Morgunblaðið - 11.04.1996, Page 1
72 SIÐUR B/C
82. TBL. 84. ÁRG. FIMMTUDAGUR11. APRÍL1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Arafat
vegurað
Hamas
Ramallah, Vesturbakkanum. Reuter.
YASSER Arafat, forseti sjálfstjórn-
arsvæðis Palestínumanna, sagði í
gær að Hamas, samtök palestínskra
strangtrúarmanna, hefðu á laun lýst
yfir stríði á hendur stjórn sinni og
bætti við að forsprakkar samtak-
anna væru í Jórdaníu.
Samskiptin milli yfirvalda á sjálf-
stjórnarsvæði Palestínumanna og
Hamas hafa verið mjög stirð frá því
að Frelsissamtök Palestínu (PLO),
sem Arafat veitir forystu, gerðu at-
lögu að Hamas í kjölfar sjálfsmorðs-
sprengjutilræða í Israel í lok febrúar
og byijun mars.
„Þetta er stríðsyfirlýsing,“ sagði
Arafat og las úr skjali, sem hann
sagði úr fórum Hamas.
Að sögn Arafats hyggst Hamas
grafa undan friðarviðræðum Israela
og Palestínumanna og fá fram við-
ræður milli gyðingaríkisins og Ham-
as, „hinna nýju yfirvalda".
„Þetta stendur í skjalinu og hefur
komið fram við yfirheyrslur," sagði
Arafat og hélt á loft blaði.
Hernaðaráætlun Hamas
„Forysta Hamas er í Amman og
skipanirnar k,oma frá Amman,“
sagði Arafat og bætti við að samtök-
in hefðu gert rækilega hernaðar-
áætlun til að knýja Israela til að
snúa baki við PLO.
Jórdanar neita því að forysta
Hamas starfi í Amman og segja að
umsvif félaga samtakanna þar ein-
skorðist við pólitíska starfsemi og
upplýsingamiðlun.
Hópur arabaríkja í Sameinuðu
þjóðunum fór þess á leit í gær að
ástandið á Vesturbakkanum og
Gaza, sem var lokað af eftir að
sj álf smorðssprengj utilræðin hófust
með þeim afleiðingum að um 60
þúsund Palestínumenn komast ekki
til vinnu í ísrael, yrði tekið fyrir í
öryggisráði SÞ.
------» --------
Jeltsín heim-
ilar viðræður
við Tsjetsjena
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti
heimilaði í gær opinberri nefnd, sem
Viktor Tsjernómyrdín forsætisráð-
herra veitir forstöðu, að samræma
viðræður við tsjetsjenska aðskilnað-
arsinna, þeirra á meðal uppreisnar-
leiðtogann Dzokhar Dúdajev.
Jeltsín segist heimila nefndinni,
sem sett var á laggirnar til að fylgj-
ast með framkvæmd friðaráætlunar
hans, að taka upp viðræður á lægri
stigum. Meðal annars er nefndinni
heimild að taka upp samband við
hernaðarleiðtoga uppreisnarmanna.
Viðræður við Dúdajev í gegnum
milliliði var einn af hornsteinum frið-
aráætlunarinnar sem Jeltsín kynnti
í sjónvarpsávarpi þann 31. mars.
Þrátt fyrir að Jeltsín hafi lagt
bann við frekari hernaði í Tsjetsjníju
benda fregnir þaðan til að ekkert lát
sé á aðgerðum rússneska hersins.
Hefur þetta vakið upp spurningar á
ný um það hvort forsetinn hafi í
raun vald yfir hernum.
Kosningabaráttan í Suður-Kóreu
Segja Norður-
Kóreumenn
í stríðshug
Tókíó, Seoul, Róm. Reuter.
SUÐUR-kóreskir leiðtogar gerðu
mikið úr spennunni á Kóreuskaganum
á lokaspretti kosningabaráttunnar í
gær, en gengið er til þingkosninga í
Suður-Kóreu í dag. Aðstoðarvamar-
'málaráðherrann, Park Yong-ok, líkti
ástandinu við það er norður-kóreskir
hermenn drápu tvo bandaríska her-
menn með exi í landamæraþorpinu
Panmunjon í ágúst 1976 en þá römb-
uðu ríkin á barmi styijaldar. Park
sagði, að búast mætti við að norð-
anmenn gerðu allt til þess að upp úr
syði og stríð brytist út.
„Norður-kóreskir leiðtogar hafa
ítrekað sagt að stríð væri óumflýj-
anlegt, spumingin væri ekki hvort
heldur hvenær. Þess vegna lítum við
atburði síðustu daga mjög alvarlegum
augum og erom undir það versta
búnir,“ sagði Park.
Vítalíj Ignatenko, aðstoðarforsæt-
isráðherra Rússlands, kom í gær til
Pyongyang, höfuðstaðs Norður-
Kóreu, í þeim tilgangi að reyna draga
úr spennu á Kóreuskaganum. Hugðist
hann kanna undirtektir þarlendra
leiðtoga við tillögu um alþjóðlega ráð-
stefnu til að stuðla að stöðugleika á
skaganum.
Peter Taroff, aðstoðarotanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, ítrekaði í gær,
að ekki kæmi til greina að hefja ein-
hvers konar tvíhliða samningaviðræð-
ur við Norður-Kóreu um nýjan vopna-
hléssamning fyrir Kóreuskagann.
Vaxandi neyð
í Norður-Kóreu
Matvælaskortur fer versnandi í
Norður-Kóreu, að sögn Trevors Page,
yfirmanns skrifstofu matvælahjálpar
Sameinuðu þjóðanna í Pyongyang.
Sagði hann skortinn „mjög alvarleg-
an“ um land allt og væri þörfín fyrir
utanaðkomandi neyðarhjálp orðin
afar brýn. Lægju matvælasendingar
til landsins nánast niðri en landsmenn
hefðu þörf fyrir að minnsta kosti eina
milljón tonna matvælahjálp til að
seðja sárasta hungrið fram yfir næstu
hrísgijónauppskeru í október.
Brown borinn til grafar
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
sagði við minningarathöfn um
Ron Brown viðskiptaráðherra,
sem lét lífið í flugslysi í Króatíu
3. apríl, að hann hefði búið yfir
„ótrúlegri lífsorku" og bætti við
að án hans liðsinnis „stæði ég
ekki hér“. Athöfnin var haldin í
dómkirkjunni í Washington í gær
og að henni lokinni var Brown
jarðsunginn í Arlington-kirkju-
garðinum i Virginíu.
Clinton sagði að Brown hefði
verið lítt þekktur, en haslað sér
völl í forystusveit svartra Banda-
ríkjamanna. Forsetinn þakkaði
Brown sérstaklega stuðning
hans í kosningabaráttunni fyrir
fjórum árum og sagði að án hans
hefði hann ekki náð kjöri.
„Hann lifði lífi sínu fyrir
Bandarikin og þar kom að hann
lét hann lífið fyrir Bandaríkin,“
sagði Clinton.
Kínveijar og Frakkar undirrita viðskiptasamninga í París
Mannréttíndabrotum mótmælt
París. Reuter.
FORSÆTISRÁÐHERRA Kína, Li Peng, og
franskur starfsbróðir hans, Alain Juppé, voru í
gær viðstaddir undirritun samninga í París um
130 milljarða króna viðskipti á næstu árum en
Li er nú í opinberri heimsókn í Frakklandi. Efnt
var til mótmæla vegna mannréttindabrota stjórn-
valda í Peking og fjölmiðlar gagnrýndu frönsk
stjórnvöld harkalega fyrir hentistefnu.
Engar skálaræður voru fluttar við opinberan
málsverð í gærkvöldi eftir að Juppé og Li höfðu
gert athugasemdir við ummæli um mannréttindi
í ræðum hvors annars.
Kínveijar munu m.a. kaupa 33 Airbus-þotur
og Citroen-bílaverksmiðja og gasverksmiðja í
Kína verða stækkaðar. í öðrum tilvikum er yfir-
leitt um viljayfirlýsingu að ræða og viðskiptin
gætu því orðið mun minni en vænst er nú.
í gærmorgun strengdu um 150 félagar í sam-
tökunum Amnesty International borða með áletr-
uninni „Li hundsar mannréttindi. Það gerum við
ekki!“ yfir Champs Elysees-breiðgötuna. Óeirða-
lögregla fjarlægði þegar borðann og handtók
fólkið. 1.000 manns hugðust ganga frá Trocad-
Reuter
EFNT var til mótmæla á Trocadero-torgi
vegna heimsóknar Li Pengs, forsætisráð-
herra Kina, til Frakklands.
ero-torgi að kínverska sendiráðinu en lögreglan
stöðvaði göngumenn.
Franskir fjölmiðlar voru margir fjandsamlegir
í garð Li og sökuðu stjórn Juppés um tækifæris-
stefnu gagnvart Kína. í blaði vinstri manna,
Liberation, var sagt að viðskiptahagsmunum
væri hampað á kostnað mannréttinda. Hægri-
blaðið France-Soir lýsti Li sem „vélbyssumannin-
um frá Torgi hins himneska friðar" en andóf
lýðræðissinna var kæft í blóði á torginu 1989.
Hervé de Charette utanríkisráðherra visaði
þessari gagnrýni á bug, sagði að fremur væri
hægt að ná fram umbótum í mannréttindamál-
um í Kína með því að auka viðskipti við landið
og ræða ágreiningsefni í vinsamlegum samræð-
um. Útilokað væri að hundsa land þar sem
árlegur hagvöxtur hefði verið 10%'undanfarinn
áratug.
Skömmu eftir komu Li til landsins á þriðjudag
sendu rúmlega 200 franskir þingmenn frá sér
yfirlýsingu þar sem Kínveijar voru hvattir til
að veita Tíbetum frelsi. Kommúnistastjórnin í
Peking lagði Tíbet undir sig árið 1950.
Brfxxccxxmnpcccclllmm-
nprxvclmnckssqlbbllll6!!
Stokkhólmi. Reuter.
FLEST fimm ára gömul böm
kunna að stafa nafn sitt, en fimm
ára dreng i Halmstad í Svíþjóð
er vorkunn að vera þess ekki
megnugur enn. Nafn hans er bor-
ið fram Albin, en það er skrifað
Brfxxccxxmnpcccclllmmnprxvcl-
mnckssqlbbllll6.
Héraðsdómstóll í Svíþjóð hefur
samkvæmt sænsku fréttastofunni
TT hafnað þessu nafni og sektað
foreldrana um 5.000 sænskar
krónur (45.000 islenskar krónur)
fyrir að skíra ekki drenginn.
Foreldrarnir segja að nafnið
beri vitni „expressjóniskri þróun“
þungunar móðurinnar og hyggj-
ast áfrýja dómnum. Nafnið sé
„listrænt sköpunarverk" og vald
dómstóla nái ekki til lista.