokkrar mínútur og hnakkrífast við hana. Þessum sennum okkar lauk alltaf vel, hún hafði betur, báðir aðilar ánægðir. Anna hafði oft sérstakar skoðan- - ir á hinum ýmsu málum, var oft þversum, og það var hægara sagt en gert að fá hana til að skipta um skoðun. Það var ekki síst þetta sem gerði það oft svolítið spennandi að heimsækja hana, því alltaf mátti búast við að tekist yrði á um ein- hver mál. Þá var nú eins gott að standa sig, gefa ekki of mikið eftir í byijun til þess að halda spenn- unni, en oftast skildu menn sáttir, þó stundum allrjóðir í vöngum. í þau rúmlega þijátíu ár sem Anna bjó hér fyrir sunnan var það fastur punktur í daglegu lífí okkar, sem skyld henni vorum og tengd, að heimsækja hana um helgar, spjalla við hana og þiggja hjá henni veiting- ar og vildi oft verða mannmargt. Ef þessu varð ekki við komið af einhveijum ástæðum, vantaði eitt- hvað inn í hið daglega líf, svo snar þáttur var þetta í lífi okkar sem hana þekktum. Anna var ekki rík af veraldlegum gæðum, en fátækt í æsku og nægju- semi hafa greinilega verið gott veganesti fyrir lífið, því að þrátt fyrir takmarkaða sjóði virtist hún alltaf hafa af nógu að taka, því að hún var sígefandi. Það var henni mikil ánægja. Anna hringdi í okkur Erlu á mánudagsmorgni, bað okkur að koma, hún væri slöpp. Hún dó næsta dag, fór með stíl, hávaða- laust. Það er mikill sjónarsviptir að slíkri persónu. Blessuð sé minning hennar. Sveinn Gústavsson. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför HALLGRlMS pálssonar, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli. Þakkir til starfsfólks á deild A6, Borgar- spítalanum, og Sverris, læknis á Hvols- velli. Ingibjörg Pálsdóttir, Kolbrún Valdimarsdóttir og fjölskyldur. Hjartans þakkir sendum við öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför TEITS EGGERTSSONAR bónda, Vi'ðidalstungu II, Vi'ðidal, V-Hún. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild A7 i Sjúkrahúsi Reykjavíkur. María Pétursdóttir, Guðmundur St. Sigurðsson, J. Valgerður Valgeirsdóttir, Eggert Þ. Teitsson, Ásta Malmquist og barnabörn. Lokað Skrifstofur Reykjanesbæjar verða lokaðar eftir hádegi á morgun, fimmtudaginn 28. mars, vegna jarðarfarar heiðursborgarans RAGNARS GUÐLEIFSSONAR. Bæjarstjórinn. Lokað Skrifstofa okkar verður lokuð í dag, miðvikudaginn 27. mars 1996, vegna útfarar BJARNA S. GUÐJÓNSSONAR. Á. Bjarnason ehf., Hvaleyrarbraut 3, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.