Morgunblaðið - 27.03.1996, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 27. MARZ 1996 37
BRÉF TIL BLAÐSINS
Ogmundur starfar
fyrir alla landsmenn
Hvað getur
ITC gert fyrir þig?
Frá Tryggva Friðjónssyni:
í BRÉFI til blaðsins sunnudaginn
10. mars sl. var spurt: „Fyrir hverja
starfa alþingismenn?" Þessari
spurningu vil ég svara fyrir mitt
leyti.
Að mínu viti eiga alþingismenn
að starfa fyrir þjóð sína, okkur öll.
Ég tel einnig að þegar við höfum
kosið mann á þing eigi hann í starfi
að gæta hagsmuna okkar allra og
fylgja þar samvisku sinni. Það ætti
ekki að hafa farið fram hjá nokkr-
um manni að Ögmundur Jónasson
er þingmaður er fylgir sinni sam-
visku. Hann hefur í vetur verið einn
ötulasti baráttumaðurinn á þingi
fyrir hagsmunum borgaranna, t.d.
í heilbrigðismálum, atvinnumálum,
skattamálum og mörgum fleiri
málum er hljóta að varða okkur öll.
Rétt er hjá bréfritara að dæmi
eru um það að alþingismenn þiggi
laun hjá öðrum en Alþingi þó þeir
hafi tekið að sér að virina fullt starf
hjá þeirri stofnun. Ég fullyrði þó
að enginn alþingismaður tekur laun
sem formaður BSRB. Það er vegna
þess að daginn sem núverandi for-
maður BSRB, Ögmundur Jónasson,
settist á Alþingi fór hann að eigin
ósk af launaskrá sem formaður
samtakanna.
Þegar hlustað er á ræður þing-
manna verður manni á stundum
hugsað til þess hverra hagsmuni
er verið að veija. Mér sýnist sumir
þeirra oft tala máli atvinnurekenda
eða einkahagsmuna. Mér hefur ekki
sýnst að veiti af því að launafólk
eigi öfluga talsmenn á Alþingi, tals-
menn sem tala máli þeirra sem eiga
lífsafkomu sína undir kjarasamn-
ingum stéttarfélaga, lögum og
reglugerðum um kjör, réttindi og
skyldur.
Þegar Ögmundur Jónasson og
þeir þingmenn aðrir sem mótmæla
lagafmmvörpum ríkisstjórnarinnar
um kjör opinberra starfsmanna tala
gegn frumvörpunum er að mínu
mati rangt að líta svo á að verið
sé að veija rétt forréttindahóps í
minnihluta. Ég tel einmitt að hags-
munir opinberra starfsmanna og
annarra þegna þessa þjóðfélags
geti hæglega farið saman.
Hver maður ver rétt sinn ef hann
telur á sér brotið. Varnarbarátta
opinberra starfsmanna síðustu vik-
ur hefur nú leitt til þess að forsætis-
ráðherra hefur lýst því yfir að frum-
varp um lífeyrissjóð starfsmanna
ríkisins verði ekki langt fram á yfír-
standandi þingi í andstöðu við opin-
bera starfsmenn. Það ætti að vera
hveijum manni ljóst að ekki er
hægt að taka af mönnum réttindi
sem þeir hafa áunnið sér án þess
að í stað þeirra komi bætur með
öðrum hætti.
Það er rétt hjá bréfritara að opin-
berir starfsmenn hafa að sumu leyti
betri lögbundin kjör en starfsmenn
á almennum vinnumarkaði. Þessi
kjör hafa verið reiknuð þeim til
tekna í kjarasamningum. Laga-
frumvörpin sem nú liggja fyrir gera
ráð fyrir einhliða ákvörðun um
skerðingu. Því mótmæla opinberir
starfsmenn. Hins vegar hefur því
margsinnis verið lýst yfir af for-
svarsmönnum þeirra að þeir séu
tilbúnir til að opna samninga og
taka öll þessi mál til umræðu í heild
sinni
Ég tek undir áskorun bréfritara
til Ögmundar um að hann haldi
áfram að standa sig vel sem þing-
maður allra landsmanna og tals-
maður alls launafólks.
TRYGGVI FRIÐJÓNSSON
gjaldkeri BSRB.
Frá Gunnjónu Guðmundsdóttur:
SPENNA og óöryggi fylgja ýmsum
þeim hræringum sem eiga sér stað
í þjóðfélaginu í dag. Aukið atvinnu-
leysi og bágt efnahagsástand eru
vaxandi vandamál sem við þurfum
að glíma við. En hvað getum við
gert til að snúa þessari óheillavæn-
legu þróun við?
Sjálfsstyrking hvers konar er
mjög gagnleg og kemur öllum vel.
Með sjálfsstyrkingu nær einstakl-
ingurinn að auka hæfni sína og
gengur betur að takast á við þau
ijölbreyttu verkefni, sem hann
stendur frammi fyrir. Þjálfunin í
ITC er áhrifarík aðferð til sjálfs-
styrkingar. Sú þjálfun sem þar
fæst eykur sjálfstraustið og virkar
á marga sem vítamínsprauta. Ein-
staklingar fara að takast á við verk-
efni sem áður voru þeim fjarlægur
draumur.
ITC veitir þjálfun í almennum
félagsmálum, ræðumennsku, fund-
arsköpum, fundarstjóm, stjómun og
skipulagningu. Örvar forystuhæfi-
leika og byggir upp sjálfstraust.
Þar sem eitt helsta viðfangsefni
ITC er þjálfun í mannlegum sam-
skiptum hjálpar þjálfunin einstakl-
ingum að ná betri árangri í starfi.
Innan Landssamtaka ITC á íslandi
starfa 17 deildir og auglýsa þær
fundi sína í dagbókum dagblað-
anna. Líkja má ITC-samtökunum
við afar ódýran skóla þar sem hver
og einn ræður sínum námshraða
og ákveður hvenær hann útskrif-
ast. Sumir halda áfram ámm sam-
an, m.a. vegna vináttutengsla sem
myndast, á meðan aðrir hverfa til
starfa á öðrum vettvangi, reynsl-
unni ríkari.
Nú er hafinn síðari hluti starfs-
árs ITC og mun I. ráð ITC halda
tvo ráðsfundi á Scandic Hotel Loft-
leiðum laugardaginn 16. mars.
Fyrri fundurinn hefst kl. 12 á há-
degi og þar verða sálfræðingarnir:
Agústa Gunnarsdóttir, Margrét Ól-
afsdóttir og Maja Sigurðardóttir
með þjálfun í ákveðni. Síðari fund-
urinn hefst kl. 19 og er hann ræðu-
keppnisfundur.
Fundirnir eru öllum opnir.
GUNNJÓNA GUÐMUNDSÓTTIR,
forseti I. ráðs ITC á íslandi.
RAD.A UGL YSINGAR
Félag eldri borgara
íHafnarfirði
Aðalfundur félagsíns verður haldinn í Skút-
unni, Hólshrauni 3, laugardaginn 30. mars
kl. 14.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Fyrirlestur, skemmtiatriði og kaffiveitingar.
Stjórnin.
Ráðstefna um lífríki hafsins
og fiskveiðar íslendinga
verður haldin í Borgartúni 6,
Reykjavík, 29. mars 1996
Dagskrá:
9.30: Lokaskráning þátttakenda.
10.00: Ráðstefnan sett. Dr. Guðrún Pétursdóttir,
forstöðumaður Sjávarútvegsst. H.í.
10.20: Hafið umhverfis ísland.
Dr. Unnsteinn Stefánsson, prófessorem. H.í.
10.50: Fæðukeðjan i hafinu.
Dr. Ólafur Ástþórsson, sjávarlíffræðingur.
11.20: Nytjastofnar á íslandsmiðum.
Dr. Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur.
11.50: Hagkvæm nýting fiskistofna.
Dr. Gunnar Stefánsson, tölfræðingur.
12.15: Hádegisverður
13.00: Veiðarfæri og veiðiaðferðir.
Einar Hreinsson, sjávarútvegsfræðingur.
13.30: Umhverfisáhrif veiðarfæra.
Guðni Þorsteinsson, fiskifræðingur.
14.10: Áhrif mismunandi veiðarfæra á gæði afians.
Dr. Grímur Valdimarsson, forstjóri.
14.45: Hagkvæmni mismunandi veiðiaðferða.
Dr. Ásgeir Daníelsson, hagfræðingur.
15.15: Kaffi.
15.35: Fiskur, framtíð og þjóðarbúskapurinn.
Þórður Friðjónsson, forstjóri.
16.10: Fyrirspurnir og umræður.
17.00: Ráðstefnuslit.
Pétur Stefánsson, formaður V.F.Í.
17.10: Móttaka sjávarútvegsráðherra.
Skráning í símum 568 8503 og 568 8505.
Sjávarútvegsstofnun Háskóla Islands,
Verkfræðingafélag íslands og
Tæknifræðingafélag íslands.
Byggingadagar 1996
Til fyrirtækja Sl í byggingariðnaði
Byggingadagar Samtaka iðnaðarins 1996
verða haldnir 11. og 12. maí nk. Þátttaka
er opin öllum félagsmönnum Sl í byggingar-
iðnaði. Kynningarfundur verður haldinn hjá
Samtökum iðnaðarins, Hallveigarstíg 1,
Reykjavík, föstudaginn 29. mars kl. 08.30.
Umsóknarfrestur er til 3. apríl nk. og fást
þátttökueyðublöð á skrifstofu samtak-
anna. Nánari upplýsingar á skrifstofu Sl, sími
511 5555.
<2)
SAMTÖK
IÐNAÐARINS
Aioskahjálp
Landssamtökin Þroskahjálp
standa fyrir fyrirlestrum um
málefni fatlaðra
Fimmtudaginn 28. mars kl. 20.30 flytur And-
ers Gustavsson fyrirlestur um rannsóknir
sínar á ábyrgð foreldra fatlaðra barna.
Fyrirlesturinn verður haldinn í Skála á Hótel
Sögu. Fyrirlesturinn verður á sænsku en
honum verður snarað á íslensku.
Föstudaginn 29. mars frá kl. 13.00-17.00
verður málþing í Háskólabíói, sal 4, undir
heitinu: „Hvernig hefur fötluðum vegnað úti
í samfélaginu?"
Dagskrá málþingsins:
13.00-14.00 Anders Gustavsson: Viðbrögð nágranna
við sambýlum í Svíþjóð.
14.00-15.00 Robert Bogdan: Fötlun - hluti af mannleg-
um margbreytileika.
15.00-15.30 Kaffihlé.
15.30- 16.30 Anders Gustavsson: Fyrsta kynslóð
þroskaheftra, sem hafa einvörðungu nýtt
sér almenn úrræði.
16.30- 17.00: Umræður.
Hver fyrirlestur verður um 45 mínútna langur
og gefst tækifæri til fyrirspurna að loknum
hverjum fyrirlestri.
Málþingið mun fara fram á ensku.
Fundarstjóri: Dr. Rannveig Traustadóttir.
Ráðstefnugjald er kr. 1.000.
Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Þroskahjálp-
ar, sími 588 9390 í síðasta lagi fimmtudaginn
28. mars.
Garðbæingar!
Almennur fundur um bæjarmálin verður haldinn í Tónlistarstofu
Garðaskóla fimmtudaginn 28. mars kl. 20.30.
Baejarstjóri fer yfir fjárhagsáætlun bæjarins.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja fyrir svörum.
Sjálfstæðisfélag Garðabæjar.
Hverjir eiga börnin?
Opinn fundur um
forsjármál
Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna
í Reykjavík, heldur opinn fund um forsjár-
mál barna á Sólon Islandus fimmtudaginn
28. mars kl. 20.30.
Umræðuefni verða m.a. staða forsjárlausra
foreldra, réttur barnsins til umgengni við
báða foreldra, afgreiðsla forsjármála hjá
yfirvöldum o.fl.
Frummælendur verða: María Erla Marels-
dóttir, lögfræðingur, Stefán Eiríksson, lög-
fræðingur og Pétur Gunnlaugsson, formað-
ur Fjölskylduverndar.
Að framsöguerindum loknum taka við fyrirspurnir og almennar
umræður.
Fundarstjóri: Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir, laganemi.
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
SltlCI ouglýsingar
I.O.O.F. 9 = 1773278'A = Bu.
Hörgshlíð 12
Bænastund : kvöld kl. 20.00.
á\ SAMBAND ÍSLENZKRA
'/ KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Háaleitisbraut 58-60
Samkoma í kvöld kl. 20.30 í
kristniboðssalnum. Kristniboðs-
hópurinn REST sér um samkom-
una. Ræðumaður: Sr. Guðmund-
ur Karl Brynjarsson.
Allir velkomnir.
I.O.O.F. 7 = 17703278'/2 = FV.
□ HELGAFELL 5996032719
IV/V 2 Frl.
□ GLITNIR 5996032719 III 1
Hvrtasunnukirkjan
Fíladelfía
Lofgjörð, bæn og biblíulestur
í kvöld kl. 20.00.
Ræðumaður: Hafliði Kristinsson.
Allir hjartanlega velkomnir.